Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 23
MORGlJNpLAÐJD ppiDJUDAGUB 26. FEBjRUAjil ,19,91 23 Reuter Nýr Samstöðuleiðtogi kjörinn Marian Krzakiewski var kjörinn leiðtogi Samstöðu í Póllandi á þingi hreyfingarinnar í Gdansk á laugardag. Á myndinni halda stuðnings- menn hans á honum er þeir fögnuðu kjörinu. Herforingjastjórnin í Tælandi: Borgaralegri bráðabirgða- stjórn komið á innan viku Bangkok. Washington. Reuter. Herforingjastjórnin í Tælandi, sem tók völdin í landinu í sínar hendur á laugardag án þess að til átaka kæmi, segist ætla að setja á laggirnar borgaralega bráðabirgðastjórn innan viku sem fara eigi með völd í landinu þangað til nýjar kosningar verða haldnar. Hafa herforingjarnir lofað að efna til kosninga innan sex mánaða. Forsætisráðherra landsins, Chatichai Choonavan, sem handtekinn var á laugar- dagsmorgun, er nú ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum í haldi í höfuðstöðvum tælenska flughersins. Segja talsmenn hersins það vera gert af örygg- Brussel: Umsátur við bústað íslenska sendiherrans Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BELGÍSKA lögreglan umkringdi bústað íslenska sendiherrans við Avenue des Lauries í Brussel á sunnudagsmorgun. Talið var að vopnaður maður, Christian Schietecatte, hefðist við í bústaðnum eftir að hafa sært föður stúlku sem hann lagði hug á. Eftir Albanía: Stjórnarandstaðan óttast valdatöku hersins Vín. Reuter. TUGIR stjórnarandstæðinga voru handteknir í Albaníu um helgina samkvæmt upplýsingum sem bárust frá heimildarmönnum í stjórn- arandstöðunni. Ottast stjórnarandstæðinar að herinn taki völdin í landinu í kjölfar harðorðrar ræðu sem Ramiz Alia forseti flutti í albanska útvarpinu á laugardag. í ræðu sinni sakaði Alia „óvini fjóra menn lífíð. Kvaðst hann ætla Albaníu", jafnt innanlands sem að halda uppi merki harðlínustefnu utan, um að bera ábyrgð á mót- forvera síns í embætti, stalínístans mælaaðgerðum í landinu í síðustu Envers Hoxha, og fordæmdi harð- viku sem kostuðu að minnsta kosti lega að styttu af Hoxha hefði ver- ið felld af stalli í mótmælunum. Lýðræðisflokkurinn, helsta afl andstæðinga kommúnistastjórnar- innar, ætlar að efna til mótmæla í fjölmörgum borgum landsins á næstu dögum. Segist Gramoz Pas- hko, einn af stofnendum flokksins, búast við að allt að milljón manns taki þátt í mótmælunum en alls eru íbúar landsins 3,2 milljónir. um þriggja klukkustunda umsátur var ljóst að maðurinn hafði farið úr bústaðnum áður en lögreglan kom á staðinn. Snemma á sunnudagsmorgun hafði Schietecatte ráðist inn á heim- ili stúlku, sem hann lagði vonlausa ást á, og sært föður hennar tveimur skotsárum. Því næst fór Schietecatte að bústað íslenska sendiherrans, sem hann hefur gætt um helgar. Bíll hans fannst fyrir utan bústaðinn seinna á sunnudagsmorgun og geng- ið var út frá því að Schieteeatte væri inni í húsinu. Belgíska lögreglan umkringdi þess vegna húsið og lok- aði nálægum götum en þegar farið var inn kom í ljós að Schietecatte hafði farið úr húsinu um garðdyr og lagt á flótta inn í skóg í grenndinni. Schietecatte, sem er lögreglumaður, hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Félagar hans í lögreglunni hafa lagt að honum í fjölmiðlum að gefa sig umsvifalaust fram en Schi- etecatte, sem er leitað um alla Belgíu, hafði ekki fundist í gær. isástæðum og að þeim verði bráð- lega sleppt úr haldi. Hermenn, sem hertóku helstu stjórnar- byggingar í Bangkok á laugar- dag, héldu aftur til búða sinna í gær. Yfirmaður hersins, Suchinda Kraprayoon hershöfðingi, segir ástæðu valdatökunnar og setningar herlaga vera að spilling og misnotk- un valds af hálfu stjórnar Chatichai hafi gengið út í öfgar. Ætlar herfor- ingjastjórnin að setja á stofn sér- staka nefnd til að rannsaka meinta spillingu stjórnarliða. Sagði tals- maður hersins í sjónvarpi að nefnd- inni yrði ætlað að kanna eignir stjórnmálamanna og varaði þá við tilraunum til að skrá þær á nafn annarra eða koma þeim undan á annan hátt. Hlutabréf í kauphöllinni í Bang- kok hrundu í verði þegar hún opn- aði í gær en aðilar í tælensku við- skiptalífi eru almennt sagðir hlynnt- ir valdatökunni og telja hana ekki eiga eftir að hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið til lengri tíma litið. Mikiil vöxtur hefur verið í tælensku efnahagslífi í stjórnartíð Chatichai. Einu mótmælin gegn herforinga- stjórninni um helgina var mótmæla- fundur við háskóla í höfuðborginni sem fimm hundruð manns tóku þátt í. Bandaríkjastjórn ákvað um helg- ina að fresta allri efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð við landið í kjölfar valdatöku hersins. Aðstoð Bandaríkjanna til Tælands nam alls 16,4 milljónum Bandaríkjadala á síðsta ári. Þessi ákvörðun er þó ekki sögð hafa áhrif á fjögurra milljóna Bandaríkjadala aðstoð til að beijast gegn eiturlyfjafram- leiðslu. / / / ERT Þl) IHU8GAGNALEIT? PUMA sófasett 3+1+1 með áklæði kr. 125.000 stgr., í leðurlúx kr. 113.500, stgr. Einnig fjölbreytt úrval af sófasettum og hornsófum í leðri og áklæði. Góðgreiðslukjör. j E Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75 Ný myndbönd á myndbandaleigur í dag Dinlk \ Muorc • l)ar Dlliiimali 'wn*.ii mmm , fm&P*: ^ in atlu'rliMnp |W ilie (HHiunilled, and lltoM1 liiat f + jmk ik'smrlobr. myndbönd Sími 679787 fbúöar- og sumarhús byggö af traustum aöilum. Leitaóu upplýsinga og fáöu sendan bækling. S.G. Einingahús hf. Selfossi, sími 98-22277

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.