Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26! FEBRÚAR 1991
19
Heimsþing Alkirkjuráðsins:
Rætt var um stöðu
kirkjunnar og starf
hennar á liðnum öldum
- segir herra Ólafur Skúlason biskup
HEIMSÞINGI Alkirkjuráðsins í Canberra í Ástralíu er nýlokið. Biskup
Islands, herra Ólafur Skúlason, sat þingið og sagði hann að mikið
hafi verið unnið á þinginu. Margar ályktanir voru gerðar en mesti
tíminn fór í að ræða stöðu kirkjunnar með áherslu á það sem samein-
aði hinar ýmsu kirkjudeildir frekar en það sem sundraði þeim.
„Það merkilegasta sem gerðist á
þessu þingi var það sem unnið var
í kyrrð og ró án þess það væri fyrir
allra augum. Kirkjan var að skoða
sjálfa sig og allar kirkjudeildirnar.
Ályktanir voru gerðar um ábyrgð
okkar á því sem okkur er fengið í
sköpuninni. Bænaákallið, sem var
þema þingisins, var ákallið til heilags
anda um að hjálpa okkur að varð-
veita sköpunina og endurnýja hana
um leið,“ sagði biskup.
„Vestrænar þjóðir voru tölvert
gagnrýndar fyrir þann svip sem þær
setja á starfið í þriðja heiminum.
Gagnrýnin beindist aðallega að því
að menning Vesturlanda væri flutt
til þeirra án tillits til þeirrar menning-
ar sem fyrir er. Margir fulltrúar
þriðja heimsins sögðu að þarna hefði
verið unnið tölvert tjón sem ætti að
bæta.“
Biskup íslands, sem er nú í Thai-
landi, heimsótti um helgina, ásamt
öðrum íslendingum, kaþólskan prest.
„Prestur þessi hefur unnið mikið
starf í tvö áratugi fyrir börn sem
eiga enga að. Hann sýndi okkur
kirkju sem fólkið hefur byggt og það
var eins og Thailand væri að opna
okkur faðm sinn. Það voru vissulega
kristin tákn þarna en þau voru unn-
in inn í þá menningu sem þessi börn
eiga. Það var ekkert framandi með
vestrænu yfirbragði. Þetta var tal-
andi tákn um margt af því sem ver-
ið var að ræða á þinginu," sagði
Ólafur.
Margar ályktanir voru gerðar og
stóð biskup Islands að einni þeirra,
um Eystrasaltslöndin. Lýst var yfir
vonbrigðum vegna þess ástands sem
þar hefur ríkt og ráðamenn í Sov-
étríkjunum hvattir til að taka tillit
til sjálfstæðis Eystrasaltsþjóðanna.
Biskup sagði að mikið hefði verið
rætt um stríðið fyrir botni Persaflóa
og sumir viljað fordæma Bandaríkin
og bandamenn þeirra og hvítþvo
Saddam Hussein. Ensku fulltrúarnir
hafi beitt sér fyrir því að slík einhæf
afstaða yrði ekki tekin. Samþykkt
var að hvetja til þess að friður kæm-
ist á og að Irakar hyrfu frá Kúvæt.
„Það eru mörgviðkvæm atriði sem
falla ekki að siðum allra. Kvenprest-
ar eru ekki æskilegir í augum rétt-
trúnaðarkirkjunnar og ýmislegt
fleira greinir okkur heiftarlega á um.
Auðvitað vonast menn til að geta
náð sem mest saman og unnið í þeim
anda sem við erum kölluð til.“ *
Ólafur sagði að tölvert heitt hefði
verið í kolunum við kjör stjómar. Það
hefur verið stefna Alkirkjuráðsins
að 40% fulltrúa, og stjórnar, séu
konur og að hlutur ungs fólks sé að
minnsta kosti fimmtungur.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Við minnisvarða Sveinbjarnar Egilssonar í Innri-Njarðvík. Á mynd-
inni eru frá vinstri: Séra Þorvaldur Karl Helgason sóknarprestur,
Áki Granz listamaður, Hrafnhildur Hilmarsdóttir, Oddbergur Eiríks-
son og Ingvar Jóhannsson, sem skipuðu undirbúningsnefnd vegna
minningarhátíðarinnar, Sóley Halla Þórhallsdóttir og Kristján Pét-
ursson bæjarstjóri.
Hátíðahöld í minningu
Sveinbjamar Egilssonar
Keflavík. ^
NJARÐVÍKINGAR gengust fyrir hátíðarhöldum á sunnudag í tilefni
af því að 200 ár voru liðin frá fæðingu Sveinbjarnar Egilssonar, ljóða-
þýðanda, skálds og fyrsta rektors Lærða skólans í Reykjavík. Svein-
björn fæddist í Innri-Njarðvík 24. febrúar 1791 og skammt frá þeim
stað þar sem bær foreldra Sveinbjarnar stóð var afhjúpaður minnis-
varði af þessu tilefni eftir Njarðvíkinginn og listamanninn Áka Grenz.
Minningarhátíðin hófst með guðs-
þjónustu í Innri-Njarðvíkurkirkju þar
sem séra Þorvaldur Karl Helgason
sóknarprestur prédikaði. Síðan
gengu kirkjugestir út á tún skammt
frá kirkjunni þar sem Sóley Halla
Þórhallsdóttir, eiginkona Kristjáns
Pálssonar bæjarstjóra, afhjúpaði
minnisvarðann nm Sveinbjörn, en
systir hans, Guðrún Egilsdóttir, er
formóðir hennar. Minnisvarðinn er
gerður af stuðlabergssúlum sem
teknar eru í jörð Hrepphóla í Hruna-
mannahreppi, aðalsúla er í miðjunni
með vangamynd af Sveinbirni og
þtjár minni sem styðja við hana.
Síðan var samkoma í Stapa þar
sem sýndar voru myndskreytingar
barna úr Grunnskóla Njarðvíkur við
ljóð Sveinbjarnar og auk þess voru
þar ýmis sýnishorn af verkum hans.
Jón Böðvarsson ritstjóri flutti erindi
um fræðimanninn Sveinbjörn Egils-
son, Magnús Þór Sigmundsson flutti
eigið lag við ljóð eftir Sveinbjörn,
Helgi Skúlason leikari las kafla úr
Ódysseifskviðu og Kristbjörg Kjeld
leikari las lóð eftir Sveinbjörn. Skóla-
hljómsveit Tónlistarskólans í
Njarðvík lék undir stjórn Haraldar
A. Haraldssonar skólastjóra, Kirkju-
kór Ytri og Innri-Njarðvíkurkirkju
söng við undirleik Gróu Hreinsdóttur
og barnakór Ytri-Njarðvíkurkirkju
söng barnavísur eftir Sveinbjörn
undir stjórn Gróu. Að dagskránni
lokinni bauð bæjarstjórn viðstöddum
til kaffiveitinga.
-BB
Herra Ólafur Skúlason, biskup.
„Erfitt var að koma þessu heim
og saman, einkum þegar haft er í
huga að biskuparnir eru nær allir
karlar og vilja gjarnan láta til sín
taka á þessu sviði. Það tókst ekki
að halda unga fólkinu í því hlutfalli
sem stefnt er að. Unga fólkið mót-
mælti og benti á að það væri ekki
aðeins kirkja framtíðarinnar, heldur
einnig kirkja samtímans og það ætti
ekki að þurfa að bíða eftir því að
gráu hárin kæmu. Samþykkt var að
reyna að bæta úr þessu í framtíðinni
og einnig varðandi hlut kvenna.
Fulltrúi Norðurlandanna í stjórn
er danskur kvenguðfræðingur þann-
ig að við stöndum við okkar hlut. í
íslensku sendinefndinni voru auk mín
Adda Steina Björnsdóttir, guðfræð-
ingur, og Kristinn Jens Sigurþórsson,
guðfræðinemi, sem var starfsmaður
þingsins. Eiginkona mín var gestur
þingsins og það má því segja að hlut-
föllin hjá okkur hafi verið rétt. Helm-
ingur þátttakenda konur og helming-
urinn ungt fólk,“ sagði biskup.
Eitt þúsund kjörnir fulltrúar höfðu
atkvæðisrétt en þingið sátu hátt á
fímmta þúsund manns. Mikið var um
fulltrúa hópa sem ekki eru kristnir
auk gesta, aðstoðarmanna og starfs-
fólks.
Sýning á tölvumyndum:
Vinn mest frá miðnætti
og fram á morgun
- segir Elísabeth Vilhjálmsson
EIÍSABETH Vilhjálmsson opn-
aði sýningu á tölvumyndum,
rekaviðsverkum og verkum úr
glerbrotum á heimili sínu,
Reykjahlíð 12, á sunnudaginn,
daginn fyrir 70 ára afmæli
hennar. Aðaláherslan er lögð á
tölvumyndir sem Elísabeth hef-
ur unnið með Mackintoshtölvu
á síðustu þremur árum. Sýn-
ingin, sem ber yfirskriftina
„Fyrstu skref með tölvustef og
tilbrigði", verður opin milli
klukkan 17.00 til 19.30 fram á
mánudag.
Listakonan hefur ekki látið
lítinn mátt í fótunum aftra sér frá
því að stunda íþróttir og hefur
æft bogfimi hjá Iþróttafélagi fatl-
aðra auk þess sem hún tók að sér
að myndskreyta blað íþróttafé-
lagsins fyrir um það bil þremur
árum. Upp úr því segist hún hafa
farið að teikna myndir af blómum,
fólki og ýmis konar hlutum og
flötum í umhverfinu. Um þessar
mundir segist hún einnig vera að
gera tilraunir með landslags-
myndir sem hún teiknar eftir fyr-
irmyndum. Verkin vinnur hún
með Mackintoshtölvu og Super
Paint forriti. Á eftir prentar hún
verkin út á punktaprentara. Hún
segist vinna mest á nóttunni, frá
miðnætti fram á morgun.
Á sýningunni er einnig rekavið-
ur sem Elísabeth hefur fundið í
fjörunni. „Ég kem honum hingað
heim og reyni að sjá í honum
myndir en stundum tekst það
Elísabeth Vilhjálmsson með eitt
verka sinna.
ekki þó ég horfi á hann árum
saman,“ sagði Elísabeth í samtali
við Morgunblaðið. „Yfirleitt get
ég þó fundið eitthvað og þá teikna
með blýanti í viðinn. Úr glerbrot-
um í Ijörunni geri ég líka verk,
lími þau til dæmis á flöskur,"
sagði Elísabeth. Hún sagðist án-
ægð sýninguna enda væri hún
fjölbreytt eins og stefnt hefði ver-
ið að í upphafí.
Á sýningunni eru 14 rekaviðs-
verk og 62 tölvugerðar myndir
en sumar þeirra eru tilbrigði við
stef eins og nafn sýningarinnar
gefur reyndar til kynna.
Lengi býr að fyrstu gerð
Gerber barnamatur, grunnur að hollum neysluvenjum.
/
First Foods - Avextir og grænmeti.
First Foods barnamaturínn frá Gerber er
100% náttúrufæða, sérstaklega fíngeröur og
mjúkur. Hentar einstaklega vel þegar verið er
að byrja að venja böm við fasta fæðu.
j|Gerber
í yftr 50 ár hafa böm verið okkar
hjartans mái.
Gott úrval af hollum og næringarríkum
ávöxtum og grænmeti. Litlir skammtar
henta vel í byrjun. í hverri krukku er
einungis ein tegund ávaxta eða grænmetis,
72% markaðshlutdeild í U.S.A.
segir meira en mörg orð...
engum aukaefnum er bætt í, aðeins C-vítamíni.
100% náttúrulegur barnamatur, sérstaklega
fíngerður í litlum krakkum. First Foods aðeins
frá GERBER.
Einkaumboð.
íslenslc ^HÍI
Ameríska
TunRuháls 11. Sími 82Z00.