Morgunblaðið - 08.02.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.02.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FOS'WIDAGUR -] Kúrdar segja Tyrki ráðgera innrás í Irak London. Reuter. HÁTTSETTUR talsmaður Kúrda í írak segir að Tyrkir hyggist gera takmarkaða innrás í norður- hluta Iraks til að standa sterkar að vígi þegar samið verði um skip- an mála í Mið-Austurlöndum að stríðinu loknu. Maðurinn, Hoshyar Zehari, er formaður Lýðræðisflokks Kúrda og er í London ásamt öðrum fulltrúum Kúrda í boði breskra stjómvalda til að ræða um framtíðarskipan mála eftir stríðið gegn Saddam Hussein. Tyrkland er í Atlantshafsbandalag- inu (NATO); Þjóðverjar og fleiri NATO-ríki hafa sent fiugvélar til að styrkja vamir landsins gagnvart mögulegri árás íraka. Bandarískar flugvélar með bækistöðvar í Tyrk- landi hafa gert sprengjuárásir á skot- mörk í írak. Tyrkir, sem réðu mest- um hluta Mið-Áusturlanda í nokkrar aldir en misstu heimsveldi sitt fyrir rúmum 70 árum, segjast ekki hafa neinar landakröfur á hendur írak en auðugar olíulindir eru í Norður-írak. Zehari sagði að Tyrkir hefðu safn- að miklu liði á landamærunum að írak en andspænis þeim em rúmlega 100.000 íraskir hermenn. Að auki eru um 100.000 manns í kúrdískum sjálfboðaliðasveitum sem segjast styðja stjómina í Bagdad. Að sögn Zaheris bíða kúrdískir skæmliðar, sem barist hafa gegn Saddam, átekta en ekki sé útilokað að þeir myndu beijast með banda- mönnum ef „aðstæður yrðu heppileg- ar.“ Ekki er fyllilega ljóst hvað Za- heri á við en talið að skæraliðarnir grípi e.t.v. til vopna gegn Saddam ef innanlandsátök hefjist og þeir sjái að aðeins skorti herslumuninn til að velta einræðisherranum úr sessi og koma á lýðræðisstjórn. Á hinn bóginn vilja þeir ekki verða sakaðir um að hafa rekið rýting í bak íraka eða að litið verði á Kúrda sem bandaríska málaliða. Manntjón íraka: Reutcr Flugmenn bandamanna hafa reynt að valda sem mestum skemmdum á samgöngumannvirkjum íraka til að hindra birgðaflutninga til hersins, Á myndinni, sem talið er að hafi verið tekin 5. eða 6. febrúar, sést sundurtætt Al-Nasiriyah-brúin í Bagdad en brúin lá yfir ána Tígris. Irösk stjórnvöld sögðu að 46 óbreyttir borgarar hefðu fallið í loftárásunum 4. febrúar. Þúsundir marnia í Lýðveld- isverðinum sagðar fallnar íraskir liðhlaupar segja aðbúnað herliðsins í Kúveit afar slæman París, New York, London, Washington, Nikosiu, Bagdad. Reuter. MÖRG þúsund manns í liði úrvalsherveita Saddams Husseins, Lýðveldisverðinum svonefnda, hafa fallið í loftárásum banda- manna á stöðvar hersveitanna í suðurhluta Iraks, að sögn franska vamarmálaráðherrans, Pierre Joxe. Frakkar telja að bardagamátt- ur úrvalssveitanna hafi minnkað um 30%. Bandaríska dagblaðið Washingion Post hefur eftir heimildarmönnum í her ísraels að bandamönnum hafi tekist að eyðileggja 600 íraska skriðdreka og a.m.k. ein af átta hersveitum Lýðveldisvarðarins sé nyög illa útleik- in. Israelar álíta að búið sé að sprengja í loft upp um 40.000 tonn af skotfærum Iraka en alls hafí þeir átt um 300.000 tonn. Stjóm- endur írakshers hefðu neyðst til að dreifa birgðunum meira en ella og þetta hefði í för með sér að hersveitirnar í suðri og í Kúveit ættu erfiðara með að bæta sér upp skotfæraskort. Talið er að írakar hafi um 4.000 skriðdreka í suður- hluta íraks og Kúveit. Bandaríska vamarmálaráðu- neytið og yfírmenn herafla banda- manna við Persaflóa hafa yfirleitt forðast að reyna að meta árangur- inn af árásum flugvéla á íraskar landhersveitir, segja að nákvæmt mat sé vart framkvæmanlegt. Háttsettur herforingi í ísraelsher Reuter Jórdanir mótmæla ma tvælaflutningum til Saudi- Arabíu Stjórnendur flutningabíla, sem flytja mat til Saudi- Arabíu, reyna að verjast grjótkasti íbúa jórdanska landarpærabæjarins Ramtha í gær. Fólkið heimtaði að írakar fengju varninginn. Hussein Jórdaníukon- ungur flutti ávarp til þjóðar sinnar á miðvikudags- kvöld þar sem hann gagnrýndi bandamenn harðlega og sagði hernað þeirra gegn írökum „óréttlátan." Bandarísk yfirvöld segja afstöðu konungs valda von- brigðum. Israelar, nágrannar, Jórdana, hafa lýst miklum áhyggjum vegna ávarps konungs er oftast hefur reynt að sigla milli skers og bám í Persaflóa- deilunni fram til þessa. sagði Washington Post að banda- rískir heshöfðingjar vildu ekki veita upplýsingar um mannfallið og annað tjón vegna þess að vam- armálaráðuneytið vildi ekki ýta undir vonir um að sókn gegn írök- um á landi væri líkleg eða ráðleg á næstunni. Liðhlaupar boða fjöldauppgjöf Fréttamenn breska dagblaðsins The Independent voru á miðviku- dag á ferð í bíl við landamæri Saudi-Arabíu og Kúveits er fjórir hermenn úr liði íraka birtust skyndilega og sögðust vilja gefast upp. „írak búið að vera — Saddam búinn að vera,“ sögðu mennirnir sem virtust örmagna, voru klædd- ir lélegum einkennisfötum og tætt- um stígvélum, óhreinir og órakað- ir. Einn þeirra var 26 ára gamall liðþjálfí, Khalid að nafni, en allir höfðu þeir verið þvingaðir til her- þjónustu fyrir sex árum. Þeir sögð- ust aðeins hafa fengið lítið að borða að undanförnu, dálitið af hrísgijónum, brauðbiti og vatns- sopi hafí verið dagskammturinn. Mennirnir sögðust hafa hafst við í sex feta djúpri skotgröf í tvo mánuði en getað hlustað á frét- taútsendingar breska útvarpsins, BBC. „Allir vilja gera það sama og við,“ höfðu fréttamennimir eftir Khalid. „Þegar innrásin hefst gef- ast allir upp.“ Liðhlauparnir höfðu allir handa milli dreifímiða sem Saudi-Arabar hafa varpað yfir stöðvar íraskra hermanna í Kúveit þar sem þeir em hvattir til að gefast upp og heitið góðri með- ferð. Mennimir sögðu að foringjar í íraksher hefðu tjáð hermönnum að bandamenn myndu skjóta þá ef þeir gæfust upp og flýðu yfír til þeirra. Sjálfír sögðust fjórmenn- ingamir hafa yfírgefið stöðvar sínar er húma tók á þriðjudag. Þeir hefðu gengið yfír jarð- sprengjubelti og stöðugt verið hræddir um verða skotnir í bakið af Lýðveldisvarðarmönnum sem sendir hefðu verið til framlínunnar til að klófesta og drepa liðhlaupa. Mennirnir fjórir vom svo illa haldnir og óttaslegnir að frétta- mennirnir höfðu ekki fyrir því að afvopna þá áður en þeir buðu þeim að setjast inn í bílinn. írakarnir vom seldir í hendur egypskum herflokki í grenndinni. Þar voru teknir af þeim AK-47 hríðskota- rifflar, nokkuð af skotfæram og fáeinar handsprengjur. Saudi-Arabar og Sýr- lendingar treysta samband ríkjanna Damaskus. Reuter. SÝRLENDINGAR og Saudi-Arabar ákváðu á miðvikudag að selja á laggirnar sameiginlega nefnd til þess að treysta samband ríkjanna og gera tillögur um framtiðarskipan gagnkvæmra samskipta. Utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja undirrituðu samkomulag í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, um að treysta samband ríkjanna tveggja en þau gegna lykilhlutverki í fjölþjóðahernum sem freistar þess nú að frelsa Kúveit úr höndum ír- aka. Nefndinni er ætlað að vera sam- ráðsvettvangur á sviði utanríkis- mála auk þess sem henni er falið að auka samstarf á sviði efnahags- mála, vísinda- og menningarmála. Saud al-Faisal, utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, átti þriggja stunda fund með Hafez Assad Sýrlandsfor- seta áður en hann undirritaði sam- komulagið ásamt sýrlenskum starfsbróður sínum, Farouq al- Shara. Þeir verða í forsæti nefndar- innar en ásamt þeim munu m.a. skipa hana fjármála- og efnahags- málaráðherrar ríkjanna tveggja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.