Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIRUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
fclk f
fréttum
HNEFALEIKAR
Foreman ætlar sér
heimsmeistaratítUinn
Hnefaleikatröllið George Fore-
man er hamingjusamur mað
ur þessa daganna, enda eignaðist
hann sinn fímmta son fyrir
skömmu. Það var níunda bam
kappans og hefur hann átt þau
með ýmsum konum enda lengi
verið alræmdur pilsajagari. Dreng-
urinn hefur verið skýrður George
í höfuðið á hinum 116 kg þunga
föður sínum og sjálfur var drengur-
inn litli feitur og pattaralegur og
þótti kippa í kynið. Nafngiftin teld-
ist vart í frsögur færandi nema
vegna þess að að allir drengirnir
hans heita George. „Hvers vegna
að vera að velta sér upp úr löngum
listum nafna, eyða tíma í að vega
og meta kosti og galla einstakra
nafna þegar einfalt og fallegt Ge-
orge er boðstólum," spyr kappinn
og hristir sköllótt höfuðið mæðu-
lega.
Foreman þykir töluvert undur í
íþróttaheiminum, því hann er 43
ára gamall sem þykir nokkuð hár
aldur af hnefaleikara að vera.
Raunar mjög hár aldur. Það gæti
svo sem hvaða gamalmenni sem
er farið í hringinn og látið beija
sig sundur og saman, en þannig
er því ekki farið með George gamla
Foreman. Hér fyrr á árum, milli
1969 og 1974 keppti hann alls 46
sinnum, vann 44 sinnum þar af
43 sinnum með rothöggi! 1974 dró
hann sig í hlé, en er hann lýsti
yfir að hann ætlaði sér í hringinn
á ný árið 1987 brostu menn út í
annað. Jú, karlinn hlaut að hafa
samþykkt að láta lumbra á sér
fyrir vænar fúlgur. Síðan eru liðn-
ar 24 keppnir. Foreman hefur unn-
ið alla andstæðinga sína, 23 þeirra
með rothöggi! Hann keppir um
heimsmeistaratitiiinn í Atlantic
City í næsta mánuði. Titil þann
missti hann til Mohameðs Ali í
Kinsahsa fyrir 17 árum. Hann tel-
ur tímabært að endurheimta titil-
inn...
COSPER
COSPER
Il4i35 ......
Ég var sérlega vel upplagður, þegar ég málaði þessa mynd.
Listamaðurinn t.v. ræðir við nokkra gesti.
Margir Iögðu leið sína í Nýlistasafnið.
MYNDHST
Ráðhildur opnar sýn-
ingri í Nýlistasafninu
Ráðhildur T. Ingadóttir opnaði myndlistasýingu í Nýlistasafninu á
laugardaginn og var margt um manninn sem endranær er lista
menn kveðja sér hljóðs. Er þá jafnan stór hópur fólks sem hefur hug á
að líta á verkin, sýna sig í leiðinni og sjá aðra. Þetta er sjötta sýning
Ráðhildar. Morgunblaðið var meðal gesta á opnun sýningar Ráðhildar
og eins og sjá má var stemming góð.
George Foreman með George
lltla í fanginu. Þann fimmta í
röðinni...
DANSHATIÐ
Um 200 dansarar á Hótel Islandi
Danshátíð Félags íslenskra dans-
kennara fór fram á Hótel ís
landi á sunnudaginn. Um 200 dans-
arar á öllum aldri tóku þátt í sýning-
unni sem samanstóð af 18 hópatrið-
um og paradansi. Sýningin var vel
sótt, bæði af aðstandendum dansar-
anna og áhugafólki um danslistina.
í samtali við Jón Pétur hjá Fé-
lagi islenskra danskennara kom
fram að dansaður hefðu verið sam-
kvæmisdans, bæði standarddans og
suðuramerískur/ dans, jassballett,
funk hiphopp og rock á sýning-
unni. Meðal atriða á sýningunni var
dans við söng kvartetts sem kallar
sig Rabbbandið og notar engin
hljóðfæri.
Auk danssýninga eru venjulega
haldnar tvær .danskeppnir á hverj-
um vetri og er önnur í nóvember
og hin, sem er íslandsmeistara-
keppnin í samkvæmisdönsum, í
apríl. 1000 keppendur tóku þátt í
keppninni síðastliðið vor.
FÖLSUN?
Um 200 dansarar tóku þátt í sýningunni.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stal Iglesias annars manns lagi?
Julio Iglesias í þungum þönkum fyrir utan dómshúsið á Manhattan.
Söngvarinn og hjartaknúsarinn
spænski Julio Iglesias hefur
verið upptekinn við að veija hendur
sínar í dómshúsi á Manhattaneyju
að undanförnu. Hann er sakaður
um lagastuld og er ekki útséð um
hvemig fer. Bendir sitthvað til þess
að hinn angurværi Júlíus hafí brot-
ið af sér, en enginn er þó sekur
fyrr en sökin er sönnuð.
Julio sendi frá sér lagið „Hey!“
fyrir nokkrum missemm og lagið
gerði það gott svo ekki sé meira
sagt. Rúlluðu inn milljónir fyrir
lagið. Nú hefur spænskættaður
Bandaríkjamaður að nafni Enrique
Chia barið bumbur og sagt lagið
endurtekningu á lagi sínu „Es“.
Vill hann auk skaðabóta raka sam-
an tekjum þeim sem Iglesias hefur
haft af laginu „Hey!.
Þetta er snúið mál. Lögfræðingur
Júlíusar segir að Iglesias og Ramon
Arcusa hafi sainið lagið sameigin-
lega árið 1977 suður á Ítalíu þrátt
fyrir að það hafí ekki verið gefið
út á plötu fyrr en árið 1980. Platan
bar einnig nafnið „Hey!“. Lögfræð-
ingur Chia segir aftur á móti að
Chia hafi samið lagið „Es“ árið
1979 og það ár hafí Puerto Rican-
inn Yolandita Monge sungið það
inn á plötu. Lagið hefði náð tölu-
verðum almennum vinsældum áður
en hljómplata Igiesias kom út. Tón-
listarsérfræðingar hafa sagt í
vitnastúkunni, að lögin séu ótrú-
iega lík..