Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 11
; i :a i: ;: : i , i .icií'c'aidAJawuöHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 Andardráttur sólkerfis Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Mörgum listamanninum verður litið til sólkerfisiiis í leit sinni að viðfangsefnum og telst það eðli- legt í ljósi þess, hve það hefur nálgast vitundarheim nútíma- mannsins. Vísindin eru alltaf að uppgötva nýjar og merkilegar staðreyndir um tilurð heimsins og svo hvolfist þetta yfir okkur í óendanlegum fjölbreytileika og vekur hjá okkur óttablandnar kenndir. Ráðhildur Ingadóttir, sem sýnir fimm stór olíumálverk í neðri söl- um og þró Nýlistasafnsins, leggur út af sýningu sinni með eftirfar- andi línum á forhlið sýningar- skrár: Sést ekki augljóslega/ Skiptir nær öllu máli/ Fræið myrkvað/ Máttur alger/ Saga sögð svona/ Andardráttur Sól- kerfis/ Endurkoma/ óendanleiki. Ekki segir þetta manni mikið, en kemur manni samt á sporið um hugarheim gerandans og er þannig séð þakkarvert í upplýs- ingafátækt þeirra nýlistamanna. Og vissulega eru myndir Ráð- hildar hugleiðingar um sólkerfið, víðáttur himinloftsins og óendan- leikann. * Og óendanleikann túlkar hún í formi ótal smáeininga og að sjálf- sögðu kringlóttra. Þannig eru fyrstu myndirnar, sem ber fyrir augu í gulum grunnlit og byggðar upp á eins konar sólarformi, en hér mætti annað tveggja nákvæm hnitmiðunin vera meiri eða flötur- inn rofinn og brotinn niður. í gerð sinni virka þær eins og einhvem herslumun skorti, en eru að öðru leyti hinar viðkunnanlegustu í kynningu. Málverkin þrjú í innri sal og þrónni eru af öðrum og einfaldari toga og kannski er bláa myndin á endaveggnum athyglisverðust allra myndanna fimm fyrir hnit- miðaða útfærslu. En svona mynd- ir þurfa að vera alveg sléttar í strengingu til að njóta sín til fulls, því að hver smá ójafna í léreftinu raskar heildinni óþyrmilega. Það er skemmtilegur gljái á myndunum, sem fellur vel að út- færslu þeirra og skapar tæra áferð í ætt við lífsloftið og auðséð er á ölllu, að Ráðhildur Ingadóttir gefur mikið af sjálfri sér í gerð myndanna og það er styrkur sýn- ingarinnar. Myndimar eru ótölusettar og nafnlausar og sýningarskrá óskip- ulögð fljótfærnisvinna og ekki í samræmi við vinnubrögðin við gerð málverkanna né vandaða upphengingu. Stórmerkir tónleikar Kammermúsikklúbbsins ________Tónlist_____________ Ragnar Björnsson Tónleikarnir hófust með því rómantíska Horntríói op. 40 í Es-dúr eftir J. Brahms, flutt af þeim Guðnýju Guðmundsdóttur, Halldóri Haraldssyni og Josep Ognibene á hornið. Flutningur tríósins tókst sérlega vel, en þó verður leikur Josephs á hornið eftirminnilegastur. Oryggið í tón- myndun var einstakt og minnti undirritaðan á Vilhelm Lansky Otto, en slíkt vald hafði hann yfir horninu að óhugsandi, fannst manni, að rangar nótur gætu slæðst inn né að nokkurs staðar kæmi fyrir slæm tónmyndun, að viðbættu þessu hafði Lansky óvenju fallegan tón. En leikur þremenninganna allra var mjög sannfærandi, öryggið í leik þeirra kannske meira en stundum áður og skógarstemmningar Brahms voru á sínum stað. Til þess að flytja kvartett um endalok tímans eftir Messiaen svo vel sé þarf inn- stillingu hugans á þær bylgjur sem Messiaen sjálfur þræðir, kannski trúarlegs eðlis. Þessa inn- stillingu virtust þau skynja sem stóðu að flutningi verksins þetta kvöld. Guðný á fiðluna, Gunnar Kvaran á sellóið, Einar Jóhannes- son á klarinettið og Halldór á píanóið náðu að veita áheyrend- um, sem fylltu kirkjuna, ógleym- anlega upplifun. „Veröld þar sem tíminn hættir að vera til er allt sem ég vona, allt sem ég hef elsk- að og það sem ég enn elska,“ segir Messiaen. Enginn veit tím- ann, en stundum var sem tíminn stæði kyrr á meðan á flutn- ingi _ verksins stóð. í byrjun var þó eins og íytminn væri ekki alveg sest- ur, en hann róaðist fljótlega og öll áttu þau frábæra einleiks- þætti, sellóið í fimmta atriði, fiðl- an í því sjöunda, Halldór gat látið flygilinn hljóma í litbrigðum Mess- iaen og Einar lék á klarinettið eins og væri predikun frá himni. Nokkur orð til Valdemars Pálssonar Mig langar til að óska til ham- ingju og þakka þér og kollegum þínum, þeim Ríkharði Erni og Gylfa Baldurssyni, ágæta frammi- stöðu og skemmtilega í norrænni spurningakeppni í fyrravetur. Leitt er að Bryndís Gylfadóttir skuli „á einhvem furðulegan hátt verða orðin að bitbeini“, segir þú. Ertu viss um að það sé furðulegt? Þú ætlast til þess að gagnrýnandi „hlusti á stemmninguna í tónleik- asal og taki eitthvert mark á und- irtektum tónleikagesta og komi skilaboðum þeirra á framfæri til lesenda“; Eru það „tilvitnanir úr raddskrá"? Ég held að fáir, ef nokkur, sækist eftir að skrifa gagnrýni, fjölmiðill biður ein- hveija aðila um að sinna þessu, og sá hinn sami fjölmiðill lætur þann vonandi hætta sem hann ekki treystir til starfsins. Að síð- ustu, ef þú hefur þörf fyrir að taka svari Fischers, eða einhvers annars, þá bið ég þið, hvort sem um gagnrýni er að ræða, eða annað, að lesa greinar mínar eins og kennari les stíla, — með skiln- ingi, — ekki hatri, en ef það er ekki hægt þá endilega með húmor. Háskólaráð: Tillögnr umbætta aðstöðu fatlaðra í HÍ samþykktar HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi s.l. fimmtudag tillögur um bættan aðbúnað fatlaðra við Háskóla íslands. Tillögurnar gera ráð fyrir bættri öflun og miðlun upplýsinga sem m.a. felast í því að fatlaður stúdent geti við skrásetningu í skólann merkt í viðeigandi reit á skrásetningareyðublaði. Starfsmenn skólans hafi í framhaldi sam- band við hann og meti þörf hans á aðstoð og þjónustu. Jafnframt er áætlað að breyta aðstæðum bæði utanhúss og innan til að gera fötluðum kleift að komast um skólann. Gert er ráð fyrir að bflastæði hindrar eðlilegan námshraða. fyrir fatlaða verði merkt við allar byggingar Háskólans auk þess sem aðkoma um útidyr, um hús, um kennslustofur og salerni verði bætt. Tillögurnar miða jafnframt að því að hliðrað verði til um námsfram- vindu og tímamörk náms ef fötlun Nefndin sem skilaði tillögunum á fundi Háskólaráðs var skipuð í haust að frumkvæði fulltrúa stúd- enta í Háskólaráði. Að sögn Siguijóns Þ. Ámasonar formanns Stúdentaráðs og fulltrúa Vöku í Háskólaráði marka tillögur hennar tímamót í málefnum fatl- aðra við Háskólann. „Það hefur lengi verið brýn þörf fyrir að gera eitthvað í málefnum fatlaðra við Háskólann, þar sem glæm aðstaða hefur nánast gert þeim ókleift að stunda nám við skólann fram að þessu. Stúdentar tóku sig því saman í haust um að fara fram á skipun nefndar sem gera myndi tillögur um úrbætur og ég tel að þær tillög- ur sem lagðar voru fyrir Háskólaráð á fímmtudag eigi eftir að valda straumhvörfum í málefnum fatl- aðra við skólann,“ sagði Siguijón í samtali við Morgunblaðið. 11 Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750’ á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dæmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur VerðiÖ miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN TOPPTILBOÐ Stærðir: 36-41. Litur: Svartur, brúnn Verð 2.995,- KRINGLUNNI, TOPPSKÓRINN, sími 689212. Veltisundi 1, sími 21212. FUJITSU BENERAL IMÝ SJÓÐVÉL Vélar sem uppfylla nýjar kröfur $ SAMBANDSINS MIKLAGARÐI SÍMI 685550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.