Morgunblaðið - 17.02.1991, Page 11

Morgunblaðið - 17.02.1991, Page 11
MORGUNBlAftft) ’átMlvltj'ÖrGW í 7.‘ Méftt/Áfl* !í)5l C 11 HVER ER HERNÁN LUGANO? Argentínujass á Islandi Hernán Lugano Guðjón Guðmundsson. HANN er fæddur í Buenos Aires 1963, hóf ungur nám í klassískum píanóleik, lagði síðar stund á kontrapunkt, jasspíanóleik, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn og bar- okk-tónlist fyrir orgel hjá argentínskum kennurum og er kominn til landsins með fimm manna hljómsveit. Lugano er þrátt fyrir ungan ald- ur frábær píanisti sem margir vilja líkja við Keith Jarrett, en ekki er örgrannt um að hann hafi numið eitthvað af Thelonius Monk hvað ásláttinn áhrærir. Tækni hans og spuni er hreint með ólíkindum og þegar það fer saman við arg- entínskan rytma og djúpa jasstil- fínningu er hér um meiriháttar gjörning að ræða. Ekki kann ég deili á meðleikurum hans en það sem ég hef heyrt af lélegri kasettu- upptöku lofar góðu,«vægt til orða tekið. ísland er fyrsti áfangastaður sextettsins í tónleikaför hans til Evrópu. Sveitin hefur leikið áður í fjölmörgum Evrópulöndum og flest- um stærri jasshátíðum álfunnar. Lugano er athyglisvert tónskáld og hefur gert fjölda htjómplatna þótt engin þeirra hafi rekið á fjörur Islandsstranda. Sú nýjasta heitir Snow on the Sea (NDU 1002) og var gefin út nýlega í Buenos Aires. Þrautin þyngri er.að skilgreina tón- list hans og heyra má áhrif víða að en auðheyrilegast er að rætur hans liggja í suður-amerískri þjóð- lagahefð, fornri og nýrri, sem blandast öðrum tónlistarstefnum, einkum nútímajassi. Sérkenni hans sem píanista er notkun vinstri hand- arinnar, hinn harði ásláttur, en um leið fijálst flug hinnar hægri um víðáttur og litbrigði tónrófsins. Bandaríski tenórsaxafónleikar- inn Stan Getz var manna fyrstur til að raka saman peningum á því að blanda saman suður-amerískri tónlist og jassi á sjöunda áratugnum en síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Bandarískir jassistar hafa sóst eftir slíkum samruna, eins og t.a.m. George Duke, Chick Corea, og tónlist Tönju Maríu, Flora Purim og Antonio Carlos Jobim hefur al- deilis fallið í kramið. Astor Piazolla nikkuleikari hefur vermt efstu sæti í sinni sveit í Down Beat fyrir arg- entínskan dauðatangó. Lugano er ef til vill sjálfstætt framhald þessar- ar þróunar, í senn þjóðlegur og al- þjóðlegur listamaður. Veitingastaðurinn Argentína og Púlsinn standa að komu Luganos og hljómsveitar í tengslum við arg- entínska daga í næstu viku. Púlsinn er reyndar að verða nokkurs konar Village Vanguard norðurhjarans. í síðustu viku lék þar ein almagnað- asta stórsveit sem hingað hefur komið, flnnska UMO-sveitin, stutt er síðan bíbopparinn Ulf Adaker blés eins og vitlaus með íslenskum kollegum, auk þess sem húsið er athvarf og ræktunarstöð íslenskra jassista. VEITA AUKNA ANÆGJU VIÐ RÆKTUN GUTMAN gróðurhúsin eru þekkt fyrir góðan frágang. Þau eru byggð úr sverum prófílum, glerið er 4 mm eða allt að 10 mm plast, engin samskeyti, þannig að þau þola vel mikið veðurálag. Hægterað fá ýmsa fylgihluti svo sem hitastýrða gluggaopnara, vökvunarbúnað, borð, hillur o.þ.h. GUTMAN gróðurhúsin er hægt að fá í ýmsum stærðum, allt frá 5 - 38m2 og býður það upp á marga möguleika Komið og kynnið ykkur GUTMAN gróðurhúsin og pantið tímalega. SMIÐJUVEGt 5,200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211 öguimaF aá Laki kvikmyiiicliiijriTiim l i<*l 4 I SlMI 113«4 - SNORRABRAUT 37 NfCHOLAS PILEGGi I kl LRe TOðéI „EIN AF 0RFÁUM RAUN5ÖNNUM 'ÍMM FRÁSÖGNUM Af HEJMIGIÆPANNA - HEIllANDI B0K." .... HwltiPvi* .TL, UTSOLUVERÐ KR. 590,- Á síðastliðnum árum hafa Regnbogabækur sent frá sér fjölda vandaðra þýddra metsölubóka. Bækurnareiga það allar sameiginlegt að vera þær sem hæst ber hveiju sinni á erlendum bókamörkuðum _ _ _ MnAr1 \ T> TD og bjóðast íslenskum lesendum á lægra verði 'en sömu bækur á frummálinu. IvllCrN LjOCt ALjÆívU K. Regnbogabækur fást í öllum helstu blaða- og bóksölustöðum landsins og einnig í áskríft. BÓKAFORLAGIÐ BIRTINGUR - BOLHOLTI6 - SÍMI689268 Sýnd kl o Kl. »i ■ * - -..Mnnan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.