Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1991
Hjónaminning:
*
Ami Guðmunds-
~~T *
son, Anna A.
Guðmundsdóttir
Fæddur 18. júlí 1919
Dáinn 13. febrúar 1991
Fædd 10. maí 1924
Dáin 20. júlí 1982
Mig langar hér í fáum orðum að
'kminnast þeirra heiðurshjóna, Önnu
Guðmundsdóttur og Arna Guð-
mundssonar múrarameistara,
Drápuhlíð 47, Reykjavík.
Ekki er ætlunin að rekja lífshlaup
þeirra hjóna hér, heldur draga fram
fáein minningarbrot.
Anna var fædd 10. maí 1924 og
ólst upp hjá foreldrum sínum, Guð-
rúnu Helgadóttur og Guðmundi
Sveinssyni, í Litla-Lóni í Breiðavík-
urhreppi á Snæfellsnesi til 16 ára
aldurs, en þá lést Guðrún, móðir
hennar. Fór hún þá til Reykjavíkur
þar sem hún átti heima síðan. Anna
heitin eignaðist fjögur börn. Elst var
Guðrún Hansen sem giftist Ove
jpHansen, lengst af búsett í Dan-
mörku, og eignuðust þau tvo syni,
Árna og Jóhannes. Guðrún lést 21.
febrúar 1983, hálfu ári eftir að
móðir hennar' dó. Róbert Trausti
Árnason stjórnmálafræðingur og
sendiherra, giftur Klöru Hilmars-
dóttur tækniteiknara, synir hennar
eru Hilmar og Kristján, Anna
Margrét Árnadóttir bókbindari, gift
Stefáni Jóni Sigurðssyni bókbindara
og kennara og eiga þau tvær dæt-
ur, Rúnu Kristínu og Unu Sóleyju.
Yngst er Sigríður Ólöf Árnadóttir.
•flnna Áslaug giftist Árna Guð-
mundssyni 1. desember 1956. Þau
bjuggu alla tíð í Hlíðunum og fljót-
lega byggðu þau sitt glæsilega hús
í Drápuhlíð 47, sem var heimili
þeirra til dauðadags.
Vegna gamals kunningsskapar
og vináttu Árna og föður míns leit-
aði ég og fjölskylda mín til þeirra
um húsnæði þegar við hleyptum
heimdraganum til frekara náms
þjóðhátíðarárið 1974. Eftir að hafa
farið á Þingvöll lá leið okkar til
Reykjavíkur í „Drápuhlíðina“. Þar
var okkur tekið af ástúð og höfð-
ingsskap sem alla tíð síðan ein-
kenndi viðmót þeirra í okkar garð.
Anna heitin var mikil húsmóðir,
heilsteypt, atorkusöm og sérstakt
tryggðatröll. Dætur okkar, þá á 3ja
og 4ða ári, tóku sérstöku ástfóstri
við hana og hún kallaði þær „skott-
ið sitt“ og var þeim sem besta
amma. Einstaklega bjartar í minn-
ingunni eru okkur heimsóknirnar í
sumarbústaðinn við Skorradalsvatn.
Þar höfðu þau komið sér mjög vel
fyrir og var ekki tjaldað til einnar
nætur því Árni heitinn var þúsund
þjala smiður og jafnvígur á tré, nú
og járn. Allt var sérlega vandað og
vel frágengið. Ekki voru síðri hand-
tökin utanhúss við ræktun og snyrt-
ingu umhverfisins sem húsmóðirin
átti mestan veg og vanda af. Sér-
staklega er minnisstæð síðasta
heimsóknin í Skorradalinn þegar
Anna tók á móti okkur hjónunum
og syni í júní 1982. Aðdáunarvert
var hversu vel hún bar sig í veikind-
um sínum, hress og kraftmikil að
vánda.
Anna heitin gekk í gegnum mikla
erfiðleika, fyrst á meðan Guðrún
dóttir hennar barðist við erfiðan
sjúkdóm og síðan er hún sjálf mátti
fáum árum síðar lúta í lægra haldi
fyrir þeim sama sjúkdómi. Hún fór
tvisvar til Danmerkur og dvaldi hjá
Guðrúnu meðan hún háði harða
baráttu við þennan illvíga sjúkdóm.
Minningin um Önnu mun lifa björt
með fjölskyldu minni um ókomin ár.
Árni Guðmundsson, sem fæddist
í Viðvík, Viðvíkursveit, Skagafirði,
18. júlí 1919 var því á 72. aldurs-
ári er hann var svo snögglega burt
kallaður 13. febrúar síðastliðinn,
eftir stutta sjúkdómslegu í Landa-
kotsspítala. Árni var sérstakur mað-
ur. Vinnan var hans líf og yndi.
Vinnuþjarkur var hann, hagur vel,
handlaginn, verkglöggur og útsjón-
arsamur. Oft spjallaði hann um
gamla tíma þegar hann hafði mikil
umsvif. Var greinilegt að ekki hafði
alltaf verið mikil hvíld meðan mest
gekk á.
Árni var víðsýnn maður og víðles-
inn. Hafði hann yndi af að ferðast
og einkum á seinni árum ferðaðist
hann mikið um heiminn og hafi
gaman af að segja frá þeim ferðum.
Nú er hann lagður upp í sína síð-
ustu ferð á burt úr þessum okkar
heimi til fundar við þann Iífsföru-
naut, sem stóð svo traust við hlið
hans og hann saknaði svo sáran.
Guð blessi þau og varðveiti um alla
eilífð.
Við hjónin viljum hér að leiðarlok-
um færa þakkir fyrir alla greiðasem-
ina, einstakan vinskap og allar sam-
verustundirnar.
Orðin þrýtur, engin ljóð
eiga tök á dauðans rökum.
Þá er betri þögnin hljóð,
þegar yfir harmi vökum.
(Fr. Hansen.)
Við vottum ykkur og fjölskyldum
ykkar, Sigga, Anna og Trausti, okk-
ar dýpstu samúð. Megi góður Guð
blessa minningu foreldra ykkar.
Valgeir Kárason
og fjölskylda, Sauðárkróki
Mig langar að festa á blað nokk-
ur minningarorð um vin minn og
æskufélaga, Árna Guðmundsson
múrarameistara, sem lést eftir
stutta sjúkdómslegu úr fullu starfi
13. febrúar sl. 71 árs að aldri.
Fæddur var Árni 18. júlí 1919 í
Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði,
þar sem foreldrar hans bjuggu um
tveggja ára skeið. Þau voru Guð-
mundur Benjamínsson, Friðfinns-
sonar og Elínar Guðmundsdóttur
búendur á Ingveldarstöðum Hjalta-
dal og Anna Jónsdóttir, Andrésson-
.ar og konu hans, Ástríðar Jónsdótt-
ur. Þau voru Eyfirðingar, bjuggu
fyrst á Bægisá í Öxnadal, síðar
lengst í Ásgeirsbrekku í Viðvíkur-
sveit.
Guðmundur var glaðsinna, þrek-
maður og sístarfandi, jafnvel meira
en þá gerðist og er þá mikið sagt
þegar allir börðust harðri baráttu
að hafa í mat og fat á hinum illvígu
kreppuárum. Guðmundur undi vel
sínu hlutskipti við frumstæð skil-
yrði. Anna var nett og fínleg kona,
vel verki farin, skarpgreind og vissi
ótrúlegustu skil á mönnum og mál-
efnum, þó í nokkurri einangrun
væri og gerði ekki víðreist. Anna
mun hafa haft ríka löngun til
mennta, enda þess mjög hvetjandi
að synirnir ættu þess kost. Bauð I
grun að hún hefði kosið annað hlut-
skipti en einyrkja búskap.
1920 flytja þau Guðmundur og
Anna að Smiðsgerði í Kolbeinsdal
með einkasyni sína, Hafþór (síðar
dr. juris) og Árna, og kaupa þá jörð
sem var frekar lítil en er grasgefin.
Síðar keypti Guðmundur næstu jörð
Sviðning sem fór í eyði eftir að snjó-
flóð hafði eytt bænum 1925 og
grandað þremur manneskjum. I
Smiðsgerði búa þau þar til Guð-
mundur fellur frá 1961. Þá tók við
búi Páll Pálsson sem verið hafði hjá
þeim frá því í æsku og verið mikils-
verð ellistoð þeirra þegar fór að
halla undan fæti.
Árni elst upp í Smiðsgerði og
vandist snemma miklu vinnuálagi
og entist vinnusemin og einstakt
vinnuþrek og vinnuharka til hinstu
stundar þó ekki gengi hann alltaf
heill til skógar. 1937 kveður hann
heimahaga þá um 18 ára og heldur
til Eyjaijarðar, fyrst í kaupavinnu
og ýmis störf. Fljótlega hefur hann
nám í múrverki á Akureyri. Þá var
ekkert sældarbrauð að vera lærling-
ur, kaup nær ekkert. Sveinsprófi
lýkur hann 1942. Að því loknu er
hann 2 ár hjá Kveldúlfi á Hjalteyri
og öðlaðist þar dýrmæta reynslu,
m.a. í hleðslu á brennsluofnum.
Akureyrarárin voru honum ljúf í
minningu, þar sköpuðust kynni og
vinátta við gott fólk sem jafnvel
entist til leiðarloka.
Að Hjalteyrarárunum liðnum lá
leiðin til Reykjavíkur þar sem hann
vinnur um alllangt skeið hjá ágæt-
um meistara, Sæmundi að nafni.
1954 fer hann að vinna sjálfstætt.
Jukust þau umsvif fljótt og varð
hann á löngu tímabili umsvifamikill
á þeim vettvangi, hafði margt
manna í vinnu og stór verkefni, átti
góða kúnna sem hann vann fyrir
aftur og aftur. Hann skapaði sér
traust í viðskiptum og þótti vinna
verk sín vel. Hann mun hafa verið
kröfuharður við menn sína og gerði
vel við ,þá er honum líkaði. Annar
eins vinnuþjarkur og Árni var hlaut
að gera nokkra kröfu til manna
sinna og þeir sem uppfylltu þær
kröfur gerði hann vel við og hélst
því vel á góðum mönnum. Þeir sem
brugðust trausti hans á einn eða
annan hátt. gátu átt harðsnúinn
mótstöðumann. Annars átti Árni
viðkvæma lund og var auðsærður.
Árni var mjög hrifnæmur fyrir ljóð-
um, kunni mikið af þeim og flutti
af tilfinningu. Þá orti hann falleg
ljóð en fór afar dult með.
Árna fannst alltaf að hann ætti
skuld áð gjalda við æskuslóðir. Vor-
ið 1949, sem var kalt vor, hófst
hann handa við byggingu á íbúðar-
húsi, íjósi, hlöðu og geymslu í
Smiðsgerði. Er ekki að orðlengja
það, að flutt er í frágengið hús á
öndverðum vetri. Þetta þótti hið
mesta afrek og spurðist víða hér
um sveitir. Þegar þess er gætt að
þá voru flestir hlutir til bygginga
illfáanlegir. Nokkrum árum síðar
byggir hann svo fjárhus og véla-
geymslu. Þótti þá ekki annars stað-
ar jafnbetur byggt og frá gengið
þar um slóðir. Var nú skuldin við
landið að fullu greidd.
Kynni okkar Árna hafa staðið frá
bernskudögum og ávallt á einn veg,
aldrei borið skugga á. Stutt var á
milli jarðanna Smiðsgerðis og
Neðra-Áss en sú illa elfa Kolka
skipti löndum og gat verið erfið við-
ureignar. Farskóli var á báðum
bæjum og gengið á milli, var áin
þá oftast á haldi. Árni var snemma
harðskeyttur í leik og starfi, þó
ekki væri hár í lofti, uppátektarsam-
ur og áræðinn svo sem að klifra í
klettum. Helst vildi hann ganga
skrefi lengra en öðrum þótti hóf að.
Eftir að Árni flutti suður var allt-
af litið inn hjá honum þegar farið
var í bæinn, ekki síður eftir að hann
giftist sinni myndar og rausn-
arkonu, Önnu Guðmundsdóttur. Var
það eins oft að við hjónin gistum
hjá þeim eins og okkar skyldfólki.
Þegar ég byggði íbúðarhús á Sauð-
árkróki um 1960 var hann boðlnn
og búinn með ráðgjöf og útvegun á
ýmsu efni sem erfitt var að fá.
Hann bjargaði þremur börnum okk-
ar um húsnæði í lengri eða skemmri
tíma. Fyrir allt þetta og vináttu við
þau hjón færum við hjónin innilegar
þakkir að leiðarlokum. Guðs blessun
fylgi þeim til annarra starfsviða.
Innilegar samúðarkveðjur til barn-
anna og annarra vandamanna.
Kári Steinsson frá Neðra-Ási
Fleiri greinar uni Arna
munu birtast næstu daga
-------------
Leiðrétting
í minningargrein í blaðinu um
Sigurð E. Friðriksson, eftir Helga
Fal, féll niður nafn fyrri eiginkonu
hans, Guðrúnar Guðfinnsdóttur frá
Litla-Bæ. Beðist er veivirðingar á
mistökunum.
t
Eiginmaður minn og faðir,
RAFNKELL JÓNSSON
frá Dýhóli,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, 23. febrúar.
Arnbjörg Sveinsdóttir og börn.
t
ÓSK GUÐFINNSDÓTTIR
frá Litla-Galtardal,
Grenimel 17,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 23. febrúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Pálína Guðfinnsdóttir.
t
Bróðir minn, faðir, tengdafaðir og afi,
LEIFUR ÞORLEIFSSON,
Hólkoti,
Staðarsveit,
lést þann 24. febrúar.
Björg Þorleifsdóttir og fjölskylda,
Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, Grétar Einarsson
og börn.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN K. PÉTURSDÓTTIR,
Hverfisgötu 63,
lést í Landspítalanum 23. febrúar.
Pétur Steíngrímsson, Sigurveig Sigtryggsdóttir,
Anna Kristín Pétursdóttir,
Haraldur Líndal Pétursson,
Sigrún Lmdal Pétursdóttir.
+
b^Kióný benediktsson
fyrrum skákmeistari
frá Kambhóli íVíðidal,
lést í Borgarspítalanum 25. febrúar.
Vandamenn.
+
Móðir mín,
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Njálsgötu 64,
andaðist sunnudaginn 24. febrúár.
Fyrir hönd aðstandenda,
Herdís Kristjánsdóttir.
+
Elskuleg dóttir okkar, móðir mín og
systir okkar,
JÓRUNN SKÚLADÓTTIR,
Tunguseli 4,
Reykjavik,
andaðist á heimili sínu 24. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Inga Ingimarsdóttir,
Skúii Einarsson,
Gunnar Eggert Gunnarsson
og systkini hinnar látnu.