Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. EEBRÚAR1991 ég u/í g&tcu autdaS ef ép sekJc. Ást er... . . .það sem fólk nærist á. TM Reg. U.S. Pat Otf. — all rights reserved © 1991 LosAngelesTimesSyndicate Hvað er orðið um Lands- samtök sauðfjárbænda? Til Velvakanda. 21. mars 1990 skipaði landbún- aðarráðherra nefnd launþega at- vinnurekenda, bænda og stjórn- valda, sem fékk það hlutverk að vera stefnumarkandi í fækkun sauðfjárbænda. Enginn fulltrúa sauðfjárbænda á sæti í þessari nefnd en hana skipa þessir menn: Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu og er hann formaður nefndar- innar. Haukur Halldórsson form- aður Stéttarsambands bænda og var fulltrúi loðdýrabænda áður en hann varð formaður. Hákon Sig- urgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Ögmundur Jónasson formað- ur BSRB. Hjörtur Eiríksson fram- kvæmdastjóri VMS. Þrír hinir síðasttöldu telja sig umkomna að vega að sauðijárbændum í nafni samtaka sinna. Ég get hvergi séð í þeim heimild- um sem ég hef undir höndum að nokkurn tímann hafi verið talað Til Velvakanda. Þrátt fyrir margumtalaða þjóð- arsátt virðist ganga illa að halda verðhækkunum í skeijum. Launum hefur hins vegar tekist að halda niðri hjá þeim lægstlaunuðu með því að verkalýðsleiðtogar þeirra hafa að mestu hætt að hafa sig í frammi en þeir eru víst múlbundn- ir af stjórn sem kennir sig við fé- lagshyggju. Þjóðarsáttarsam- þykktinni hefur verið beitt grimmt gegn þeim lægstlaunuðu, verðlag hækkar en kaupið stendur í stað. Nú stendur fyrir dyrum stórfelld hækkun á bifreiðatryggingum og virðist ekkert því til fyrirstöðu að tryggingafélögin hækki eins og þeim sýnist. við fulltrúa frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Nú hlýtur að koma fram sú spurning hvort ráðherra hafi ekki fundið neinn sauðfjárbónda hæfan til þess að vera valinn í þessa nefnd eða hvort það sé með vitund og vilja ráðherra að tala ekki við for- Ef það er félagshyggja að fjöl- skyldur láglaunafólks hafi ekki efni á að eiga bíl og reka hann hefur markmiði félagshyggjunnar þegar verið náð. Sú stjórn sem kaus að kenna sig við félags- hyggju getur því farið frá með heiðir og sóma eftir að hafa saum- að að láglaunafólki í heilt kjörtíma- bil og séð til þess að launamisrétt- ið í landinu hefur stóraukist. Stjómarflokkarnir ættu að flíka „félagshyggjuáróðrinum“ á ný í komandi kosningum og sjá hvað kemur í kassana. Jónas mann Landssamtaka sauðfjár- bænda, eða er svo komið að sauð- fjárbændur eigi engan sjálfstæðan fulltrúa sem þorir eða getur haldið uppi vörnum fyrir þá stétt. Því er haldið fram að íslenskar landbúnaðarvörur séu verndaðar. Það er ekki allskostar rétt. í mörg ár hefur ull verið flutt inn yfir hálfan hnöttinn og þrátt fyrir það er tap á Álafossi. Ekki veit ég hvort nokkur aðgæsla er höfð með það að sjúkdómar berist ekki með ullinni sem innflutt er. Ef ráðagerð embættismanna um stórfelldan niðurskurð á sauðfé og þar með fækkun á sauðfjárbænd- um verður að veruleika og stór landsvæði fara í eyði, þá veit ég að hinir hjartagóðu menn munu opna landið fyrir landflótta fólki sunnan úr Afríku og austan úr Asíu, ekki vantar þá viljann eða hjartagæskuna. Ef þarf að grípa til þessara Steingrímsráða þá verður að fækka fulltrúum á stéttarsam- bandsfundum að miklum mun. Búnaðarþing verði ekki haldið nema þriðja hvert ár. Starfsmönn- um Búnaðarfélagsins fækkað og starfsmönnum RALA fækkað svo eitthvað sé nefnt. Sveinn Guðmundsson Þjóðarsátt og félagshyggja HOGNI HREKKVISI Yíkverji skrifar Ræður Sigmundar Guðbjarna- sonar, háskólarektors, á opin- berum vettvangi vekja sívaxandi athygli. Á háskólahátíð sl. laugar- dag sagði háskólarektor m.a.: „Hef- ur það stundum vakið undrun mína, þegar ráðherrar hafa hringt til að tjá óánægju sína með viðhorf mín og skoðanir á ýmsum málum, sem ég hafði látið í ljósi opinberlega, til dæmis við tækifæri sem þetta. Þjóð- félagsumræðan má ekki takmark- ast við stjórnmálamenn og efna- hagsmál, sem er þó oftast raunin.“ Undrun háskólarektors er skilj- anleg. Þótt stjórnmálamenn og raunar fjölmargir aðrir lýsi í orði stuðningi við skoðanafrelsi og tján- ingarfrelsi, sem eru undirstöðu- þættir í þjóðfélagsskipan okkar, er ótrúlega lítið umburðarlyndi gagn- vart skoðunum annarra í þessu landi. Og alveg sérstaklega virðast stjórnmálamenn telja sig hafa ein- hvers konar einkarétt á því að lýsa skoðunum sínum á opinberum vett- vangi. Þetta kemur nánast aldrei fram hjá þeim opinberlega en þeim mun oftar í einkaviðræðum. xxx eir embættismenn eru t.d. ófá- ir, sem hafa orðið þess varir, að lýsi þeir skoðunum sínum á málefnum, sem varða starfssvið þeirra, sem hugsanlega eru ekki í fullu samræmi við sjónarmið ráð- herra, fá þeir að finna fyrir því. Ekki einvörðungu á þann veg, að yfirboðarar þeirra láti vanþóknun sína í ljósi í orði, heldur er þeirri vanþóknun stundum fylgt eftir í verki með ákvörðunum, sem valda viðkomandi embættismanni óþæg- indum og jafnvel erfiðleikum. xxx Sumir skoðanabræður Morgun- blaðsins í stjórnmálum, sem flestir eru starfandi innan Sjálf- stæðisflokksins eða styðja hann með atkvæði sínu, hafa á undan- förnum árum átt afar erfitt með að skilja þá afstöðu blaðsins, að birta greinar, þar sem lýst er skoð- unum, sem ganga þvert á skoðanir blaðsins sjálfs eða jafnvel viðtöl við fólk, sem er þekkt að stuðningi við aðra flokka. Hér er þó um að ræða að framfylgja í verki grundvallar- stefnu Sjálfstæðisflokksins um skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi! xxx Háskólarektor á þakkir skildar fyrir að hafa upplýst þjóðina um þetta undarlega háttalag ráð- herra og annarra stjórnmálamanna — þótt vissulega beri að virða rétt þeirra til þess að láta óánægju sína í ljósi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.