Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. PEBRUAR 1991
37
Björg Sveinbjörns-
dóttir - Minning
Fædd 13. ágúst 1913
Dáin 13. febrúar 1991
Vestast í Vesturbænum stendur
húsið Holtsgata 10, eða Sæmund-
arhlíð eins og það oftast er kallað
af þeim sem til þekkja.
Þegar foreldrar mínir fluttu bú-
ferlum frá Akureyri til Reykjavíkur
árið 1928, leigðu þau fyrst á Holts-
götu 7 en þaðan var stutt, jafnvel
fyrir stutta fætur, í Sæmundar-
hlíðina. Og þannig hefir það verið
alla tíð síðan, hvar svo sem við
bjuggum í bænum, alltaf var stutt
í „Hlíðina" því þar eignuðumst við
vini sem fylgt hafa okkur síðan.
Einn af þessum vinum var hún
Bagga mín sem jarðsett er í dag.
Hún kom fyrst til foreldra minna
sem vinnukona, eins og það var
kallað, og var hjá okkur um tíma.
Og síðan hafa vináttuböndin haldist.
Björg Sveinbjörnsdóttir var fædd
í Sæmundarhlíð í Reykjavík 13.
ágúst 1913 og lést 13. febrúar 1991
eftir allmikil veikindi síðustu mán-
uði. Hún var dóttir hjónanna Ólafíu
Jónsdóttur frá Breiðholti fyrir ofan
Reykjavík og Jóns Sveinbjörns Sæ-
mundssonar, sem bjuggu allan sinn
búskap í Sæmundarhlíð_ — Svein-
björn frá barnsaldri og Ólafía eftir
að þau giftust, eða í rúm 57 ár.
Bagga giftist ekki og átti ekki
afkomendur en bjó hjá foreldrum
sínum og síðan ein á neðri hæðinni
eftir að þau létust. Á efri hæðinni
bjó bróðir hennar, Valur, ásamt konu
sinni, Bergljótu, og sonum þeirra.
Valur lést snögglega fyrir einu og
hálfu ári en Sigríður systir hennar
sem gift var Ágústi Böðvarssyni lést
árið 1977.
Bagga vann við ræstingar, lengst
af hjá Slökkviliðinu í Reykjavík og
hjá Sjóvátryggingafélagi íslands.
Hún var afar prúð og hæglát kona
og má með sanni segja að hún hafi
engum troðið um tær — og engan
var betra að biðja um hjálp en
Böggu, enda lá hún ekki á liði sínu
þar sem hún vissi að hjálpar var þörf.
Bagga hafði mjög gaman af að
ferðast, fór oft í heimsóknir til systra
sinna sem giftust og búa sitt hvoru
megin Atlantshafsins, önnur í Dan-
tnörku og hin í Ameríku. Ferðaðist
hún með þeim víða og naut þess að
segja frá þeim ferðalögum.
Margar skemmtilegar minningar
eru tengdar hinni góðu og glaðlyndu
Ijölskyldu í Sæmundarhlíð sem var
svo stór þáttur í lífi okkar. Ólafíu
og Sveinbirni, sem gengu undir
nöfnunum Lóa amma og Svenni afi
hjá mér og bræðrum mínum og
seinna hjá börnum mínum. Systrun-
um sem hjálpuðu til á heimilinu hjá
mömmu og pabba og pössuðu okkur
systkinin — og að ógleymdum Val,
sem var alltaf einhvers staðar ná-
lægur, tilbúinn að rétta hjálparhönd
ef til hans var leitað — og alltaf í
góðu skapi.
Á þessum tímamótum er mér efst
í huga þakklæti til þessarar góðu
vinkonu minnar og fjölskyldu hennar
og er ég sannfærð um að hún hefir
átt góða heimkomu.
Systrum hennar, Dúnu og Ernu,
sem komnar eru um langan veg til
að fylgja henni síðasta spölinn, einn-
ig mágkonu hennar, Bergljótu, og
mági, Ágústi, sendi ég og Ijölskylda
mín innilegai- samúðarkveðjur.
Ásta Kristjánsdóttir
„Dáinn, horfmn!“ - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að Iátinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrímsson.)
Hún Bagga frænka er horfin frá
okkur, yfir móðuna miklu, en við
sitjum eftir með sárt ennið og sökn-
uð í hjarta.
Fjölskylda min og Jóns bróður
míns, sem eru svo langt í burtu, að
við komumst ekki til að fylgja henni
síðustu sporin, hérna megin móð-
unnar, sendum henni okkar hjartans
kveðjur og þökk fyrir allt hið góða,
sem hún var okkur og ógleymanlega
samfylgd á lífsleiðinni.
Það er svo margs að minnast, er
horft er til baka, sem ekki verður
rakið hér. — Allt frá fyrstu bernsku,
ef eitthvað bagaði litlu börnin, svo
þau vættu vanga, kom Bagga
frænka og þerraði tárin. Hún átti
það sameiginlegt með sólargeislun-
um að hún gat þurrkað votan vanga,
mjúkri mund, svo angrið hvarf og
lífið brosti við, að nýju.
Er tíminn leið og æskan kom til
okkar, með sínar vonir og von-
brigði, var frænka jafnan tilbúin að
gleðjast á góðri stundu, sem og að
hjálpa og hugga ef þess þurfti með.
Við minnumst með ánægju heim-
sókna hennar til okkar í Vesturheimi
sem ávallt urðu okkur til gleði.
Fyrir allt þetta og svo ótal margt
fieira viljum við í samræmi við upp-
haf þessarar fátæklegu kveðju okkar
óska henni alls hins besta á eilífðar-
brautinni og segjum:
Lifðu heil um langa bjarta daga,
ián þitt megi ávallt svo til liaga,
að þig hressi tónar Ijúfra laga,
litrík spor og fögur manndómssaga.
(Ág. Böðvarsson.)
Hrafnhildur Heymann
Hafdís Hafsteins-
dóttir - Kveðja
Hafdís Hafsteinsdóttir var fædd
23. febrúar 1966.
Það er alltaf sláandi þegar dauð-
inn knýr á dyr hjá ungu fólki á
sviplegan hátt.
Við í íþróttafélaginu Ösp áttum
von á Hafdísi á æfingu þegar okkur
bárust fregnir af þeim sviplega at-
burði sem orðið hafði.
Hafdís hafði verið félagi í Ösp-
inni frá stofnun félagsins, og æft
og keppt í boccia, bæði hér heima
og erlendis með íþróttafélaginu og
tekið þátt í félagsstörfum með okk-
ur, félögum í Öspinni.
Við biðjum Guð að styrkja for-
eldra og systkini í sorg þeirra og
kveðjum góðan félaga.
Ólafur Ólafsson,
forinaður Aspar.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
TOPPTILBOÐ
Stærðir: 36-41
Litur: Svartur
Verð: 1.995f-
5% staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum.
KRINGLUNNI,
sími 689212.
TOPPSKÓRINN,
Veltusundi 1, sími 21212.
NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN #•
I V h 3 i mvmmm rið minnum á gjalddaga úsnæðislána sem var L. FEBRÚAR . MARS
l< l ÉH Lj sl ðggjast dráttarvextir á án með byggingavísitölu. ÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS ÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900
Á I
Danfoss ofnstillar hafa í áratugi sparað íslendingum ómældan kostnað við húshitun með góðri
hitanýtingu á heita vatninu. Rétt stilltir halda þeir kjörhita í hverju herbergi.
Fáðu pípulagningamann til að fara yfir hitakerfið og fullvissa þig um að hitaveitureikningurinn sé í lágmarki.
= HÉÐINN
SELJAVEGI 2, SlMI 624260
VERSLUN - RAÐGJOF
Vinningstölur laugardaginn
23. feb. 1991
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 1.481.993
2. Tsm 10 51.536
3. 4af 5 201 4.422
4. 3af5 5.602 370
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
6.440.908 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002