Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 2
leei HAúnaai .as íiuoAauiaiaa aiaAjaauoíiOM
MORGUNBLAÐIÐ' ÞRIÐJUDAOUR 261 'FEBRÚAR 1'96T
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Sólarhring tók að lesta granítið. Við verkið voru notaðir stórir vörubílar með aftanívagni sem tóku
um 1800 rúmmetra. A skipinu var stórvirk vélskófla sem tók 600 rúmmetra og tók hver bíll því um 3
skóflur.
Granít flutt inn frá Noregi
Keflavík.
ÍSLENSKIR aðalverktakar ætla
að flylja um 30.000 tonn af
graníti frá Noregi sem verður
notað við malbikunarfram-
kvæmdir við nýja akstursbraut
flugvéla á Keflavíkurflugvelli
sem nú er unnið að. Andrés Andr-
ésson yfirverkfræðingur hjá ís-
lenskum aðalverktökum sagði að
ástæðan fyrir því að ráðist hefði
verið í að flylja inn efnið til
landsins væri að ekki væri til
sambærilegt efni að gæðum á
Islandi.
Um helgina var skipað upp í
Njarðvíkurhöfn um 5.500 tonnum
af norska granítinu og er þetta
þriðji farmurinn sem kemur til
landsins. Andrés sagði að langt
væri komið með að aka efni í nýju
akstursbrautina og bjóst hann við
að malbikunarframkvæmdir myndu
hefjast síðari hluta apríl eða í maí.
BB
Ríkissaksóknari:
Krafist gæslu og læknis-
meðferðar fanga sem
lokið hefur afplánun
Talin ástæða til að taka hótanir
mannsins í garð lækna alvarlega
SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað Steingrím Njálsson,
margdæmdan mann fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengjum
og ýmis önnur afbrot, til gæsluvarðhaldsvistar til 22. apríl. Þetta
var gert á grundvelli kröfu saksóknara sem gerð var með sérs-
takri ákæru á laugardag, degi áður en maðurinn átti að ljúka af-
plánun á 12 mánaða fangelsisdómi fyrir brot gegn ungum dreng.
Gerð er krafa um að maðurinn verði látinn sæta öryggisráðstöfun-
um og læknismeðferð samkvæmt 65. 66. og 67. grein hegningar-
laga, í því skyni að ráða bót á kynferðislegum misþroska hans og
áfengissýki. Meðal annars er vísað til þess að ástæða sé til að taka
alvarlega hótanir sem maðurinn hefur haft í frammi við lækna sem
hafa stundað hann í fangelsinu. Að sögn Egils Stephensen saksókn-
ara hefur ákæruvald hér á landi ekki áður gert kröfu af þessu
tagi með sérstakri ákæru. Gæsluvarðhaldsúrskurður sakadóms hef-
ur verið kærður til Hæstaréttar.
Krafa ákæruvaldsins byggir að
sögn Egils Stephensen ekki á
ákveðnu brofei heldur undanfarandi
ferli mannsins og því að hann þyki
hættulegur vanaafbrotamaður,
sem þrátt fyrir fjölmarga fangelsis-
Reykhólahreppur:
Samþykkt að úthluta landi
undir sumarbústaði í Flatey
Framfarafélag Flateyjar mótmælir vinnubrögðum hreppsnefndar og úthlutuninni
HREPPSNEFND Reykhólahrepps hefur samþykkt aðalskipulag fyr-
ir Flatey á Breiðafirði, þar sem m.a. er gert ráð fyrir lóðaúthlutun-
um til íbúa í Flatey undir sumarbústaði, sem síðan verði leigðir al-
menningi. Skipulagsstjórn ríkisins hefur ekki staðfest skipulagið og
á fundi Framfarafélags Flateyjar í fyrrakvöld voru samþykkt hörð
mótmæli vegna fyrirhugaðrar lóðaúthlutunar og breytinga á aðal-
skipulaginu, sem send verða skipulagsstjóra ríkisins.
Framfarafélagið er skipað eig- lægi fyrir hveijir ættu lóðarréttindi
endum og forráðamönnum hús-
eigna eða lóða í Flatey og hefur
félagið gert margvíslegar athuga-
semdir við afgreiðslu tillögunnar
um aðalskipulag Flateyjar.
Að sögn Bjarna P. Magnússonar,
sveitarstjóra Reykhólahrepps, er
megináhersla í aðalskipulaginu lögð
á ferðamannaþjónustu og að treysta
atvinnumöguleika íbúa í Flatey. „í
eynni býr ungt fólk sem hefur sótt
um lóð undir þjónustumiðstöð og
var ákveðið að úthluta lóð undir
hana. Auk þess var samþykkt að
úthluta landi undir sumarbústaða-
lóðir. Fyrirhugað er að þarna rísi
einhver sumarbústaðabyggð en það
er sett það skilyrði, að landið verði
til almennrar útleigu og munu Flat-
eyingamir sjá um þá uppbyggingu
og leigja síðan til almennings, fyrir-
tækja eða félagasamtaka. Það verð-
ur hins vegar ekki selt einkaaðil-
um,“ sagði Bjarni.
Sagði Bjami að þegar skipulags-
tillagan var auglýst hafi komið inn
margar athugasemdir um að ekki
Illviðri gekk
yfir landið
DJÚP lægð olli hvassviðri víða um
land í gær en ekki er vitað um
teljandi tjón.
I Reykjavík var 9 vindstiga með-
alvindhraði þegar mest-gekk á um
miðjan dag og 12 vindstig í hviðum.
Veður tók að lægja á suðvestur-
horninu um kvöldmatarleytið, en
þá voru komin 7-8 vindstig á N-
Austurlandi.
Litlu munaði að 4 tonna trilla
sykki í höfninni í Keflavík, þegar
lensidæla hafði ekki undan stöðugri
ágjöf sem gekk yfir bátinn í hvass-
viðrinu. Slökkviliðsmenn voru kall-
aðir til og gátu þeir komið dælu
um borð og dælt úr bátnum.
og byggingarrétt og var afgreiðsla
hreppsnefndarinnar gagnrýnd. „Við
samþykktum þess vegna að láta
lögfræðing kanna þetta. Því næst
var aðalskipulagið samþykkt með
ákveðnum breytingum en það hefur
ekki fengist staðfest hjá Skipulags-
stjóm ríkisins. Ég fór á fund hjá
skipulagsstjóminni þar sem varð
að ráði að við myndum leita sam-
þykkis skipulagsstjórnarinnar við
hverri einstakri byggingarleyfisum-
sókn,“ sagði Bjarni.
Að sögn Ólafs Jónssonar, for-
manns Framfarafélags Flateyjar,
vom 60 manns á fundinum á sunnu-
dag þar sem mótmælin voru sam-
þykkt samhljóða. Þar er því beint
til Skipulagsstjórnar ríkisins að
ekki verði gengið frá einstökum
erindum hreppsnefndar Reykhóla-
hrepps varðandi byggingarleyfis-
umsóknir í Flatey, fyrr en lokið
hefur verið afgreiðslu aðalskipulags
eyjarinnar. Þá mótmælti fundurinn
þeirri afgreiðslu sveitarstjórnar að
úthluta heilu byggingarsvæði til
einstaklinga búsettra í Flatey með
þessum hætti.
Þetta eru ekki fyrstu mótmælin
sem félagið hefur sent frá sér vegna
aðalskipulags Flateyjar. í desember
var nokkrum fleiri atriðum mót-
mælt á fundi sem haldinn var með
skipulagsstjóra ríkisins, þ. á m. að
hreppsnefnd hafí ekki tekið tillit til
innsendra athugasemda heldur far-
ið eftir óskum ábúenda á hrepps-
nefndarfundum. Hefur m.a. harð-
lega verið gagnrýnt að göngustígar
um ríkislandið á eyjunni hafi að
mestu verið aflagðir. „Þetta eru
óforskömmuð vinnubrögð og við
munum beita okkur fyrir að þetta
háttalag verði aflagt,“ sagði Ólafur.
Að sögn Bjarna hefur hrepps-
nefndin einnig samþykkt að leggja
á 100 kr. gjald á alla ferðamenn
sem heimsækja Flatey, til að byggja
upp þjóðustuaðstöðu á staðnum.
Ennfremur er fyrirhugað að ráða
landvörð í Flatey.
dóma, einkum vegna skírlífisbrota
gegn ungum drengjum, hafi ekki
látið segjast. Þá hafi læknismeð-
ferðir engan árangur borið enda
maðurinn afar ósamvinnuþýður.
Samkvæmt mati lækna og prests
þykir mjög líklegt að hann taki til
við áfengisneyslu og afbrot um leið
og losnar úr haldi. „Öll breytni
mannsins í fangelsinp þykir benda
til að varhugavert sé að senda hann
út í þjóðfélagið, auk þes sem hefur
haft í frammi hótanir meðal annars
við lækna sem hafa stundað hann
og ástæða þykir til að taka þær
hótanir alvarlega og telja hann
líklegan til að framkvæma þær,“
sagði Egill Stephensen. „Ekki þótti
fært annað en að taka þetta alvar-
lega og reyna það sem hægt væri
til að stemma stigu við frekari brot-
um mannsins og gera það sem
unnt er til að nauðsynleg læknis-
meðferð, þar á meðal lyíjameðfefð,
geti farið fram og skilað árangri
en hann er ekki tilbúinn til sam-
starfs um neitt slíkt,“ sagði Egill.
Maðurinn hefur áður á grundvelli
Hæstaréttardóms verið sendur ut-
an til læknismeðferðar.
Að sögn Egils Stephensen komu
upplýsingar um hótanir mannsins
við lækna og ótti um að ástand
hans og framferði í fangelsinu
gæfi tilefni til að ætla að hann
tæki til við afbrot um leið og hann
losnaði, ekki fram fyrr en í síðustu
viku og skýrir það hvers vegna
krafan kom ekki fram fyrr en við
lok afplánunar.
Frumvarp um hlutafjárlög:
Fráleit ákvæði um skerðingu skatt-
afsláttar og fimm ára eignartíma
- segir Vilhjálmur Egilsson - Sáttur við breytingar á tekjuskatti fyrirtækja
VILHJÁLMUR Egilsson framkvæmdastjóri Skrifstofu viðskiptalífs-
ins segir ákvæði frumvarps til breytingar á hlutafjárlögum um að
draga úr skattafslætti vegna hlutabréfakaupa og binda afsláttinn
við fimm ára eignartíma vera fráleit. „Menn virðast hafa misst sjón-
ar á markmiðinu,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði þessi ákvæði mundu gera minni fyrirtækjum erfitt fyrir
við aukningu eigin fjár. Vilhjálmur kvaðst hins vegar vera sáttur
við þau ákvæði frumvarpsins sem fjalla um tekjuskatta fyrirtækja.
Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda tók
í sama streng.
Vilhjálmur kvaðst ekki gera at-
hugasemdir við þann hluta frum-
varpsins sem fjallar um breikkun
tekjuskattstofns fyrirtækja og
lækkun álagningarhlutfalls. Hann
sagði þau ákvæði vera í samræmi
við það sem um hefði verið talað
og legið hefði í loftinu að gera.
Einnig væru þessar breytingar í
samræmi við þá þróun sem verið
hefur í nágrannalöndunum. Hins
vegar kvaðst hann ekki vera sáttur
við þann hluta frumvarpsins sem
er um að minnka skattfrádrátt
vegna hlutabréfakaupa og binda
harin við fimm ára eignartíma.
„Þetta er alveg fráleitt,“ sagði
hann. „Það er fyrst núna að við
erum farin að sjá þetta tæki virka
þannig að það nýtist fyrirtækjum
til þess að fá inn eigið fé sem er
ennþá okkar stóra vandamál í fjár-
mögnun atvinnulífsins. Núna þegar
menn sjá fyrir sér að mörg fyrir-
tæki eru að komast í stellingar til
þess að fara út á hlutabréfamarkað-
inn, þá fínnst mér alveg fáránlegt
að taka fyrir þetta og í rauninni
að gefa þessum stærstu og öflug-
ustu fyrirtækjum nánast forgang
að þessu.“
Vilhjálmur sagði að minni fyrir-
tæki og fyrirtæki út um land þörfn-
uðust lengri tíma til að koma hluta-
fjáraukningu í kring. „Þau þurfa
ekki síður á þessu að halda en
stærri fyrirtækin," sagði hann.
„Þessi fimm ár eru allt of langur
tími. Eitt og hálft ár eða svo, það
er yfir tvenn áramót, er alveg nóg.“
Ólafur Davíðsson sagði um tekju-
skattshugmyndirnar að í aðalatrið-
um væri þar stefnt í jákvæða átt.
„Við höfum jafnan haldið því fram
að lækka þyrfti tekjuskattshlutfall-
ið og að það yrði í framtíðinni að
vera svipað og er í okkar helstu
viðskiptalöndum. Það er lækkað
þama og nýtist þá sérstaklega þeim
sem ekki hafa lagt í fjárfestingar-
sjóð. Þeir sem það hafa gert standa
nokkurn veginn óbreyttir með tilliti
til þess að verðbólgan fer hjaðnandi
líka. Við hefðum að vísu kosið að
stærra skref yrði tekið í upphafi til
þess að færa okkur nær því sem
er hjá öðrum þjóðum, en í aðalatrið-
um er þetta í þá átt sem við höfum
talað um,“ sagði Ólafur.
Hann sagði um skerðingu skatt-
áfsláttar vegna hlutabréfakaupa að
þar væri kannski farið full hratt.
„Það er nú ekki mikil reynsla kom-
in á hlutabréfamarkaðinn hér,
þannig að það hefði mátt fara held-
ur hægar í sakirnar."