Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 31
MORGUN-BLAglÐ ,)»Ull).)yjM(H;K 2(j>. FKHHVAB lilijl 3:1 Fundur um framtíð þjóðarsáttar: Launaskrið að meðaltali 12% „ÞEGAR skoðaðar eru iðgjaldagreiðslur í Lífeyrissjóð verslunar- manna er ljóst að launaskrið er a.m.k. tólf prósent að meðaltali umfram umsaindar launahækkanir," sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur á fundi um framtíð þjóðarsáttar sem Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins gekkst fyrir á Akureyri um helgina. Auk Magnúsar fluttu ræður Guðmundur Hall- varðsson, Hrafnkell A. Jónsson og Svanhildur Árnadóttir bæjai’full- trúi á Dalvík, en Halldór Blöndal var fundarstjóri. Magnús L. Sveinsson var ómyrk- ur í máli á .fundinum og sagðist oft efast um þá skilgreiningu að launa- kostnaður væri aðalorsakavaldur verðbólgu. Þær upplýsingar sem hann hefði um launaskriðið bentu til að gríðarlegar yfirborganir tíðkuðust, a.m.k. á Reykjavíkur- svæðinu. Sagði Magnús þessar yfir- borganir nema jafnvel hundruðum prósenta umfram það sem umsamd- ir taxtar gerður ráð fyrir. Sagði Magnús að ekki mætti dragast deg- inum lengur að nota efnahags- batann til að bæta kjör hins al- menna launamanns. Meðalverð lækkar í níu verslunum en liækkar í sjö MEÐALVERÐ á 51 algengri vörutegnnd lækkaði um 0,1 - 2,2% í 9 verskinum á Akureyri síðustu þrjá mánuði en hækkaði um 0,1 - 1,2% í sjö verslunum, samkvæmt könnun sem Verðlagsstofnun gerði 16. janúar. Meðalverð á þeim vörum sem könnunin náði til var óbreytt frá því í nóvember. Verð 23 vöruteg- unda hafði lækkað lítillega en með- alverð 28 vörutegunda hafði ýmist hækkað lítillega eða ekki breyst. Mest lækkuðu ýmsar gerðir af sykri. Strásykur og púðursykur lækkuðu að meðaltali um rúmlega 7% á fyrrgreindu þriggja mánaða tímabili en helst voru það ýmsar hreinlætisvörur, sem höfðu hækk- að. Niðurstöður könnunarinnar á Akureyri gefa til kynna sömu þróun og kannanir í Reykjavík hafa bent til. Stofnunin hyggst áfram gera kannanir af þessu tagi. Tæp tvö ár frá samþykkt jafnréttisáætlunar; Hrafnkell A. Jónsson formaður Alþýðusambands Austurlands sagði að ekki hefði verið staðið við þann þátt þjóðarsáttar að styrkja byggð- ina úti á landi. Þvert á móti væri beinlínis verið að rústa heilu byggð- arlögunum með röpgum aðgerðum í undirstöðuatvinnuvegunum. Hann ræddi um nauðsyn þess að bæta kjör í fiskvinnslunni sem hann sagði lakari en kjör þeirra sem fram- fleyttu sér á námslánum. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur talaði um þá flóðbylgju gjaldþrota sem yfir hefði dunið. Um eitt þús- und gjaldþrot hefðu orðið á síðasta ári, þar af um 650 hjá einstakling- um. Framtíð þjóðareáttar hlyti að velta á því hvort tekið væri á þeim vanda efnahagslífsins sem kæmi fram í gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja. Auk verkalýðsforingjanna talaði Svanhildur Árnadóttir bæjarfulltrúi á Dalvík. Hún ræddi um aukna at: vinnuþátttöku kvenna og vaxtar- broddana í atvinnulífínu á Norður- landi. Fjörlegar fyrirspurnir og umræð- ur urðu að framsögum loknum en fundarstjóri á fundinum var Halldór Blöndal alþingismaður. SB Morgunblaðið/Rúnar Þór Beðið eftirmömmu Jóhanna Hreinsdóttir, 11 ára Akureyrarmær, var búin í gítartíma og sat og beið eftir því að mamma kæmi að sækja sig þegar ljós- myndari átti leið fram hjá Tónlistarskólanum í gær. Amtsbókasafnið. Lárus Zophaníasson amtsbókavörður: Brýnt að viðbótarhúsnæði við safnið verði byggt LÁRUS Zophaníasson amtsbókavörður segir afar brýnt að viðbótar- húsnæði við safnið verði reist svo fljótt sem auðið er. Þrengsli séu mikil á safninu, engin vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, snyrtiaðstaða ófullnægjandi, lofthæð nái ekki tilskyldu lágmarki og geymslurými skorti. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á hátíðarfundi er haldið var upp á 125 ára afmæli Akúreyrar- bæjar í ágúst árið 1987 að bæjarbú- ar skyldu gefa sjálfum sér í afmæl- isgjöf viðbótarbyggingu við Amts- bókarsafnið. Efnt var til samkeppni um bygginguna sem Guðmundur Jónsson arkitekt vann. Fram komu tillögur frá starfsfólki safnsins, í fyrsta lagi um að húsið yrði minnk- að frá því sem áætlað hafði verið til að lækka kostnað, í öðru lagi að því yrði skipt í áfanga og í þriðja lagi að fyrsti áfangi væri þannig að ekki væri algjört skilyrði að sá næsti yrði byggður. Á síðustu vikum hefur viðbótar- byggingu við Amtsbókasafnið verið stillt upp á móti hugmyndum um að koma upp svokölluðu Listagili í Grófargilinu og kom það m.a. fram í umræðum á málþingi um menn- ingu sem haldið var um síðustu helgi. Lárus sagði að þarna væri um að ræða tvo aðskilda hluti, sam- þykkt hefði verið í bæjarstjórn að bærinn gæfí sér viðbótarbygging- una í afmælisgjöf og það kæmi því hugmyndum um listagil ekki við. „Við erum að biðja um bætta vinnu- aðstöðu og fleiri geymslur, allt aðra hluti en verið er að ræða um inn í gili. Vinnuaðstaðan hér er talin heilsuspillandi og óheimil sam- kvæmt vinnulöggjöf, þrengsli eru mikil, það var aldrei gert ráð fyrir vinnuaðstöðu og þeir tíu starfsmenn sem hér vinna að staðaldri samein- ast um snyrtningu sem er lítil gluggalaus kompa,‘‘ sagði Lárus og bætti við að lofthæðin væri tæplega 2,20 m sem væri óleyfíleg hæð á vinnuplássi. Þessu til viðbótar kom í ljós fyrir skömmu að gólfin í núverandi bygg- ingu safnsins eru farin að gefa sig, hjólaskápar þar sem blöð eru geymd renna til þar sem gólfið er sigið. „Það er okkur mikið mál að fá bætta vinnuaðstöðu, auknar geymslur og einnig það að Akur- eyringar eigi sér litla menningar- miðstöð, í líkingu við Gerðuberg." Jafnréttísfulltrúi hefur ekki verið ráðinn enn Fyrirliggjandi umsókn hafnað í bæjarráði JAFNRÉTTISNEFND Akureyrar samþykkti á fundi fyrir helgi að hafna umsókn sem fyrir Iá um stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar. Þegar staðan var auglýst seint á síðasta ári bárust þrjár uinsóknir, ein var dregin til baka, einn umsækjanda fór fram á endurskoðun launakjara sem bæjarráð hafnaði og nú hefur þriðju umsókninni verið hafnað af jafnréttisnefnd. Tæp tvö ár eru frá því bæjar- stjórn Akureyrar samþykkti jafn- réttisáætlun, en þar er meðal ann- ars gert ráð fyrir að ráðinn verði jafnréttisfulltrúi sem hafi með höndum að annast framkvæmd áætlunarinnar. Starfið hefur verið auglýst þrisvar, en enginn verið ráðinn til að gegna því. Starf jafnréttis- og fræðslufull- trúa var síðast auglýst í nóvember á síðasta ári og bárust þá þijár umsóknir. Ein þeirra var dregin til baka, annar umsækjenda óskað eft- hljómflutningstæki Gæða tæki ó góóu verði, eins og lesa mó um í virtum fagtímaritum. Sendum upplýsingar hvert ó land sem er. Hafið samband við Sími (96) 23626 Giefórgötu 3 i, Akureyri ir því að launakjör fulltrúans yrðu endurskoðuð í samræmi við þau kjör sem starfsmanni atvinnumála- nefndar væru boðin, þar sem um væri að ræða sambærileg störf á fyrir nefndir á vegum bæjarins. Bæjarráð hafnaði þeirri beiðni. Á fundi nefndarinnar á föstudag var samþykkt að hafna þriðju umsókn- inni sem fyrir lá, þar sem nefndin taldi umsækjanda ekki uppfylla þau skilyrði sem hún setti til starfsins. Þá beindi nefndin þeim tilmælum til bæjarráðs að launakjör jafnrétt- is- og fræðslufulltrúa Akureyrar- bæjar verði endurskoðuð hið fyrsta. Bæjarráð kemur saman á fimmtu- dag og tekur þá væntanlega erindi nefndarinnar fyrir. Hugrún Sigmundsdóttir formað- -6 ur jafnréttisnefndar sagði að nefnd- in biði nú viðbragða bæjarráðs, en síðan yrði staðan auglýst enn á ný. Hún sagði orðið brýnt að jafnréttis- og fræðslufulitrúi tæki tit starfa þar sem brátt yrðu liðin tvö ár frá því bæjarstjórn samþykkti jafnréttis- áætlun og þau verkefni sem fyrir lægu væru fleiri en svo að nefndin gæti sinnt þeim. XEROX SYNING SKRIFSTOFUVÉLAR SUND í SAMVINNU VIÐ TÖLVUTÆKI BÓKVAL halda Xerox sýningu á Hótel KEA 27.-28. febrúar, miðvikudag ogfimmtudag, kl. 14-18. Komið og sjáið það nýjasta á sviði myndvinnslu. Á sýningunni verður m.a. hin byltingarkennda þrenna. Við sýnum einnig kortalesara á Ijósritunarvél, sem gerir það kleift fyrir skóla og aðra að selja aðgang að Ijósritun án rýrnunar. 10% sýningarafsláttur á þessum frábæru tækj- um. Gildir aðeins sýningardagana. Verið velkomin á sýninguna. KVAL SKRIFSTOFUVELAR sund hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.