Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 21
MOÍttíÚtíB'LAÐie ÖRÍÐJÚÐAGÚR 26. FEBRÚÁR 'Í991 21 Reuter Stuðningsmenn Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, hrópa nafn hans á mótmælafundi í Moskvu á sunnudag. Miklu fleiri sóttu fundinn en fund stuðningsmanna harðlínukommúnista og harðlínumanna í Rauða hernum daginn áður. Búlgaría: Todor Zhívkov sóttur til saka fyrir fjárdrátt Sofíu. Reuter. TODOR Zhívkov, fyrrum forseti Búlgaríu, var dreginn fyrir rétt í Sofíu, höfuðborg landsins, í gær, sakaður um fjárdrátt. Hann er fyrsti fyrrum leiðtogi Austur-Evrópuríkis sem er sóttur til saka fyr- ir misferli á valdatíma sinum. Ráðherrar í ríkissljórn Zhívkovs veltu honum úr sessi í nóvember 1989. Hann hafði þá verið við völd í Búlgariu í 35 ár og var sá leiðtogi í Austur-Evrópu sem lengst hafði setið á valdastóli. Zhívkov er sakaður um að hafa dregið sér 26 milljónir Leva úr opinberum sjóðum, eða sem samsvarar um 220 milljónum íslenskra króna, til að standa straum af kostnaði við lúxus- lifnað sinn. Zhívkov, sem var mikill veiðimað- ur, er sagður hafa safnað veiðihús- um. Auk þess átti hann lysti- snekkju og einkalest. Voru allar þessar eignir gerðar upptækar er honum var steypt af stóli. Þá á hann að hafa dregið sér fé til að kaupa glæsilegar íbúðir og vestræn- ar bifreiðar handa sér, vinum og vandamönnum. Zhívkov er 79 ára gamall og neitar öllum ásökunum um fjár- drátt. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangels- isdóm. Taldar eru líkur á að réttarhöldin geti tafist eitthvað vegna fonnsat- riða. Segist veijandi Zhívkovs ætla að fara fram á að þeim verði frest- að þar til frekari sönnunargögn liggi fyrir. Réttarhöldum í máli fyrr- um ráðherra í ríkisstjórn Búlgaríu var frestað í síðustu viku þar sem margir þeirra er bera áttu vitnis- burð í málinu fundust ekki. Reuter. Todor Zhívkov, fyrrum forseti Búlgaríu, brosir við upphafi réttar- haldanna gegn honum í gær meðan lögmenn hans bera saman bæk- ur sínar. Grænland: Ofbeldi eykst enn Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, OFBELDI fer vaxandi í Græn- landi og verður stöðugt grófara, að því er fram kemur í skýrslu Jens Wacher lögreglustjóra um afbrot þar í landi í fyrra. Wacher lauk skýrslu sinni árið áður með sömu niðurlagsorðum og nú en árið 1989 hafði ofbeldiverkum einnig ijölgað. Það ár voru framin 13 morð í Grænlandi en 23 í fyrra, eða fleiri en nokkur dæmi eru um. Andstæðar íylkingar efna til útifunda í Moskvu: Fjölmennur fundur til stuðnings Borís Jeltsín Mun færri á fundi harðlínukommúnista Moskvu. Reuter. TUGÞÚSUNDIR fylgismanna Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, söfn- uðust saman við múra Kremlar á sunnudag og hrópuðu vígorð til stuðnings honum. Voru fundarmenn mikið fleiri en á fundi harðlínu- kommúnista daginn áður en þar mættu 40.000 eða fimmfalt færri en búist hafði verið við. Hafði verið rekinn gegndarlaus áróður fyr- ir því að menn mættu til fundar harðlínumanna. Á fundi harðlínumanna veifaði mannfjöldinn rauðum fánum og myndum af Lenín. Nokkur hundruð stuðningsmenn Borís Jeltsíns efndu til mótmæla í nágrenni fundarstað- ar harðlínumanna og á einu skilta þeirra stóð að Sovétríkjunum staf- aði meiri hætta af Kommúnista- flokknum en alnæmi. Á fundi stuðn- ingsmanna Jeltsíns á sunnudag tóku nokkrir umbótasinnaðir þing- menn til máls og gagnrýndu Míkhaíl Gorbatsjov sovétforseta harðlega. Var hann sakaður um að hafa vald- ið glundroða og sagður ófær um að ráða fram úr efnahagsörðugleik- um Sovétríkjanna. Sovéska þingið fyrirskipaði lýð- veldunum í gær að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíð sovéska ríkjasambandsins 17. mars næst- komandi, en sjö af lýðveldunum 15, þar með talin Eystrasaltsríkin þijú, höfðu ákveðið að efna ekki til at- kvæðagreiðslunnar. Gorbatsjov hugðist fá stuðning sovésku þjóðarinnar við hugmyndir sínar um framtíð ríkjasambandsins í atkvæðagreiðslum 17. mars. Eystrasaltsríkin telja sig hins vegar ekki þurfa að efna til þess þar sem þau hafi verið ólöglega innlimuð árið 1940. Ákváðu þau að efna til eigin atkvæðagreiðslu um sjálf- stæði ríkjanna. Hefur hún farið fram í Litháen en er ráðgerð í Lett- landi og Eistlandi næstkomandi laugardág en í samþykkt sovéska þingsins voru kosningar þessar lýst- ar ólögmætar. Þingmenn samþykktu með -yfir- gnæfandi meirihluta að skylda lýð- veldin til að halda þjóðaratkvæða- greiðsluna en Gorbatsjov hafði áður lýst yfir því að þeim væri það í sjálfsvald sett hvort þau efndu til hennar. „Að svipta þjóðina réttinum á því að taka afstöðu til ríkjasam- bandsins er brot á sovéskum borg- ararétti,“ sagði Vladímír Orlov, Borís Jeltsín formaður kjörstjórnar. Þingið sam- þykkti að verksmiðjur og héraðs- stjórnir hefðu fullan rétt til að efna sjálfar til atkvæðagreiðslu innan sinna vébanda, væntanlega af ótta við að stjórnir lýðveldanna myndu enn reyna að standa á móti henni. Jafnframt að fjölskyldur verk- smiðjufólks gætu kosið í verksmiðj- unum. VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts í landbúnaði er 1. mars Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða og pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtumanni ríkis- sjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. Bent skal á að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. fréttaritara Morgunblaðsins. Þar á meðal eru sjö manns sem myrtir voru á nýjársnótt í bænum Narsaq. í fyrra voru gerðar 36 tilraunir til manndráps miðað við 27 árið 1989. Alls voru kærur vegna ofbeld- isverknaðar 415 talsins í fyrra, þar af 162 nauðganir eða nauðgunartil- raunir. Sifjaspellum og skirlífsbrot- um fjölgaði úr 112 í 138. Voru brot af því tagi, sem kærð hafa verið, tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.