Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 15 Lífsbarátta björg- unarsveitanna eftir Gyðu Svavarsdóttur Síminn hringir, það er útkall. Tilgreint er hvort um innan- eða utanbæjarútkall er að ræða. Einskis er spurt, allir vita ná- kvæmlega hvað á að gera. Eftir 5-10 mínútur er farið út úr dyrun- um heima. Engum dettur í hug að neita útkalli, nema sá hinn sami sé fárveikur. Þó er oft um vinn- utap að ræða. Hefur þjóðin efni á að missa þessa fórnfúsu sjálfboða- liða? Þessi spurning er borin fram vegna þess að nú liggur á borði ríkisskattstjóra kæra frá hjálpar- sveitum skáta vegna kröfu um greiðslu á virðisaukaskatti af flug- eldasölu um áramótin. Flugelda- salan er ein aðal tekjuöflunarleið björgunarsveitanna og tekur ær- inn tíma um hver áramót. I sjónvarpsþætti eftir óveðrið 3ja þ.m. heyrði ég Guðjón Petersen forstjóra Almannavarna segja að Almannavarnir gætu ekki verið án björgunarsveitanna, og að þeir reyndu að styðja við bakið á þeim eftir megni. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra var fullur þakklætis sem er vel, en létt í vasa. Guðjón og Steingrímur, væri nú ekki rétt að sýna þennan stuðn- ing og þetta þakklæti í verki og finna örlítið gat á þessum virðis- aukaskattslögum? Stutt er síðan svallsamkoma á Húnavöllum var undanþegin þess- um skatti og sukkið flokkað undir menningu. Benda má á, að á bls. 9 í leið- beiningabæklingi um virðisauka- skatt stendur m.a.: „Góðgerðafé- lög geta fengið undanþágu frá vsk. vegna tímabundinnar basar- sölu, merkjasölu o.fi. Skilyrði er að ágóði renni að öllu leyti til líknarmála." Undir þetta, — og fleira — ætti að vera auðvelt að flokka flugelda- sölu björgunarsveitanna. „Ef bj örgunars veitirn- ar vinna ekki að líknar- málum að mati stjórn- valda, hvað þá? Er ef til vill litið á þær sem handhægt, ókeypis vinnuafl?“ Ef björgunarsveitirnar vinna ekki að líknarmálum að mati stjórnvalda, hvað þá? Er ef til vill litið á þær sem handhægt, ókeyp- is vinnuafl? Þetta ber óneitanlega keim af máltækinu: „í þörf er þræli þekkur milli þess sem hann étur og drekk- ur.“ Það er fyllilega tímabært að koma þessu máli og öðrum er varða skattlagningu björgunars- veitanna í viðunandi horf. Það er a.m.k. réttlátt að þessir menn fái að vita í eitt skipti fyrir öll hver staða björgunarsveitanna er í skattamálum. Það fer of mikill tími í að ganga milli Heródesar og Pílatusar og verða síðan að lúta geðjþóttaákvörðunum. A að gera þessum sveitum mögulegt að starfa eða ekki? Enginn má skilja mál mitt svo að ég sé að gera björgunarsveita- menn að píslarvottum, það mundu þeir síst vilja sjálfir. Ef þjóðin er orðin svo fátæk að skattpína þurfí sjálfboðaliða þá er hún illa stödd. Við eigum að vera þakklát fyr- ir, að til skulu vera ungir vaskir menn sem nýta krafta sína til góðs í þágu allrar þjóðarinnar án þess að fá greitt fyrir. Björgunarmenn, þið eruð þjóð- arsómi og fallegt fordæmi ungu fólki. Höfundur er mntráðskona. MENNINGARÞING ÍSLENSK MENNING - ALÞJÓÐLEG ÞRÓUN Svavar Gestsson Guðbergur Bergsson Hjálmar H. Ragnarsson Sigurður Pálsson Stefán Jón Hafstein Helga Hjörvar Hjörleifur Stefánsson Steinunn Sigurðardóttir Halldór Guðmundsson Laugardaginn 23. febrúar efnir menntamála- ráðuneytið til menningarþings í Borgartúni 6. Þingið stendur frá kl. 10-17. Dagskrá: Ávarp forseta íslands. Ræða menntamálaráðherra. Ræða framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Aðrir fyrirlesarar verða: Gísli Sigurðsson bókmenntafræðingur Guðbergur Bergsson rithöfundur Helga Hjörvar skólastjóri Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld Hjörleifur Stefánsson arkitekt Sigurður Pálsson rithöfundur Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Að fyrirlestrum loknum hefjast pallborðsumræður. Umræðustjóri verður Stefán Jón Hafstein dagskrárstjóri. Ráðstefnunni stjórnar Halldór Guðmundsson útgáfustjóri. Þeir aðilar sem fengið hafa boð um þátttöku eru hvattir til að skrá sig. Aðrir sem áhuga kunna að hafa geta látið skrá sig í síma 609592 nú þegar en þátttaka verður takmörkuð við 150 manns. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ BlLÁTORG BÍLATORC BMW 730i '88 Ljósblásans., topplúga, rafm.rúðurog -læsingar ABS læst drif o.m.fl. Ekinn 40 þús. km. Verð kr. 3.900.000,- Skipti - skuldabréf. Mercedes Benz 380 SEL '85 Gullsans. Mjög vel útbúinn bíll. Einn eigandi frá upphafi. Ekinn aðeins 51 þús. km. Verð kr. 2.550.000,- bílatorg Renault 21 Nevada, 4x4, '90 Hvítur. Rafm.rúður og -læsingar, vökvastýri, dráttarkúla. Ekinn 13 þús. >km. Verð kr. 1.450.000,- Skipti á ódýrari. Volvo 740 GL Station '90 Hvítur. Nýr bíll frá Brimborg. Láns- verð kr. 1.965.000,-, staðgreitt kr. 1.887.000,- GMC Jimmy S 15 '87 Rauður. BÍII með öllu. Ekinn 60 þús. km. Verð kr. 1.780.000,- MMC Pajero iangur '87 Hvítur. Brettakantar, breið dekk. Ek- inn 65 þús. km. Verð kr. 1.670.000,- Skipti - skuldabréf. Ford Econoline 350 XLT '89 Fullbúinn bill frá „Quigley" með öllu því besta í innréttingu. Ekinn 10 þús. km. Skipti á jeppa. Mercedes Benz 200 diesel '86 Drapp. Mjög gott eintak. Ekinn 148 þús. km. Verð kr. 1.550.000,- Skipti á ódýrari. A TT BBTRIBÍLASALA NÓATÚN2- SÍMI621033 Honda Civic '87 Hvítur. Vel með farinn. Ekinn 49 þús. km. Verð kr. 595.000,- BILATUhíU BÍLATORG Volvo 440 GLT '89 Grásans. Fallegur bíll, sportfelgur, rafm.rúður og -læsingar. Ekinn 22 þús. km. Verð kr. 1.250.000,- Toyota Tercel 4x4 '88 Silfurblár. Special series. Ekinn þús. km. Verð kr. 800.000,- 64 "*• ATORG Lada Sport '90 Hvítur. Sportfelgur, brettakantar, gíra, léttstýri. Ekinn 8 þús. km. Verð kr.-750.000,- Toyota Landcruiser Turbo '88 Gullsans. Upphækkaður. læst drif rafm.rúður. Ekinn 62 þús. km. Verð kr. 3.100.000,- Skipti - skuldabréf. B/LAIUKU ' '’Vm "r“" BÍLATORG E Ford Bronco XL '85 Blásans. Sjálfskiptur, ný dekk, króm- felgur. Ekinn 95 þús. km. Verð kr. 1.250.000,- 25% útb. BILATORG BETRIBÍLASALA NÓATÚN 2 -SfMI 621033 Citroen BX 19 GTi '87 Vínrauður. Sportfelgur, rafm.rúður og -læsingar. Ekinn 72 þús. km. Verð kr. 1.050.000,- Skipti - skuldabréf. Toyota Corolla GTi '88 Hvítur. Topplúga, sportfelgur. Ekinn 70 þús. km. Verð kr. 980.000,- bílatorg Man CR 160 '80 35 manna. Uppt. stöð, bílasimi. vél. Sjónvarp, tal- BMW 520i '89 Dökkgrásans. Topplúga, sportfelgur. Ekinn 32 þús. km. Verð kr. 2.300.000,- Skipti - skuldabréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.