Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
11
isnfgutttWtóiili
STOFNAÐ 1913
42. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bush segir friðartillögiir
Gorbatsjovs ófullnægjandi
Aziz á leið aftur til Moskvu - Bandaríska herráðið segir landher bandamanna
tilbúinn til aðgerða - íranir biðja um frest á landhernaði til að beygja íraka
Washington, Moskvu, Riyadh, Nikósíu, Dhahran. Daily Telegraph. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að talsvert vantaði
á að tillögur Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta til þess að binda
enda á Persaflóastríðið uppfylltu skilyrði sem Bandarikjamenn
settu fyrir því að hernaðaraðgerðir yrðu stöðvaðar. Hann hafnaði
þó ekki tillögum Sovétforsetans alfarið en yfirlýsing Bush var
sögð auka líkurnar á landhernaði allra næstu daga. Sagði talsmað-
ur bandaríska herráðsins í gærkvöldi að landher bandamanna
væri tilbúinn að láta til skarar skríða þegar kallið kæmi. Jevg-
eníj Prímakov utanríkisráðherra Sovétríkjanna sagði í gærkvöldi
að líklega væru Irakar nær því nú en nokkru sinni áður að draga
innrásarher sinn frá Kúveit án skilyrða. Þá sagði Júlí Vorontsov
sendiherra Sovétmanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöldi að
Tareq Aziz utanríkisráðherra íraks væri væntanlegur í dag aftur
til Moskvu með svar við friðartillögum Gorbatsjovs.
Öflugur herskipafloti banda-
manna lónar fyrir ströndum
Kúveits og bíður þess að fyrir-
skipun verði gefin um landgöngu
þar. Meðal tuga skipa eru orr-
ustuskip sem halda uppi skothríð
og eldflaugaárásum á íraskar
hersveitir í Kúveit. Myndin var
tekin þegar 1.200 kílóa sprengik-
úlum var skotið til lands frá orr-
ustuskipinu Wisconsin í gær.
Prentist myndin vel má sjá kúlur
skjótast úr hlaupi á fallbyssum
fremst og aftast a skipinu.
„Við eigum von á Aziz til Moskvu
á morgun og búumst við jákvæðu
svari írösku stjórnarinnar," sagði
Vorontsov við fréttamenn í gær
eftir að hafa skýrt fulltrúum í Ör-
yggisráðinu frá friðartilraunum
Gorbatsjovs. Aziz ræddi við Gor-
batsjov í Moskvu á sunnudag og
við íranska ráðamenn í Teheran í
Iran á mánudag. í gær hélt hann
til Bagdad til fundar við byltingar-
ráðið og Saddam Hussein Iraksfor-
seta.
Skömmu eftir yfirlýsingu Bush
hvatti Ali Akbar Hashemi forseti
írans bandamenn til þess að fresta
iandhernaði um sinn og veita írön-
um og Sovétmönnum olnbogarými
til að reyna til þrautar að knýja
íraka til að fara frá Kúveit. Ræddi
Hashemi við Aziz í gær og sagðist
bjartsýnn á að írakar gæfu eftir
og drægju her sinn frá Kúveit. Til-
lögur Gorbatsjovs eru m.a. sagðar
feia í sér tafarlausa brottför íraka
þaðan, að Sovétmenn muni beita
sér fyrir því að refsiaðgerðum gegn
Irak verði hætt og að Saddam verði
ekki dreginn til persónulegrar
ábyrgðar á stríðinu. Þær gera hins
vegar ekki ráð fyrir því að írakar
verði krafðir um stríðsbætur fyrir
innrásina í írak, eins og Bandaríkja-
menn vilja, og fela einnig í sér að
alþjóðlegu vopnasölubanni gegn ír-
ak verði aflétt, sem Bandaríkja-
menn eru einnig andvígir.
Fahd konungur Saudi-Arabíu
sagði í gærkvöldi að Irökum bæri
að fara skilyrðislaust frá Kúveit og
að þeim bæri að greiða skaðabætur
fyrir tjón sem þeir hefðu valdið
þar. Farouq al-Shara utanríkisráð-
herra Sýrlands sagði einu láusn
Persaflóadeilunnar þá að írakar
kölluðu innrásarher sinn heim.
Brian Mulroney forsætisráðherra
Kanada sagði að friðartiilögur
Gorbatsjovs væru ófullnægjandi en
Roland Dumas utanríksiráðherra
Frakka skoraði á Saddam íraksfor-
seta að draga ekki stundinni lengur
að svara þeim.
Hörðum loftárásum var haldið
uppi gegn skotmörkum í Irak og
Kúveit og einnig juku sveitir land-
hersins fallbyssuskothríð á fram-
varðasveitir íraska hersins í Kúveit.
Margt bendir til þess að brestir
séu komnir í stjórn Saddams og
hann hafi ekki lengur það taum-
hald á þjóðinni sem verið hefur.
Samkvæmt leynilegum upplýsing-
um sem smyglað hefur verið frá
Irak hefur verið efnt til mótmæla
gegn stjórn Saddams og
stríðsrekstri hennar I nokkrum
borgum. Um helgina hefðu óbreytt-
ir borgarar skotið 10 starfsmenn
Ba’aths-flokksins í borginni Diw-
aniyeh, 175 km suður af Bagdad,
er þeir reyndu að stöðva mótmæli
gegn Saddam og flokknum.
Sjá einnig bls. 20-23.
Reuter
Borís Jeltsín, forseti Rússlands:
Míkhaíl Gorbatsjov ber
að segja af sér tafarlaust
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands og þekktasti leiðtogi róttækra umbóta-
sinna í Sovétríkjunum, krafðist þessi í gær að Míkhaíl S. Gorbatsjov
Sovétforseti segði þegar í stað af sér. Sakaði hann Gorbatsjov um að
hafa tekið sér einræðisvald í skjóli forsetaembættis og kvaðst hafa
gerst sekur um þau mistök að hafa treyst honum.
Jeltsín lét þessi orð falla í viðtali
í beinni sjónvarpsútsendingu. í lok
viðtalsins las hann upp yfirlýsingu
þessa efnis og voru þessi ummæli
höfð til marks um sívaxandi spennu
í samskiptum miðstjómarinnar í
Moskvu og yfirvalda í einstökum lýð-
veldum Sovétríkjanna.
Jeltsín kvaðst hafna í einu og öllu
stefnu og sjónarmiðum Gorbatsjovs
og hvatti hann til að segja tafarlaust
af sér. Jeltsín kvaðst vilja að völdin
yrðu fengin sambandsráðinu svo-
nefnda en í því sitja leiðtogar allra
lýðvelda Sovétríkjanna. Jeltsín tók
fram að hann myndi ekki freista
þess að ná samkomulagi vð Gor-
batsjov. Hann beindi orðum sínum
til almennings í Sovétríkjunum og
sagði: „Ég hef tekið ákvörðun. Hver
og einn verður að velja og taka af-
stöðu. Ég vil að þið heyrið hvað ég
segi og skiljið orð mín. Ég hef tekið
ákvörðun og frá henni mun ég ekki
hvika.“
Jeltsín fordæmi einnig nýja áætlun
stjórnvalda á vettvangi efnahags-
mála, sem m.a. kveður á um að dreg-
ið verði úr niðurgreiðslum ríkissjóðs.
Lét hann að því liggja að Rússar'og
raunar einnig fléiri þjóðir innan Sov-
étríkjanna gætu ekki samþykkt hug-
myndir þær sem stjórnvöld hefðu
kynnt til að bæta aiþýðu manna upp
lífskjaraskerðinguna, sem af þessu
mun hljótast. Ríkisstjórn Gorbatsjovs
beitti gömlum aðferðum til að koma
á umbótum. Afleiðingin yrði sú að
framleiðendum yrði öldungis sama
um gæði framleiðslunnar, vörufram-
boð myndi óhjákvæmilega dragast
saman og lífskjör Sovétborgara
versna.
Rússland er langstærst lýðvelda
Sovétríkjanna og þar býr um helm-
ingur þeirra sem teljast sovéskir
ríkisborgarar. Jeltsín nýtur mikilla
vinsælda meðal alþýðu manna en
staða hans á þingi Rússlands þykir
ekki sterk. Harðlínukommúnistar í
Rússlandi hafa boðað að þeir muni
leggja fram tiilögu um vantraust á
Jeltsín en hann hefur einnig sætt
ákafri gagnrýni að undanförnu í sov-
éskum ríkisfjölmiðlum. Sjálfur hefur
Jeltsín gerst sífellt ákafari í ummæl-
um sínum um Míkhaíl S. Gorbatsjov
og t.a.m. fordæmt grimmdarverk
Rauða hersins í Lettlandi og Litháen.
Umbótasinnar í Sovétríkjunum hafa
hvatt til þess að þeir Gorbatsjov og
Jeltsín myndi eins konar samsteypu-
stjórn en líkur á því að sú verið raun-
in þykja nú litlar sem engar.
Bandarískar þyrlur gera árásir 80 km innan íraks:
—— . —
52 Irakar teknir höndum
Norðurhlula Saudi-Arabíu. Reuter. .
ÁHAFNIR bandarískra árásarþyrlna af gerðinni Apache tóku 52 íraka
til fanga, auk þess sem þær eyðilögðu skriðdreka og stórskotavopn í
árásum sem gerðar voru rúmlega 80 km innan við landamæri Iraks.
Fréttaritarar í norðurhluta Saudi-
Arabíu sögðu að írösku hermennirnir
hefðu verið í svefnpokum er árás var
gerð á skriðdreka og stórskotavopn
Iraka fyrir dögun á mánudag. Tveir
skriðdrekar, brynvagn og nokkrir
herflutningabílar hefðu verið eyði-
lagðir í árásinni.' Ekkert mannfall
mun hafa orðið.
í annarri árás, sem var gerð á tvö
byrgi íraskra hermanna, voru 52 ír-
akarteknirtil fanga. Michael Thome,
höfuðsmaður í bandaríska flughern-
um, sagði að tíu hermenn og „mjög
vel klæddur" höfuðsmaður hefðu
komið úr öðru þeirra. „41 hermaður
gafst upp eftir að við höfðum opnað
þakið á hinu byrginu," sagði hann.
Harðar loftárásir hafa verið gerðar
á íraska hermenn en það er nýtilkom-
ið að herþyrlum sé beitt til að koma
írökum þannig að óvörum, að sögn
bandarísks fallhlífahermanns. „Núna
koma allt í einu hermenn askvaðandi
á eftir þeim í eyðimörkinni og þeir
eru örugglega með lífið í lúkunum,"
sagði hann.
Apache-þyrlurnar hafa verið um-
deildar og óttast hefur verið að þær
henti ekki til eyðimerkurhernaðar.
Áhafnir þeirra segja þær hins vegar
hafa reynst mjög vel. „Þær eru ljótar
en ógnvænlegar og skelfa óvininn,“
sagði.einn flugmannanna.