Morgunblaðið - 03.02.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991
21
batsjovs sýndu vel hve tvíræð af-
staða hans er orðin: Hann hafnaði
ráðum Petrakovs, en gaf óljóst fyrir-
heit um að hann kynni að fara að
ráðum hans síðar.
„Hann sagði: Þetta heyrir til
framtíðinni," sagði Petrakov. „En
hann tiltók ekki hvort hann ætti við
daga eða ár.“
Andvígur umbótum
Ef dæma má af ráðstöfunum ný-
skipaðrar stjórnar Gorbatsjovs er
síðari möguleikinn líklegri. Allir þeir
áhrifamenn, sem hafa barizt fyrir
markaðskerfí, hafa sagt af sér eins
og Petrakov og í þeirra stað hafa
verið skipaðir fulltrúar hergagnaiðn-
aðarins, sem hafa megnustu óbeit á
umbótum. Petrakov, sem hefur átt
í útistöðum við þá í eitt ár, segir
að þeir vilji afturhvarf til strangrar
miðstýringar og nýjar áætlanir um
miklar fjárfestingar í þungaiðnaði -
með öðrum orðum nákvæmlega
sömu stefnu og þá sem olli þeim
erfiðlekum, sem við er að stríða í
sovézku efnahagslífi.
Nýja stjórnin hefur hins vegar
verið fljót að tryggja sér svigrúm.
Nýlega tók hún alla 50 og 100 rúblna
seðla úr umferð og veitti almenningi
aðeins þriggja daga frest til að
skipta mánaðarlaunum sínum í
smærri einingar. Umbótasinnar
höfðu velt því fyrir sér hvort grípa
skyldi til svo róttækrar ráðstöfunar
til að takmarka peningamagn og
hefta verðbólgu. En síðan hefðu
þeir gert skjótar hliðarráðstafanir
til að draga úr miðstýringu og höml-
um, innleiða samkeppni og gera
verðlagningu frjálsari. Nýja stjórnin
hefur látið í veðri vaka að ráðstöfun-
in þjóni eingöngu þeim tilgangi að
herða á eftirliti með vaxandi „neðan-
jarðarhagkerfi" og ekkert bendir til
þess að hún ætli að fylgja henni
eftir með áætlunum, sem miða að
auknu fijálsræði.
Slíkar ráðstafanir vekja reiði og
ugg meðal fijálslyndra gagnrýnenda
Gorbatsjovs, en þeir virðast of van-
megna og illa skipulagðir til þess
að geta komið í veg fyrir hægri-
sveiflu hans. Borís Jeltsín, forseti
rússneska lýðveldisins, reynir að
koma á laggirnar víðtæku banda-
lagi, sem mundi í raun færa völdin
frá sovézka forsetanum til leiðtoga
hinna 15 lýðvelda Sovétríkjanna.
Jafnvel honum hefur þó ekki tekizt
að fá rússneska þingið til að sam-
þykkja ályktun, þar sem aðgerðir
Kremlveija í Eystrasaltslýðveldun-
um voru harðlega fordæmdar. Öflug
samtök þingmanna kommúnista
komu í veg fyrir að ályktunin væri
samþykkt.
Nú virðast aðeins opinber við-
brögð, í Sovétríkjunum og frá Vest-
gjafarnefnd forsetans (sem hefur
verið lögð niður) - bár nýlega Gor-
batsjov þeim sökum í beiskjulegu,
opnu bréfí að hann væri „heltekinn"
þeirri hugsun að hann gæti glatað
völdunum.
Sjatalín sagði að efnahagsumræð-
urnar í fyrra hefðu markað upphaf
þess að forsetinn hefði breytzt úr
fúsum umbótamanni í afturhalds-
sinna og spurði hann: „Hvers vegna
viltu ekki velja rétt? Ég legg áherzlu
á að þú getur það, en vilt það ekki.
Mig langar til að velta fyrir mér
tveimur möguleikum. í fyrsta lagi,
þú vilt ekki verða þjóðinni að gagni.
I öðru lagi, þú vilt verða þjóðinni
að gagni, en ert hræddur um að
missa völdin þegar þú nærð því
marki.“ Niðurstaða Sjatalíns var sú
að síðari tilgátan væri rétt og bréfi
hans lauk með eindreginni áskorun
til Gorbatsjovs um að hann breytti
stefnunni eða segði af sér.
Gorbatsjov daufheyrist við slíkum
áskorunum - sem hafa verið margar
að undanförnu. Ástæðan er sú að
nú þegar hann hefur gengið í lið
með harðlínumönnum til að „bjarga“
Sovétríkjunum á hann fárra annarra
kosta völ en að samþykkja örþrifar-
áð þeirra. Herferðin í Eystrasalts-
héruðunum sýnir hve eindregið þeir
vilja að hann gangi lengra en hann
kann að kæra sig um.
Valdataka
Nægar sannanir eru fyrir því að
leiðtogar kommúnista í Eystrasalts-
lýðveldunum hafí reynt að hrifsa
völdin af lýðræðislega kjömum ríkis-
stjórnum þar og haft samvinnu um
það við heraflann. Bæði í Lettlandi
og Litháen komu þeir á fót óraunver-
ulegum „þjóðfrelsisnefndum“, sem
Gorbatsjov hefur síðan fullyrt að séu
ólöglegar. Þessar nefndir notuðu
pólitískt umrót, sem þær höfðu sjálf-
ar kynt undir, fyrir átyllu til íhlutun-
ar með vopnavaldi. En þótt herinn
beitti valdi til að leggja undir sig
prentsmiðjur, sjónvarpsstöðvar og
fleiri byggingar stillti hann sig um
að kollvarpa í raun og veru ríkis-
stjórnum lýðveidanna og leggja und-
ir sig þinghúsin.
Viktor Ajksnís ofursti - lettnesk-
ur harðlínumaður sem talinn er hafa
átt þátt í öngþveitinu - viðurkenndi
í blaðaviðtali að verkið væri aðeins
hálfnað. Ajksnís sagði (þótt ekki sé
hægt að fá það staðfest) að gert
hefði verið ráð fyrir að Gorbatsjov
kæmi á beinni forsetastjórn bæði í
Litháen og Lettlandi eftir ókyrrðina
og tæki í raun og vem stjómina úr
höndum yfirvalda í lýðveldunum. En
af óljósum ástæðum hafi sovézki
forsetinn hikað við að stíga skrefið
til fulls og harðlínumenn séu reiðir
og krefjist frekari aðgerða.
fólki.
við sögu, segja að þáttaskil hafí orð-
ið i september. Á þeim tíma hallað-
ist Gorbatsjov mjög eindregið að
róttækri áætlun þess efnis að mark-
aðskerfi yrði komið á laggirnar í
Sovétríkjunum á 500 dögum.
Samkvæmt þessari áætlun hefði
verið bundinn endi á ríkisstyrki við
iðnað og landbúnað, herútgjöld og
framlög til KGB hefðu verið skorin
niður og valdinu hefði verið dreift á
skömmum tíma. I stað þess að emb-
ættismennirnir í skrifstofustjóm-
kerfinu í Moskvu tækju ákvarðanir
áttu lýðveldin 15 að fara með stjórn
eigin efnahagsmála og hafa með sér
náið samráð í þeim efnum.
Skrifstofuembættismennirnir í
Moskvu voru dauðhræddir um að
svona róttækar ráðstafanir mundu
gera völd þeirra að engu og tóku
höndum saman með verksmiðju-
stjómm í hergagnaiðnaðinum, yfír-
mönnum samyrkjubúa og ríkisjarða
og yfirstjórn heraflans til þess að
beijast gegn áætluninni. Nokkrir
þeir sém tóku virkan þátt í tilraun-
unum til þess að koma á umbótum
sögðu að harðlínumennirnir hefðu
sagt Gorbatsjov skýrt og ótvírætt
að 500 daga áætlunin mundi leiða
til þess að Sovétríkin leystust upp
og að hann missti atvinnuna.
„Hótanir þeirra vora áhrifamiklar,
því að bak við þá stóðu herinn, fimm
milljónir verkamanna í hergagnaiðn-
aði og koraframleiðendur," sagði
Petrakov.
Gorbatsjov lét undan. Fyrst var
500 daga áætlunin þynnt út í októ-
ber og mánuði síðar var hún alger-
lega lögð til hliðar. Grígoríj Javl-
ínskíj, ungur hagfræðingur sem átti
mikilvægan þátt í að móta áætlun-
ina, segir að hún hafi lognazt út af
vegna þess að „kerfið neitaði að
samþykkja áætlun, sem gat drepið
það“.
Aðrir segja að Gorbatsjov hafi
einnig talið að pólitísk framtíð hans
sjálfs hafi verið í veði. Hagfræðing-
urinn Sjatalín - sem átti sæti í ráð-
Ólga í Vilníus: Skriðdrekar gegn
urlöndum, geta hægt á þeirri kú-
vendingu á stefnunni, sem hefur
verið ákveðin. Mikla reiði vakti um
öll Sovétríkin þegar Gorbatsjov gaf
í skyn að ný lög, sem binda enda á
ritskoðun, kynnu að verða felld úr
gildi um stundarsakir og hann lagði
því til í staðinn að settar yrðu á fót
nefndir til að tryggja „óhlutdrægni
í fjölmiðlum".
Annað kuldaskeið
Síðan þetta gerðist hafa nokkur
blöð haldið ótrauð áfram að birta
harða gagnrýni á sovézka forsetann.
En ritstjórum þeirra og mörgum
öðrum finnst spurningin ekki snúast
um það hvort sovézkt þjóðfélag á
yfir höfði sér annað kuldaskeið, held-
ur hve kalt það verður og hve lengi
það muni standa.
Eftir á að hyggja voru það átökin
um efnahagsumbæturnar, sem að
lokum leiddu til myndunar hins nýja
bandalags Gorbatsjovs og harðlínu-
manna. Petrakov og aðrir, sem komu
%
Mikið úrval af bútum fyrir lítinn pening
Frábœr efni -10-80% afsláttur.
Opið laugardaga
frá kl. 10-16.
Clnllerv Sam
Trönuhrauni 6, SHafnarfirði, sími 651660.