Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 16

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 16
16 MORGUNBLA'ÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 ÞER Æ TTUÐ AÐ SEGJA YÐUR Hússein Jórdaníukonungur. FRANSKI rithöfundurinn Ma- rek Halter, sem kunnur er fyr- ir baráttu sína í mánnréttinda- málum, hefur skrifað opið bréf til Hússeins Jórdaníukonungs, þar sem hann skorar á hann að segja af sér og afhenda Pa- lestínu-aröbum land sitt. Það gæti orðið til þess að leysa hin torveldu vandamál í Miðaust- urlöndum. Bréfið, sem hér fer á eftir, birtist fyrst í byrjun janúar í „Le Monde“ í París, „The New York Times“ í New York og „Aftenposten" í Ósló. ðar hátign! Við hittumst fyrir sautján árum. Það var í mars 1973 í ísrael, í sjálfri Tel- Aviv. Þetta var skömmu fyrir Jom-Kippúr-stríðið. Þér voruð þarna í leynilegri heim- sókn í boði frú Goldu Meir. Að eigin ósk fenguð þér tæki- færi til þess að láta aka yður, án þess að nokkur mætti taka eftir því, eftir sjálfu höfuðstræti borgar- innar, „Champs-Elysées Tel-Aviv- borgar", Dizengoff-breiðgötunni. Þér höfðuð lofað að skrifa undir sáttmála um friðargjörð við ísrael. Síðar gáfu þér Shimon Peres sama lo forð, svo Yitzhak Rabin, þar næst Moshe Dayan, seinna Chaim Herzog, forseta ísraels, og enn síð- ar Moshe Árens og að lokum Yitz- hak Shamir ... Ög þér hafið aldrei staðið við loforð yðar. Það gátuð þér ekki, yðar hátign, því að síðan 1953 hafíð þér verið konungur yfir landi, sem þér eigið ekki; yfir landi, sem er ekki yðar land, og það vitið þér. í Jórdaníu búa rúmlega þrjár milljónir manna. Nákvæmar tölur eru ekki í mínum höndum, en að áliti alþjóðlegra sérfræðinga eru 72% landsmanna nú Palestínu- menn. Sjálfir viðurkennið þér 56%. Fjölskylda yðar kemur einnig að utan. í fyrri heimsstyrjöld samdi langafi yðar, sem ættaður var frá Hedjaz á Arabíuskaga, við Stóra- Bretland um stuðning í stríðinu við hið ósmanníska heimsveldi Tyrkja- soldáns. Arabíu-Lawrence hét hon- um að launum víðlendu konungsríki araba í Miðausturlöndum. Hann hélt síðan í uppreisnarstríðið gegn Tyrkjum ásamt þremur sonum sín- um. Einn þeirra var Abdúlla, afi yðar. Hinn 16. maí 1916 skiptu Frakk- ar og Bretar ýmsum lendum Tyrkja milli sín í áhrifasvæði. Þeir gerðu með sér hinn svonefnda Sy- kes-Picot-samning. Langafí yðar varð að láta sér nægja konungstign í Bagdad. Winston Churchill var þá nýlendumálaráðherra’ Breta. Fund- ur var lagður með honum og Abd- úlla, afa yðar, í Jerúsalem. Niður- staðan varð sú að Abdúlla fékk konungsríki fyrir austan ána Jórd- án, og nefndist það Transjórdanía. Gyðingar höfðu fengið loforð fyrir landinu vestan árinnar. Skömmu síðar börðust gyðingar með vopn í hendi við enska hernámsliðið. Eftir seinni heimsstyijöldina neyddust Bretar til þess að leggja þrætuna í dóm hinna sameinuðu þjóða. Þar var ákveðið 23. nóvember 1947, að hin gamla, tyrkneska Palestína skyldi nú skiptast í tvö ríki: ísraels- ríki og Palestínuríki. Gyðingar samþykktu úrskurð Sameinuðu þjóðanna og stofnuðu ísraelsríki 14. maí 1948, Með því viðurkenndu þeir í raun (de facto) tilvist Palestínuríkis, sem þeir ættu sameiginleg landamæri með. Hins vegar höfnuðu arabaríkin úrskurði SÞ og þeirra á meðal var Transjórd- anía. Þau neituðu að viðurkenna skiptingu landsins og lýstu yfir al- geru stríði á hendur Israel. Vestur- bakki Jórdánar hafði verið úthlutað- ur Palestínumönnum, en afí yðar notaði þetta tækifæri til þess að hernema hann og innlima í kon- ungsríki sitt. 1. desember 1950 lét hann hylla sig í Jeríkó sem krýndan landsdrott- in yfir hinni palestínsk-jórdönsku ríkiseiningu, sem hét nú Jórdanía. Og nákvæmlega eins og þér reyndi hann að fá ísraelska viðurkenningu á gerðum sfnum með því að eiga mörg leynileg stefnumót við Goldu Meir. Hann vildi fá samþykki ísra- els við skiptingu landsins. 20. júlí 1951 stakk Palestínu-arabi hann til bana í Al-Aqsa-moskunni í Jerúsal- em. Þetta gerist í viðurvist yðar, yðar konunglega hátign. Hvort skyldi þetta hafa verið gert vegna þess að hann var að semja við Isra- el, eða af því að hann hafði látið útnefna sig drottnara yfir Palest- ínu? 5. september 1951 var faðir yðar hylltur konungur. Það stóð ekki lengi. Hann varð yfirfallinn af ólæknandi sinnisveiki. Honum var komið úr hásæti. Þér urðuð konung- ur 2. maí 1953. Yðar hátign! Ég minni á þessa atburði, því að ég trúi því, að sögu- leg reynsla hafi sitthvað að kenna okkur. Það, sem nú er að gerast fyrir augum okkar, á svo sannar- lega rætur að rekja til hins liðna. Eftir krýninguna fóruð þér, ekki hugdirfskulaust, að reyna að takast á við óleysanlegt vandamál: Fólkið, sem þér eigið að vera fulltrúi fyrir, vill ekki sætta sig við þann frið, sem voldugasta nágrannaríkið vill óaf- látanlega fá sér og því til handa, jafnvel með vopnum. Þér grípið til harkalegra aðgerða gegn Palestínumönnum á Vestur- bakkanum: Fjöldamorð, pyndingar, fangelsun. Háskólanum í Bir-Zeit er lokað. Skólalífið þagnar. Iðnaðar- fyrirtækin eru flutt austur í héraðið umhverfis höfuðborg yðar, Amman. Vegna kringumstæðnanna hafið þér neyðzt til þess að finna upp kerfi stjómvizku og herfræði, sem hefur gert yður kleift að lifa og ríkja í bráðum þijátíu ár, mót öllum sennileika. Þetta er merki um næst- um því snilldarlegan dugnað og úthald. Þegar þér hafið hitt stjórnmála- menn í ísrael, hafið þér alltaf hald- ið lífi í blekkingunni um það, að hægt væri að gera friðarsamninga. Við þessa friðargjörð áttuð þér sjálfir að fara fremstir í flokki ann- arra arabafursta. Til endurgjalds treystið þér á, að ísraelar og einkum leyniþjónusta þeirra, Mossad, vemdi yður fyrir Palestínu-aröbum, og öllum þeirra uppreisnum, sam- særum og morðárásum. Nefnum apríl 1957, júlí 1958, mars 1959, ágúst 1960, júlí 1966, apríl 1967 ... í hvert einasta skipti var það Mossad, sem varaði yður við. Egyptalandsforsetinn Gamal Abdel Nasser manaði fram stríðið 1967. Eins og vanalega drógust þér inn í stríðið aftan í tagli hatramle gustu öfgasinnanna. ísraelsmenn vöruðu yður við. Norski hershöfðinginn Odd Bull, yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna, bar yður skilaboð þeirra. Samt létuð þér kasta sprengjum á byggðir gyðinga í Kefar Ya’Avetz og Nataníu. Samt létuð þér hertaka Scophus-hæð í Jerúsalem. Þetta vora mistök yðar: Þér misstuð Vest- urbakkann úr greipum yðar, og Egyptar urðu að hörfa frá Gaza og Sínaí-skaga. Afleiðingarnar urðu einnig þær, að þér sátuð uppi með tvö hundruð þúsund Palestínumenn í viðbót í ríki yðar. Þeir höfðu flúið austur frá vesturbakka Jórdánar, þegar ísraelski herinn náði honum í gagnsókn sinni. Þessi fáránlegi stríðsleiðangur yðar ávann yður ekki einu sinni samúð Palestínumanna. Ég hitti Abú Ajad að máli í ritstjórnarskrif- stofum egypzka stórblaðsins A1 Ahram í maí 1970. Hann sagði mér frá því, að hann væri að skipu- leggj'a palestínsk-jórdanska hreyf- ingu, sem taka ætti öll völd í sínar hendur í Amman, höfuðborg yðar. Uppreisnin var síðan gerð f sept- ember 1970:: Svarti september. Ég hvatti þá til stuðnings við uppreisn Palestínu-araba í ísraelska ríkisútvarpinu. Tveir þekktir ísrael-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.