Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 35 Sigurður E. Frið- riksson - Kveðjuorð Sigurður Egill Friðriksson lést í Reykjavík 17. febrúar sl. Sigurður fæddist að Ósi í Bolungarvík og var sonur hjónanna Friðriks Péturs Ólafssonar útvegsbónda sem. gerði út frá Ósvör í Bolungarvík og Ses- selju Einarsdóttur, húsmóður. Siggi, eins og við kölluðum hann, var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Guðfinnsdóttir. Þau skildu. Eignuðust þau eina dóttur, Kristínu Sigurðardóttur, ljósmóður. Eftirlifandi konu sinrii, Hólmfríði V. Hafliðadóttur, kvæntist Siggi árið 1948. Kjörsonur þeirra er Frið- rik Pétur Sigurðsson, leigubifreiða- stjóri. Siggi stundaði ungur sjóinn frá Bolungarvík en átti síðan eftir að koma víða við á lífsleiðinni. Snemma var ljóst að hæfileikar Sigga voru margbrotnir. Listhæfi- leikar þessa unga bóndasonar komu snemma í ljós og þá vil ég sérstak- lega nefna leiklistina. Siggi var af- burða leikari og túlkun hans á Jóni í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefáns- son er sérstaklega minnisstæð. Sönglistin var Sigga kær og valdist hann snemma til forystu í kórstarfi Bolvíkinga. Myndlistin var Sigga einnig í blóð borin. Hann var góður teiknari og starfaði hann sem aug- lýsingateiknari um skeið í Reykja- vík. Kynni mín af Sigga urðu mikil eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1972. Þá var ég ungur menntskælingur sem oft leitaði til Sigga með hugðarefni fnín. Sátum við þá stundum tímunum saman og ræddum um lífið og tilveruná. Fyr- ir ungan menntaskóladreng voru þetta mikil forréttindi að fá að njóta þess viskubrunnai' sem þar var, hvort sem var um að ræða leiklist- ina, tónlistina, myndlistina og ekki síst lífsspekina sjálfa. Ef okkur þótti hjalið vera orðið helst til dauft þá greip Siggi til ljóða Einars Bene- diktssonar og las með slíkum krafti og snilld að skáldinu sjálfu hefði ekki farist betur úr hendi. Aldrei mátti merkja það hjá Sigga að viðmælandinn var ungur og fávís menntskælingur. Kyn- slóðabil var orð sem ekki var til í huga hans. Síðustu ár hafði Siggi barist við erfið veikindi. Atti hann þá sem endranær góða eiginkonu sem af ósérhlífni annaðist hann sem best hún mátti. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Sigga samfylgdina og votta aðstandendum hans okkar inni- legustu samúð. Megi minning hans lengi lifa. Hafliði Eliasson Hvað er Armaflex Það er heimsviðúrkennd pípueinangrun i hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 Minningarkort Krabbameinsfélagsins fást í flestum lyfjabúöum í Reykjavík og' á nær öllum póstafgreiðslum úti á landi. Einnig er hægt aö hringja í síma 62 14 14. Ágóða af sölu minningarkortanna er varið til baráttunnar gegn krabbameini. Krabbameinsfélagið W'WTFWWWW'W SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJÁLF Sniðið eftir þinni hugmynd! B jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstoða þig við að útfæra hana. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 /fÆt tréwri, ófoftaJvás^ c SKIÐAFERÐ TIL SVISS 10 DAGA PÁSKAFERÐ TIL CRANS MONTANA 23. mars til 1. apríl. Eitt af allra bestu skíðasvæðum alpanna og mjög sólríkt. Beint flug til Sviss. Val um marga góða gististaði. .Verð frá kr. 73.700.- Leitið nánari upplýsinga. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 83222. EFTISMIMILEG FERMINGAR- VEISLA Veislueldhúsið Skútan hefur að baki margar eftirminnilegar fermingaveislur. Matreiðslumenn okkar leggja sig alla fram í veislueldhúsinu ogfæra þérfullbúið veisluborð hlaðið heitun ogköldum réttum. SKUTAN BIRGIR PÁLSSON MATREIÐSLUMEISTARI Dalshrauni 15, 220 Hafnarfiröi símar 91 -51810, 91 -651810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.