Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAfrlÐ MIÐVIKÚDAGÚR 20. FEBRÖÁR lOð'l' m Vestnorræna þingmannaráðið: Sameiginlegir fisk- sölusamningar við EB? Selastofninn verði takmarkaður æna þingmannaráðsins, sem samþykktar vóru á fundi ráðs- ins i Færeyjum í september í fyrra. Ályktanir Vestnorræna þing- mannaráðsins fela m.a. í sér: * að ríkisstjórn íslands og landsstjórnir Grænlands og Fær- eyja kanni, hvort grundvöllur er fyrir sameiginlegum samningavið- ræðum um útflutning sjávarvöru til Evrópubandalagsins. * að sömu aðilar vinni að árleg- um, skipulegum kennara- og nem- endaskiptum milli grunn- og fram- haldsskóla i þessum þremur lönd- Árni Gunnarsson (A-Ne) og fjórir aðrir þingmenn úr jafn mörgum þingflokkum hafa lagt fram áskorunartiilögu á ríkis- stjórnina um að hrinda í fram- kvæmd ályktunum Vestnorr- Frumvarp um ráðstafanir vegna loðnubrests: Illskásti kosturinn - segir sjávarútvegsráðherra HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra mæiti í efri deild í gær fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir vegna loðnubrests. Sjávarút- vegsráðherra flytur þetta mál sjálfur en ekki sem stjórnarfrum- varp; það nýtur ekki stuðnings allra sijórnarflokka — Hins vegar sýnast stjórnarandstæðingar reiðubúnir að veita málinu brautar- gengi. 9. greinin Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra rakti nokkuð aðdrag- anda þessa máls, loðnubrest og loðnuleit, og greindi frá því að því miður sýndist ekki mikil von til þess að fiskifræðingar teldu óhætt að veiða meira en heimilað hefði verið; 175 þúsundir tonna. Það væri því ljóst að 44-45 skip vantaði verkefni. Ráðherrann vísaði til 9. greinar laga um fiskveiðistjórnun en samkvæmt henni er ráðherran- um heimilað að bregðast við veru- legum aflabresti í sérveiðum með því að skerða tímabundið botnfisk- veiðiheimildir fískveiðiflotans og flytja tímabundið til þeirra sérveiði- skipa sem í hlut ættu. Ráðherrann taldi engan vafa leika á því að nú væru þau skilyrði fyrir hendi að hann hefði heimild til að beita ákvæðum 9. greinarinnar. — Þessi grein legði líka á hann skyldu að bregðast við vandanum. Ráðherrann sagði að þeir sem byggðu á botnfiskveiðum hefðu mátt þola á síðustu árum verulegar skerðingar á veiðiheimildum. Hann vildi því leita allra leiða áður en 9. grein yrði beitt. Ræðumaður rakti nokkuð úrræði frumvarpsins. Afla- heimildum Hagræðingarsjóðs sjáv- arútvegsins fyrstu átta mánuði þessa árs skyldi ráðstafað til þeirra skipa sem aflahlutdeild hafa af loðnu. Aflaheimildir Hagræðingar- sjóðs á tímabilinu nema 8.000 þorskígildistonnum. Ennfremur yrði leyfður heildarafli af úthafs- rækju aukinn um 5.000 lestir. Hlutverk Aflatryggingarsjóðs mun m.a. vera að bregðast við að- stæðum og vanda byggðarlaga sem misst hefðu skip og veiðiheimildir. Sjávarútvegsráðherra taldi ekki óeðlilegt að flokka loðnuaflabrest- inn til þeirra tilvika sem Hag- ræðingarsjóður ætti að leysa. Ráð- herrann hafnaði þeim hugmyndum að binda veittar aflaheimildir til loðnuflotans skilyrðum um að hann landaði á þeim stöðum sem fyrir mestum áföllum hefðu orðið vegna loðnubrestsins; óeðlilegt væri að mismuna skipum og gera aðrar kröfur til loðnuveiðiskipanna. Ráð- herra þakkaði fyrir að málið hefði verið tekið svo skjótt fyrir að sjávar- útvegsnefnd efri deildar hefði gefið sér tíma til að lita á málið áður en það kærhi formlega til hennar. Dreifa yrði byrðunum af þessu áfalli með réttlátum hætti og brýnt væri að afgreiða það hið fyrsta. Hann vísaði til þess að bæði samtök útgerðarmanna og sjómanna hefðu lýst fylgi við þær ráðstafanir sem hér væri gerð tilllaga um. Skilyrtar heimildir Margrét Frímannsdóttir (Ab- Sl), formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, greindi frá því að þingflokkurinn styddi ekki þetta frumvarp m.a. vegna þess að þing- menn Alþýðubandalags hefðu það sjónarmið að taka ætti meira tillit til byggðarlaganna en gert hefði verið og mikið reynt til að fá ákvæði þar að lútandi inn í frumvarpið. Þingflokkur Alþýðubandalags hefði viljað að loðnuskipin hefðu landað þeim afla sem þeim hefði verið út- hlutað úr Hagræðingarsjóði á þeim stöðum sem fyrir áföllum hefðu orðið. Vissulega neitaði enginn því að gera yrði sérstakar ráðstafanir vegna þeirra sem byggðu sína út- gerð á loðnuveiðum en ræðumaður taldi að í þessu frumvarpi væri að- eins horft á vanda útgerðarinnar en litið frarhhjá vanda vinnslunnar og byggðarlaganna. Þetta frumvarp tryggði heldur ekki hag sjómann- anna því útgerðaraðilar þessara skipa gætu selt þessar heimildir undir yfirskini hagræðingar. Margrét Frímannsdóttir sagði að þetta væri ekki í fyrsta né síðasta sinn sem við upplifðum hrun loðnu- stofnsins og gagnrýndi að ekki hefði fyrir löngu verið skoðað hvernig ætti að bregðast við slíku áfalli. Skiptar skoðanir Halldór Blöndal (S-Ne) tók und- ir þau orð sjávarútvegsráðherra að tæpast væri fært að skerða botn- fiskveiðar enn frekar og var þvi fylgjandi að grípa heldur til Hag- ræðingarsjóðs. Halldór sagðist ekki hafa haft tækifæri til að ræða þetta frumvarp í þingflokki sjálfstæðis- manna en hann lýsti sig efnislega sammála frumvarpinu. Skúli Alexandersson (Ab-Vl) var hins vegar ekki sammála frum- varpinu og fann því flest til foráttu. Svo væri látið sem þessi 8.000 þús- und tonn væru frá engum tekin. Ræðumaður taldi að í frumvarpinu væri vandi eins leystur á kostnað annarra. Aðeins væri tekið á þætti útgerðarinnar en vandamálin sem fylgdu loðnubrestinum væru miklu víðfeðmari. Karvel Pálmason (A-Vf) óskaði sjávarútvegsráðherra til hamingju með nýjan stuðnings- mann; Halldór Blöndal. Þótti ræðu- manni nú leiðir og spottar víða liggja saman og flækjast. Karvel taldi þetta frumvarp vera hluta af fiskveiðistjórnuninni og gagnrýndi í nokkru máli bæði frumvarpið og lögin um fiskveiðistjórnun. Eiður Guðnason (A-Vl) sagði mál- ið hafa verið rætt í þingflokki Al- þýðuflokks og skoðanir verið skipt- ar og málið ekki verið útrætt. Eiður taldi að sjávarútvegsráðherra bæri skylda til að grípa til einhverra úrræða og taidi þennan kost ili- skárri en að beita 9. grein laganna um fiskveiðistjórnun. Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) var einnig þeirrar skoðunar að frum- varpið væri skásti kosturinn þótt ekki væri. hann góður. Hún taldi Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra að líta yrði betur á vanda byggðar- laganna og íbúa þeirra. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra lagði áherslu á að með þessu frumvarpi væri auðvitað ekki allur vandi leystur en það yrði að gera það sem hægt væri og það væri allrar ríkisstjómarinnar og þingsins að leita leiða. Ráðherrann reifaði sum vandamálin og tillögur til úrbóta, t.a.m. að flýta sumum opinberum framkvæmdum. Sjávar- útvegsráðherra ítrekaði að ekki væri margra kosta völ og engir góðir en þá væri það hygginna manna siður að velja þann ill- skásta. Skúli Alexandersson (Ab- VI) taldi að mönnum hætti til að loka umræðuna í allt of þröngum farvegi; annaðhvort frumvarpið eða 9. greinin. Skúli vildi m.a. að stofn- aður yrði aflatryggingarsjóður loðnuflotans sem veiti þessum skip- um aðstoð. Karvel Pálmason (A-Vf) óskaði sjávarútvegsráðherra enn til hamingju með stuðningslið- ið; ráðherrann hefði aðdráttarafl; Kvennalistinn væri kominn í málið. Karvel beindi nokkrum skeytum að Borgaraflokknum og spurði eftir afstöðu hans. Eftir nokkur orða- skipti upplýsti Guðmundur Ágústsson (B-Rv) að þegar þetta mál hefði verið rætt, hefði Borgara- flokkurinn ákveðið að mæla með að frumvarpið hlyti stuðning. Þessi fyrsta umræða um frum- varpið stóð yfir frá kl. 14.30 til kl. 17.45. Atkvæðagreiðslu var frest- að. um. * að landsstjórnimar hafi frum- kvæði um „samningu námsefnis um samfélagsaðstæður, menningu og lífsskilyrði" í þessum löndum. * að metnir verði möguleikar á samningum milli landanna um „gjaldalausar landanir svo að fiski- -skip geti óheft selt afla sinn í lönd- unum þrernur". * að vestnorrænu löndin þijú hefji viðræður um „hvernig unnt sé með sameiginlegum aðgerðum að takmarka selastofninn, svo að aftur náizt vistfræðilegt jafnvægi í sjónum“. * að hafnar verði viðræður um fjarskiptahljóðvarp og sjónvarps- net landanna til að jafna aðstæður að þessu leyti. * að skipulagðar verði „æsku- lýðsferðir á Vestur-Norðurlönd- hIMiKSI Frumvarp um menntun heilbrigðisstétta: 75% fóru í öskutunnuna - segir Geir H. Haarde í gær var frumvarp heilbrigðisráðherra um flutning á nokkrum skólum heilbrigðisstéttanna yfir til menntamálaráðuneytisins til annarr- ar umræðu í neðri deild í gær. Heilbrigðis- og trygginganefnd lagði til allnokkrar breytingar. Svo breyttu var frumvarpinu vísað til 3. umræðu. Guðmundur G. Þórarinsson (F- Rv) mælti fyrir áliti heilbrigðis- og trygginganefndar á „frumvarpi til laga um flutning Lyfjatæknaskóla íslands og Þroskaþjálfaskóla Islands til menntamálaráðuneytis". Frum- varpið gerði ráð fyrir breyttri tilhög- un á námi sem stundað hefur verið í fjórum skólum heilbrigðisstétta. Þessir fjórir skólar, Ljósmæðraskóli íslands, Lyfjatækniskóli íslands, Sjúkraliðaskóli íslands og Þroska- þjálfaskóli íslands, hafa fram til þessa verið reknir af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Á síðustu árum hefur verið boðið upp á sjúkraliðanám í fjölbrautaskólum. Heilbrigðisráðuneytið taldi því ekki lengur þörf á Sjúkraliðaskóla Islands og hefur skólinn því verið lagður niður frá og með 1. nóvember 1990 og fjárframlög og annað er tengist skólanum flutt yfir til menntamála- ráðuneytis miðað við þá dagsetningu. Samkomulag náðist milli heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra um að menntamálaráðuneytið taki við yfir- stjórn og rekstri náms lyfjatækna, sjúkraliða og þroskaþjálfa. Stefnt var að því að sú breyting tæki gildi 1. júlí 1991. Jafnframt höfðu heilbrigð- is- og ti-yggingaráðherra og mennta- málaráðherra samið um að heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið legði niður Ljósmæðraskóla íslands á ár- inu 1992. Heilbrigðis- og trygginganefnd mun hafa fjallað ítarlega um málið og fengið til-viðræðna stjómendur viðkomandi menntastofnana og enn- fremur fulltrúa Félags þroskaþjálfa og fulltrúa Lyfjatæknafélags íslands. Nefndin taldi að einungis væri tímabært að flytja Þroskaþjálfaskóla Islands til menntamálaráðuneytis, en skoða þurfi nánar hvernig verði stað- ið að flutningi Lyfjatæknaskólans og Ljósmæðraskólans. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta á þessu stigi lagaákvæðum um Sjúkraliða- skólann. Með hliðsjón af þessu lagði nefndin því til að fjórar greinar frum- varpsins féllu á brott og síðari máls- grein einnar greinar. Með hliðsjón af þessum breytingum var einnig gerð tillaga um að fyrirsögn frum- varpsins orðaðist: „Frumvarp til laga um breyting á lögum um Þroska- þjálfaskóla Islands." Geir H. Haarde (S-Rv) vildi vekja athygli þingheims á því að 75% af frumvarpinu „væru komin í ösku- tunnuna". A Abyrgðadeild fiskeldislána: Bústofnslán allt að 75% af meðalverðmæti bústofns Matthías Bjarnason (S-Vf) og átta aðrir þingmenn úr fimm þingflokk- um hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um ábyrgðadeild fiskeldislána. Frumvarpið felur í sér að „hvert fiskeldisfyrirtæki geti fengið bústofnslán allt að 75% af meðalverðmæti þess bústofns sem nauðsynlegur er á hverjum tíma til að fullnýta eigin framleiðslugetu". Bústofnslán skulu vera til allt að bústofnsláni er að viðkomandi fi- 12 ára og vextir af þeim hinir sömu og af fjárfestingarlánum sem Byggðastofnun veitir. Fyrstu tvö ár lánstímans eru hvorki greiddar af- borganir né vextir, en lánin endur- greiðast síðan á allt að tíu árum. Þrátt fyrir ákvæði eldri laga „skal tryggja bústofnslán með sjálfsvörzlu- veði í eldisstofni til jafnlengdar lán- inu, og skal lánið tryggt með 1. eða 2. veðrétti". Andvirði bústofnslána gengur til uppgreiðslu á afurðarlán- um banka og á afurðalánum sem tryggð eru með sjálfskuldarábyrgð áijycgð.adfiildariimar.. -Skilyrði. fyrir... fyrirheit.f- skeldisfyrirtæki fái samningsbundin afurðalán umfram bústofnslán frá banka eða öðrum lánastofnunum. Frumvarp þetta er flutt til þess að vekja athygli á og bæta úr þeim gífurlega vanda, sem fiskeldisfyrir- tæki eiga við að stríða, segir í grein- argerð. „Stjórnvöld hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart fiskeldisfyrirtækjum", segir þar einnig, „og flutningsmenn frum- varpsins sjá enga aðra leið færa en að flytja þetta frumvarp til þess að knjýja á um að þau standi við gefin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.