Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B > Ovænt tiikynning útvarpsins í Bagdad seint í gærkvöldi: Hernámssveitir Iraka í Kúveit kallaðar heim „Stríðið heldur áfram,“ segir talsmað- ur Bandaríkj af or seta og kveður Ir- aksstjórn ekki hafa flutt SÞ nein frið- arboð — Scud-flaug banar 12 Banda- ríkjamönnum í Saudi-Arabíu Washington, Bagdad, Khobar, Kiyadh, Dhahran, París. Reuter, Daily Telegraph. UTVARPIÐ í Bagdad sagði seint í gærkvöldi að Irakar hefðu ákveð- ið að herliðið í Kúveit skyldi halda á brott „með skipulögðum hætti“. Oljóst var hvort tilkynningin var birt í nafni Saddams Husseins for- seta. Sagt var að írakar hygðust hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 660, hinni fyrstu um Persaflóadeiluna þar sem kveðið er á um skilyrðislausan og tafarlausan brottflutning og samninga Iraka og Kúveita um deilumál ríkjanna þar sem Arababandalagið skuli gegna Iykilhlutverki. Bandamenn hafa krafist þess að Irakar samþykki allar síðari ályktanir SÞ, þ. á m. um skaðabætur til Kúveita og aðgerðir til að tryggja varanlegan frið og öryggi í Mið-Austurlöndum og skilji eftir þungavopn sín í Kúveit. íraska útvarpið sagði að Tareq Aziz utanríkisráðherra hefði aflient sovéska sendiherranum í Bagdad orð- sendingu til Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga þar sem hann var beðinn um að reyna að fá landhernaðinn stöðvaðan. Marlin Fitzwat- er, talsmaður George Bush Bandaríkjaforseta, sagði bandarísk yfir- völd ekki hafa fengin nein skilaboð frá írökum. „Við teljum ekki að neitt hafi gerst sem við þurfum að bregðast við. Stríðið heldur áfram.“ Bandarísk stjórnvöld sögðu að SÞ hefði ekki verið tilkynnt um neina breytingu á afstöðu íraka. Sjónvarpsstöðin CNN hafði eftir banda- rískum embættismönnu'm að skriðdrekar og vörubílar Iraka sæjust á leið í norðurátt frá Kúveit og héldu flugvélar bandamanna uppi árás- um á farartækin. ráðamenn ríkjanna sagt að hlutverk hermannanna yrði eingöngu að vetja Saudi-Arabíu. Franskar og banda- rískar sveitir höfðu sótt um 160 km inn í írak um nónleytið í gær. Ljóst er að markmið bandamanna er að sækja í norður- og síðan austurátt og loka öllum aðdráttarleiðum íraska herliðsins í Kúveit. Er síðast fréttist voru herir bandamanna farnir að nálgast fljótið Efrat. Irakar skutu Scud-fiaug á banda- ríska herbækistöð í Saudi-Arabíu í gærkvöldi og féllu a.m.k. 12 manns auk þess sem um 50 særðust. Bush Bandaríkjaforseti flutti ávarp í gær og sagði að allt virtist ganga samkvæmt áætlun, mannfall í röðum bandamanna væri enn afar lítið og frelsun Kúveits væri tryggð. Forsetinn varaði samt við of mikilli bjartsýni og lýsti hryggð sinni yfir því að ekki hefði verið komist hjá því að hefja innrás. „Þessu stríði var þröngvað upp á okkur, við báðum ekki um það. En bregðast verður við þessari ósvífnu árásarstefnu svo að hún breiðist ekki út.“ Fangafjöldi veldur vanda í gær var skýrt frá því að búið væri að taka yfir íraska 20.000 fanga og var fangamergðin í fyrstu sögð eitt erfiðasta verkefni banda- manna sem þurfa að útvega þeim mat og flytja þá af vígstöðvunum. Vitað var fyrirfram að framlínusveit- ir íraka í Kúveit væru lítils megnug- ar og virðist sem heilir herflokkar hafi gefist upp bardagalaust enda höfðu margir hermennirnir ekki fengið mat svo dögum skipti. Sums staðar komu hermenn upp úr sand- byrgjum sínum með hvíta fána strax og þeir heyrðu í herþyrlum banda- manna. Sjá fréttir á bls. 18, 20 og 22. Irösk stjórnvöld skipuðu í gær- kvöldi Lýðveldisverðinum, úrvals- sveitum Saddams Husseins forseta, að hefja gagnrárás og „brenna jörð- ina undir fótum“ liðsafla óvinanna. Fregnir höfðu áður borist af því að liðsmenn sveitanna væru komnir á kreik en þeir hafa flestir hafst við í öruggurn neðanjarðarbyrgjum í suðurhluta íraks. Um 80 skriðdrekar þeirra sáust halda í átt til vígstöðv- anna. Bandaríski hershöfðinginn Patrick Neal sagði að bandamenn hefðu þegar tekist á við flokka úr verðinum og unnið auðveldan sigur. Stjórnendur heija bandamanna skýrðu frá mörgum sigrum í bardög- unum fyrstu tvo sólarhringa innrás- arinnar en sóknin inn í Kúveit og suðurhéruð íraks hófst um kl. eitt að íslenskum tíma aðfaranótt sunnu- dags. Beitt var fjölmörgum skrið- drekum og öðrum brynvörðum farar- tækjum auk þess sem gerð var mesta þyrluárás sögunnar á stöðvar íraka. Síðdegis í gær var sagt að tekist hefði að eyðileggja 270 íraska skrið- dreka, þ.á m. 45 af gerðinni T-72, sem eru fullkomnustu drekar íraka. 300 km víglína Bandarískir landgönguliðar sækja m.a. inn í suðurhluta Kúveits um strandhéruð til norðurs, studdir her- mönnum frá Kúveit, Saudi-Arabíu, Sýrlandi og Egyptalandi. Öflugustu vélahersveitir í heimi, sjöundi her Bandaríkjamanna sem ræður yfir 1.300 skriðdrekum, sækir ásamt breskum og frönskum hersveitum inn í norðvesturhluta dals sem skilur Saudi-Arabíu og Kúveit. Samkvæmt 1 síðustu tölum höfðu bandamenn misst samanlagt 12 menn fallna í innrásinni og nokkrir tugir manna höfðu særst. Athygli vakti að her- sveitir Egypta og Sýrlendinga tóku þátt í aðgerðunum en áður höfðu Reuter Bandarískur landgönguliði (t.h. með vopn í hendi) gætir hóps íraskra stríðsfanga. Liðsmenn framlínu- sveita Iraka í Kúveit gáfust víða upp bardagalaust. Irakar sakaðir um hryðju- verk og spellvirki í Kúveit Skipulegar aftökur á Kúveitum á götum höfuðborgarinnar Washington, Nice, Kiyadh. Reuter. ÍRASKIR hermenn sprengdu þinghúsið og fimm lúxushótel í Kúveitborg í loft upp eftir að hersveitir bandamanna hófu sókn sína í átt að borginni, að því er sendiherra Kúveits í Bandaríkjun- um skýrði frá í gær. Áður höfðu yfirmenn fjölþjóðahersins sakað íraka um að hafa tekið íbúa Kúv- eits af lífi á skipulegan hátt. Sendiherra Kúveits í Bandaríkjun- um, Nasir al-Sabah, kvaðst hafa staðfestar heimildir fyrir því að ír- askir hermenn hefðu sprengt margar opinberar byggingar í Kúveitborg í loft upp, þar á meðal þinghúsið, og fimm iúxushótel. „írakar vinna því skipulega að því að eyðileggja mann- virki í borginni," sagði hann. Heim- ildarmaður innan kúveiska hersins í Saudi-Arabíu sagði að óttast væri að írakar hefðu í hyggju að leggja 180 byggingar í borginni í rúst. Richard Neal, talsmaður- fjöl- þjóðahersins, sagði á laugardag að Iraksher hefði framið ýmis hryðju- verk í Kúveit að undanförnu. „Fjöl- margir Kúveitar hafa verið teknir af lífi. Þetta virðist skipulögð her- ferð, sem beinist einkum að fólki er hefur áður sætt pyntingum íraka. Það er eins og þeir vilji þannig eyði- leggja sönnunargögn. Ef til vill telja þeir að ósigur íraka sé óhjákvæmi- legur,“ sagði Neal. Hann bætti við að írösku hermennirnir liefðu einnig myrt kúveisk ungmenni af handa- hófi. Kúveiskír útlagar í Frakklandi sögðust í gær hafa heimildir fyrir því að kólera væri að breiðast út í Kúveitborg vegná vatnsleysis og versnandi hreinlætisaðstöðu. Mikill matarskoitur er einnig í borginni og bandarískar hjálparstofnanir búa sig nú undir að senda þangað mat- væli um leið og stríðinu lýkur. Enn- fremur undirbúa þau’ aðstoð við end- uruppbyggingu í borginni og gert er ráð fyrir því að Kúveitar greiði fyrír hana síðar. Endalok Varsjárbandalagsins staðfest Dmítríj Jazov, varnarmálaráðherra Soýétríkjanna (t.v.), undirritar skjal til staðfestingar því að hernaðarsamstarf Varsjárbandalagsríkjanna hafi verið lagt niður. Sovéski utanríkisráðherrann Alexander Bess- mertnyk fylgist með og bíður þess að skrifa undir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.