Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 Þórhildur Þorleifsdóttir leiksljóri. Þjóðleikhúsið: Opnun með hátíðar- sýningu á Pétri Gaut Þjóðleikhúsið verður opnað á ný með frumsýningu á Pétri Gauti fimmtudaginn 21. mars n.k. en verklok á fyrstu lotu framkvæmda verða 15. mars. Þjóðleikhúsið verður opnað með sérstakri hátíðarsýn- ingu á athöfn í beinni útsendingu Sjónvarpsins á undan Pétri Gauti en hefðbundin frumsýning verður næsta dag. . Við opnun Þjóðleikhússins verður aðalsalurinn tilbúinn, gangar og Kristalssalur á annarri hæð og sam- lestrarsalur á þriðju hæð. Gangar Háskóli Islands 80 ára: Hátíðarútgáfa Vökublaðsins •VAKA, félag lýðræðissinnaðara stúdenta við Háskóla íslands, hef- ur gefið út hátíðarútgáfu af Vöku- blaðinu sem helgað er Háskólan- um. Blaðið er prentaö í 40.000 eintökum og verður dreíft í öll hús í Reykjavík. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, færir Háskólanum heillaóskir sínar í ávarpi sem birt er á forsíðu þlaðsins. 1 ávarpi sínu seg- ir forseti íslands meðal annars: „Há- skólinn hefur allt frá upphafi verið einn af hornsteinum þjóðarinnar - uppspretta íslensks hugvits og þekk- ingar. Á þessum tímamótum er okk- ur efst í huga þakklæti til þessarar æðstu menntastofnunar landsins fyr- _ir mikilvægt hlutverk í eflingu at- vinnulífs og menningar.“ Andri Þór Guðmundsson, for- maður Vöku, segir blaðið vera af- mælisgjöf Vöku til Háskólans. Það er að mestu helgað Háskólanum og atvinnulífinu. Sálfræöistööin Námskeiö Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Alfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. 1 Innritun og nanari upplysingar “ir”l V/SA® í símum Sálfræöistöðvarinnar: E ■■■■ 62 30 75 og 21110 kl. 11-12. EUROCARO J Búnaðarþing: Nýjum þjónustustörfum verði beint út á land BUNAÐARÞING telur brýnt að allra tiltækra ráða verði leitað til þess að flytja þjónustustörf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggð- ina, og telur þingið ástæðu til að taka til rækilegrar athugunar hvaða niöguleikar séu á því að starfsemi landbúnaðarstofnana á höfuðborgar- svæðinu flytjist að einhverju eða öllu leyti út á land. Á Búnaðarþingi hafa verið lögð fram 38 mál til umfjöllunar, og hafa átta þeirra ver- ið afgreidd. Ályktun um áfangaskýrslu sjömannanefndar um sauðfjár- framleiðslu var tekin til fyrri umræðu á Búnaðarþingi í gær, en í henni er meðal annars lagit til að aðlögunartími framleiðslunnar að markaðsþörfum verði lengdur frá því sem gert er ráð fyrir i tillögum sjömannanefndar. á fyrstu hæð og ný fatahengi undir aðalsai verða hins vegar ekki tilbú- in þannig að gömlu fatahengin verða í notkun við opnun og fyrsta hæðin verður á byggingarstigi. Að sögn Árna Johnsens, form- anns byggingarnefndar Þjóðleik- hússins, stenst áætlun verksins.„Á þeim tíu mánuðum sem endurreisn Þjóðleikhússins hefur staðið yfir hefur verið miðað við það að ljúka verkinu 15. mars ogþað mun stand- ast. Verkið hefur gengið mjög vel en það hefur líka verið talsvert álag á mönnum að vinna þetta fiókna verk undir svona mikilli tímapressu. Verkið kostar um 500 milljónir við opnum, þar-af er tæknibúnaður og lagnakerfi hússins stærsti hlutinn eða yfir 90%,“ sagði Árni Johnsen í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Þórhildar Þorleifsdóttur, sem mun leikstýra frumsýningar- verkinu, munu breytingarnar á hús- inu gjörbreyta aðstöðu leikara og áhorfenda. „Mér líst óskaplega vel á breyt- ingarnar. Það er engin spurning að Þjóðleikhúsið verður með þessu betra leikhús, bæði fyrir áhorfendur og leikarana en betra leikhús fyrir leikarana þýðir um leið betri sýning- ar fyrir áhorfendur. Auk þess verð- ur þetta svo fallegt. Kostir og sér- kenni leikhússins munu tvímæla- laust njóta sín betur nú en fyrr,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir í sam- tali við Morgunblaðið. I ályktun allsheijarnefndar um erindi þeirra Egils Bjarnasonar og Gunnars Sæmundssonar um flutn- ing ýmiss konar þjónustustarfa frá höfuðborgarsvæðinu út á lands- byggðina, segir að möguleikar á slíkum flutningi hafi stóraukist á síðari árum með tilkomu örrar þró- unar á sviði íjarskipta og tölvunotk- unar. Þá segir að athugun á því hvaða möguleikar séu á að flytja starfsemi landbúnaðarstofnana frá höfuðborgarsvæðinu út á land geti ráðið miklu um það hver staða land- búnaðarins verður almennt séð til að vinna að slíkri þróun gagnvart öðrum stofnunum. Því felur Búnað- arþing Búnaðarfélagi íslands að skrifa landbúnaðarstofnunum í Reykjavík og spyrjast fyrir um við- horf þeirra til þess að flytja starf- semi sína í auknum mæli út á land, og hve langan tíma þyrfti til þess að ná því marki að starfsemin fari nánast öll fram þar. Áfangaskýrsla sjömannanefndar um framleiðslu sauðfjárafurða var til fyrri umræðu á Búnaðarþingi í gær, og í ályktun allsheijarnefndar um skýrsluna er því beint til Stéttar- sambands bænda að unnið verði af alefli að því að gera ákveðnar breyt- ingar á tillögum sjömannanefndar við gerð búvörusamnings. Meðai, annars verði lengdur sá aðlögun- artími, sem gert er ráð fyrir í tillög- unum, gerðar verði félagslegar ráð- stafanir til handa þeim bændum sem hætta búskap, jarðasjóði verði tryggf fjármagn til að gera sveitar- félögum kleift að kaupa jarðir sem bændur vilja selja, skýr fyrirmæli verði sett um skattlagningu sölu á . fullvirðisrétti og sett verði ákvæði í búvörusamninga um innflutnings- vernd á samningstímanum. Meðal þeirra mála sem afgreidd hafa verið á Búnaðarþingi er stuðn- ingur við þingsályktunartillögu um kortlagningu gróðurlendis íslands, og meðmæli með því að lögfest verði frumvarp til laga um ferðaþjónustu. Þá hefur Búnaðarþing samþykkt að fela Búnaðarfélagi íslands að hlutast til um það við búnaðarsambönd og héraðsnefndir, að þessir aðilar hafi forgöngu um að athugaðar verði landamerkjaskrár allra lögbýla og annarra jarða eða jarðarhluta, sem sérmetnar eru úi fasteignamati, og þær bornar saman við þau landa- merki, sem hlutaðeigandi aðilar telja að gildi fyrir viðkomandi jarðir. Landamerkjaskrár verði endurbætt- ar og gerðar nýjar ef þörf krefur, og landamerki síðan merkt inn á loftmyndir, sem fylgi landamerkja- skrám. Safn Ásgríms Jónssonar: Myndir úr Reykja- vík og“ nágrenni SAFN Ásgríms Jónssonar hefur verið opnað aftur eftir nokkurt hlé vegna lagfæringa, sem gerðar hafa verið á húsi þess á Bergstaða- stræti 74, og hafa heimili og vinustofa Ásgríms verið máluð í sam- ræmi við þá liti sem þar voru upphaflega. Þar stendur nú yfir sýning á olíu- og vatnslitamyndum sem Ásgrímur málaði ýmist út um gluggann á vinnustofu sinni, einkum þau ár sem hann bjó í Vinarminni í Gijóta- þorpi, eða í úljaðri Reykjavíkur og í Hafnarfirði um 1930. Eru margar þeirra málaðar í skammdeginu og eru með merkustu verkunum í safni hans. Á Listahátíð barna í vor er ætlun- in að sýningin verði vettvangur skólabarna þar sem þeim gefst kostur á að kynnast myndum Ásgríms, fara í gönguferðir um þau hverfi sem urðu uppsprettan að verkum hans og síðast en ekki síst búa til myndir af því sem þau sjá út um gluggann sinn og jafnvel sýna þær í safninu. Grindavík: Sýningin í Safni Ásgríms Jóns- sonar stendur til apríiloka og er opin á opnunartíma safnsins þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. (Fréttatilkynning) Birna Þórðardóttir: Styð ekki lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík BIRNA Þórðardóttir, sem sæti á í framkvæmdastjórn og mið- stjórn Alþýðubandalagsins, seg- ist ekki munu styðja framboðs- lista flokksins í Reykjavík, en gengið var frá listanum á sam- eiginlegum fundi Alþýðubanda- lagsfélagsins í Reykjavík og kjör- nefndar s.l. laugardag. Birna segist þó ekki hafa tekið ákvörð- un um hvort hún segir sig úr flokknum. Kosið var um fimm efstu sæti listans í forvali í janúar og er röð. þeirra óbreytt á endanlegum lista en það eru; Svavar Gestsson, Guð- rún Helgadóttir, Auður Sveinsdótt- ir, Guðmundur Þ. Jónsson og Már Guðmundsson. Samkvæmt niður- stöðu kjörnefndar eru Margrét Ríkharðsdóttir, Árni Þór Sigurðs- son, Steinar Harðarson og Hildur Jónsdóttir í 6.-9. sæti listans. Birna, sem varð í sjötta sæti í forvalinu, sagði í samtali við Morg- unblaðið að henni hefði verið boðið að taka eitt af sjötta til níunda sæti á listanum en því hafnaði hún. „Eg treysti ekki þeim þingmönnum sem sitja núna inni fyrir Alþýðu- bandalagið í Reykjavík og munu væntanlega gera það áfram. Ég hef líka verið mjög ósátt við ríkisstjórn- arþátttöku flokksins og get ekki séð annað en ráðherrarnir vilji bjóða upp á framhald hennar,“ sagði hún. Morgunblaðið/Fríraann Ólafsson Skúli Skúlason formaður stjórnar Heilsugæslustöðvar Suðurnesja ávarpar gesti við opnun nýrrar heilsugæslustöðvar í Grindavík. Ný heilsug-æslustöð vígð Grindavík. HUSNÆÐI nýrrar heilsugæslustöðvar var formlega tekið í notkun með athöfn í liinu nýja húsnæði á Víkurbraut 62, þriðjudaginn 19. febrúar. Nýja heilsugæslustöðin er til húsa á annarri hæð í verslunaimið- stöð sem var reist í tveimur áföng- um og var byijað á efri hæðinni fyrir rúmlega 18 mánuðum. Hús- næðið er 515 fermetrar að stærð og þar er auk aðstöðu fyrir heilsu- gæslu, ungbarnaskoðun, aðstaða fyrir sjúkráþjálfara, tannlækna og til kennslu. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráherra var viðstaddur athöfnina og óskaði Grindvíkingum tii ham- ingju með þetta glæsilega húsnæði og vonaðist til að það kæmi að góðum notum. Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Grindavík blessaði húsnæðið og vitnaði m.a. í Lúkas iærisvein sem var læknir. Einnig tóku til máls Skúli Skúlason formaður stjórnar heilsugæslustöðvar Suðurnesja, Olafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra, Olafur Ólafsson land- læknir, Karl Guðmundsson fram- kvæmdarstjóri og Karl Steinar Guðnason alþingismaður flutti hamingjuóskir frá þingmönnum kjördæmisins. Kristmundur Ásmundsson heilsugæslulæknir tók til máls og fagnaði því að þetta húsnæði væri nú tilbúið til notkunar og kvaðst kveðja eldra húsnæði án saknaðar því það hefði 'verið með öllu óviðun- andi til heilsugæslu og breytinga þörf. Heilsugæslustöðinni bárust fjöl- margar gjafir í tilefni tímamótanna frá fyrirtækjum, félögum og stofn- unum í Grindavík alls að upphæð kr. 2,9 milljónir króna sem notaðar verða til tækjakaupa sem koma sér mjög vel. Að lokinni athöfn var fólki boðið að skoða stöðina og þiggja veitingar og var ekki annað að heyra en fólki þætti vel hafa tekist til og nýja heilsugæslustöðin væri hin glæsilegasta. FÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.