Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 47
■ ORMARR Örlygsson, þjálfari 1. deildarliðs KA í knattspyrnu, og Friðfinnur Hermannsson, for- maður meistaraflokksráðs, fara til Prag í Tékkóslóvakiu um næstu helgi til að ræða við tvo þarlenda leikmenn — framherja — og fylgj- ast með þeim í æfíngaleik, en KA- menn eru að leita sér að góðum erlendum framheija fyrir sumarið. júgóslavneskur leikmaður er einn- ig inni í myndinni hjá félaginu. ■ ÞORVALDUR Örlygsson, sem hefur ekkert getað leikið und- anfarnar ijórar vikur vegna meiðsla, spilaði með varaliði Nott- ingham Forest gegn Aston Villa í Birmingham í fyrra kvöld. Gest- imir unnu 1:0 og var Þorvaldur ánægður með leik sinn. Hann er hins vegar óánægður með gang mála og ef hann fær ekki tækifæri með aðalliðinu fljótlega má gera ráð fyrir að hann fari fram á að verða seldur. ■ VÍKINGAR taka á móti Vals- mönnum í Laugardalshöllinni í síðustu umferð lokakeppni íslands- mótsins í handknattleik, en gengið hefur verið frá niðurröðun leikja að mestu leiti. Þorsteinn Jóhanns- son, formaður mótanefndar HSÍ, sagði að Víkingar fengju heimaleik í síðustu umferðinni þarsem liðið væri deildarmeistari. Þrjú efstu lið deildarinnar mætast í þremur síðustu umferðunum og Víkingar leika gegn Stjörnunni og FH á útivelli, áður en þeir mæta Val í síðustu umferðinni. ÚRSLIT Tindastóll-Valur 95:83 Iþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 19. febrúar 1991. Gangur leiksins: 5:2, 14:6, 20:6, 26:15, 34:21, 39:27, 48:34, 52:42, 54:48, 56:55, 68:63, 79:66, 83:73, 89:75, 95:83. Stig Tindastóls: Ivan Jonas 28, Einar Ein- arsson 26, Valur Ingimundarson 17, Har- aldur Leifsson 9, Sverrir Sverrisson 9, Karl Jónsson 4, Pétur Vopni Sigurðsson 2. Stig Vals: Magnús Matthíasson 32, David Grissom 15, Guðni Hafsteinsson 14 Sveinn Zoega 8, Ragnar Jónsson 6, Sfmon Olafsson 4 og Matthias Matthiasson 4. Dómarar: Kristínn Albertsson og Leifur Garðarsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: Um 300. UMFG-Þór 71:70 íþróttahúsið í Grindavík. úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 19. febrúar 1991. Gangur leiksins: 2:0, 11:4, 17:6, 32:23, 32:33, 40:42. 40:47, 53:47, 53:55, 60:66, 64:70, 71:70. Stig XJMFG: Dan Krebbs 23, Jóhannes Kristbjörnsson 13, Guðmundur Bragason 12, Steinþór Helgason 10, Rúnar Árnason 6, Sveinbjörn Sigurðsson 4, Ellert Magnús- son 2, Marel Guðlaugsson 1. Stig Þórs: Dan Kennard 22, Konráð Óskarsson 13, Sturla Örlygsson 12, Helgi Jóhannesson 10, Jón Örn Guðmundsson 9, Bjöm Sveinsson 4. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 250. Bikarkeppni kvenna SnæfelI-ÍR 25:74 Stig Snæfells: María Guðnadóttir 10, Auð- ur Rafnsdóttir 7, Elísa Vilbergsdóttir 5, Sóley Sigurþórsdóttir 2 og Gyða Steinsdótt- ir 1. Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 21, Hrönn Harðardóttir 15, Fríða Torfadóttir 10, Hildi- gunnur Hilmarsdóttir 10, Valdís Rögnvalds- dóttir 4, Ingibjörg Magnúsdóttir 4, Guðrún Ámadóttir 4, María Leifsdóttir 2, Dagbjört Leifsdóttir 2 og Vala Úlfljótsdóttir 2. ■ ÍR mætir Haukum í undanúrslitum bik- arkeppninnar. Knattspyrna EVRÓPUKEPPNI U-21 ÁRS Frakkland—Spánn.................0:1 — Manjarin 58. Stadan: Tékkósl 3 3 0 0 12: 2 6 Spánn 3 0 1 5 :- 3 6 Frakkland 4 1 í 2 2: 3 3 Albanía 0 2 1 0: 1 2 ísland 4 0 1 3 0:10 1 SKOTLAND Úrvalsdeildin: St Johnstone—Dundee United...0:1 St Mirren—Dunfermline........2:2 VINÁTTULEIKUR Bordeaux—Bayern Miinchen.....0:6 Olaf Thon 16., Roland Wohlfarth 25., 73. og 86., Brian Laudrup 44., Stefan Reuter 65. IGGI HA jflfKIT .0É. flUOACUJHIVGlM flvnorai GIGAJaVlUDHOM MÖRGUNBLAÐIÐ 3ÞROTTIR MIDVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 •47 KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Heppnin með Grindvfldngum Sigruðu Þórsara með eins stigs mun Grindvíkmgar unnu enn einn sig- urinn á lokamínútunni er þeir unnu Þór í úrvalsdeildinni í gær- kvöldi, 71:70. Sigurinn var mikilvæg- ur fyrir Grindvíkinga Frímann sem halda tveggja Ólafsson stiga forskoti á skrifarfrá Tindastól í baráttu Grindavík liðanna um sæti í úr- slitakeppninni. Tindastóll sigraði Val nokkuð öruggalega á Sauðárkróki 95:83. Eftir jafnan fyrri hálfleik í Grindavík náðu Þórsara að komast yfír í seinni hálfleik með því að skora fyrstu fimm stigin. Grindvíkingar svöruðu með 13 stigum. Þeir skoruðu síðan ekki í heilar fjórar mínútur og Þórsarar komust aftur yfir. Þeir náðu síðan sex stiga forskoti þegar rúm mínúta var eftir, 70:64. Jóhannes Kristbjömsson skoraði stig og Þórs- ara misstu knöttinn í næstu sókn. Dan Krebs skoraði þriggja stiga körfu þegar um 30 sekúndur voru eftir og Jóhannes Kristbjömsson skoraði sig- urkörfuna þegar 12 sekúndur vom eftir og tryggði sigurinn. Þórsara áttu síðan misheppnað körfuskot í sinni síðustu sókn og vom að vonum vonsviknir í leikslok. Leikurinn var ekkert sérstaklega vel leikinn en spennan sá til þess að hann var aldrei leiðinlegur. Heima- menn bytjuðu leikinn vel en virtust slaka á þegar þeir náðu forystu. Dan Undanúrsl- itíkvöld í kvöld verður leikið í undanúr- slitum í karlaflokki í Bikarkeppni HSÍ. Haukar taka á móti Víking- um í íþróttahúsinu við Strandgötu og ÍBV og FH leika í Vestmanna- eyjum. Einn leikur er í 2. deild kvenna: Haukar og Ármann leika í Hafnar- firði kl. 19. HK og Fram leika kl. 20 í 1. deild karla í blaki íþróttahúsinu Digra- nesi og kl. 21.15 leika HK og Víkingur í 1. deild kvenna. Krebs og Jóhannes Kristbjömsson voru dijúgir í lokin en að öðru leyti var liðið jafnt og lokaspretturinn var góður. Þórsarar börðust af krafti all- an leikinn og hefðu með smá heppni í lakin unnið leikinn. Dan Kennard var bestur þeirra, sívinnandi allan leikinn en að öðru leyti var liðið jafnt. Mikilvægur sigur Tindastóls Tindastóll byijaði mjög vel gegn Val, liðið lék hratt og lét boltann ganga og eftir sex mínútur var stað- an 18:6. Þá tóku Valsmenn leikhlé, stokkuðu upp og komu betur inní leik- inn. Tindastólsmenn héldu þó öruggri for- ystu út hálfleikinn. Valur, Jonas og Einar áttu sterkan sóknarleik og Haraldur var harður í vörninni og hirti fjölda frákasta. Hjá Val var Magnús yfirburðamaður, skoraði 22 af 42 stigum Vals í fyrri hálfleik og áttu heimamenn í miklum erfjðleikum með hann. í síðari hálfleik byijaði Valur vel og náði að saxa á forskot Tindastóls. Þegar fjórar mínútur voru liðnar var munurinn aðeins eitt stig. Þeir kom- ust þó ekki lengra því á meðan Vals- menn gætu Jonasar og Vals, lék Ein- ar lausum hala og átti geysigóðan leik. Mestur varð munurinn 16 stig í lokin. Stíf pressuvörn Valsmanna Björn Björnsson skrifarfrá Sauöárkróki Jóhannes Kristbjörnsson skor- aði sigurkörfu Grindvíkinga. náði að minnka muninn í tólf stig en sigur Sauðkrækinga var öruggur. Mikil spenna er í B-riðlinum. Keflvíkingar eru efstir Grindavík og Tindastóll eiga einnig möguleika á að sigra í riðlinum. Ljóst er að mikil barátta verður um sætin í úrslita- keppninni en liðin eiga öll eftir að mætast innbyrðis í síðustu umferðun- um. Einar Einarsson lék mjög vel fyrir Tindastól gegn Val í gær. B-RIÐILL Fj. leikja u T Stig Stig IBK 22 16 6 2176:2013 32 GRINDAVÍK 23 16 7 1974: 1877 32 TINDASTÓLL 23 15 8 2162:2066 30 VALUR 23 7 16 1879: 2016 14 ÞÓR 22 5 17 1987: 2118 10 HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND Handewitt vill fá Sigurð Þýska félagið Flensburg Handewitt hefur mikinn áhuga á að fá Sigurð Sveinsson til að leika með félaginu næsta vetur. Liðið, sem hét áður Weiche Handewitt, féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en á góða möguleika á að fara upp aftur. Forráðamenn félagsins höfðu samband við Jóhann Inga Gunnars- son, sem lengi þjálfaði í Þýska- landi. „Þá vantar sterkan örvhentan leikmann fyrir næsta vetur,“ sagði Jóhann Ingi. Sigurði er ætlað að leysa af hólmi Norðmanninn Knut-Arne Iversen, sem fer aftur til Noregs, en hann er einn fimm landsliðsmanna í lið- inu. Þjálfari Handewitt er Júgóslav- inn Zvonimir Serdarusic, sem var einn besti línumaður heims um ára- bil og hann hefur lagt mikla áherslu á að fá leikmann frá Norðurlöndun- um í stað Norðmannsins. „Ég talaði við menn frá félaginu í fyrra en hef ekki heyrt frá þeim núna. Ég er ekkert farinn að velta þessum málum fyrir mér og það gæti jafnvel hugsast að ég yrði áfram á Spáni,“ sagði Sigurður. m m STORLEIKUR í FIRÐINUM Bikarkeppni HSÍ - 4ra liða úrslit HAIJKAR - VIKINGUR leika í íþróttahúsinu v/Strandgötu miðvikudaginn 20. feb. kl. 20.00. Forsala aógöngumióa er í Filmum og framköllun, Strandgötu, Haukahúsinu v/Flatahraun frá kl. 1 5-21 og Lystadún, Skútuvogi 1 1 í Reykjavík. Ath.: Tryggió ykkur mióa tímanlega. f-----------------------------:------------------------ Ná Haukar að hefna ófaranna úr Islandsmótinu eða strauja Víkingar aftur yfir Haukana? Þetta er leikur, sem handboltaunnendur láta alls ekki fram hjá sér fara! Sparisjódur Hafnarfiaróar sjóváoBalmennar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.