Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 20
20
, MORGUNBLAÐIÍ) ÞRIÐJUDAGUR 26, LEBRÚAR; 1991
STBIÐ
FYRIR BQTMI^
PERSAFLOA
Saddam Hussein flytur herskátt ávarp:
Hvetur Iraka til að
sýna „heiðingjun-
um“ enga miskunn
Bagdad. Reuter.
SADDAM Hussein íraksforseti
flutti á sunnudag tilfinninga-
þrungið ávarp þar sem hann
hvatti hermenn sína til að berj-
ast af hörku gegn „heiðnum“
hersveitum bandamanna.
Avarpinu var útvarpað um sex
klukkustundum eftir að innrás
landhers bandamanna hófst.
„Berjist gegn þeim og sýnið enga
miskunn, því þannig vill guð að
hinir trúuðu berjist gegn heiðingj-
unum. Beijist gegn þeim til vamar
sérhverri frjálsri og sómakærri
konu og sérhveiju saklausu bami.
Sýnið honum [George Bush Banda-
ríkjaforseta] og hermönnum hans
hvað hugprýði er. Kennið þeim
hvemig á að veija föðurlandið, virð-
ingu og reisn,“ sagði Saddam Huss-
ein i ávarpi sínu sem stóð í tíu
mínútur. Hann lýsti George Bush
og bandamönnum hans sem
„níðingum", sem hefðu braggað
Irökum launráð. Hann dró upp
dökka mynd af því sem biði íraka
ef þeir töpuðu stríðinu. „Þá blasir
aðeins við hyldýpi, sem óvinimir
reyna að ýta ykkur út í. Langvar-
andi myrkur mun leggjast yfir ír-
ak.“
Útvarpið í Bagdad flutti einnig
herská skilaboð til bandamanna á
milli þess leikin voru ættjarðarlög.
„Við munum senda ykkur aftur til
skyldmenna ykkar sem liðin lík.“
Yfírstjóm írakshers var einnig sig-
urviss í fyrstu tilkynningu sinni.
„Aftaka “ í TelAviv
Almenningur í ísrael fagnaði í gær innrás fjölþjóðahersins í Kúveit.
Á myndinni er tæplega áttræður Tel Aviv-búi, sem sýnir hvað hann
vill að gert verði við Saddam Hussein íraksforseta. Á myndinni stend-
ur: „Einræðisherra, endalokin".
Bush boðar skjótan
sigur bandamanna
Washing^ton. Reuter, The Daily Telegraph.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti boðaði skjótan sigur í stríðinu
fyrir botni Persaflóa í tveggja mínútna sjónvarpsávarpi sem
hann flutti nokkru eftir að innrás landhers bandamanna í Kúv-
eit hófst.
Saddam Hussein
Þar sagði að bardagar hefðu brotist
út á öllum vígstöðvum en íraksher
hefði tekist að hrinda árásunum og
hefði enn bæði tögl og hagldir í
stríðinu.
Kyrrð var í Bagdad á fyrsta degi
landhernaðarins þótt gerðar hefðu
verið harðar loftárásir á borgina
kvöldið fyrir innrásina. íbúarnir
höfðu ekki búist við landbardögum
og flestir þeirra talið að friður
kæmist á eftir að Tareq Aziz, ut-
anríkisráðherra íraks, féllst á frið-
artillögur Míkhaíls Gorbatsjovs
Sovétforseta á laugardag.
Forsetinn kom til Hvíta hússins
frá bústað sínum í Camp David í
Maryland og tilkynnti að hann hefði
fyrirskipað Norman Schwarzkopf,
æðsta yfirmanni herafla banda-
manna við Persaflóa, að beita „öll-
um tiltækum hersveitum, þar _ á
meðal landhernum, til að koma ír-
aksher úr Kúveit." „Frelsun Kúveits
er nú á lokastigi,“ sagði hann í
ávarpinu, sem hann flutti klukkan
þijú aðfaranótt sunnudags að
íslenskum tíma, tíu að kvöldi laug-
ardags að staðartíma. „Ég er full-
viss um að hersveitir bandamanna
ljúka verkefni sínu á skjótan og
afgerandi hátt.“
Bush kvaðst harma að Saddam
Hussein íraksforseti skyldi ekki
fallast á úrslitakosti bandamanna
og kalla hersveitir sínar í Kúveit
heim fyrir klukkan fimm e.h. að
íslenskum tíma á laugardag. „Því
miður rann fresturinn út án þess
að ráðamenn í írak féllust á að
fara að samþykkt öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna númer 660. Þvert
á móti höfum við orðið vitni að enn
frekari tilraunum Saddams Huss-
eins til að gjöreyða Kúveit og
tortíma Kúeitum." Forsetinn lagði
áherslu á að hann hefði tekið
ákvörðun um innrás í Kúveit eftir
að hafa ráðfært sig við alla leiðtoga
þeirra_ ríkja sem hafa sameinast
gegn íraksher.
Marlin Fitzwater, talsmaður for-
setans, sagði að Bush hefði verið
„dapur og alvarlegur“ á þessari
sögulegu stundu. „Hann hefur mikl-
ar áhyggjur af hugsanlegu mann-
falli. Hann veit af áhættunni," sagði
talsmaðurinn.
Morguninn eftir hlýddi Bush og
nánustu samstarfsmenn hans
messu í kirkju skammt frá Hvíta
húsinu, þar sem presturinn hvatti
þá og allan söfnuðinn til þess að
biðja fyrir írökum.
Ándstæðingar stríðsins komu
saman fyrir utan kirkjuna til að
mótmæla innrásinni í Kúveit, börðu
þar bumbur og hrópuðu vígorð gegn
hernaði.
Reuter
George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans, Barbara, hlýða messu
í Washington að morgni sunnudags, fyrsta dags innrásarinnar í
Kúveit. Með þeim er Dick Cheney, varnarmálaráðherra Banda-
rikjanna (t.h.).
Bretland:
ESndreginn stuðningur
við innrásina í Kúveit
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
BRESKUR almenningur styður innrás bandamanna í Kúveit.
Breskir stjórnmálaleiðtogar hafa einnig sameinast í stuðningi
við hernaðaraðgerðir fjölþjóðahersins.
Elísabet II drottning flutti ávarp
til þjóðarinnar á sunnudag í fyrsta
sinn-á stríðstíma á valdaferli sínum.
Hún sagðist vonast til að hermenn-
irnir næðu markmiðum sínum á sem
skemmstum tíma og með sem
minnstu mannfalli. Umbun hug-
rekkis þeirra ætti síðan að vera
langvarandi og réttlátur friður.
Breskur almenningur virðist
styðja innrás bandamanna í Kúveit.
73% aðspurðra á föstudagskvöld
vora mótfallnir því að bandamenn
samþykktu friðaráætlun Sovét-
manna og íraska utanríkisráðherr-
ans að því er kemur fram í sunnu-
dagsblaðinu The Independent on
Sunday sl. sunnudag. Einungis 17%
voru fylgjandi friðaráætluninni.
John Major, forsætisráðherra,
sagði um helgina, að frelsun Kúv-
eits tæki ekki langan tíma en hart
yrði barist. Hernaðaraðgerðum
myndi ekki linna fyrr en allir ír-
askir hermenn hefðu verið hraktir
frá Kúveit.
Hann sagði einnig: „Það er sorg-
legt að til þessa skuli hafa komið.
En ég er algerlega sannfærður um,
að það var enginn annar kostur og
að það, sem við erum að gera, sé
rétt. Það hefði verið óþolandi, að
Irakar hefðiu komist upp með svona
hegðun."
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði Saddam
Hussein íraksforseta bera ábyrgð á
því, að ráðast þurfti inn í Kúveit.
„Jafnvel á síðustu dögum þegar
Rússar voru að reyna að finna ann-
an kost, þá skaut Saddam Scud-
flaugum og brenndi olíulindir í
Kúveit og lét þannig í ljós vilja sinn
til að vanvirða samþykktir Samein-
uðu þjóðanna."
Paddy Ashdown, leiðtogi Eijálsr
lynda lýðræðisflokksins, sagði að
sýna þyrfti hermönnum banda-
manna, sem hættu lífi sínu til að
framfylgja alþjóðalögum og rétt-
læti, fullan stuðning.
Maijorie Thompson, leiðtogi Bar-
áttunnar fyrir kjarnorkuafvopnun
(CND), sagði að stríðið hefði kom-
ist á nýtt stig með innrásinni í
Kúveit. Hún fordæmdi yfirvöld í
írak, Bandaríkjunum og Bretlandi
fyrir að hafa ekki látið reyna á
möguleikann á að semja um frið til
hins ýtrasta. Hún hvatti fólk til að
mótmæla stríðinu og krefjast
vopnahlés.
Reuter
John Major, forsætisráðherra
Bretlands.
Kakíkosningar?
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BÁÐIR stóru bresku stjórnmálaflokkarnir eru þegar farnir
að undirbúa kosningar. Christopher Patten, formaður
Ihaldsflokksins, hefur skipað starfsmönnum sínum að hafa
tilbúnar tillögur að kosningastefnuskrá flokksins fyrir lok
þessarar viku. Búist er við, ef striðið við Persaflóa gengur
vel, að John Major rjúfi þing áður en langt um líður og
nýti sér byrinn í kosningum. Allt bendir til að samdráttur-
inn í efnahagslífinu eigi eftir að versna þegar líður á árið.
Skoðanakannanir benda til, að
staða Johns Majors styrkist stöð-
ugt og Verkamannafiokkurinn
eigi erfitt með að vekja athygli
almennings á erfiðu efnahags-
ástandi og vandræðum með nef-
skattinn til sveitarstjórna.
Kosningar þar sem velgengni í
stríði nýtist sitjandi stjórn nefnast
„kakíkosningar" í Bretlandi.
Áldamótaárið 1900 efndi stjórn
íhaldsflokksins undir forsæti Sal-
isburys lávarðar til kosninga með-
an á Búastríðinu stóð og Bretar
virtust hafa unnið sigur. Stjórnin
vann kosningarnar með yfírburð-
um. Það var fyrsti kosningasigur
af þessu tæi og kosningarnar voru
kallaðar „kakíkosningar" eftir
einkennisbúningi breskra her-
manna í Búastríðinu.
Búastríðið stóð í tvö ár í viðbót
og varð mjög umdeilt í bresku
þjóðlífi með svipuðum hætti og
Víetnamstríðið varð í bandarísku
þjóðlífi löngu síðar.