Morgunblaðið - 03.02.1991, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.02.1991, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR-3. PEBRÖAR 1991 13 SUP6ERBIH simi siOpiim Isegir Hrefna Pétursdóttir um óra- langa baróttu við illvíga nýrnabilun eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Á ÞRIÐ JU hæð í gamla Landspít- alanum er Blóðskilunardeildin til húsa. Þegar blaðamann ber þar að garði sitja þar nokkrar mann- eskjur tengdar með leiðslum við svokölluð gervinýru. Þrisvar í viku hittist þetta fólk þarna og situr saman í þijár til fjórar klukkustundir. Félag nýrna- sjúkra hefur fest kaup á mynd- bandstæki og sjónvarpi og fólkið styttir sér stundir með því að horfa á spennandi myndir meðan vélarnar hreinsa blóð þess. Hrefna Pétursdóttir heitir ein úr þessum hópi. í samtali við blaðamann segist Hrefna fyrst hafa fundið fyrir nýrnabilun þeg- ar hún var ófrísk af fyrra barni sínu árið 1963. Þá var ég komin sex vikur á leið og fékk mikla verkM bakið og 40 stiga hita. Ég varð hrædd því móðir mín, Margrét Ein- arsdóttir hjúkrunarfræðingur, var með slæma nýrnabilun. Þá rifjaðist líka upp að ég hafði greinst með eggjahvítu í þvagi þegar ég hóf hjúkrunarnám í ársbyrjun 1957, átján ára gömul. Þá var ég rannsök- uð, en ekkert fannst að mér. Ég fékk nokkur slæm köst meðan ég var ófrísk og var lögð inn á með- göngudeild þegar ég var komin þijá mánuði á leið og lá í einn mánuð. Mér voru gefin fúkkalyf en það gekk illa að fá eggjahvítuna niður. Ég þurfti að liggja í einn og hálfan mánuð áður en ég fæddi eldri son minn. Eftir að hann fæddist fékk ég endurteknar sýkingar. Ég var fyrst mjög veik en eftir því sem sýkingarnar urðu fleiri og nýrun skemmdust meira því minna fann ég til. Líklega hef ég gengið með leyndan fæðingargalla sem svo hef- ur orðið virkur þegar ég varð óf- rísk. Hver sá galli var er ekki vit- að. Kannski hef ég líka fengið háls- bólgu eða eyrnabólgu þegar ég var lítil og það ekki meðhöndlað. Ég minnist þess að hafa verið slæm af sýkingum í hálsi þegar ég var hjúkrunarnemi. Allt þetta getur hafa haft áhrif. Ég eignaðist annað barn fjórum árum seinna. Þá lá ég líka í einn og hálfan mánuð fyrir fæðingu. Eftir það héldu nýrun áfram að skemmast. Ég gerði mér grein fyr- ir að þetta væri slæmt, en ég vissi þó ekki að ég myndi lenda í vél, enda voru þær ekki komnar þá. Eftir að drengirnir voru fæddir fluttum við hjónin til ísafjarðar þar sem maðurinn minn, Bolli Kjartans- son, varð bæjarstjóri. Ég lét alltaf taka úr mér blóðsýnishorn árlega til að fylgjast með ástandinu. Hægt og sígandi jukust þvagefnin í blóð- inu. Arið 1975 fékk ég slæmar sýk- ingar og bakteríur í þvagið. Arið 1981 var ég orðin töluvert mikið slöpp. Ég var þá flutt suður og vann á hjartadeild Landspítalans, þar sem ég hafði unnið áður en ég flutti vestur. Tveimur árum seinna var ég orðin það léleg að það var settur í mig svokallaður fistill, þá eru tengdar saman bláæð og slag- æð. Þetta er gert til að blóðrennslið sé betra þegar tengt er, þá átti ég að fara fljótlega í vél. En um þetta leyti hóf störf á Landspítalanum nýútskrifaður næringarráðgjafi, menntaður í Noregi, hann setti mig á sérstakt fæði, próteinsnautt. Ég hresstist mikið við þetta og gat verið á þessu fæði í tvö ár án þess að fara í vél. í kviðskilun Þegar ég var búin að vera í vél- inni nokkurn tíma fóru hjúkrunar- fræðingarnir á skilunardeildinni að segja mér frá hinni stórkostlegu kviðskilun. Ég var sein að taka við mér í þeim efnum. Ég var varla búin að sætta mig við að vera í vél, hvað þá að ég vildi prófa eitt- hvað annað. Sjúklingar taka ekki við nema ákveðnu magni af fræðslu. En svo kom að því að ég vildi prófa kviðskilun. Það var sett- ur leggur inn í kviðarholið og líf- himnan var notuð sem sía. En það er talsverð hætta á sýkingum í þeirri meðferð. Þó maður þurfi að ganga með poka inná sér og skipta um þá fjórum sinnum á dag þá þótti mér það tilvinnandi, ég var fijálsari þannig. Ég gat farið til útlanda og pokarnir voru tilbúinir á hótelherberginu. Ég gat jafnvel skipt um poka í bílnum þegar ég fór til Ameríku árið 1988. Ég va"r í kviðskilunarmeðferð í þijú ár og það gekk mjög vel, ég fékk aðeins einu sinni sýkingu þegar slanga fór í sundur meðan ég var í sturtu. En í apríl 1989 fékk ég mikla sýkingu og varð fársjúk, fékk gamalömun og blóðeitrun. Ég skildi ekki hvað mér hafði orðið á því ég hafði gætt fyllsta hreinlætis. Líklega hef ég fengið bakteríur frá þörmunum. Það þarf lítið til þegar leið er opin beint inn í líkamann. í gervinýra 28. janúar 1986 kom að því að ég þurfti að fara í gervinýrað. Ég þekkti þetta vel og vissi að hveiju ég gekk. En ég var algerlega niður- brotin þegar að þessu kom, ég grét, mér fannst þetta svo erfitt. Mér fannst allt vera búið, ég væri bund- in á bás, gæti aldrei ferðast neitt. Við höfum alltaf haft gaman af að ferðast hjónin og síðustu árin vorum við alltaf að ferðast því ég vissi að brátt kæmi að því að ég yrði bund- in við vélina. Én ég er sem betur fer þannig gerð að ég leggst ekki í þunglyndi til langframa. Ég vann líka alltaf eins og ég gat og það hjálpaði mér mikið. Ég notaði frí- vaktirnar mínar til að fara í vélina þó nokkurn tíma. En svo tók ég að þreytast á þessu. Ég varð oft blóðlítil þegar ég var í vélinni. Allt í einu var maður með brauðfætur og þá voru engin ráð nema að gefa manni blóð. En svo kom nýtt lyf til sögunnar sem breytti miklu fyrir okkur sem þurfum að vera í gervi- nýra. Lyf þetta er kallað Epo og það er gefið í sprautuformi þrisvar í viku. Það er mikill munur að vera ekki háður blóðgjöfum á þessum síðustu og verstu tímum. Það geta þó ekki allir nýtt þetta meðal, en ég er í hópi hinna lánsömu hvað það snertir. Er á skrá hugsanlegra nýrnaþega í byijun maí 1989 varð ég að byija aftur í gervinýranu. Ég var lengi að ná mér eftir þessi veik- indi. Ég átti líka erfiðara með að slaka á því ég, sem hjúkrunarfræð- ingur, vissi vel hvernig hlutirnir stóðu. Ég get heldur ekki sofið í vélinni eins og sumir, ég veit að vélin hringir ef eitthvað er að, en ég vil samt fylgjast með. Núna er ég alveg búin að ná mér eftir sýk inguna og hef áhuga á að prófa kviðskilun aftur. Ég er á skrá yfir hugsanlega nýrnaþega og það eru sendar út blóðprufur úr mér einu sinni í mánuði en það er ekki víst að það komi nokkurn tíma nýra sem hentar mér. Ég á bara einn bróður og hann er aðeins með eitt nýra og nýru sona minna henta mér ekki, um lifandi nýrnagjafa er því ekki að ræða. Ég hætti að vinna á hjartadeildinni fyrir röskum tveim- ur árum og hóf nám í stjórnunar- fræði í Nýja hjúkrunarskólanum og lauk því. Núna vinn ég á göngu- deild húðlækningadeildar og uni þar hag mínum allvel. Ég reyni að láta hveijum degi nægja sína þjáningu Hrefna Pét- ursdóttir tengd við gervinýra ó Landspíta- lanum. og er hreint ekki stöðugt að hugsa um veikindi mín. Ég er svo lánsöm að vera sjaldnast kvalin og vera fremur léttlynd. Skapgerð manna skiptir sköpum þegar erfiðir sjúk- dómar heija á, það er ég búin að sannreyna í mínu starfi sem hjúkr- unarfræðingur." ODYRTL LONDON KR. 14.700 ÍVIKAKR. 14.700 2VIKURKR. 15.800 3VIKURKR. 16.900 n KAUPMANNAHOFN KR. 15.800 ÍVIKAKR. 15.800 2VIKURKR. 16.900 3VIKURKR. 17.700 AÐEINS 370 SÆTI Á AFMÆLISVERÐI BROTTFARARDAGAR maí 1. 8.15. 22. 29. júní 5. 12. 19. 26. júlí 3. 10.17.24.31. ágúst 7. 14. 21. 28. sept. 4. 11. 18. 25. LON KL. 1600 CPH KL. 800 Ofangreind verð eru afmælisverðin á flugkostnaði, fram og til baka. Síðan bætast við fjölbrey ttir gistimöguleikar að eigin vali, bílaleiga og margt fleira. Islenskt starfsfólk okkar í Kaupmannahöfn og London annast fyrirgreiðslu farþega á flugvöllum. Þeir sem missa af afmælissætunum geta bókað sig í leiguflug á 12-16 % hærra gjaldt og samt komist miklu ódýrara yfir Atlandshafið en almennt gerist. Leiguflug okkar, sem opið er öllum íslendingum, er sannkölluð kjarabót í anda þjóðarsáttar. Sætaframboð er takmarkað, svo nú gildir að nota þetta einstaka tækifæri strax, því afmælissætin okkar til útlanda eru ódýrari en flugfar til Egilsstaða. FLUGFEROIR SGLRRFLUG Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331 UTLANDA A EGILSSTAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.