Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 Vegið að fóstrustéttinni Blaðinu hefur borist eftirfarandi athug-asemd stjórnar Fóstrufélags Islands vegna opins bréfs félagsmálaráðherra til foreldra barna á leikskólum: veginn ljóst á þessu stigi, hvort við munum telja hag okkar be'tur borgið innan eða utan bandalagsins, þegar til kastanna kemur, því að hér er að sönnu í mörg horn að líta. En við þurfum líka að vera á varðbergi gagnvart yfirdrifnum ótta við nánari tengsl við aðrar Evrópuþjóðir og gagnvart yfirborðslegri andstöðu við aðild að Evrópubandalaginu á þeim grundvelli. Og við þurfum að kunna að_ brúa bil kynslóðanna. Ungt fólk á Islandi er áhugasamara um aukin samskipti við aðrar þjóðir en eldri kynslóðin, en það er ekki minni ís- lendingar fyrir því. Unga kynslóðin hefur öðlazt aukið sjálfstraust í krafti meiri og betri menntunar heima og erlendis. Hún finnur ekki til neinnar minnimáttarkenndar í samskiptum við útlendinga. Hún skilur mikilvægi alþjóðlegrar mennt- unar, og hún metur gildi íslenzkrar menningar. Ég held ég halli ekki á neinn, þegar ég held því fram, að íslenzk menning hafi risið hæst í íslendinga- sögum og í sögum Halldórs Lax- ness. Þessar sögur eru ekki aðeins lesnar um allt Island, heldur einnig um alla Evrópu og víðar. Þær eru dýrmætur þáttur þjóðmenningar okkar og jafnframt mikilvægasti skerfur okkar til heimsmenningar- innar. Það er engin tilviljun, að ég held, að Halldór Laxness var með annan fótinn í útlöndum við skriftir lengst af starfsævinnar, aðallega í öðrum Evrópulöndum. Það er ekki heldur tilviljun, að Henrik Ibsen skrifaði mörg beztu leikrit sín í Róm. Höfundar íslendingasagna voru líka á ferð og flugi á sinni tíð, þótt þeir ættu að vísu ekki alveg eins hægt um vik og hinir. Mér er til efs, að þessir menn hefðu skrifað svo góðar bækur hefðu þeir setið heima öllum stundum. Verk þeirra eru ekki að- eins íslenzk eða norsk, heldur einnig evrópsk, alþjóðleg. Ekki sízt þess vegna eru þau okkur svo mikils virði. Höfundur erprófessor við Háskóla Islands. í Morgunblaðinu 12. janúar sl. birtist „Opið bréf til foreldra barna á leikskólum" frá Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félagsmálaráðherra. Þó að þetta bréf hafi verið til foreldra barna á leikskólum og þeirra að svara, sem þeir og hafa gert, er í grein félagsmálaráðherra vegið harkalega að fóstrustéttinni. Vegna þess sér stjórn Fóstrufélags íslands sig tilknúna að gera eftir- farandi athugasemdir: I greininni segir m.a. „það er með öllu óþolandi að vanþekking, misskilningur og rangtúlkanir hóps fóstra skuli standa i vegi fyrir því að jafn mikilvægt velferðarmál fjöl- skyldna í þessu landi og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga skuli hljóta brautargengi“ (letur- breyting stjórnar). Með vanþekkingu, misskilingi og rangtúlkunum hóps fóstra getur félagsmálaráðherra ekki átt við annað en samþykkta stefnu Fóstru- félags íslands í leikskólamálum og hvernig félagsmenn telja að yfir- stjórn þeirra mála skuli háttað. Stefna Fóstrufélags íslands í leikskólamálum, svo og öðrum málum, er mörkuð á fulltrúaráðs- þingum sem haldin eru tvisvar á ári. Þessi þing sitja nálægt 60 fóstr- ur af öllu landinu og eru þær kjörn- ir fulltrúar u.þ.b. 900 fóstra. Á þeim hefur verið fjallað ítarlega um leikskólastefnu félagsins og hugmyndafræði að baki þeirri stefnu, svo og í hvaða ráðuneyti málaflokkurinn skuli staðsettur. Samþykktir frá fulltrúaráðs- þingum Fóstrufélags íslands 1990 fylgdu umsögn félagsins um frum- varp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og send var félags- málaráðuneytinu 2.8.1990. Stjórn Fóstrufélags íslands vísar því til föðurhúsanna sem gefið er í skyn í grein félagsmálaráðherra, að forysta Fóstrufélags íslands sé umboðslaus varðandi þetta mál. Stefna Fóstrufélags lslands Leikskólastefna félagsins hefur alltaf verið skýr, og í raun í sam- ræmi við þá stefnu sem stjórnvöld mörkuðu árið 1973 þegar ákvarðað var að heildaryfirstjórn dagvistar- heimila skyldi vera í menntamála- ráðuneytinu. Að baki liggur sú hugmynda- fræði að starf leikskóla gmndval- list á uppeldis- og menntunarlegum forsendum þar sem barnið lærir í gegnum leik og er því leikurinn aðalkennslutæki fóstrunnar. Leikskólinn er fyrsti skóli barns- ins og fyrst og fremst til barnsins vegna auk þess sem honum ber að koma á móts við þarfir fjölskyld- unnár. Skilgreiningin er því fyrst og fremst uppeldis- og menntastofn- un, ekki félagsleg þjónusta eða velferðarmál. Þetta er stefnan sem félagsmála- ráðherra tengir vanþekkingu, mis- skilningi og rangtúlkunum og lætur að því liggja að sé jafnvel andstæð velferð fjölskyldna hér á landi. Aðdróttanir félagsmálaráðherra í greininni segir félagsmálaráð- herra jafnframt „að sumar fóstrur hafi kosið að nota sérstakan for- eldrafund til að rangtúlka frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga og mín sjónarmið og lagt mér orð og skoðanir í munn sem engan raun- veruleika standast" og síðar segir félagsmálaráðherra „að minnsta kosti á ég mér þá von að hætt verði að nota mig sem Grýlu á for- eldra barna á leikskólum". _ Stjórn Fóstrufélags íslands harmar það, að háttvirtur félags- málaráðherra skuli ætla fóstru- stéttinni að viðhafa slík vinnubrögð • sem hér er látið liggja að. í þessu sambandi vekjum við athygli á opnu svarbréfi til félags- málaráðherra frá foreldraráði leik- skólans Hálsaborgar í Mbl. 2. fe- brúar sl. en þar segir m.a. „Fóstrur hafa leitast við að leggja málefnum leikskólans lið. Við höfum hvergi orðið vör annars en prúðs og mál- efnalegs málflutnings af þeirra hálfu. I skrifum þínum er vegið ómaklega að fóstrustéttinni. Þau eru til þess fallin að grafa undan tiltrú foreldra á fóstrum og fóstru- stéttinni.“ Stjórn Fóstrufélags íslands met- ur mikils það viðhorf foreldra sem fram kemur í grein þeirra gagn- vart fóstrustéttinni og gleðst yfír þeim áhuga og þeirri stefnufestu sem fram kemur í greininni um málefni leikskólabarna. Á hinn bóginn hlýtur stjórn fé- lagsins að hárma orð félagsmála- ráðherra í garð stéttarinnar. Stjórn Fóstrufélags íslands á sér þá von að umfjöllun um málefni leikskólabarna á Alþingi og annars staðar verði málefnaleg og þess ávallt gætt að barnið og þarfir þess séu í fyrirrúmi. Þeirra er fram- tíðin. Enska er okkar mál FYRIR NYTT NYTT FULLORDNA 7 vikna enskunámskeió fyrir ellilífeyrisþega. Tilvalið námskeið fyirr eldri borgara, sem vilja rifja upp kunnáttuna. 7 vikna almennt enskunámskeió Allt að 42 kennslustundir. Aðaláherslalögð á talað mál. Boðið er upp morgun-, dag-, kvöld- og helgarkennslu. BRETLAND-KYNNING 5 vikna námskeið þar sem Bretland er aðal umræðuefnið. Verð aðeins 7.900,- FYRIRTÆKI Jjóðum upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn ykkar. 7 vikna „pub“ samræðuhópar. 7 vikna viðskiptaenska. 7 vikna rituð enska. EINKATÍMAR 7 vikna undirbúningsnámskeið fyrir T.O.E.F.L. fægt er að fá einkatíma eftir vali. FYRIR BORN 12 vikna leikskóli 3ja-5 óra Laus sæti í 12 vikna nómskeiði fyrir 8-12 óra börn. Hópkennsla. Námskeið ætlað smáum hóp- um 3-5 manns. Dagnámskeið fyrir byrjendur. Bókmenntir, samræður yfir kaffibolla og m.fl. Sumarskóli fyrir börn. Bókleg kennsla, leikir og föndur. 3ja vikna daglegt sumarnómskeið í júní. ENGINN BÝÐUR MEIRA URVAL ALMENNRA OG SÉRHÆFÐRA ENSKUNÁMSKEIÐA. Ensku Skólinn TÚNGATA 5, 101 REYRJAVÍK HRINGDU Í SÍMA 25330/25900 OG KANNAÐU MÁLIÐ. Rexnord I/ílffffV leguhús FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.