Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 45
M VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Góður út- varpsþáttur Til hamingju Hermann! Ég er ein af þeim mörgu .sem hafa unun af að hlusta á þáttinn þinn, „Ég man þá tíð“. Útsendingartímarnir voru alveg ómögulegir áður en nú eftir að þátturinn var.fluttur á föstudaga frá kl. 9 til 10 er það allt annað mál. Ég samgleðst þér og vona að þátturinn lifi sem lengst. Guðrún Guðbjartsdóttir Leiðrétting Burt með smáaletrið Til Velvakanda. Það er ekki fyrir alla að átta sig á tryggingaskilmálum og margur hefur farið illa á því að halda sig tryggðan fyrir ýmsum tjónavöldum en svo kemur í ljós að tryggingin er takmörkuð og tryggingafélag- inu ber ekki að greiða neitt. Þá er það gjarnan svokallað smáaletur sem viðkomandi hefur ekki hirt um að lesa nógu vel. Þetta kom víða í Ijós eftir óveðrið á dögunum. Margir töldu sig tryggða fyrir fok- tjóni en þegar til kastana kom reyndist smáaletrið losa trygginga- fyrirtækin undan allri ábyrgð. Þetta er ófremdarástand að mínu áliti. Löggjafinn ætti að hlutast til um að tryggingasölum sé skilt að orða skilmála sínum með skil- merkilegum hætti, í sem fæstum orðum, og smáaletrið ætti með öllu að verða úr sögunni. Það er ekki ástæða til að vera að pukrast neitt í þessum málum heldur eiga trygg- ingarnar að koma því skýrt á fram- færi hvað er tryggt og gegn hverju. Þetta myndi koma í veg fyrir eilíf- an misskilning og leiðindi. Jóhann Til Velvakanda. Ég var að fá Morgunblaðið frá 13.2. með grein minni um ljósanotk- un bifreiða á Norðurlöndum (Ljósa- notkun borgar sig). Leiðinleg prentvilla er í greininni þar sem tugir milljóna hafa fallið brott í upplýsingum mínum um hvað dauðaslys í umferðinni eru talin kosta í nokkrum nágranna- löndum. Réttar tölur Þýskaland Bretland Frakkland írland Danmörk eftirfarandi: 34.5 millj. kr. 19.4 millj. kr. 14,1 millj. kr. 12.4 millj.kr. 10.6 millj. kr. eru Tómas H. Sveinsson Ég þakka elskulegum börnum mínum, tengda- börnum og œttingum öllum, svo og vinum og sveitungum, fyrir sýndan hlýhug í minn garð á áttrœðisafmœli mínu þann 9. febrúar síðast- liðinn. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þórarinsdóttir, Minna-Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd. Töflureiknirinn Excel Við bjóðum 20 stunda vandað námskeið í töflureikninum Excel. Kennd verður upp- setning reiknilíkana og gerð línurita. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rafn Sigurðsson, höfundur bók- anna um Excel. Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 kæliskápar * frystiskápar • frystildstur Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki með góðum afslætti. GÓÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA iFOnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 Hillur fyrir vörubretti Traust og gott billukerfi á góðu verði. Hentar nánast allsstaðar og er fljótlegt í uppsetningu. Ávallt fyrirliggjandi. zriL á 0 0 c 0 9 0 O c O 0 A G —... ■ .1 n HILLUKERFI OG LYFTARAR - PAÐ EROKKAR FAG Leitið upplýsinga UMBOÐS- OG HElLDVEfíSL UNIN BlLDSHÖFÐA 16SIMI672444 TELEFAX672580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.