Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 28
2,8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 Hlboð opn- uð í Öxna- dalsveg TVÍSÝN barátta hefur verið á milli verktaka um eitt stærsta verkefnið í vegagerð á næsta ári, lagningu vegar á milli Þverár og Engimýri í Öxnadal, þar á meðal brúar. Fimmtán verktakar buðu í verkið í út- boði Vegagerðarinnar. Lægsta tilboðið er frá Sveini T. Guð- mundssyni í Reykjavík, 38,6 milljónir kr., sem er 68,8% af kostnaðaráætlun. Vegarkaflinn er 3,7 km á lengd. Brúin er tvíbreið og 8 metrar að lengd. Verkinu á að ljúka fyrir 15. október á næsta ári. Pjórtán af fimmtán tilboðsgjöf- um voru undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var rúmar 56,1 milljón kr. Tilboð lægstbjóð- anda er 17,5 milljónir undir kostn- aðaráætlun. Næst lægsta tilboðið var frá Króksverki, tæplega 39,3 milljónir kr. og þriðja lægsta frá Arnarfelli hf., 39,3 milljónir kr. Bylgjan og Hljóðbylgjan: Breyting á útsend- ingartíma BREYTING hefur verið gerð á samstarfi útvarpsstöðvanna Hljóðbylgjunnar á Akureyri og Bylgjunnar sem hefur í för með sér breyttan útsendingartíma Hljóðbylgjunnar. Breyting þessi var gerð vegna .fjölda áskorana, að sögn Páls Þor- steinssonar útvarpsstjóra Bylgj- unnar, en hún er fólgin í því að nú geta hlustendur heyrt þáttinn ísland í dag, sem útvarpað er á Bylgjunni frá kl. 17 til 18.30 alla virka daga. Fyrirkomulag var áður með þeim hætti að Bylgjan útvarp- aði um dreifíkerfí Hljóðbylgjunnar, en síðarnefnda stöðin kom inn á tímabilinu 17 til 19. Nú verður útvarpað efni frá Hljóðbylgjunni tvisvar á dag, annars vegar frá kl. 16 til 17 og hins vegar frá kl. 18.30 til 19. J María Sif Sævarsdóttir Fjóla Pálmadóttir Ingunn Hallgrímsdóttir Katrín Guðmundsdóttir Kristjana Ösp Birgisdótt- ír Hildur Rós Símonardótt- Herdís ir dóttir Ungfrú Norðurland: Margrét ívars- Sveindís Benediktsdóttir Þorbjörg dóttir Elva Óskars- Soffía Hildur Pálsdóttir Tíu stúlkur keppa um titilinn Fegurðarsamkeppni Norðurlands 1991 fer fram í Sjallanum á Akureyri á föstudagskvöld, 22. febrúar. Tíu stúlkur taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Norðurland 1991 og öðlast sigurveg- arinn þátttökurétt í Fegurðarsamkeppni íslands sem haldinn verð- ur á Hótel íslandi 24. apríl næstkomandi. Stúlkurnar sem þátt taka í feg- ára Akureyringur, Kristjana Ösp urðarsamkeppninni eru María Sif Sævarsdóttir, hún er 18 ára Akur- eyringur, Fjóla Pálmadóttir, tvítug og frá Akureyri, Ingunn Hallgrímsdóttir, 18 ára Dalvíking- ur, Katrín Guðmundsdóttir, 18 Birgisdóttir, en hún er líka 18 ára og frá Akureyri, Hildur Rós Símonardóttir er 18 ára frá Akur- eyri, Herdís Margrét ívarsdóttir er líka 18 ára Akureyringur, Sveindís Benediktsdóttir, tvítugur Akureyringur, Þorbjörg Elva Óskarsdóttir, einnig tvítugur Ak- ureyringur og Soffía Hildur Páls- dóttir, en hún er 21 árs frá Akur- eyri. í dómnefnd eiga sæti Ólafur Laufdal, sem er formaður nefnd- arinnar, Sigtryggur Sigtryggs- son, fréttastjóri, Svava Johansen, verslunarmaður, Steinunn Guð- mundsdóttir, verslunarmaður, og Ragnar Sverrisson, verslunar- maður. Kynnir er Jakob Frímann Magnússson, Guðrún Ósk Stef- ánsdóttir sér um förðun, Hár- greiðslustofan Medulla sér um hárgreiðslu, Svana Jósepsdóttir í Blómahúsinu sér um blómaskreyt- ingar, Páll A. Pálsson um ljós- myndun, yfirþjónn er Ragna Sölvadóttir, Gunnar Páll Gunnars- son er yfirmatreiðslumeistari, en Alice Jóhanns sá um þjálfun stúlknanna. Fjárhagsáætlun samþykkt á fundi bæjarstjórnar: Rekstrargjöld lækkuð um 1% vegna lækkunar fasteignagjalda FJÁRHAGSÁÆTLUN fyrir bæj- arsjóð Akureyrar og stofnanir fyrir yfirstandandi ár var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Öll rekstrargjöld í áætlun- inni hafa verið lækkuð um 1% frá fyrri umræðu, en það er gert í kjölfar áskorunar frá fulltrúum stéttarfélaga á Akureyri þess Kennarar mörðu sigur Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri fjölmenntu til að h'lýða á ræðukeppni milli kennara og nemenda, sem haldin var á fimmtudag. Ræðukeppnin var einn af fjölmörgum dagskrárliðum sem efnt hefur verið til í skólanum í vikunni, en þar hafa staðið yfir opnir dagar. Opnu dögunum lauk á fimmtudagskvöld í síðustu viku og var þá árs- hátíð skólans haldin. efnis, að bæjarstjórn endurskoði ákvörðun sína um álagningu fasteignagjalda. Eftir viðræður milli bæjarráðs og fulltrúa laun- þega var lagt til að veittur yrði 5% afsláttur á fasteingagjöldum íbúðarhúsnæðis á þessu ári. Þá hefur gjalddögum fasteigna- gjalda verið fjölgað úr 5 í 8, sem jafngildir viðbótarafslætti sem er á bilinu 1,5-2%, að því er fram kom í ræðu Halldórs Jónssonar bæjarstjóra við aðra umræðu fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjár- hagsáætlun frá fyrri umræðu í lok janúar. Þá gerði hann einnig grein fyrir áætluðum framkvæmdum á árinu. Skatttekjur bæjarsjóðs er áætlaðar 1 milljarður og 377 millj- ónir króna, rekstrartekjur hinna ýmsu málaflokka eru áætlaðar 720 milljónir, heildarrekstrarkostnaður málaflokkanna er áætlaður 1 millj- arður og 706 milljónir. Því til við- bótar er áætlað að veija 197,5 millj- ónum í gjaldfærða fjárfestingu og 340 milljónum í eignfærða fjárfest- ingu. „Þó hér sé áformað að veija tæplega 540 milljónum til meiri- háttar framkvæmda, eignakaupa eða tækjakaupa, dugar það hvergi nærri til, til þess að uppfylla nema lítinn hluta af þörfum og óskum sem settar hafa verið fram. Eðlilega sýpist gitt hveijum hvar, best sé, að nota takmarkað framkvæmdafé Akureyrarbæjar," sagði Halldór, en hann gat þess einnig í ræðu sinni að í framhaldi af samþykkt fjár- hagsáætlunar verði lögð áhersla á gerð 3ja ára áætlunar fyrir Akur- eyrarbæ, en í kjölfarið verði auð- veldara að átta sig á umfangi og stærð þeirra verkefna sem á dag- skrá verði næstu misseri. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokks lögðu fram bókun við af- greiðslu fjárhagsáætlunar, en þeir kváðust í megin atriðum vera sammmála áætluninni. í bókuninni kemur fram að nýting tekjustofna sé ákveðin fyrir kjörtímabilið, en á þann hátt séu hendur bæjaryfir- valda bundnar og þvi erfítt að að- laga ákvarðanir aðstæðum í þjóðfé- laginu. Þá telja þeir verðlags- og langþróunarforsendur áætlunarinn- ar í rýmra lagi. Þá segir einnig í bókuninni að fulltrúar flokksins harmi aðgerðarleysi í atvinnumál- um, meirihlutinn einblíni á sölu eignarhluta bæjarins í Landsvirkjun en haldi að Sér höndum á meðan. Dagskráin Friður fyrir botni Sjallans frumsýnd „FRIÐUR fyrir botni Sjallans,“ er heiti á nýrri kvöldskemmtun sem frumsýnd verður í Sjallanum næstkomandi laugardagskvöld. í sýn- ingunni tekur þátt hópur tónlistarmanna og dansara sem ætlar að lifa sig inn í hippatímabilið og er sú upplifun i eins konar mótsögn við stöðuga umfjöllun fjölmiðla um stríðið við Persaflóa. Höfundur texta og leikstjóri er eraverðaáþönumallasýninguna. Stór hluti þátttakenda í sýning- unni starfar hjá Leikfélagi Akur- eyrar við uppfærslu á söngleiknum „Kysstu mig Kata“ og verða því aðeins fjórar sýningar á þessarí kvöldskemmtun Sjallans. Sem fyrr segir verður skemmtunin frumsýnd á laugardagskvöldið, en næstu sýn- ingar eru 2. mars og síðan helgina 8. og 9. mars. (Úr fréttatilkynningu) Bjami Hafþór Helgason, fréttamað- ur, en hljómsveitin Rokkbandið og söngvararnir Berglind Björk Jónas- dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ingv- ar Grétarsson og Pétur Hallgríms- son hafa veg og vanda af vali og meðferð tónlistar. Ástrós Gunnars- dóttir danshöfundur hannar dansa fyrir sýninguna og mun ásamt fríðu föruneyti svífa um gólfið í hippa- klæðnaði. Steini stríð og Kári kam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.