Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 15 mönnum og sjómönnum til fiski- miðanna og hjá bændum til lands- ins. Islenska þjóðin má á öllum tím- um þakka fyrir hversu dugandi fólki hún hefur haft á að skipa í þessar tvær undirstöðu atvinnu- greinar. Þótt gefið hafi á bátinn hjá bændum nú um sinn, þá er það von mín og trú, að allt það góða og trausta fólk komist yfir þá erfið- leika. Sömu óskir hef ég til handa fólki við sjávarsíðuna. VII Annars eðlis eru þeir erfiðleikar sem upp hafa komið á síðustu tveimur áratugum. Fiskistofnar eru of litlir fyrir fiskveiðiflota þann er við höfum eignast á síðustu 19 árum en þetta á rætur sínar að rekja til vanhugsaðra stjórnvalds- aðgerða á árunum 1971—1974 og nokkur ár þar á eftir, sem hafa leitt til þess ástands sem er á sum- um helstu nytjafisktegundum okk- ar í dag. Afleiðingarnar eru þær, að stjórna hefur þurft fiskveiðum hér við land á annan áratug. Fyrst með hinu svokallaða skrapdagakerfi er reyndist ónýtt með öllu, og frá ár- inu 1984, með kvóta á hvert veiði- skip, og að vonum gátu fáir tekið því vel í fyrstu, eftir frjálsræði í þessum efnum hjá íslensku sjávar- útvegsfólki í númar ellefu aldir. Þó var það þorri manna við sjávars- íðuna, sem skynjaði þörfina og svo mun í raun hafa verið með almenn- ing, sem eitthvað þekkti til í þessum atvinnuvegi. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á upprunalegu kvótakerfi, hafa flestar skrum- skælt það mjög og gert það ótrú- verðugt en þær hafa allar verið sáttargjörð í málum millum þeirra er um þessi mál eiga að fjalla. Flestar þessar breytingar voru fram komnar frá hávaðamönnum og atkvæðaveiðurum innan Alþing- is, sem og utan og sýnist mér eitt slíkt upphlaup vera á ferðinni með frumvarpi (frumhlaupi) því er 15 menningarnir leggja nú fram. Nei, ★ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ' 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 'ö®5 Blomberg þvottavélar. 7 gerðir. Gott verð - greiðslukjör Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚNI28, SÍMI622901. L*iA 4 stoppar vM dymar /:/:/!/i/:/:/: og aftur nei, slíðrið vopnin enda þótt þið séuð að ganga til alþingis- kosninga. Með nýsettum lögum um fisk- veiðar íslendinga, eru flestir fram- an greindir ágallar sniðnir af. Góð samvinna hefur verið í þessum málum með sjávarútvegsráðherra, Halldóri Ásgrímssyni og öllum helztu samtökum í sjávarútvegi lítndsmanna, en í forystu þeirra mörgu samtaka, er mikið af traust- um og góðum mönnum. Mönnum sem sumir hverjir búa yfir geysi mikilli reynslu og þekkingu á ís- lenskum sjávarútvegi og hefur ekki orðið trúnaðarbrestur millum þeirra og Halldórs, enda hann traustur maður og ætíð er reynt hefur verið að reka fleyg milli þess- ara aðila með sögusögnum í ræðu eða riti, um mistök Halidórs, hefur það ætíð við nánari athugun reynst fleipur eitt. Höfundur er útgerönrmnður í Grindavík. Helgi Hálfdanarson: Bókmenntaverðlaun Miðvikudaginn 13. febrúar var frá því skýrt í Dagblaðinu Vísi, að á vegum þess hefðu fimm rit- verk verið tilnefnd til bókmennta- verðlauna, og yrði endanlegt val eins þeirra tilkynnt síðar. Meðal þessara verka var þýðing sem ég hafði gert á grískum harmleikjum. Á liðnum árum hef ég margoft lýst opinberlega þeirri skoðun minni, að öll slík verðlaun séu ekki aðeins alger markleysa, held- ur einnig mjög varhugaverð. Þess vegna sendi ég blaðinu samdæg- urs svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 13. febrúar 1991. Dagblaðið Vísir, Reykjavík. Kæri ritstjóri. Ég vitna til greinar í blað- inu þínu í dag, þar sem greint er frá væntanlegum bókmenntaverð- launum á vegum blaðsins. Vegna þess sem þar segir, mælist ég vin- samlega til þess, að ég komi ekki til greina við neins konar verð- launaveitingu, enda sæi ég mér ekki fært að veita verðlaunum viðtöku, þó að tii þess kæmi. Ég þakka hjartanlega fyrir hlýhug að baki tilnefningar, sem ég bið um að verði tekin aftur. Af minni hálfu er hér einungis um að ræða meginreglu, sem ég vona að ekki verði misskilin. Með beztu óskum og kveðju. Helgi Hálfdanarson.“ Samkvæmt þessu bréfi mínu átti ég þess von, að tilnefning blaðsins yrði, að því er til mín tæki, afturkölluð. Það var því miður ekki gert. Þess vegna verð ég að mót- mæla því, að ritverk, sem mér er eignað, sé með þessum hætti dæmt hvort heldur væri skárra eða lakara en önnur tiltekin verk. Mér þykir sárleitt að þurfa að standa í þessu hégómlega bram- bolti; en vegna eindreginnar af- stöðu minnar og fyrri málflutn- ings kemst ég ekki hjá því. LAUÖAVEGI 174 SIMI 695500 '&m í * ívm & i íi ém $ »'#« 5 MANNA FOLKSBILL MEÐ VÖRUPALLI MITSUBISHI MOTORS PICKUPTRUCK <0F THE YEAR> FOUR WHEELER MAGflZINE PALLBILL ÁRSINS ÍU.S.A. □ 70 ha. Dieselhreyfill □ Aldrif □ Burðargeta = 1200 kg. □ Flatarm. vörupalls = 2,8 m2 □ Milligírkassi með tvö niðurfærsluhlutföll □ Rúmgóð og vönduð innrétting □ Nýtískulegt mælaborð- þægileg stjórntæki Verð kr. 1.320.000.- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.