Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 39 sem er í u.þ.b. kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. Fram á síðasta dag var hann með hugann við hvort Steinunni vantaði ekki eitthvað til heimilisins. Eftir að þau fluttu að Boðahlein nutu þau góðrar aðstoðar nágranna síns, Ársæls Pálssonar, sem sýndi þeim einstaka vinsemd og hjálpsemi á nýjum slóðum. Tilveran verður tómlegri án Nils, svo ríkur þáttur var hann í lífi sinna nánustu. Barnabörnin tólf og barnabarnabörnin sex sem voru öll sérstaklega hænd að afa sínum hafa misst mikið, enda var hann með eindæmum barngóður maður. Nils lífgaði umhverfið hvar sem hann fór, það þótti öllum vænt um hann. Hann var góður maður, kær- leiksríkur faðir og vinur, þess naut ég og er þakklát fyrir að hafa átt hann að. Það er dýrmætt að eiga góða foreldra og fjölskyldu og eign- ast síðan fjársjóð í tengdaforeldrum sínum og fjölskyldu þeirra. Ég kveð tengdaföður minn, Nils ísaksson, með þakklæti og virðingu og bið góðan Guð að blessa minningu hans og gefa honum frið. Elsa Petersen Hinn 16. febrúar lézt á sjúkra- deild Hrafnistu Nils ísaksson, fyrrv. skrifstofustjóri Síidarútvegsnefnd- ar á Siglufirði. Útför hans verður gerð í dag frá Fossvogskirkju. Nils var fæddur á Eyrarbakka 3. marz 1893. Foreldrar hans voru hjónin ísak Jónsson, verzlunarmað- ur þar, ættaður frá Vindási í Land- sveit, og Ólöf Ólafsdóttir frá Árgils- stöðum í Hvolshreppi. Nils ólst upp í foreldrahúsum á Eyrarbakka og hóf ungur störf hjá hinni þekktu Lefoliiverzlun þar sem faðir hans starfaði. Árið 1922 fluttist hann til Ólafsvíkur þar sem hann vann við verzlun Garðars Gíslasonar tii 1927 er hann fluttist til Sigluíjarðar ásamt móður sinni, Ólöfu systur sinni og manni hennar, Einari Krist- jánssyni, sem síðar meir gerðist forstjóri Efnagerðar Akureyrar hf. Á Siglufirði starfaði Nils einkum við verzlunar- og skrifstofustörf, m.a. hjá Þjóðverjanum dr. Paul, sem rak þar síldarverksmiðju um árabil. Árið 1946 hóf Nils störf á skrif- stofu Síldarútvegsnefndar á Siglu- firði og starfaði þar í rúml. tvo ára- tugi, lengst af sem skrifstofustjóri. Nils kvæntist eftirlifandi konu sinni, Steinunni Stefánsdóttur, 1933. Steinunn er ættuð úr Fljótum í Skagafirði. Þau eignuðust fjögur börn og var heimili þeirra á Siglu- firði allt til ársins 1967, er Nils lét af störfum vegna aldurs. Fluttu þau hjón þá til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til ársins 1986 er þau fluttu að Boðahlein 8 í Garðabæ. Börn þeirra Steinunnar og Nils eru: Gústav, framleiðslustjóri hjá Kísiliðjunni við Mývatn, kvæntur Þóru Ólafsdóttur frá Siglufirði, Ólafur, löggiltur endurskoðandi og fv. skattrannsóknastjóri, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur frá Siglufirði, Bogi, rannsóknarlögreglustjóri, kvæntur Elsu Petersen frá Reykja- vík, og Anna, bókari, gift sr. Frið- riki J. Hjartar, sóknarpresti í Ólafsvík. Hér hefir aðeins verið stiklað á stóru í sambandi við æviferil Nils. Kynni okkar Nils ísakssonar hófst er við um tíma seint á fimmta áratugnum störfuðum saman hjá Síldarútvegsnefnd á Siglufirði. Þótt aldursmunur væri mikill bundumst við þá vináttuböndum, sem héldust ætíð síðan. Á skrifstofunni á Siglu- firði ríkti góður starfsandi hjá þeim fáu mönnum sem þar unnu, enda var húsbóndinn, Jón heitinn Stef- ánsson, framkvæmdastjóri, meðal mikilhæfustu manna, sem ég hef kynnst um dagana. Milli þessara tveggja ágætu manna, Nils og Jóns, ríkti alla tíð míkil vinátta. Öllum störfum sínum gegndi Nils af samvizkusemi og kostgæfni, enda var mikið til hans leitað í sam- bandi við bókhald og endurskoðun, bæði af hálfu einkafyrirtækja og bæjarfélagsins. Nú þegar Nils ísaksson er kvadd- ur sækja margar minningar á hug- ann. Vinsældir hans voru einstakar enda var greiðvikni hans viðbrugðið og jafnan bar hann fyrir bijósti hag ifnfi-ÉftÍiBH i •j.ia/5iM áaiiiifisw/ i þeirra, sem minnst máttu sín. Nils var fyrirmannlegur í fasi og hið mesta snyrtimenni og kímnigáfu hafði hann ríkari en flestir menn, sem ég hef kynnzt. Hestamaður var Nils mikill og átti oft góða fararskjóta. Minnis- stæð er mér skemmtileg ferð, er ég fór á þessum árum með þeim hjónum, Steinunni og Nils, ríðandi yfir Siglufjarðarskarð inn í Fljót. Hvar sem komið var við var Nils fagnað eins og þjóðhöfðingi væri á ferð, enda hafði hann sérstakt lag á því að skapa þægilega stemmn- ingii hvar sem hann fór. Ég mun ætíð minnast Nils ísaks- sonar sem mikils drengskapar- manns og góðs vinar. Við Sigrún sendum Steinunni og öllum öðium aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Gunnar Flóvenz Afi minn og nafni er nú látinn tæplega níutíu og átta ára að aldri og verður hann í dag til moldar borinn. Á slíkri stundu streyma um í huga mínum allar þær góðu minn- ingar sem ég á um þennan einstaka mann. Hann var maður sem ég dáði gg leit upp til frá því ég fyrst man eftir mér. I raun finnst mér samverustund- ir mínar með afa hafa verið allt of fáar þar sem við bjuggum lengst af á sitt hvoru horni þessa lands. En samverustundirnar voru góðar og alltaf var það jafn mikið tilhlökk- unarefni að fara suður og heim- sækja afa og ömmu, eða að fá þau í heimsókn í Mývatnssveitina. Á mínum æskuárum fannst mér fátt skemmtilegra en að „spássera" með afa um götur Reykjavíkur. Þegar hann og amma bjuggu á Leifsgötunni, þá fór hann daglega í gönguferðir um bæinn og þá oftar en einu sinni á dag. Þetta gerði hann aðallega til að viðhalda góðri heilsu og að hitta vini sína. Hann var alltaf jafn glæsilegur til fara og í raun var hann „pjattaður" varð- andi klæðaburð. Sjaldnast sá ég hann öðruvísi en í jakkafötum með bindi og í nýburstuðum skóm, nema þá þegar hann var-í hestamennsku. Úti gekk hann í frakka með hatt og iðulega með staf. Þegar ég gekk með honum um göturnar fannst mér alltaf eins og hans persóna væri stór hluti af bæjarlífinu og jafnvel ómissandi. Hann þekkti nærri annan hvern mann sem hann mætti og þegar hann ræddi við fólk, var það oft í gamansömum tón. Afi hafði skrifstofustörf að at- vinnu nær alla sína tíð og eru það BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. fáir ef einhverjir sem starfað hafa við bókhald jafn lengi og hann. Hann byrjaði við verslun á Eyrar- bakka um aldamótin, þá smá patti og hætti ekki að vinna fyrr en hann var kominn á tíræðisaldurinn. Síð- ustu starfsár sín sá hann um bók- hald fyrir nokkur fyrirtæki í Reykjavík. Það var líka aðdáunar- vert að sjá hann leggja saman tölur í huganum, svo snöggur var hann og kannski ekki furða þar sem reiknivélar þekktust ekki á Bakkan- um_í gamla daga. Ég minnist þeirra stunda síðustu ára með söknuði, þegar ég sat með afa úti í garðhúsi á heimili hans og ömmu í Garðabænum og við spjölluðum saman um heima og geima. Þá sagði hann mér oft frá unglingsárum sínum á Eýrarbakka á meðan hann reykti pípuna sína í rólegheitum. Það var greinilegt að þessi unglingsár voru honum mjög kær og í fersku minni. Þá var einn- ig gaman að fara með hann í bíltúr til Eyrarbakka og um nærliggjandi sveitir, því þar þekkti hann hverja þúfu, enda farið um allt á hestum eða fótgangandi. Það er og verður mér mjög minn- isstætt hversu barngóður afi var og hvað börn löðuðust að honum. Hann kunni ótal vísur og raulaði þær fyrir sjálfan sig og aðra og er það kannski ein af ástæðum þeirrar hylli sem hann hlaut meðal barna. Til dæmis man ég að skömmu eftir að systurdóttir mín lærði að tala, var hún farin að raula vísurnar, sem hún hafði heyrt langafa sinn fara með. Það voru engar barnagælur, heldur vísur með flóknum og sjald- gæfum orðum sem hún vissi ekkert hvað þýddu, en það skipti engu máli. Þó að afi hafi lifað lengur en margur annar, fannst mér fyrir um ári síðan, að hann ætti mörg ár eftir ólifuð. Á síðasta ári fór hann að kenna sér meins sem síðan leiddi til andláts hans. Afi hafði alla tíð verið heilsuhraustur maður. Hann stundaði íþróttir í æsku og var mik- ill hestamaður. Útreiðar stundaði hann frá barnæsku og fram á tíræð- isaldur. Ég bið þig góði Guð að styrkja Ömmu mína í sorg hennar. Ég mun ávallt minnast afa og góðu stund- anna sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Nils Gústavsson Fleirí greinar um Nils Ing- ólfsson munu birtast næstu daga t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBJARTAR G. EGILSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem lést á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavik, mánudaginn 18. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Jónína Ósk Guðbjartsdóttir Kvaran, Axei Kvaran, Rúnar Guðbjartsson, Guðrún Þ. Hafliðadóttir, Brynjar Kvaran, Svavar Kvaran, Axel Kvaran, Hafdís Rúnarsdóttir, Guðbjartur Rúnarsson, Rúnar Rúnarsson og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður míns, tengdaföður, afa og langafa, KARLS BJARNASONAR, Blómvallagötu 12, Reykjavík. Bjarnveig Karlsdóttir, Sigurbjörn Eldon Logason, Karl Rúnar Sigurbjörnsson, Eybjörg Einarsdóttir, Tryggvi Jakobsson, Telma og Teresa Tryggvadætur. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SVEINS ÞORSTEINSSONAR múrara, Álfheimum 42. Helga Jónsdóttir, Jórunn Sveinsdóttir, Hjálmar Kristinsson, Mínerva Sveinsdóttir, Guðmundur Marísson, Þorsteinn Sveinsson, Helga Björg Helgadóttir, Ástríður Sveinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför INGA BJÖRNS ÍVARSSONAR frá Djúpavogi, Furugerði 1, Reykjavík. Jónlína ívarsdóttir, vinir og ættingjar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför litla sonar okkar og bróður, HJALTA FREYS HANNESSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Barnaspítala Hringsins. Hannes Alfreð Hannesson, Anna María Jóhannsdóttir, Harpa Heiðrún Hannesdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS DANÍELSSONAR, Sólbakka, Elínborg Ólafsdóttir, Benedikt Axelsson, Sigrún Olafsdóttir, Sigurbjartur Frímannsson, Hannes Olafsson, Laufey Einarsdóttir, Elín Asa Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS MAGNÚSSONAR, Laufskógum 32, Hveragerði. Brynhildur Baldvins, Dorothe Gunnarsdóttir, Valdimar Svavarsson, Erla Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VILBERGS SIGURJÓNSSONAR, Kvistalandi 22, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks háls-, nef- og eyrnadeildar A4 á Borgarspítalanum fyrir umönnun og hlýju. Sigríður Gunnlaugsdóttir, góða Málfríður Vilbergsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Sigrún Vilbergsdóttir, Ásrún Vilbergsdóttir, Ýr Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Vilbergsson, Stefán Már Óskarsson og barnabörn. Þráinn Hjálmarsson, Þórarinn Ingólfsson, Viktor Viktorsson, Sigurður Grétarsson, Elísabet María Sigfúsdóttir, l.í’h * * k c *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.