Morgunblaðið - 26.02.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.02.1991, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 25“ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Lokasóknin gegn Saddam Fjölþjóðaherinn sem stéfnt var gegn írökum í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hóf landhernað aðfara- nótt sunnudagsins til að frelsa Kúveit. Þrátt fyrir tilraunir Sov- étmanna til að miðla málum og frest George Bush Bandaríkja- forseta greip Saddam Hussein, einræðisherra í írak, ekki til neinna ráðstafana er sýndu að hann ætlaði að draga hernámslið sitt á brott frá Kúveit. Ákvörðun- in um að beita hervaldi gegn Saddam og liði hans er eðlileg afleiðing af stöðunni í Persa- flóastríðinu og þeirri staðreynd að tilraunir til sátta mistókust. Frá því að fresturinn sem ör- yggisráðið veitti Saddam til að draga herafla sinn á brott frá Kúveit rann út 15. janúar síðast- liðinn hefur verið sótt gegn írök- um með gífurlegum lofthernaði. Fullkomnustu tækni hefur verið beitt til að varpa gífurlegu sprengjumagni á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í írak og Kúveit. Það vakti strax athygli, hve litla andspyrnu íraski herinn veitti. Svo virtist sem fjölþjóða- hernum tækist að lama flugher íraka en þeir hafa getað skotið Scud-flaugum til ísraels og Saudi-Arabíu og valdið ótta og tjóni með því. Hræðsla manna við að Saddam léti her sinn beita eiturvopnum hefur verið ástæðu- laus til þessa. Aðdragandi landhernaðar hef- ur þannig verið nokkrar vikur. Öllum hefur verið ljóst að til skriðdreka og stórskotaliðsvopna yrði gripið, ef ekki tækist að knýja íraka til uppgjafar með lofthernaði. Pólitísku svipting- arnar í síðustu viku, þegar Sovét- menn og Irakar tóku að ræða saman, báru yfirbragð þess, að menn væru fremur að reyna að fresta landsókninni sem var yfir- vofandi en finna lausn sem þeir vissu að kæmi í veg fyrir hana. Framganga Saddams hefur því miður verið með þeim hætti, að orðum hans er ekki unnt að trúa og hann virðir ekki neitt nema vald. Nú er honum sýnt í tvo heimana. Þegar lofthernaðurinn hófst voru fyrstu fréttir á þann veg, að hann gengi betur en sam- kvæmt áætlun. Virtust margir halda, að á fáeinum sólarhring- um yrði unnt að ljúka stríðinu við Saddam. Þeir sem þannig töluðu Iifðu í voninni um að hann brygðist við hættunni eins og þjóðarleiðtogi sem ber umhyggju fyrir þegnum sínum. Sú von brást og bent var á að stríðið við Saddam kynni að taka marga mánuði; hann réði yfir fjórða öflugasta herafla heims. Landhernaðurinn gengur einnig betur en samkvæmt áætl- un. Mótspyrna íraska hersins er sáralítil og fréttamenn í fylgd með fjölþjóðahernum hafa horft undrandi á hermenn Saddams taka andstæðingum sínum fagn- andi með opinn faðminn og gráta af þakklæti, þegar þeir losna undan herskyldum sínum. Stríðsfangar fjölþjóðahersins skipta nú tugum þúsunda og einn helsti vandi átakanna tengist því, hvernig unnt sé að sinna þessum fjölda með viðunandi hætti. Er uppgjöfin til marks um bardagaþrekið í liði Saddams og mikilvæg skýring á því, hvers vegna sóknin gegn honum geng- ur jafnvel og raun ber vitni. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur beitt áhrifum sínum í þeim tilgangi að frelsa Kúveit og er það markmið í sjónmáli. Síðan tekur við hið erfíða verk- efni að vinna friðinn. Sumir telja að það verði ekki gert nema allar vígtennur séu dregnar úr írökum og Saddam sviptur einræðisvöld- um sínum. Hann sýndi það í átta ára átökum við Irani, að hann er til alls líklegur. Þegar hann sér fram á ósigur kann hann að láta undan öllum kröfum and- stæðinga sinna til þess eins að halda völdum. í friðartillögum Sovétmanna voru ákvæði um einskonar friðhelgi Saddams og tækifæri fyrir hann til að byggja her sinn upp að nýju. Ólíklegt er að nokkur vilji í raun gefa honum tóm til þess. Æskilegast væri auðvitað, að hann hyrfí frá völdum. Eftir striðið við írani voru ír- akar á barmi gjaldþrots. Með ósigri Saddams nú raskast öll valdahlutföll við Persaflóa og í Mið-Austurlöndum. Þar þarf að taka á málum með nýjum hætti. Styrjöldin hefur einnig leitt í ljós hvaða ríki standa best saman um að tryggja framkvæmd ályktana sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkir til að markmið samtakanna um sjálfstæði ríkja og frið nái fram að ganga. Eng- um dylst að samstaða Banda- ríkjamanna og Breta hefur þarna ráðið úrslitum og George Bush Bandaríkjaforseti hefur haldið vel á málum. Til forystumanna þessara þjóða verður litið auk Frakka, þegar hugað verður að friðargerð eftir stríðið. Að sjálf- sögðu yæri æskilegast að unnt yrði að tryggja framtíðarstöðu Israela með slíkri gerð en það getur ekki orðið úrslitaatriði, þegar Saddam hefur tapað. Ekkí ágreiningur um málefni heldur kosning milli manna - sagði Davíð Oddsson borgarstjóri þegar hann kynnti framboð sitt DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóri kallaði fréttamenn á sinn fund í Valhöll klukkan 17.30 í gær og Iýsti þeirri ákvörðun sinni að hlýða kalli allmargra sjálfstæðismanna og vera í framboði til formanns Sjálfstæðis- flokksins á landsfundi nú í mars. Davíð sagð- ist hafa tilkynnt stjórn Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík þessa ákvörðun sína á fundi klukkan 16.15 þá um daginn, og þingflokki Sjálfstæðisflokksins klukkan 17. Áður hefði hann rætt þessa niðurstöðu á fundum með Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. „Ég á ekki von á því að þessi ákvörðun þurfi að koma í sjálfu sér mikið á óvart,“ sagði Davíð síðan á fréttamannafundinum. „Það hefur á liðn- um árum, misserum og mánuðum, töluvert ver- ið um það rætt að hlutir kynnu að skipast svo, að eftir því yrði leitað að ég gæfi kost á mér sem formaður flokksins. Á landsfundi er það þannig að þá eru allir menn í kjöri. Það er ekki hægt, samkvæmt reglum flokksins, að neinn einstaklingur verði sjálfkjörinn formaður flokks- ins. Jafnvel þó hann væri einn í framboði eins og sagt er, þá er dreift atkvæðaseðlum og hver og einn landsfundarfulltrúi er í framboði í þeirri kosningu. Fylgisaukning við forustuskipti Þó allir landsfundarfulltrúar séu þannig sjálf- krafa í framboði, þá hefur það tíðkast, að sum- ir eru pínulítið meira í framboði en aðrir og láta vita um það, að þeir myndu ekki leggjast gegn því að þeir væru studdir til þeirrar for- ustu sem kosið væri um. Ég hef aðeins orðið þess var, að sumir hafa áhyggjur af því, að flokkurinn kjósi með þessum hætti á milli manna. En flokkurinn á að kjósa á milli manna. Það er í hans verkahring, einmitt á landsfundi og í því er engin sérstök áhætta falin. Ekki síst þegar um er að ræða tvo samherja sem hafa unnið lengi saman, og vel saman, og munu geta það áfram hvernig sem þessar kosningar kunna að fara. Sumir segja líka: Það er erfitt og hættulegt að efna til kosninga á milli manna með svo skömmum fyrirvara eða að tíminn sé ekki heppi- legur eins og það er orðað. Maður gæti skilið þetta sem svo, að tíminn væri ekki nægur fyrir nýjan mann vegna þess að það þyrfti að kynna hann. í allri hógværð vil ég leyfa mér að líta þannig á, að ég þarfnist ekki verulegrar kynn- ingar við, og hvað það snertir megi kjósa á milli manna á jafnræðisgrundvelli. Þá geta menn líka sagt: Tíminn er óheppileg- ur vegna þess að það er skammt til kosninga. Allir atburðir sem annars staðar hafa gerst, benda einmitt á það gagnstæða. Þegar skipt er um forustumann, ég vil jafnvel segja hvort sem það er til góðs eða ills, þegar forustumað- ur hefur setið um alllanga hríð, þá hefur það undantekningarlaust orðið til þess, að fylgi við- komandi flokks hefur vaxið verulega. Hvenær er því heppilegra að slíks styrks sé notið en þegar kosningabarátta stendur yfir? Verkefni landsfundar að kjósa líklegasta leiðtogann Þessir þættir held ég að verði mönnum mjög fljótt ljósir og þegar þeir eru orðnir Ijósir, þá koma menn til landsfundar og vita hvað þeir eiga að gera. Þeir eiga að kjósa þann mann, sem þeir telja að sé Iíklegastur til að leiða flokk- inn til sigurs í kosningum. Þeir eiga að kjósa þann mann, sem þeir telja að sé líklegastur til að standa að stjómarmyndun af flokksins hálfu, og þeir eiga að kjósa þann mann sem þeir telja að eigi að geta leitt ríkisstjóm með skaplegum hætti ef stjórnarmyndun tekst. Þetta er verkef- nið og í þessu verkefni felst engin hætta, því að þegar þessari kosningu er lokið þá em spurs- mál um aðdraganda og tíma horfin, þá er ein- göngu niðurstaðan eftir, hvort að landsfundar- fulltrúum hafi tekist að kjósa hiánn sem þeir treysta til þess að leiða flokkinn í kosningum, í stjórnarsamstarfi og í hinni pólitísku baráttu. Málið er í rauninni ekki flóknara en þetta. Mér fínnst það vera afstaða aftan úr gömlum tíma að segja að það megi ekki kjósa um menn á landsfundi. Mér finnst það líka afstaða, sem ekki tilheyrir hjá stærsta flokki þjóðarinnar, ef það á að kjósa af einhveijum öðmm ástæðum en efnislegum ástæðum. Ég veit að minnsta Morgunblaðið/Árni Sæberg. Davíð Oddsson borgarstjóri á fréttamanna- fundi í Valhöll í gær, þar sem hann tiikynnti framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. kosti, að ekki vildi ég, og ég hygg enginn ann- ar, vera kosinn formaður stærsta og sterkasta flokks þjóðarinnar, af samúðar eða meðaumkun- arástæðum. Það getur ekki gengið. Menn verða að láta efnislega þætti ráða ferðinni. Menn verða að láta mat á því hvað flokknum dugar best ráða ferðinni. Ég vona að menn telji ekki að ég sýni oflæti í þeim efnum, þó ég segi að lands- fundarfulltrúar hafi þá úr ágætu vali að velja, þar sem annars vegar er núverandi formaður flokksins og hins vegar sá frambjóðandi sem að hér talar. Ég geri ráð fyrir að landsfundarfulltrúarnir muni hver í sínum huga, fara yfir feril okkar beggja. Við voram skipaðir til áhrifastarfa á flokksins vegum á mjög Iíkum tíma, rétt upp úr 1980, og menn geta farið yfir þennan feril sem að eftir okkur er, og dæmt í því framhaldi hvor okkar sé líklegri til að leiða flokkinn áfram á sigurbraut. Þannig lítur málið út frá mínum bæjardyrum séð. Éins og ég sagði hef ég rætt þetta mál á nokkrum ágætum fundum með formanni flokks- ins, og ég held ég megi fullyrða að það sé ekki ágreiningur um það milli okkar, að rétt sé og eðlilegt við þessar aðstæður að kjósa, og engin ástæða sé til þess að mála skrattann á vegginn og gefa til kynna, að þessi flokkur, sem stund- um kallar sig stærsta lýðræðisflokkinn, sé ekki þeirrar gerðar að hann geti látið kjósa milli tveggja manna.“ Málefnaágreiningur ekki til staðar Að loknum inngangi sínum svaraði Davíð spurnirigum fréttamanna. í svari við spurningu um hvers vegna hann treysti Þorsteini ekki til að leiða flokkinn áfram, vísaði Davíð í það sem hann hafði áður sagt um hlutverk landsfundar flokksins, og sagðist ekki vantreysta Þorsteini. Hann hefði fjórum sinnum fengið tækifæri á landsfundi, og Davíð hefði ávallt stutt hann í þeirri baráttu. „Það var þannig í upphafi, að þáverandi for- maður, Geir Hallgrímsson, kallaði okkur tvo til sín að sumarlagi 1983, og sagðist fyrir sitt leyti vilja stuðla að því að annar hvor okkar yrði sinn eftirmaður. Hann sagðist telja að ég ætti meiri líkur að verða kosinn á landsfundi eins og mál stóðu þá. Hann gaf okkur svo viku umhugsunarfrest til að ræða þetta mál, og mín niðurstaða var sú, að ég væri aðeins búinn að vera eitt ár sem borgarstjóri þá og vildi ekki hlaupa frá því verki. Ég vildi láta reyna á það hvort ég réði við það, ekki aðeins að mér tæ- kist að ná meirihlutanum úr höndum vinstri manna heldur jafnframt að stjórna borginni og ég hef verið í því verki síðan.“ sagði Davíð. Hann svaraði neitandi þeirri spurningu hvort um málefnalegan ágreining væri að ræða milli hans og Þorsteins, til dæmis í mikilvægum málum eins og um sjávarútvegsstefnu eða af- stöðu til Evrópubandalagsins. Að vísu væru engir menn nákvæmlega eins og áherslur væru mismunandi. „En í þessu tilfelli er ekki um það að ræða. I þessu tilviki er eingöngu verið að kjósa milli manna hver eigi að leiða flokkinn í kosningum og í stjórn, og að hafa áhrif á hvern- ig þingflokknum er stjórnað. Ég hef talið að það sé æskilegt að ekki séu nein lausatök á stjórnun flokksmála og þingflokksmála. í því felst engin gagnrýni á Þorstein Pálsson í sjálfu sér,“ sagði Davíð. Lengi rætt um breytingu á flokksforustu Aðspurður um viðræður þeirra Þorsteins Páls- sonar undanfarið, sagði hann að það hefðu ekki verið neinar sáttaviðræður í sjálfu sér vegna þess að þeir Þorsteinn væru sáttir, þótt það lægi fyrir, að þeir gæfu báðir kost á sér í form- annskjörið. Davíð var spurður hveijir það væru, sem helst hefðu hvatt hann i formannsframboð, og svaraði hann að ábyrgðin lægi fyrst og fremst hjá sér sjálfum. „Én ég hef fundið fyrir því, ekki bara núna heldur gegnum tíðina, að lengi hefur verið um það rætt að ég tæki við forustu flokksins. Fyrir síðasta landsfund, þegar ég var kosinn varaformaður flokksins, þá lét núverandi formaður svo um mælt í blöðum, að hann gerði ráð fyrir því að ég tæki við flokknum og vakti athygli á að í þessum tilfelli væri aðeins kosið til tveggja ára. Þetta eiga menn á blöðum,“ sagði Davíð. Hann sagði óhugsandi að hann færi í sérfram- boð ef hann tapaði formannskosningunni. Þá sagði hann að ákvörðun um mögulegt framboð til varaformannsembættis yrði tekin þegar að henni kæmi. Eðlilegt að kjósa um forustu Þegar Davíð var beðinn að meta möguleika sína í kosningunni, sagði hann það erfitt. „Sitj- andi formaður hefur alltaf forskot, það er ákveð- inn tregða að breyta þar, en. ég held að mjög margir flokksmenn telji, og þá ekki hvað síst utan af landi, að þeim vinnubrögðum sem ég hef beitt með mjög farsælum árangri hér í Reykjavík, mætti beita með þágu landsins alls í huga.“ Davíð var að lokum spurður, hvort hann hefði talið eðlilegt að Þorsteinn ákvæði að standa upp fyrir honum úr formannsstólnum nú. „Ég tel ekki óeðlilegt að um þetta sé kosið. Það er meginatriði. Ég hefði út af fyrir sig vel getað hugsað mér það að í þetta skipti styddi hann mig, eins og ég hef stutt hann fjórum sinnum og staðið fast við bakið á honum. 1983 valdi ég að styðja hann þó að í framboði væru ágæt- ir menn, Friðrik Sophusson ágætur vinur minn, Birgir ísleifur Gunnarsson velgjörðamaður minn. Mér hefði því ekki þótt það óeðlilegt eða útilokað, þegar hann hefur sjálfur sagt, ekki einu sinni og ekki tvisvar, ekki í einrúmi heldur opinberlega að mér bæri að taka við af honum, að fyrst hann og margir aðrir hafa þessa trú að ég eigi að taka við sem forustumaður flokks- ins, þá ætti um leið að felast í því viðurkenning á minni eigin dómgreind um það hvenær færi best á því flokksins vegna.“ Þorsteinn Pálsson: Sé ekki ástæðu til að snúa við í miðju straumvatninu ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins átti ekki von á því að Davíð Oddsson, varaformaður flokksins byði sig fram gegn honum við formanns- kjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn kveðst hafa sannfæringu fyrir því að hann verði endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokks- ins, sem hefst á fimmtudag í næstu viku. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að sjálfstæðisfólk treysti á að samvinna hans og Davíðs leiddi til mikils og góðs sigurs Sjálfstæðisflokksins og farsællar aðildar hans að nýrri ríkisstjórn. „Ég átti ekki von á þessu mótframboði Davíðs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt vel- gengni að fagna um nokkuð langan tíma undir minni forystu. Ég hafði hugsað mér að við Davíð myndum í sameiningu stýra flokknum í gegnum þær kosningar sem fra- mundan eru, í hlutverki formanns og varafor- manns. Á milli okkar hefur ekki verið mál- efnaágreiningur. Það hefur ekki verið ágrein- . ingur um framkvæmd mála og málefnastað- an er góð. Varaformaður flokksins metur það svo, að það sé heppilegast fyrir flokk- inn, að ganga nú á lokaspretti kosningabar- áttunnar til kosninga um formann. Það er hans mat á stöðunni. Þetta er lýðræðislegur flokkur og niðurstaðan er sú að flokksfólkið verður að greiða atkvæði um það á lands- fundi. Það vald verður ekki tekið frá flokks- fólki að taka ákvörðun um það hver verður formaður, fyrst þetta mat varaformannsins liggur fyrir,“ sagði Þorsteinn. Ekki ástæða til að snúa við í miðju straumvatninu - Nú eruð þið Davíð sammála um að ekki sé um málefnalegan ágreining að ræða ykkar í milli. Er þetta óheppilegur tíma- punktur, að þínu mati, að láta landsfund kjósa á milli ykkar? „Það fer auðvitað eftir aðstæðum hveiju sinni hvað er heppilegt og hvað ekki. Ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði mjög illa í skoð- anakönnunum, ef málefnanefndum flokksins hefði gengið illa að ná saman um tillögur fyrir landsfundinn, þá væri mjög eðlilegt að velta slíkum spurningum upp. Jafnvel þó svo nærri kosningum væri komið. En nú hagar þannig til að flokkurinn hefur um langan tíma haft gott gengi í skoðanakönnunum, málefnanefndum hefur komið vel saman um tillögur fyrir landsfundinn og við erum á fleygiferð í kosningabaráttunni. Því sé ég ekki ástæðu til þess að snúa við í miðju straumvatninu. Þvert á móti, þá er það efst í mínum huga, að við keyrum þetta áfram saman. Ég finn það mjög sterkt, að það er ósk flokksfólksins, að við gerum þetta í sam- einingu í hlutverki formanns og varafor- manns. Því fólkið í landinu hefur búist við því og engu öðru að undanförnu. Ég held að það treysti á að slík samvinna leiði til mikils og góðs sigurs Sjálfstæðisflokksins og farsællar aðildar hans að nýrri ríkis- stjórn.“ Samstarf gengið mjög vel - Í hlutverkum formanns og varafor- manns undanfarið hálft annað ár hljótið þið Davíð að hafa starfað mikið saman. Hvernig hefur það samstarf gengið? „Það hefur gengið mjög vel. Við höfum haft samráð um flest mikilvæg mál og jafn- vel hin smærri. Við höfum hist reglulega og þar að auki verið í meira og minna sam- bandi, eftir því sem mál hafa komið upp. Ég hef ekki haft yfir neinu að kvarta í þeim efnum.“ Vona að samstarf okkar verði eins hér eftir sem hingað til - Hvernig sem fer, við formannskjör á landsfundi, er ekki ljóst að ykkar samstarf getur aldrei orðið með sama hætti, að aflokn- um landsfundi? „Ég held að enginn geti sagt neitt fyrir uni það. Menn verða að spyija að leikslokuni þar um. Ég ætla ekki að vera með neinar getsakir uppi í því efni. í hjarta mínu á ég aðeins þá von að það samstarf geti haldið áfram á sama grundvelli og verið hefur. Því ég er sannfærður um. að það er sterkast fyrir flokkinn og best fyrir þjóðina í þessari stöðu.“ - Hefur Davíð í ykkar samtölum, reynt að fá þig til þess að draga þig í hlé, þannig að ekki kæmi til kosningar ykkar í milli? „Við höfurn átt þó nokkur samtöl undan- farna viku um þá stöðu sem nú er kornin upp. Það eru trúnaðarsamtöl og ég kýs að segja ekki frá því sem þar fór fram.“ - Davíð sagði í gær að hann vildi að menn bæru saman feril hans og þinn í stjórn- málum. Hvernig er sá samanburður í þínum augum?- „Mér finnst mjög eðlilegt að menn beri saman okkar feril. Davíð hefur verið mjög farsæll og vinsæll borgarstjóri. Það hefur alltaf verið svo, að það hafa leikið stríðari stormar um forystumenn flokksins í lands- málum en borgarstjórn. Það leiðir af sjálfu sér, vegna þess að borgarmálin eru annars eðlis. Davíð hefur áunnið sjálfum sér mikið traust sem borgarstjóri og flokknum mikið fyigi- Höfum náð sáttum Ég ætla ekki að draga neina dul á það, þegar þetta mat fer fram, að ég hef gengið í gegnum mikla erfiðleika í Sjálfstæðis- flokknum. Flokkurinn klofnaði í síðustu kosningum, eins og menn vita. Ég sagði hins vegar þá, að ég ætlaði að sigla í gegn- um brotsjóinn, og í þeirri siglingu setti ég mér þau markmið að ná sáttum og ná flokkr.- um aftur í fyrri styrk. Það hefur gerst að við höfum náð sáttum. Það eru heilar sættir við Albert Guðmundsson og ég tel að þær sættir hafi náðst á undraskömmum tíma og þakka ölium þeim sem lögðu sitt af mörkum, til að svo mætti verða. Þessi árangur náðist og meðal annars fyrir þá sök hefur verið minni persónuleg togstreita á undanförnum misseruni í Sjálfstæðisflokknum en oft áður. Við höfum undirbúið málefnastöðu okkar mjög vel og að öllu samanlögðu og af þess- um ástæðum hefur flokkurinn náð þeim styrk sem hann hefur nú, samkvæmt skoðana- könnunum. Þetta er ekki mér einum að þakka. Þar kemur til samstarfsvilji og áhugi fjölda fólks. Þar á rneðal auðvitað og ekki síst Davíðs Oddssonar, sem vann yfirburða- sigur hér í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Það gerðu einnig mjög margir sveitarstjórn- armenn okkar víða um land. Fylgi flokksins núna virðist vera mikið um land allt, bæði í Reykjavík, á Reykjanesi og á landsbyggð- inni. Forystumenn flokksins um land allt eiga þarna þátt og það hefur verið ánægja að leiða flokkinn til þessarar niðurstöðu. Ég kvíði samanburði í engu, og mér dett- ur ekki í hug að draga fjöður yfir það sem aflaga hefur farið. Ég hef gengið í gegnum þá erfiðleika með sjálfstæðisfólkinu í landinu." Ekki spurning um að endurgjalda greiða - Davíð héfur vísað til þess að hann hafi fjórum sinnum stutt þig við formannskjör. Ér hans tími kominn og á hann kannski kröfu á að þú víkir fyrir honum og styðjir hann til formennsku? „Mér finnst þetta ekki vera spurning um það hvort við gerum hvorir öðrum greiða eða hversu oft eða hvenær við endurgjöldum greiða okkar í milli. Þetta er spurning um það hvað við sameiginlega eigum að gera fyrir flokkinn og fyrir þjóðina. Það er sú spurning sem er uppi frá fólkinu í flokknum. Ég var þangað til fyrir örfáum dögum þeirr- ar trúar að samstarf okkar um það gæti gengið með ágætum. Það liggur í hlutarins eðli að embætti varaformanns felur það í sér, að þar er sá sem líklegastur er talinn til að koma næst. En þegar vel gengur, það er byr með flokkn- um og góður andi meðal flokksmanna, þá hljóta menn að treysta mati formannsins. “ - Þorsfyinn, hver verður formaður Sjálf- stæðisflokksins að kvöldi 10. mars næstkom- andij „Ég hef sannfæringu fyrir því að ég verði endurkjörinn formaður flokksins á þessum landsfundi." Morgunblaðið/KGA Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Friðrik Sophusson, alþingismað- ur bera saman bækur sínar í Kringlunni á Alþingi í gær, eftir að Davíð Oddsson, vara- formaður hafði tilkynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins um ákvörðun sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.