Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 21
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FKBRÚAR 1991 Væntanlegt strandhögg bandamanna Kúveit: Sjónarvottar skýra frá grimmdarverkum Iraka Lundúnum. Reuter. ÞRIR Vesturlandabúar og kúveiskur læknir skýrðu í gær breskri þingnefnd frá því að þeir hefðu orðið vitni að ýmsum grimmdarverk- um íraskra hermanna í Kúveit - nauðgunum, barsmíðum og drápum á óbreyttum borgurum. Andrew Maynard, sem starfaði í banka í Kúveit, kvaðst hafa séð íraska hermenn drepa þijú börn, föður þeirra og afa, frá þaki bygg- ingar þar sem hann hafði verið í felum eftir innrás Iraka í landið. „Fjölskyldan var dregin úr húsinu á móti. Þtjú börn, foreldrar þeirra ásamt afa og ömmu þeirra. Irösku hermennirnir myrtu börnin þijú, föðurinn og afann, á meðan móðir- in og amman voru neyddar til að horfa á,“ sagði hann. í máli hans kom fram að hermennirnir höfðu fundið tvö bandarísk vegabréf í húsi fjölskyldunnar. 20.000 manns hafa falliö í loftárásunum - segir aðstoðarforsætisráðherra Iraks Ryadh. Reuter. ^ SAADOUN Hammadi, aðstoðarforsætisráðherra Iraks, skýrði frá því í viðræðum við ráðamenn í íran að 20.000 manns hefðu fallið í loftárásum bandamanna á undanförnum vikum. Ónefndir heimildar- menn innan Bandaríkjahers í Saudi-Arabíu tóku í sama streng í við- tölum við fréttamann Reuíers-fréttastofunnar í Riyadh og kváðust þess fullvissir að Irakar hefðu orðið fyrir „skelfilegu“ manntjóni í árásunum sem höfðu í gær staðið yfir linnulítið í 34 daga. Kúveiski læknirinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, kvaðst vita af ijölmörgum dæmum um barsmíðar og pyntingar á óbreytt- um borgurum. Hann skýrði einnig frá því að margir Kúveitar hefðu horfið og ekkert hefði spurst til þeirra. „Það er ekki hægt að tala um réttlátan frið nema mennirnir sem frömdu þessa glæpi og yfirmenn þeirra verði leiddir fyrir rétt,“ sagði íhaldsmaðurinn Anthony Coombs, ritari þingnefndarinnar. Samtök fyrir fijálsu Kúveit áætla að um 7.000 manns hafi verið drep- in í landinu frá því írakar réðust inn í það 2. ágúst. 17.000 manns til viðbótar séu í fangelsi eða saknað. Hayef Al-Ajmi, formaður Fijálsu verkalýðshreyfingar í Kúveit, sagði á ráðstefnu verkalýðsleiðtoga í Lundúnum í gær að íraskir hermenn hefðu myrt og fangelsað kúveiska verkalýðsforingja og eyðilagt skrif- stofur þeirra. Verkalýðsfélög hefðu verið bönnuð og þúsundir farand- verkamanna hefðu verið neyddar til að ganga í íraska herinn. íranskt dagblað hafði það eftir Hammadi að 20.000 írakar hefðu fallið og um 60.000 særst í loftárás- um bandamanna. Talsmaður her- stjórnar Bandaríkjamanna í Saudi- Arabíu, Richard Neal, sagði á fundi með blaðamönnum í Riyadh í gær að hann gæti ekki tjáð sig um þessi ummæli íraska aðstoðarforsætis- ráðherrans. Herstjórn Bandaríkja- manna hefði ekki freistað þess að leggja mat á tölu fallinna í styijöld- inni fyrir botni Persaflóa. Ónefndur heimildarmaður sagði að þótt ekki lægi fyrir hversu marg- ir hefðu fallið í stríðinu væri ljóst að mikill fjöldi íraka hefði fallið og særst. „Ég tel að þeir hafi orðið fyrir skelfilegu manntjóni,“ sagði hann og bætti við að fjölmargir hefðu að líkindum dáið vegna þess að ekki hefði verið unrit að gera að sárum þeirra. Heilbrigðiskerfið í írak væri hrunið. Bandamenn kveðast hafa eyði- lagt a.m.k. 1.300 skriðdreka, 800 stórskotaliðsbyssur og 1.100 bryn- vagna. í hveijum skriðdreka eru að öllu jöfnu fjórir menn en hver brynvagn getur borið a.m.k. tíu hermenn. PRJAR ENN Prjár sameinaðar í einni 1. Handtrilla 2. Handtrilla m/stuðningshjóli 3. Lagervagn II LÉTTITÆKI HR Bíldshöfða 18 S. 67 69' 55 í KÍLÓAPAKKNINGUM LÆKKAR UM AUK/SlA k9d21-560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.