Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 18
cM .MQRfiUNBLAÐID l>KIl)JUI)AGlJii 2g: FKtjRÚAH 3991 Stórsókn bandamanna inn í Kúveit: Irösku hersveitiraar veita litla mótspyrau Nikosíu, Hiyadh, París, Bagdad. Reuter, The Daily Telegraph. TALSMENN fjölþjóðahersins, sem freistar þess að frelsa Kúveit úr höndum innrásarherja Iraka, sögðu í gær að stórsókn landherjanna, sem hófst aðfaranótt sunnudags, gengi hraðar en ráð hefði verið fyrir gert. Mótspyrna Iraka hefði verið lítil sem engin og óvinasveit- ir hver af annarri sett upp hvít flögg til merkis um uppgjöf er banda- menn hefðu nálgast. í gær höfðu rúmlega 20.000 íraskir hermenn verið teknir til fanga frá því á sunnudagsmorgun og 270 skriðdrekar eyðilagðir, þar af 35 af gerðinni T-72, smíðaðir í Sovétríkjunum. Talsmenn bandamanna vöruðu þó við of mikilli bjartsýni því búast mætti við að í fremstu víglínu íraska hersins væru lökustu hermenn þéirra og meiri mótspyrnu að vænta frá úrvalshersveitum Saddams Hússeins Iraksforseta, lýðveldishernum. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um stórsókn bandamanna gegn írökum til þess að frásagnir fjölmiðla komi ekki óvininum til góða, eins og það var orðað. Sóknin hófst klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags að staðartíma, klukkan eitt eftir miðnætti að ísl. tíma. Nor- man Schwarzkopf, yfírmaður fjöl- þjóðahersins, sagði að þá hefðu fót- göngu- og stórskotaliðssveitir, flug- og sjóherir frá 10 ríkjum - Banda- ríkjunum, Bretlandi, Saudi-Arabíu, Frakklandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Bahrain, Qatar, Óman, Sýrlandi og Kúveit - hafið lokaþátt hernaðaraðgerða sem mið- uðu að því að frelsa Kúveit úr hönd- um íraska innrásarliðsins. Þetta eru umfangsmestu hernaðaraðgerðir frá heimsstyijöldinni síðari. Hundr- Reuter Norman Schwarzkopf skýrir frá stórsókn bandamanna. uð þúsunda hermanna sóttu þá inn yfir suður- og suðvesturlandamærin í átt til Kúveitborgar og um 100.000 manna lið, sem hafði yfir að ráða 1.300 skriðdrekum, sótti inn í írak til þess að króa íraska innrásarliðið af og koma aftan að því. Voru þess- ar sveitir sagðar í gærmorgun komnar hálf leið að ánni Efrates. Óstaðfestar fregnir hermdu að fallhlífasveitir hefðu lent í Kúveit- borg á sunnudagsmorgun og fót- göngusveitir bandaríska fiotans væru komnar að útjaðri hennar. Engar fregnir fóru af landgöngu en tugir herskipa voru í gær sagðir rétt undan strönd Kúveits og héldu orrustuskip uppi hörðum árásum á skotmörk í landi. Skutu írakar tveimur svonefndum silkiorms-eld- flaugum að bandaríska orrustuskip- inu Missouri. Annarri var grandað af Sea Dart-gagnflaug, sem skotið var frá breska beitiskipinu Gloucest- er er hún átti fjórar sjómíiur ófarn- ar að Missouri, en hin steyptist í hafið skömmu eftir að henni var skotið a loft. Flaugin, sem smíðuð er af Kínverjum, er 7 metra löng, ber 500 kílóa sprengjuodd og flýgur á hljóðhraða. Atti hún því eftir um tuttugu sekúndna flug að skotmark- inu. Flugvélar frá bandarísku flug- móðurskipi réðust á skotpallana skömmu eftir árásina og grönduðu þeim. Stríðsfangar draga úr hraða stórsóknarinnar Háttsettur fulltrúi í varnarmála ráðuneytinu í París sagði í gæi morgun að sveit 10.500 franskra og 3.000 bandarískra hermanna hefði sótt rúmlega 160 kílómetra inn í írak skammt norður af Kúveit, eftir svonefndri „Texasleið", en að- komuleiðir bandamanna hafa verið nefndar eftir einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Er þar aðailega um að ræða liðsmenn frönsku útlend- ingahersveitanna og fótgöngusveitir bandaríska fiotans. Þessi sveit er hluti af um 100.000 manna herliði Bandaríkjamanna, Breta og Frakka sem sækir til norðausturs. Henni er ætlað að koma á hlið við lýðveldis- herinn við kúveisku landamærin og hjálpa þafnnig til við að umkringja íraska innrásarliðið. Franskur blaðamaður sem ferðast með sveit- unum sagði að búast mætti við því að þær myndu hitta sveitir lýðveldis- hersins fyrir í gær, en frekari fregn- ir var ekki að hafa af því. Fulltrúi franska varnarmálaráðu- neytisins sagði að sveitirnar sem lengst væru komnar hefðu mætt ótrúlega lítilli mótspyrnu frá sveit- um Iraka enda væru hermennirnir soltnir og skorti baráttuþrek. Einu vandræði þeirra og það sem drægi úr sóknarhraðanum væri að þær þyrftu að sinna þúsundum stríðsfanga en ekki hefði verið ráð fyrir því gert að þeir yrðu svo marg- ir sem raun varð á. Fulltrúinn, sem óskaði nafnleyndar, sagði að áætlað hefði verið að frelsun Kúveits yrði lokið á tveimur vikum. Innrásarher íraka í Kúveit og sveitir lýðveldis- varðarins skammt norður af landinu hefðu sætt linnulausum loftárásum og væru því auðveldari viðfangs en ráð var fyrir gert. Meðal þeirra sem sækja inn í írak eru liðsmenn 82. herfylkis banda- ríska landhersins og hafa þeir einu erfiðasta hlutverkinu að gegna í landhernaðinum; að kljást við stærstu sveitir lýðveldisvarðarins, sem halda til norður af landamærum Kúveits í nágrenni borgarinnar Basra í suðurhluta íraks. Sveitirnar hlutu frægð í seinna stríðinu fyrir þátt sinn í landgöngu bandamanna í Normandí. írakar segjast hafa hrundið sókninni inn í Kúveit íraska herstjórnin sendi frá sér hveija yfirlýsinguna af annarri í gær og þar var því vísað á bug að íra- skir hermenn hefðu gefist upp þús- undum saman í Kúveit. Var því haldið fram að sókn fjölþjóðahersins hefði verið hrundið og sagt að „liðs- menn bandamanna ráfuðu um vigvöllinn í blóði eigin manna.“ Richard Neal, talsmaður fjölþjóða- hersins, sagði að „hryðjuverk" væru einu afrekin sem Irakar hefðu unnið síðustu daga. Þeir hefðu kveikt í rúmlega 500 olíulindum í Kúveit og um hundrað byggingum. LANDHERNAÐUR GEGN SADDAM HUSSEIN Bandamenn hófu landhernaS gegn Irökum í býtiS ó sunnudagsmorgun og hafSi hann boriS þann órangur síSast þegar til fréttist í gærkvöld, aS Irakar tilkynntu aS herir þeirra í Kúveit hefSu veriS kvaddir heim. Iraskir hermenn hafa enda gefist upp í hrönnum og LýSveidisvörSurinn — úrvalssveitir Husseins — er sagSur hafa goldiS afhroS. A fyrstu tveimur dögum landhernaSarins var var a.m.k. 270 skriSdrekum Iraka eytt, þar af 35 T-72 skriSdrekum, sem eru þeir fullkomnustu í vopnabúri Iraka. Sóknin hefur gengiS meS afbrigSum vel til þessa og kveSast bandamenn vera ó undan óætlun. MarkmiS herja bandamanna í írak hefur veriS aS loka öllum aSflutningsleiSum til herja íraka, en ennfremur hafa veriS uppi yangaveltur um hvort bandamenn kunni aS sækja allt til Basru, næststærstu borgar landsins. A3 neSan sjóst helstu sóknir Bandamanna gegn herjum Iraka. Rétt er (dó aS taka fram aS hér er m.a. stuSst viS upplýsingar, sem ekki haia fengist staSfestar af opinberum talsmönnum bandamanna. Persaflói ^Aat'Funaytis Bandarískir iandgönguiilSar bíöa óteícta úti fyrir ströndum Kúveit WPuhayhi, O Kubbar- eyjo o Qaruh- eyja o | Umm al Maradim- eyja PV Heimildir: Associoted Press, Doily Telegraph, Reuter, MiamiHerold og U.S. News & World Report.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.