Morgunblaðið - 08.02.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991
Orion og kranapramminn þar sem þeir liggja í Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjar:
í lognfaðmi Friðarhafn-
ar eftir stranga sig’lingn
Vestmannaeyjum.
ÞEIR voru hálf þreytulegir
strákarnir á dráttarbátnum Ori-
on sem kom til Eyja eftir langan
túr til Wales. Þeir héldu frá
Reykjavík 24. nóvember og ráð-
gerðu koma heim aftur fyrir jól
en slæm veður breyttu þeirri
áætlun allmikið.
Einar Kristbjörnsson, einn eig-
enda Köfunarstöðvarinnar sem á
Orion, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ferðin hefði verið farin til
að sækja kranapramma sem þeir
voru að kaupa í stað pramma sem
sökk sl. haust. „Við fórum til Holly-
head þar sem við keyptum pramm-
ann en þaðan héldum við til
Swansea þar sem við fengum kran-
ann á hann. Það dróst talsvert að
koma krananum um borð þar sem
bíða þurfti eftir réttri flóðhæð til
þess. Kraninn fór því ekki um borð
fyrr en 22. desember og þá vorum
við klárir til heimferðar. Það voru
snarvitlaus veður þama úti og ekki
viðlit að leggja af stað fyrr en 17.
janúar en þá héldum við af stað
heim,“ sagði Einar. Hann sagði að
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Áhöfn Orions. Frá vinstri: Eiríkur Steingrímsson, 2. stýrimaður,
Matthías Magnússon, 2. vélsljóri, Einar Kristbjörnsson, stýrimaður,
Júlíus Sigurðsson, 1. vélstjóri og Gunnar B. Gunnarsson, skipsljóri.
þeir hefðu komið við í Eyjum til að
lagfæra dráttartaugina. Skömmu
eftir að þeir héldu frá Eyjum á ný
slitnaði pramminn aftan úr og náði
Lóðsinn í hann og dró til Eyja á ný.
Orion liggur nú í Eyjum og bíður
veðurs til að komast síðasta spölinn
til Reykjavíkur. Veður hefur verið
afieitt síðustu daga og veðurútlit
er ekki gott þannig að óljóst er
hvenær hann heldur af stað.
Grímur
Skýrsla Byggðastofnunar um loðnubrest í ár:
Gera má ráð fyrir að allt að
800 menn verði atvinnulausir
Hafnar- og sveitarsjóðir verða af allt að 200 milljónum
EF ENGIN loðna verður veidd í ár má gera ráð fyrir einhveiju
atvinnuleysi hjá allt að 800 sjómönnum, starfsmönnum loðnuverk-
smiðja og þeim, sem starfa við löndun, útskipun, viðgerðir, netagerð
og akstur. Um 5,4 milljarða króna útflutningstekjur tapast og tekju-
skattstap ríkissjóðs. yrði 300-400 milljónir. Tapað aflaverðmæti er
áætlað 3,3 milljarðar. Miðað er við að veidd hefðu verið 835 þúsund
tonn af loðnu í ár, eða meðaltalið af þeirri loðnuveiði, sem var árin
1984-1990, segir í skýrslu, sem Byggðastofnun tók nýlega saman
að beiðni forsætisráðherra.
Áhrif loðnubrests á einstaka
staði eru mjög mismunandi. Ætla
má að í heild muni hafnarsjóðir
verða af 40-50 milljóna króna tekj-
um og sveitarsjóðir 120-150 millj-
óna króna tekjum, eða samtals
160-200 milljónum. Seidar voru
loðnuafurðir fyrir um 4,9 milljarða
króna árið 1989, sem er 8,6% af
útflutningsverðmæti sjávarafurða
það ár en 6,1% af heildarútflutn-
ingsverðmætinu.
Loðnubrestur hefur áhrif á út-
gerðir rúmlega 40 loðnuskipa og
áhafnir þeirra, um 600 sjómenn.
Gerð eru út 8 loðnuskip frá Vest-
mannaeyjum, 8 frá Reykjavík, 6 frá
Grindavík, 4 frá Eskifirði, 4 frá
Akranesi, 3 frá Keflavík, 2 frá
Neskaupstað, 2 frá Húsavík, 2 frá
Akureyri, 1 frá Sandgerði, 1 frá
Bolungarvík, 1 frá Ólafsfirði og 1
frá Grenivík.
Þá hefur loðnubrestur áhrif á
rekstur 20 loðnuverksmiðja á 18
stöðum á landinu og rúmlega 300
starfsmenn þeirra, svo og rekstur
þjónustufyrirtækja, til dæmis neta-
gerða, rafmagns- og vélaverk-
stæða. Reikna má með einhveiju
atvinnuleysi hjá 200-300 verka-
mönnum í loðnubræðslum. Af þeim
búa 54 á Siglufirði, 52 í Vestmanna-
eyjum, 29 á Seyðisfirði, 25 á Nes-
kaupstað, 24 á Eskifirði, 21 á Rauf-
arhöfn, 17 á Þórshöfn, 15 á Akra-
nesi, 13 á Reyðarfirði, 10 í
Grindavík og 9 í Boiungarvík.
Einnig gæti orðið eitthvert at-
vinnuleysi hjá 100-150 mönnum,
sem starfa við löndun, útskipun,
viðgerðir, netagerð og akstur.
Ætla má að á 12 stöðum hefðu
yfir 5% af samanlögðum tekjum
viðkomandi sveitarsjóða eða bæjar-
sjóða verið af loðnuveiðum á þessu
ári. Þessir staðir eru Vestmannaeyj-
ar, Grindavík, Akranes, Bolung-
arvík, Siglufjörður, Grenivík, Rauf-
arhöfn, Þórshöfn, Seyðisfjörður,
Neskaupstaður, Eskifjörður og
Reyðarfjörður.'Á þessum 12 stöð-
um, sem tekið hafa á móti rúmlega
80% af loðnuafla til bræðslu undan-
farin ár, má reikna með einhverju
atvinnuleysi hjá allt að 360 sjó-
mönnum. Þar af búa 109 í Vest-
mannaeyjum, 83 í Grindavík, 59 á
Eskifirði, 52 á Akranesi, 16 í Bol-
ungarvík og 15 í Grenivík.
Af áætluðum tekjum hafnar- og
bæjarsjóðs Eskifjarðar á þessu ári
eru 16% vegna loðnuveiði en þetta
hlutfall er 13% á Raufarhöfn, 12%
á Seyðisfirði, 9% á Þórshöfn, 8% á
Neskaupstað, 6% á Reyðarfirði, í
Grindavík og Grenivík, 5% á Siglu-
firði og í Vestmannaeyjum en 3%
í Bolungarvík og á Akranesi.
í Grenivík er ekki loðnuverk-
smiðja en tvær verksmiðjur eru í
Vestmannaeyjum og tvær á Seyðis-
firði. Einnig eru loðnuverksmiðjur
í Sandgerði, á Akureyri, Vopna-
firði, Ólafsfirði, Höfn í Hornafirði,
í Hafnarfirði og Reykjavík.
Málþing um rétt
og farsæld barna
ÍSLANDSDEILD OMEP - Alþjóðasamtaka um uppeldi ungra
barna - gengst fyrir málþingi í Norræna húsinu laugardaginn
9. febrúar nk. kl. 10 f.h. Heiti málþingsins er: Rödd barnsins,
Réttur barnsins, Farsæld barnsins í fyrirrúmi.
Prófessor Björn Björnsson verð-
ur ráðstefnustjóri. Forseti Islands,
frú Vigdís Finnbogadóttir, ávarpar
þinjgið.
1 fréttatilkynningu segir m.a.:
„Fjallað verður um barnið í
nútímasamfélagi, þörfina á að
hlusta á rödd barnsins, tala máli
þess og stuðla að því að rétti
barnsins sé framfylgt, bæði laga-
legum og siðferðilegum. Fyrir-
lestrarnir fjalla m.a. um sáttmála
Sameinuðu þjóðanna 1989 um
réttindi barnsins, frumvarp til laga
um vernd barna og unglinga, sam-
eiginlega forsjá barns og tímabær-
ar breytingar á íslenskri barnalög-
gjöf. Áuk þes verður rætt um rétt
barnsins „til að vera barn“, um
skólabamið og barnafjölskylduna
og nauðsyn faraldsfræðilegra
rannsókna á börnum."
Fyrirlesarar verða Guðrún Er-
lendsdóttir, forseti Hæstaréttar
íslands, dr. jur. Ármann Snævarr,
fyrrverandi hæstaréttardómari,
Sigríður Ingvarsdóttir, formaður
Barnaverndarráðs íslands, Anna
Guðrún Björnsdóttir, deildarstjóri,
Helga Hannesdóttir, geðlæknir,
Sigríður Stefánsdóttir, fóstra, og
Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu-
stjóri.
Ráðstefnan er öllum opin. Ráð-
stefnugjald er 500 krónur.
Aðalfundur íslandsdeildar OM-
EP verður haldinn að málfundin-
um loknum í sömu húsakynnum.
Nýi Tónlistarskólinn í nýtt húsnæði:
Gerir okkur kleift að vera
með fjölbreyttari kennslu
- seg-ir Ragnar Björnsson, skólastjóri
NÝI Tónlistarskólinn hefur flutt starfsemi sína í nýtt eigið húsnæði
að Grensásvegi 3 í Reykjavík. Síðstu tíu árin hefur skólinn verið í
leiguhúsnæði að Ármúla 44. Að sögn Ragnars Björnssonar, skóla-
sljóra, kemur þetta húsnæði til með að gera skólanum kleift að
vera með miklu nákvæmari og fljölbreyttari kennslu en áður.
Nýi Tónlistarskólinn var stofnað-
ur 1978. Fyrstu tvö árin var skólinn
með starfsemi sína í Breiðagerðis-
skóla. Síðan var starfsemin flutt í
Ármúla 44. Síðastliðið haust festi
skólinn kaup á húseign að Grensás-
vegi 3, sem er um 550 fermetrar
að grunnfleti. Húsnæðið var keypt
tilbúið undir tréverk og var hafist
handa við innréttingar, sem Björn
Emilsson teiknaði, í október og var
þeim lokið um áramótin.
Ragnar Björnsson, skólastjóri,
sagði að lengi hafi verið búið að
leita að hentugu húsnæði fyrir
starfsemi tónslitarskólans í nám-
unda við Ármúla, þar sem skólinn
var áður til húsa. „Um leið og hús-
næðið að Grensásvegi bauðst var
gengið í þetta með miklum hraða
til að geta flutt inn um áramótin í
jólfafríi nemenda,“ sagði Ragnar.
Áætlaður kostnaður við nýja hús-
næðið er milli 25 og 30 milljónir.
Til að fjármagna kaupin hefur skól-
inn sparað undanfarin ár. Garðar
Ingvarsson, formaður skólanefnd-
ar, sagði að skólinn hafí ekki feng-
ið neina stryki frá ríki og bæ og
að fé til húsnæðiskaupanna kæmi
eingöngu af skólagjöldum nem-
enda.
í húsnæðinu eru 12 kennslustof-
ur auk tónleikasals sem tekur 160
manns í sæti. Þar er hægt að koma
fyrir minni óperum auk tónleika að
ýmsu tagi. Tæplega 300 nemendur
eru í skólanum og kennarar eru 33.
Hljóðfæraeign skólans er metin á
um 20 milljónir króna.
Skólanefnd Nýja Tónlistarskól-
ans hefur verið skipuð sömu mönn-
um frá stofnun hans. Þeim Garðari
Ingvarssyni, Gylfa_ Þ. Gíslasyni,
Árna Bergmann og Ólafi Skúlasyni.
Formleg vígsla húsnæðisins fer
fram sunnudaginn 17. febrúar með
tónleikum kennara og nokkurra
nemenda. Þar munu kennarar leika
á ýmis hljóðfæri til þess að reyna
hljómburinn í húsinu. Þeir sem
koma fram eru m.a. Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson sem leikur á klarinett,
Árni Arinbjarnarson á orgel, Ásdís
Stross á fiðlu og Kristinn Árnason
á gítar. Tveir söngkennarar, Signý
Sæmundsdóttir og Keith Reed,
syngja og Rögnvaldur Siguijónsson
leikur á píanó. Strokkvintett eftir
Schubert verður fluttur, Orgelkon-
sert eftir Hándel sem Ragnar
Björnsson leikur ásamt strokhljóm-
sveit o g hljómsveitarverk eftir
Ragnar Björnsson, sem skrifað vár
fyrir kennara skólans við þetta
tækifæri. Hljómsveitarverk Ragn-
ars heitir Á hlaupum.
Morgunblaðið/KGA
Garðar Ingvarsson, formaður skólanefndar og Ragnar Björnsson,
skólastjóri, í tónleikasal hins nýja húsnæðs Nýja Tónlistarskólans
að Grensásvegi 3.