Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 22

Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 22
22 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 26. FÉBRÚAR 1991 Pravda segir Banda- ríkjastjórn stefna að heimsyfirráðum Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í gær að markmið Bandaríkjamanna með innrásinni í Kúveit væri að ná heimsyfirráðum. Blaðið sakaði einnig Vesturlönd um að heyja stríðið fyrir botni Persaflóa í því skyni að blása nýju lífi í versn- andi efnahag þeirra. Innrás fjölþjóðahersins mótmælt víðs vegar heim Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter Um 500 breskir múslimar gengu um miðborg Lundúna í gær, hróp- uðu vígorð gegn George Bush Bandaríkjaforseta og kröfðust þess að fjölþjóðaherinn færi af Persaflóasvæðinu. Pvavda sagði einnig að frelsun Kúveits væri aðeins fyrirsláttur; Bandaríkjamenn vildu notfæra sér deiluna um landið til að tortíma írak sem herveldi. Bandaríkja- menn hefðu boðað „nýja skipan heimsmála" og hygðust koma henni á með vopnavaldi. Harðlínukommúnistar hafa að undanförnu lagt hart að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta að hætta að styðja hernaðaraðgerðir banda- manna gegn íraksher. Umbóta- sinninn Sergej Stankevítsj, aðstoð- arborgarstjóri Moskvu, sagði að staða Gorbatsjovs kynni að veikj- ast heima fyrir ef stríðið drægist á langinn og því gæti hann freist- ast til að snúa baki við bandamönn- um. Sovésk stjórnvöld kváðust á sunnudag harma innrás fjölþjóða- hersins í Kúveit og sögðu að Sam- einuðu þjóðimar gætu enn leyst deiluna um Kúveit með friðsamleg- um hætti. Pravda birti einnig frétt frá Bagdad þar sem sagði að loftárás- ir bandamanna hefðu lagt efnahag íraka í rúst. Bandaríkjamenn hefðu af ásettu ráði gefíð írökum allt of skamman frest til að fara úr Kúveit. EFNT var til útifunda víðs vegar um heim, einkum í arabaríkjum, til að mótmæla hernaðaraðgerð- um bandamanna gegn íraska inn- rásarliðinu í Kúveit. Margir fögn- uðu hins vegar landárásum fjöl- þjóðahersins og vonuðust til þess að þær yrðu til að binda sem fyrst enda á stríðið fyrir botni Persa- flóa. Enn aðrir sögðust hafa áhyggjur af yfirvofandi blóðsút- heílingum. Útvarpið í Bagdad hvatti alla araba til að taka þátt í mótmælum gegn innrás fjölþjóðahersins í Kúveit og sagði að nú væri komið að þeim „að taka þátt í móður allra bardaga og tryggja sigur íraka“. Óeirðalögreglan í Kaíró, höfuð- borg Egyptalands, skaut táragasi tii að dreifa hundruðum námsmanna, sem mótmæltu innrásinni. Götum við Kaíró-háskóla voru lokaðar eftir að námsmenn höfðu tekið að kasta gijóti á lögregluna. Þúsundir mótmælenda í San’a, höfuðborg Jemens, grýttu sendiráð ríkja, sem myndað hafa bandalag gegn her Saddam Husseins íraksfor- seta. Um hundrað þúsund manns komu saman á götum borgarinnar, hrópuðu vígorð til stuðnings Sadd- ams Husseins íraksforseta og for- dæmdu leiðtoga arabaríkja, sem sent hafa hermenn gegn íraksher. Aii Abdullah Saleh, forseti landsins, hvatti Míkhafl Gorbatsjov Sovétfor- seta til að „gera sitt ýtrasta á vett- vangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna til að stöðva blóðsúthellingam- ar“. Lögreglan í Amman, höfuðborg Jórdaníu, var með mikinn viðbúnað á götum borgarinnar enda njóta írak- ar mikils stuðnings þar. Um 200 konur söngluðu vígorð gegn Banda- ríkjastjórn fyrir utan bandaríska sendiráðið í borginni. Beðið var fyrir íröskum hermönnum í moskum borg- arinnar. Andúð á öllu, sem vestrænt er, fer vaxandi í borginni og starfs- menn spænskrar sjónvarpsstöðvar urðu fyrir barsmíðum er þeir reyndu að taka vegfarendur tali. Um 25.000 manns gengu um mið- borg Madrid til að krefjast þess að endi yrði bundinn á stríðið og spænska stjórnin hætti stuðningi við fjölþjóðaherinn. Efnt var til mótmæla í fleiri borgum Spánar, meðal annars í Barcelona, þar sem þúsundir manna héldust í hendur og mynduðu „frið- arkeðju" um miðborgina. Margir Bandaríkjamenn fögnuðu þeirri ákvörðun bandamanna að gera innrás í Kúveit. Aðrir, einkum skyld- menni bandarískra hermanna sem taka þátt í innrásinni, höfðu áhyggj- ur af því að mannfallið yrði mikið. Kúveitar létu í ljós ánægju með innrásina. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, Mohammad Ahulhasan, kvaðst vona að landhern- aðurinn tæki ekki langan tíma og „kúveiska þjóðin endurheimti frelsi sitt“. Jóhannes Páll páfi, sem studdi friðarumleitanir Gorbatsjovs fyrir helgina, kvaðst vona að endi yrði bundinn á blóðsúthellingamar í Irak og Kúveit. Aldrei hefði verið brýnna en nú að skynsemin yrði ástríðunum yfírsterkari. Markmiðið að einangra liðsafla Saddams Huss- eins Iraksforseta í Kúveit FYRSTU sólarhringar innrásarinnar í Kúveit minna um margt á aðfaranótt 16. janúar er bandamenn hófu loftárásir á hernaðar- skotmörk í Irak og Kúveit. Þá tókst Saddam Hussein íraksfor- seta ekki að halda uppi skipulegum vörnum gegn flugsveitum bandamanna og írakar virðast hafa veitt litla mótstöðu er innrás- inni í Kúveit var hrundið af stað á sunnudag. Líkt og í upphafi Persaflóastyrjaldarinnar verður mikillar bjartsýni víða vart og telja sumir sérfræðingar jafnvel líklegt að fullnaðarsigur vinnist á nokkrum dögum. Aðrir hafa varað við óhóflegri bjartsýni og vísa til þess að enn liggi ekki fyrir hvort bandamönnum hafi tekist að lama baráttuþrek Lýðveldisvarðarins, úrvalssveita íraks- forseta. Það sem ef til vill vekur mesta athygli er hversu hratt hersveitir bandamanna hafa farið yfir. Svo virðist sem tekist hafi að uppræta jarðsprengjubelti, skriðdreka- giidrur og aðrar hindranir íraka með mun skilvirkari hætti en menn höfðu ætlað fyrirfram. Af • þessu má síðan draga þá ályktun að hersveitir fjölþjóðaherliðsins hafi mun meira svigrúm en reikn- að hafði verið með. Þetta gerir það að verkum að hermenn bandamanna geta auðveidlega einangrað einstaka herflokka Ir- aka og kann það að skýra hversu margir íraskir hermenn hafa verið teknir til fanga. Þrenns konar hersveitir Liðsafla íraka hefur gjarnan verið skipt upp í þrennt. Sveitim- ar við landamæri Kúveits og Saudi-Arabíu voru aldrei taldar merkilegar og var því þegar í upphafi spáð að bandamenn myndu auðveldlega sigrast á þeim. Svo virðist sem því mark- miði hafi þegar verið náð og alltj- ent má fullyrða að fjölþjóðaliðinu stendur ekki mikil ógn af þeim sveitum sem eftir kunna að vera. Þessir hermenn íraka hafa fengið litla þjálfun og fregnir frá vígstöðvunum herma að margir þeirra hafi verið illa haldnir. Líkast til koma flestir fanganna úr þeirra röðum. Baráttuþrek þessara sveita hefur trúlega verið orðið næsta lítið bæði vegna öm- uriegs aðbúnaðar og þeirra hörðu loftárása sem þær hafa sætt af hálfu bandamanna á undanföm- um vikum. Norðar í Kúveit em mun reynd- ari hermenn og þeir eru betur vopnum búnir. Þessar sveitir ráða yfír fullkomnari skriðdrekum og brynvögnum og Iíkast til eru stór- skotavopn þeirra mun öflugari. Gera má ráð fyrir því að þessum liðsafla sé einkum ætlað að reyna að hrinda frekari framrás nnrás- arliðsins. Ákveði Irakar að gera gagnár- ás er trúlegt að það komi í hlut Lýðveldisvarðarins. Á undanförn- um tveimur dögum hafa ýmsir sérfræðingar haldið því fram að styrkur þessara sveita hafí verið ofmetinn. Úrvalssveitirnar sýndu þó í styijöldinni. við írani að þær eru geysilega hreyfanlegar auk þess sem þær ráða fullkomnustu vígtólunum I vopnabúrum íraka. Vígstaða Lýðveldisvarðarins Það er einkum þrennt sem vinna mun gegn Lýuðveldisverð- inum ef og þegar hann lætur til skarar skríða gegn innrásarliðinu. í fyrsta lagi hefur þessi liðsafli orðið fyrir þyngstu loftárásunum í. stríðinu og því er haldið fram að einungis þetta atriði sé nóg til að buga baráttuþrek reyndustu hersveita. í öðru lagi hafa sveitir þessar verið grafnar ofan í sandinn vikum saman. Það hefur einnig áhrif á baráttuþrekið en mestu skiptir þó að með þessu hefur verið dregið verulega úr möguleikum þessa liðsafla til að blása til snöggrar gagnsóknar. í þriðja lagi nýtur Lýðveldisvörðu- irnn ekki vemdar flugsveita og því eru bryndrekarnir tiltölulega auðveld skotmörk þegar þeir eru komnir upp úr gryfjunum auk þess sem Iraka skortir upplýsing- ar um ferðir sveita fjölþjóðaliðsins þar sem flugher þeirra er óvirkur. Séu fullyrðingar bandamanna um að helstu stjóm- og samskipta- miðstöðvar íraka heyri nú sögunni til réttar dregur það einnig mjög úr getu Lýðveldisvarðarins til að hrinda af stað skipulegri gagn- sókn. Fyrsta stigi innrásarinnar er lokið en varasamt er ganga að því sem vísu að sveitir fjölþjóða- herliðsins komi til m'eð að halda sama hraða í sókninni til norðurs í gegnum Kúveit. Á sama hátt munu þær hersveitir sem sóttu inn í Irak og eru nú líklega á leið til norðurs og austurs meðfram landamærum Kúveits og íraks að öllum líkindum mæta hersveitum Reuter Bandarískir landgönguliðar sækja fram til norðurs í átt til Kú- veit-borgar. Lýðveldisvarðarins. Fjölþjóðaliðið þarf að bijótast í gegnum þá varn- arlínu til að kljúfa fylkinguna með súöggri árás úr vestri og þar með koma í veg fyrir hugsanlega liðs- og birgðaflutninga yfír landa- mærin. Umfang innrásarinnar Enn liggur ekki fyrir hversu langt til norðurs sveitir banda- manna munu sækja. í raun gildir það sama um allt umfang þessar- ar aðgerðar. Þannig hafa banda- menn ekki lýst yfir því með óyggj- andi hætti hversu langt verður sótt inn í Irak. Vangaveltur hafa komið fram um að fjölþjóðaliðið mun jafnvel blása til sóknar gegn sveitum Saddams forseta í Bagdad og knýja hann til uppgjaf- ar. Ákvörðun í þá veru myndi hins vegar augljóslega mælast mis- jafnlega fyrir innan bandalagsins gegn Saddam og er fremur pólitískt úrlausnarefni en hernað- arlegt. Líklegt hefur verið talið að sókninnni verði beint í átt til Basra, náest stærstu borgar íraks, í suðurhluta landsins en ekki er vitað hvort í ráði er að hertaka borgina. Tilgangurinn með sókn lengra til norðurs væri trúlega sá að hindra flutninga til vígstöðv- anna í Kúveit. Það gera banda- menn með því að koma í veg umferð um þjóðveginn milli Bagdad og Basra og aðrar helstu flutningaleiðir en mikið votlendi er á þessu svæði. Fréttir í gær hermdu að fjölþjóðaliðið væri þeg- ar farið að nálgast bakka Efrat- fljóts. Sé það rétt er tilgangurinn sá að einangra liðsaflann í Suður- írak og í Kúveit. Hyggist írakar koma í veg fyrir þetta neyðast þeir til að flytja lið og bryndreka til vesturs frá landamærum íraks og Kúveits og þar með kalla yfir sig loftárásir flugsveita banda- manna. Vígstaða Iraka er erfið en því fer fjarri að liðsafli Saddams for- seta hafí verið sigraður. Á hinn bóginn mun styrkur landhers hans koma í ljós á allra næstu dögum. Ganga má að því sem vísu að fjórði fjölmennasti her í heimi verður tæpast sigraður án mann- skæðra bardaga þó svo lítt þjálf- aðar hersveitir hafi fram til þessa reynst lítil fyrirstaða. Byggt á The Daily Telegraph, Reuter ofl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.