Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 14
MORGÍJNB WVÐIÐ / HIÐJ'IKUlIAqiiR/, Jj ■ M4Í )/l 99 1
14
Hvað borða Islendingar
Niðurstöður könnunar á mataræði Islendinga
eftir Laufeyju
Steingrímsdóttur
Nýlega Jauk mikilli könnun á
mataræði íslendinga á vegum heil-
brigðisráðuneytisins og Manneldis-
ráðs. Niðurstöður könnunarinnar
sýna matarvenjur nútíma íslend-
inga í allri sinni margbreytni, allt
eftir aldri, búsetu og aðstæðum
fólks, auk þess sem þær varpa ljósi
á helstu kosti og annmarka íslensks
mataræðis.
Tilgangurinn með öflun slíkra
upplýsinga er ekki síst sá að geta
veitt betri og markvissari fræðslu
um mataræði og hollustu, en vænt-
anlega munu niðurstöðurnar koma
víðar að gagni, bæði við stjórnun
heilbrigðismála og rannsóknir á
heilsufari í landinu.
Þegar litið er á niðurstöður könn-
unarinnar blasir sú gamalkunna
staðreynd við að fæði íslendinga
er að jafnaði of feitt en yfirleitt
nokkuð nærringarríkt. Fituríkt fæði
er engin nýlunda á íslandi, sjálfsagt
hefur fæði okkar alla tíð verið held-
ur feitara en gengur og gerist með-
al flestra annarra þjóða. Þeir sem
eru komnir yfir miðjan aldur þekkja
vel hversu gaumgæfilega hver ein-
asta hvít arða var nýtt til matar
fyrir fáum áratugum og hvílík sóun
þá hefði þótt að skera burtu hveija
ljósleita tæju af kjöti eins og nú er
gert. Fitan var verðmæti, hún var
mikilvægur orkugjafi þjóðar sem
bjó við kröpp kjör í harðbýlu landi.
í ljósi þessarar fortíðar kemur
ef til vill nokkuð á óvart, að fæði
Islendinga er greinilega feitara nú
en á árunum fyrir stríð. Heimildir
um fæði Islendinga frá þessum tíma
eru óvenju traustar því árið 1939
var gerð ítarleg og vönduð könnun
á mataræði íslendinga þar sem öll
fæða til heimilisins var tíunduð, þar
með talin hver fítuögn. Það var
prófessor Júlíus Siguijónsson sem
stjórnaði þeirri könnun en Manneld-
„Sú hversdagslega at-
höfn að smyrja brauðið
sitt virðist afdrifaríkust
hvað þetta varðar. Þeir
sem smyrja þykku lagi
af smjöri eða smjörlíki
á brauð o g kex borða
feitasta fæðið og fá
hvorki meira né minna
en 48% orkunnar úr fitu
að jafnaði."
isráð íslands var einmitt stofnað í
tengslum við þessar framkvæmdir.
Þegar niðurstöður þessara
tveggja kannana eru bornar saman
kemur að sjálfsögðu í ljós, að fæði
íslendinga hefur um margt gjör-
breyst, nánast umturnast á hálfri
öld. Neysla grænmetis og ávaxta
hefur margfaldast og sömu sögu
er að segja um ótal fæðutegundir,
svo sem kökur, kex, sælgæti og
sæta drykki. Hins vegar er mun
minna borðað af kjötfítu en áður,
meira að segja svo að fíta úr kjöti
vegur tiltölulega lítið í heildarneyslu
mörlandans. Samt sem áður er fítu-
neyslan í heild meiri nú en árið
1939 og eins og sjá má hefur aukn-
ingin orðið mest í sveitum og þétt-
býli við sjávarsíðuna en minni á
höfuðborgarsvæðinu og öðrum
verslunarstöðum.
Eru þetta ekki einfaldlega mistök
í útreikningum kann einhver að
spyija. Hvaðan kemur eiginlega
þessi fíta sem á að hafa bæst við
matinn? Niðurstöður nýju könnun-
arinnar veita einmitt svör við þess-
um spumingum. Þar kemur glöggt
í ljós að nánast helmingur þeirrar
fítu sem nútíma íslendingar borða
kemur úr smjöri, smjörlíki og olíum,
það er að segja alls konar feiti sem
notuð er við matargerð og sælgæt-
isgerð, í bakstur, sósur, á brauð,
Laufey Steingrímsdóttir
kex og með mat. Fita úr ostum og
mjólkurvömm er einnig töluverð og
meiri en fyrir stríð en kjötfitan ein
hefur minnkað.
Það vekur athygli, að fáein sára-
einföld atriði ráða að miklu leyti
fituneyslu íslendinga samkvæmt
könnuninni. Sú hversdagslega at-
höfn að smyija brauðið sitt virðist
afdrifaríkust hvað þetta varðar.
Þeir sem smyija þykku lagi af
smjöri eða smjörlíki á brauð og kéx
borða feitasta fæðið og fá hvorki
meira né minna en 48% orkunnar
úr fítu að jafnaði. Hinir sem smyija
þunnt fá aðeins 35% orku úr fítu
að jafnaði. Smurningin vegur þetta
þungt, einfaldlega vegna þess að
flestir borða brauð og kex ekki
aðeins daglega heldur oft á dag.
Þegar allt kemur til alls er það
grár hversdagsleikinn sem skiptir
mestu máli fyrir hollustuna, jafnvel
meira máli en fituríkar krásir, sem
eru tiltölulega sjaldan á borðum.
Á sama hátt hafa feiti og sósur
Hlutföll orkuefna
íslenskt fæöi Manneldismarkmiö
Fituhlutfall fyrr og nú
Kannanir árin 1939, 1979 og 1990
með hversdagsmat meiri áhrif á
daglega fituneyslu en sælkerasósur
á stórhátíðum. Sérstaklega er áber-
andi að margir virðast nota feiti
eða kokteilsósu í þvílíku magni með
algengum hversdagsmat, að annars
hollur matur nánast drukknar í fitu.
Könnun heilbrigðisráðuneytisins
sýnir glögt að íslenskt mataræði
býr yfír mörgum góðum kostum.
Fæði flestra landsmanna er bæti-
efnaríkt og með afbrigðum prótein-
ríkt enda borða íslendinga meiri
fisk en nokkur önnur Evrópuþjóð
nema ef vera skyldi Færeyingar.
Einnig kemur skýrt í ljós, að þótt
fitan sé mikil að öllum jafnaði borða
margir landsmenn tiltölulega fitulít-
ið fæði.
Það vekur sérstaka athygli að
fólk sem stundar einhveija líkams-
rækt borðar heilsusamlegri og fitu-
minni fæðu en aðrir, en á hinn bóg-
inn borða reykingamenn á miðjum
aldri feitasta matinn. Hollt matar-
æði er þannig hluti af heilbrigðum
lífsstíl, lífsmáta sem viö öll ættum
að geta tileinkað okkur að ein-
hveiju leyti, ekki aðeins til að forð-
ast sjúkdóma, heldur fremur til að
hafa þrek og heilsu til að njóta
þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Höfundur er næringarfræðingur.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Þjóð án málsvara
eftir Njörð P.
Njarðvík
í franska blaðinu Le Monde birt-
ist í liðnum mánuði eins konar
skopteikning af tveimur mönnum
í þyrlum yfir írak. Ég segi eins
konar, því að skopið frýs í huganum
við nánari umhugsun, eins og
stundum gerist í góðum teikning-
um af þessu tagi. Fyrri þyrlunni
flýgur Saddam Hussein illilegur á
svip með geltandi vélbyssur og
kastar sprengjum yfír Kúrda. Á
eftir flýgur Bush Bandaríkjaforseti
brosandi og varpar matvælum í
fallhlífum yfír þetta sama fólk.
David Hearst, blaðamaður við
breska blaðið Guardian, var við-
staddur svipaðan atburð og myndin
lýsir. Matvælum var að vísu ekki
varpað úr þyrlum, því miður, held-
ur Hercules-flutningavélum. Fall-
hlífamar drógu lítið úr fallhraða
50 kílóa kassa sem skullu á tjald-
búðum Kúrda utan í fjallshlíð.
Þennan morgun krömdust tveir
drengir til dauða undir kössunum
og síðar um daginn sex manns til
viðbótar, þrír fullorðnir karlmenn
og þijár konur, þar af ein bamshaf-
andi. Hjá blaðamanninum stóð
tyrkneskur liðsforingi og sagði án
þess að bregða svip: „Þið vestur-
landamenn emð svo rómantískir.
Fyrst átti að bjarga hvölum, svo
skjaldbökum og nú á að bjarga
Kúrdum.“
... heldur deyja þegjandi
Kúrdar eru ámóta fjölmenn þjóð
og allir Norðurlandabúar. Land
þeirra er talið eign íraka, írana,
Tyrkja, en einnig Sovétmanna og
Sýrlendinga að litlum hluta, rétt
eins og land Sama er talið eign
Norðmanna, Svfa, Finna og Sovét-
manna. Kúrdar hafa ekki gefið land
sitt fremur en Samar. Því hefur
verið ráðstafað samkvæmt reglu-
stiku og hagsmunum stórvelda.
Kúrdar hafa ekki verið spurðir.
Þeir hafa ekki verið taldir eigendur
eins eða neins. „Sáttmáli" allsheij-
arþings Sameinuðu þjóðanna um
sjálfsákvörðunarrétt þjóða frá
1976 virðist ekki eiga við um þá.
Örsmá ríki á borð við Kitts og
Nevis með rétt um 50 þúsund íbúa
hafa fengið aðild að Sameinuðu
þjóðunum. Ekki Kúrdar. Gagnstætt
hvölum eiga þeir sér nefnilega eng-
an málsvara.
Franskur prófessor að nafni
Pierre Lellouche spyr að því í grein
í Newsweek 22. apríl hvernig
standi á því að allir séu sammála
um að þijár milljónir Palestínu-
manna eigi rétt á ríki en ekki 25
milljónir Kúrda: „Er það vegna
þess að Kúrdar sprengja ekki flug-
vélar né ástunda önnur hryðjuverk,
heldur deyja þegjandi? Er það
vegna þess að enginn vill sjá Kúrd-
istan, og allra síst Tyrkland og ír-
an?“
Annar Frakki, blaðamaðurinn
André Fontaine, skrifar af tals-
verðri kaldhæðni um málefni Kúrda
í Le Monde 6. apríl. Hann segir
þar að öfugt við álit manna sé
George Bush ekki tilfínningalaus
maður. Hann hafi meira að segja
gert hlé á golfleik til að lýsa yfir
að hann hafi áhyggjur af þjáning-
um fólks í írak. Hann hafí verið
fús að leyfa fjölþjóðahernum að
slátra þegnum Saddams Husseins
tugþúsundum saman til þess að
koma emírnum í Kúveit aftur á
valdastól, manni sem síðan hafi
heldur betur sýnt lýðræðisást sína
og stjómsemi. Hann hafi sömuleið-
is verið fús þann 15. febrúar að
hvetja íbúa íraks til þess opinber-
lega, bæði hermenn og óbreytta
borgara, að rísa upp og velta ein-
ræðisherra sínum úr sessi. Talið
hefði verið að hann myndi skipa
svo fyrir að bandarískar herflugvél-
ar kæmu í veg fyrir að Saddam
Hussein beitti herþyrlum gegn upp-
reisnarmönnum. Þær hefðu hins
vegar haft frítt spil að stráfella
fyrst Shi’ita í suðri og síðan Kúrda
í norðri. Fontaine heldur því fram
með tilvitnun í International Herald
Tribune, að stefna bandaríkja-
stjómar hafi verið sú að vonast
eftir nýrri stjórn Súnníta í Bagdad
í kjölfar átaka hersins við uppreisn-
armenn ,— enda myndu þau átök
veikja Saddam Hussein, hreyfíngu
Shi’ita (hliðholla íran) og Kúrda.
... og heimurinn horfir á
Kúrdar eru indó-evrópsk þjóð
sem sögð er hafa lifað á sama land-
svæði í þúsundir ára og tala tungu
af grein vestur-íranskra mála. Þeir
eru m.ö.o. ekki arabar, en snerust
til Islam á 7. öld. Þegar Ottoman-
veldið var leyst upp eftir lok heims-
styijaldarinnar fyrri, var gert ráð
fyrir sjálfstæðu Kúrdistan í sátt-
mála kenndum við Sevres (1920).
En sá sáttmáli komst aldrei í fram-
kvæmd. Kemal Ataturk náði völd-
um í Tyrklandi og tókst að fá Kúrda
í lið með sér gegn Grikkjum. Svo
var gerður nýr sáttmáli í Lausanne
1923 milli Tyrkja og vesturvelda,
og þá voru staðfest þau ríki araba
sem tilgreind vom í fyrri sáttmála,
en hvergi minnst á sjálfstæði Kúrd-
istans. Hins vegar var hluti þess
svæðis (Mosul) afhentur írak. Nú
snerist Ataturk umsvifalaust gegn
Kúrdum, en viðurkenndi ekki einu
sinni tilvist þeirra sem þjóðar, held-
ur kallaði þá „Fjalla-Tyrki“, slátr-
aði menntamönnum þeirra og
bannaði öll þjóðareinkenni, tungu
og klæðaburð. Síðan hafa Kúrdar
gert ýmsar uppreisnartilraunir, en
þær hafa verið bældar niður, og
þeir hafa sætt stöðugri kúgun (að
vísu mismikilli eftir aðstæðum og
ríkjum). Er mörgum enn í fersku
minni er Saddam Hussein réðst á
bæinn Halabja skammt frá landa-
mærum írans 17. mars 1988, þeg-
ar 5.000 manns, aðallega óbreyttir
borgarar, létust af völdum eitur-
gass. Aðeins eitt dæmi af ótal
mörgum.
Og nú héldu Kúrdar að þeirra
tími væri loks kominn. Nú var tal-
að um „nýja skipan heimsmála".
Einn helsti kúgari þeirra hafði beð-
ið afhroð í styijöld, og þeir voru
hvattir til uppreisnar. Þeir heyrðu
samviskuraddir heimsins krefjast
skilnings á sjálfsákvörðunarrétti
Palestínumanna og Eystrasaltsríkj-
anna. Og þeir risu upp. Síðan hefur
heimurinn horft á þá flýja og deyja,
karlmenn, konur og börn. Og nú
er talað um að skapa þeim „vemd-
arsvæði" á eigin landi. Eins og
gert var við indjána. Svona eins
konar mannlegan dýragarð, sem
allir vita að táknar endalok þjóða.
Og heimurinn horfir á í sjónvarpinu
sínu. Með samvisku sem nær til
hvals og skjaldböku. En ekki til
Kúrda.
Höfundur er rithöfundur og
dóscnt í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.