Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAJ3IÐ MIÐyiKUDAGUR 20. FKBRÚAR 1991 Nýr leiðtogi komm únista í Georgíu Moskvu. Reuter. * Kommúnistaflokkur Ge- orgíu kaus sér í gær nýjan leiðtoga og er það öðru sinni á aðeins fjórum mánuðum að flokkurinn velur sér nýjan formann. Avtangíl Margíaní sagði af sér flokksformennsku á mánudag en í gær var Janí Migiladze, 47 ára lögregluforingi, valinn eftirmað- ur hans. Er hann fyrrverandi flokksleiðtogi í Tíflis, höfuðborg Georgíu. Margíaní var kosinn formaður kommúnistaflokksins í Georgíu í nóvember sl. og sagðist segja af sér vegna stöðugra ásakana í sinn garð og flokksins. Út- skýrði hann þau ummæli ekki frekar en blaðamenn segja að Margíaní hafa m.a. verið sakaður um að hafa tekið 10 milljónir rúblna úr sjóðum ríkisins til að fjármagna starfsemi flokksins. Kommúnistaflokkur Georgíu sagði sig úr lögum við móður- flokkinn í Moskvu í desember sl. og lýsti yfir stuðningi við þjóð- emissinna. Flokkurinn missti völd í lýðveldinu í kosningum í október þar sem þjóðemissinnar undir forystu Zviads Gamsak- húrdía forseta fóru með sigur af hólmi. Thatcher veitt Frelsisorðan Wshington. Reuter. MARGARET Thatcher fyrrum forsætisráðherra ' Bretlands verður sæmd bandarísku Frels- isorðunni fyrir framlag hennar í þágu samstarfs og öryggis vest- rænna rílya, að því er talsmaður Hvíta hússins skýrði frá í gær. Thatcher verður veitt orðan við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu 7. mars næstkomandi. Frelsisorðan er æðsta borgaralega heiðursmerk- ið sem Bandaríkjaforseti getur veitt. Síðastur Breta til að hljóta heið- ursviðurkenningu þessa er Carr- ington lávarður fyrrum fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) en hann hlaut hana 1988. Aðrir sem nýlega hafa verið sæmdir henni eru Lech Walesa for- seti Póllands og leikkonan Lueille Ball. Lægsta verð a olíu í sjö mánuði London. Reuter. OLÍUFATIÐ kostaði um tíma 16 dollara á markaði í London í gær og hefur verðið ekki ver- ið lægra frá því í fyrrasumar. Verðið hækkaði þó lítillega aft- ur eftir að George Bush Banda- Samþykkt þings Lith- áens á síðasta ári: Fyrirheit um hús fyr- ir sendiráð DAÍVA Meile, blaðafulltrúi vinafélags Bandaríkjanna og Litháens, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þing Litháens hefði á síðasta ári samþykkt að það ríki sem fyrst yrði til að taka upp stjórnmála- samband við Litháen fengi hús að gjöf fyrir sendiráð. Meile sagði að þetta hefði kom- ið fram í máli Stasys Kasautkas, þingmanns frá Litháen, á hátíðar- samkomu í Chicago sl. laugardag. Hann hefði einnig sagt að Island hefði unnið til hússins í Vilnius, höfuðborg Litháens. Meile sagðist telja að ekki væri um neitt tiltek- ið hús í Vilnius að ræða sem tek- ið hefði verið frá enda hlyti það að ráðast af því hvaða land þar væri um að ræða og hversu stórt húsnæði það þyrfti undir sendi- ráð. ríkjaforseti hafði lýst yfir því að tillaga Sovétmanna til lausn- ar Persaflóadeilunni gengi of skammt. Svokölluð Brent-olía úr Norð- ursjó, sem notuð er til viðmiðunar við verðlagningu á olíu, var seld um tíma á 16 dollara miðað við afhendingu í apríl. Hafði verðið ekki verið lægra frá 10. júlí í fyrra og hafði fatið lækkað um 50 sent frá því daginn áður. Eftir yfirlýsingu Bush hækkaði fatið aftur í 17,05 dollara en hafði Iækkað aftur í 16,75 dollara við lok viðskipta. Olíuverðið hefur hækkað og Iækkað síðustu daga í takt við þróun Persaflóadeilunnar. Þannig lækkaði fatið í einni svipan um 2,50 dollara sl. föstudag í 16,30 dollara þegar útvarpið í Bagdad sagðiiað Irakar væru tilbúnir að draga innrásarher sinn frá Kú- veit. Þegar stöðin tók skömmu síðar að skýra frá alls kyns skil- yrðum því samfara hækkaði verð- ið fljótt aftur. Offramboð er nú á olíu í heimin- um og þykir sýnt að fljótlega eft- ir að friður kæmist á við Persaf- lóa lækkaði verðið frekar. Eftir innrás Iraka í Kúveit juku ýmis olíuríki framleiðslu til þess að vega upp á móti því að útflutning- ur frá Irak og Kúveit stöðvaðist. Boðað hefur verið til fundar olíuráðherra OPEC-ríkjanna 11. mars næstkomandi og er búist við að eitt helsta mál hans verði að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir verðhrun á olíu. Blóðsúthellingamar í Riga og Vilnius: Sovétmenn segja að hin- um seku verði refsað Helsinki. Reuter. SOVÉSK stjórnvöld hafa svar- að fyrirspurn Finna um ofbeld- isverk í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði og þar kemur fram að rannsókn sé hafin á málinu og hinum seku verði refsað. Finnska ríkisstjórnin spurðist fyrir um atburðina í Vilnius og Riga í bréfi 24. janúar síðastlið- inn. Svar kom frá Sovétmönnum á sl. mánudag og þar kemur fram að verið sé að kanna allar stað-, reyndir málsins og þær verði metnar í ljósi gildandi laga og hinum seku verði refsað. í yfirlýsingu Perttis Paasio, utanríkisráðherra Finnlands, er því fagnað að Sovétríkin hafí gef- ið efnislegt svar við fyrirspurn Finna. Reuter Sundurskotin brú Mynd þessi sem tekin var 12. febrúar af Moualak-brúnni í írak gefur einhveija vísbendingu um eyðilegginguna þar í íandi, a.m.k. hvað hernaðar- skotmörk varðar. Myndin var ekki birt opinberlega fyrr en í gær. Gjörbreytt tækni við björgun flugmanna Washington. Reuter. ÞEGAR björgunarþyrlur Banda- ríkjamanna fóru um 60 km inn í Irak í fyrradag til að sækja banda- rískan flugmann, er skotinn hafði verið niður, var búnaður þeirra mun þróaðri en tíðkaðist í Víet- namstríðinu. Talsmenn bandaríska flughersins segja að tæknibúnaður björgunar- sveitanna hafi tekið miklum stakka- skiptum á þeim 25 árum sem hafa liðið frá Víetnamstríðinu. Þyrlurnar og leitartækin hafi breyst gífurlega. Þyrlurnar eru nú búnar tækjum, sem varpa frá sér innrauðum geisl- um, þannig að hægt er að leita að flugmönnunum á nóttunum. Þeim er stjómað með hjálp gervihnatta og sérstakur búnaður tryggir að þær séu í öryggri hæð frá jörðu. Flug- mennimir hafa á sér örsmáan bún- að, sem gefur frá sér hljóðmerki. í Víetnam-stríðinu voru notaðar stórar og þunglamalegar þyrlur og björgun að næturlagi var ekki mögu- leg. Þá var stuðst við talstöðvar við leitina. Þótt björgunarsveitimar næðu talstöðvarsambandi við flug- mennina fór oft svo að þeir fundust ekki. Samt sem áður fylgir því enn mik- il áhætta að bjarga flugmönnum, sem skotnir hafa niður á yfirráða- svæði óvinarins. Richard Neal stórfylkisforingi sagði á blaðamannafundi í Riyadh í gær að björgunin hefði verið „stór- brotin“ og hann lýsti björgunar- mönnunum sem „hetjum“. Bandaríkin: Stjórnin vfll enn að Irakar greiði stríðsskaðabætur Washington. Reuter. Bandaríkjastjórn telur enn að írökum beri að greiða skaðabætur vegna þess tjóns sem þeir hafa valdið í Kúveit. Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, svaraði því játandi þegar hún var spurð í gær hvort Bandaríkjastjóm vildi enn að írökum yrði gert að greiða stríðsskaðabætur. Hún vildi ekki tjá sig nánar um það. Talsmaðurinn sagði þetta nokkr- um klukkustundum eftir að George Bush Bandaríkjaforseti hafði hafnað friðaráætlun Míkahíls Gorbatsjovs Sovétfórseta. Samkvæmt fregnum evrópskra fjölmiðla lagði Gorbatsjov meðal annars til að hvorki írökum né Saddam Hussein, forseta þeirra, yrði refsað frekar þegar stríðinu lyki. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 29. október, þar sem Irakar vom varaðir við því að þeir kynnu að þurfa að greiða bætur vegna hverskonar tjóns og mannsk- aða sem þeir myndu valda í Kúveit. Ef ákveðið verður að standa við þessa viðvömn gætu hundmð þús- unda erlendra starfsmanna fyrir- tækja í Kúveit, sem neyddust til að flýja landið vegna stríðsins, krafist skaðabótna, svo og erlend fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi í landinu. Ummæli Tutwiler virtust benda til þess að Bandaríkjastjórn hyggist ekki sína írökum neina linkind. Nokkrir fréttaskýrendur telja að Bush hafi ekki lengur áhuga á frið- samlegri lausn deilunnar um Kúveit og vilji frekar tortíma því sem eftir er af stríðsvél Saddams Husseins. Hænuhernaður Bandarískir hermenn í Saudi-Arabíu sjást hér hlúa að hænsnum sem herinn heldur. Þær gegna því hlutverki að vara við eiturgasi. Hænurnar eru látnar vera útivið og yrði skyndilegur og ótímabær dauði þeirra talinn til marks um eiturhernað af hálfu íraka. ...........................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (20.02.1991)
https://timarit.is/issue/123808

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (20.02.1991)

Aðgerðir: