Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 13
m.
„Lena Rós“. Dansstúdíó Sóleyjar.
Frá „Free-style“ um
jass til foxtrott
Dans
Ólafur Ólafsson
Menntamálaráðuneytið og
Reykjavíkurborg stóðu fyrir
Listahátíð æskunnar dagana
20.-28. apríl. Þetta var gert til
að vekja athygli á listsköpun
barna og unglinga, hvetja þau til
dáða og gefa þeim markmið til
að vinna að. Þetta er lofsvert
framtak og verður vonandi ekki
í eina skiptið, sem slík listahátíð
verður haldin. Á listahátíðinni
hefur verið komið víða við og í
tveimur greinum mun sá sem
þetta ritar fjalla um helstu atrið-
in, þar sem ballett og dans hvers
konar var á dagskrá. Hér er fjall-
að um free-style“-dans, jassballett
og samkvæmisdans. í annarri
grein verður svo vikið að ballett.
Börn og unglingar, sérstaklega
í kröfuhörðu listnámi, þurfa að fá
að reyna sig við sömu aðstæður
og fullorðnir. Atriðin fóru fram á
ýmsum stöðum, m.a. í Borgarleik-
húsinu, Listasafni íslands, Gerðu-
bergi, Hótel Borg, Hótel íslandi
og víðar. Skipulag hátíðarinnar
virðist á prenti vera ljómandi, en
á sumum stöðunum var fram-
kvæmdinni mjög áfátt af hendi
skipuleggjenda og enginn fulltrúi
listahátíðarinnar sjáanlegur. í því
sambandi vil ég sérstaklega nefna
Hótel Borg, þar sem níu sinnum
var boðið upp á dagskráratriði og
a.m.k. í sjö skipti var boðið upp
á ónothæft hljómburðarkerfi,
enga eða lélega lýsingu og hálf-
tíma seinkun. Enginn „fullorðinn"
listamaður hefði látið bjóða sér
slíkt, en það virtist vera æskunni
boðlegt. Skipulag í Borgarleikhúsi
var aftur á móti gott og til fyrir-
myndar á Listasafni íslands.
Hér er ekki ætlunin að tíunda
hvert atriði fyrir sig, heldur skal
reynt að draga upp einhveija
heildarmynd af því, sem fram fór.
„Free-style“-dans er líklega nýj-
asta brumið í dansi, sem eitthvað
virðist ætla að dafna. Alla vega
var dans Unnar Pálmarsdóttur á
Hótel Borg góður og eins funk
jass-atriði frá Hafdísi í World
Class í Borgarleikhúsinu hressi-
legt, einkum sólódans Guðfinnu
Björnsdóttur. Hvort þessi dans-
grein þróast og dafnar (eða hverf-
ur eins og break-dansinn og fjöl-
margir tískudansar) verður tíminn
að leiða í ljós.
Jassballettskóli Báru hafði látið
útsetja Maístjörnu Jóns Ásgeirs-
sonar, svo úr varð stuttur jassbal-
lett. Hann var svo fluttur í Borg-
„Mary Poppins". Dansstúdíó Sóleyjar.
arleikhúsinu við góðar undirtektir.
Kóreógrafían var að vísu ekki eins
rismikil og fjölbreytt og tilefni
hefði verið til, en óþreytandi virð-
ist Bára Magnúsdóttir við að setja
á svið frásagnarballetta. Kannski
fylgir meira í kjölfarið seinna,
hver veit, því viðleitnin er lofs-
verð. Þetta framlag Jassballett-
skóla Báru var mun athyglisverð-
ara en það sem sýnt var á Hótel
Borg, en þar stendur lítið eftir
nema ungur senuþjófur í „Hanky-
Panky“-atriðinu. Ónnur jassbal-
lettsýning vakti einnig mikla at-
hygli, en það var nemendasýning
Dansstúdíós Sóleyjar. Á fjöl-
mennri nemendasýningu eru at-
riðin misjöfn að gæðum, en þau
bestu voru oft mjög góð. Þar er
vert að geta dansa úr söngleikn-
um um Mary Poppins. Þar komu
við sögu börn, fullorðnir og ýmis
furðudýr og framvinda sögunnar
komst vel til skila. Bryndís Einars-
dóttir, Jón Egill Bragason og Sól-
ey Jóhannsdóttir sömdu dansana.
Þau Bryndís og Jón Egill dönsuðu
svo ásamt fjölda barna. Þó oft
hafi látbragðið ráðið mestu er ég
ekki í nokkrum vafa um að sam-
tenging á dansi, látbragði og tón-
list hefur mikið uppeldislegt gildi
fyrir ungmennin. Gott uppátæki.
Frá sýningu Dansstúdíós Sóleyjar
er einnig vert að nefna atriðið
„Lena Rós og Company". Þar var
tekið á ýmsum dægurmálum, svo
sem einelti, stríðni, öfund og sátt-
um. í stuttum dansi var tekið á
þessu og úr varð ballett, sem flutti
boðskap, en var ekki bara röð af
sporum í ákveðnum takti. Þar
vakti átakalaus og þokkafullur
dans Lenu Rósar Ámundadóttur
athygli. Þó kóreógrafía Shirlene
Alicia Blake fari hægt af stað var
hún þó betri en maður á oft að
venjast.
Samkvæmisdansar voru einnig
réttilega með á þessari fyrstu
listahátíð æskunnar, enda liggur
langt og strangt nám að baki ár-
angri bestu dansaranna. Sum
börnin stóðu vart út úr hnefa. Þau
elstu voru um 16 ára. í samein-
ingu sýndu þau þó svo ekki er
um að villast að mikil framför
hefur orðið hér á landi í sam-
kvæmisdönsum á síðari árum og
er það vel. Dansararnir voru þó
misjafnir. Það var gaman að sjá
unglinga úr Dansskóla Heiðars
spreyta sig á standarddönsum í
mynsturdansi. Hér vil ég geta
góðrar framgöngu yngstu barn-
anna í Dansskóla Hermanns
Ragnars (í Listasafni íslands),
dansara frá Dansskóla Jóns Pét-
urs og Köru og ekki síst ungling-
anna frá Dansskóla Sigurðar Há-
konarsonar (í Borgarleikhúsinu).
Það er vonandi að ekki líði lang-
ur tími þar til Listahátíð æskunn-
ar verði haldin á ný. Æskuna
þarf að hvetja til að gera eitthvað
jákvætt og uppbyggjandi. Við,
þessi eldri, verðum líka að gefa
okkur tíma til að staldra við og
fylgjast með og þakka þeð sem
vel er gert. Ungu listamenn: Haf-
ið mína þökk.
SIEMENS-dæð/
STORGLÆSILEG
NÝ ÞVOTTAVÉL
FRÁ SIEMENS!
\
r s
— — —
© "
Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun
og hönnun heimilistækja.
í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í
gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið-
endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð
tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem
býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur
þekkst.
Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og
þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt
svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og
þann hámarkshita sem hann þolir.
Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina
í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er
f gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því
sem þvegið er.
Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns-
hripum heldur vatninu á stöðugri
hreyfingu og tryggir þannig jafnt
gegnumstreymi á vatni um
þvottinn. Þessi nýjung sér til
þess að þvotturinn fær bestu
hugsanlegu meðhöndlun.
SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og
óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er
mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst
stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð
tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með.
Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar
og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa
endingu.
Gæði á gæði ofan frá SIEMENS
SMITH & NORLAND
Nóatúni 4, 105 Reykjavik.
Ég vil gjarnan fá sendan baekling með nánari upplýsingum
um þessa athyglisverðu vél.
Naln
Heimilisfang
SMITH&
NORLAND