Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 24
reei íam .i HUOAausiyetiM giqajsuuojiom
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
fiS
24
BARATTUDAGUR VERKALYÐSINS
Bæta þarf
kjör lág-
launafólks
„1- MAÍ hefur kannski ekki sama
gildi í dag og áður sem baráttu-
dagur verkalýðsins, þar sem bar-
áttan fer nú meira fram á toppn-
um en áður var. Það er nauðsyn-
legt að bæta kjör Iáglaunafólks-
ins, en það er hroðalegt að það
skuli líðast að fólk hafi 50 þúsund
krónur í laun á mánuði," sagði
Snorri Júliusson, starfsmaður á
verkstæði Skipaútgerðar ríkis-
ins, en þar hefur hann starfað
frá 1951.
Snorri sagði að
hækkun skattleys-
ismarka hefði ekk-
ert að segja fyrir
þá sem lægst
hefðu launin, og
þeir fengju engar
kjarabætur þó þau
væru hækkuð. Það
kæmi eingöngu til
góða fyrir þá sem
hefðu hærri laun-
Snorri Júliusson
„Mér fínnst brýnast að fá það í
gegn að þetta fólk fái bætur. Nú
er að koma ný stjóm og það er
spuming hvemig henni semst við
verkalýðshreyfinguna. Þessi stjóm
er hins vegar á hennar nótum en
sjálfur er ég ekki ánægður með
hana. Þjóðarsáttinn hefur tekist
ágætlega hingað til, en það sem
vantað hefur upp á er það að lág-
launafólkið hefur ekki fengið það
sem það átti að fá. Það færi betur
að nýrri stjóm tækist að leiðrétta
þetta, en það hefur ekki tekist hjá
Sjálfstæðisflokknum hingað til að
bæta kjör þeirra lægst launuðu. En
kannski bjargar Jón Baldvin því,“
sagði hann.
Hækka þarf
laun og
skattleysis-
mörk
„ÞJÓÐARSÁTTIN svokallaða
hefur skilað sér svona að nokkru
leyti fyrir launafólk, og þá aðal-
lega með lækkaðri verðbólgu, en
það þyrfti nauðsynlega að hækka
Iaunin aðeins líka og einnig að
hækka skattleysismörkin," sagði
Arnar Þór Hilmarsson, starfs-
maður á Smur-, bón- og dekkja-
þjónustunni við Tryggvagötu.
„Það svona rétt
bjargast að lifa á
laununum eins og
þau eru í dag, en
þau mættu vera
mikið betri eins og
alltaf. Mér líst alls
ekki á að sú ríkis-
stjóm sem er að
taka við vöidum
verði hagstæð
launafólki. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur alltaf verið
fyrir atvinnurekendur og þeirra
stefnu, en ekki launafólkið, og það
vita allir þó þeir viðurkenni það
ekki. Þeir fara þó létt með að taka
þátt í þjóðarsáttinni þar sem þeir
styðja atvinnurekendur, en ég á von
á-því að þeir haldi laununum áfram
niðri,“ sagði Amar Þór.
Arnar Þór
Hilmarsson
Grindavík:
Langur
vinnudagur
og lítil laun
Grindavík.
LÁG LAUN verslunarfólks voru
efst í huga Guðnýjar Elíasdóttur
sem sér um kjötborðið í Staðar-
kjöri.
„Launin í þessu
starfi em mjög
lág. Ég er búin að
vinna við þetta í
10 ár og launin
ekki nema 52.000
krónur á mánuði
sem þykir ekki
mikið. Vinnudag-
urinn er langur og
Guðný vont að komast
Elíasdóttir. frá. Maður kemur
ekki heim fyrr en undir kvöldmat
og þá er oft eftir að hugsa um
heimilið. Síðan er opið á laugardög-
um og talað um að hafa opið á
kvöldin. Þá gleymist stundum að
tala um þá sem vinna við verslun-
ina. Þó maður vinni langan vinnu-
dag og fái einhveija eftirvinnu, fer
þess meira í skattinn. Það verður
að laga þessa hluti fyrir okkur versl-
unarfólk," sagði Guðný.
Hún sagði einnig að atvinnulíf
væri mjög einhæft í Grindavík og
ekki um margt að velja fyrir konur
sem hafa áhuga að vinna utan
heimilisins.
FÓ
Grindavík:
Lagfæra
skattamál
Grindavik.
SIGURLAUG Sigurðardóttir og
Sæbjörg Vilmundardóttir voru í
óðaönn að snyrta ufsaflök í
Fiskanesi þegar þær voru spurð-
ar um hvað væri þeim efst í huga
á frídegi verkalýðsins, 1. maí.
„Frí, hvað annað,“ sögðu þær
báðar, „það verður gott að fá frídag
eftir mikla töm að undanfömu."
Þær voru sammála um að helstu
baráttumál sem fiskvinnslufólk
þyrfti að hugsa um væru skatta-
mál, að hækka skattleysismörk.
„Það er ansi hart að vinna þessa
erfiðisvinnu sem fískvinnsla er og
sjá síðan á eftir nærri helmingi
launa sinna í skattinn þegar ein-
hver eftirvinna er, sem er alltaf
þegar vertíð er í fullum gangi. Nú,
að öðru leyti bíðum við bara eftir
því að stjómmálamennimir efni þau
fögm fyrirheit sem þeir gáfu á
vinnustaðafundunum fyrir kosning-
ar,“ sögðu þær að lokum og sneru
sér aftur að vinnu sinni.
FÓ
Grindavík:
Vinnubrögð
Vlð SJO-
mennsku
svipuð
Grindavík.
HAFLIÐI GK 140 var nýlagstur
að bryggju í Grindavík með 6
tonn af góðum þorski þegar rætt
var við Sigurjón P. Magnússon
háseta. „Þetta er besti túrinn
okkar í vetur, og að honum lokn-
um verður gott að fá smáfrí 1.
maí og vonandi verður gott veður
svo maður komist í sólbað,“ sagði
hann.
„Helstu bar-
áttumál okkar í
dag sem endranær
eru kaup og kjör.
Er það ekki alltaf
sama sagan? Ann-
ars er mikið bar-
áttumál okkar sjó-
manna í dag að
koma öllum físki á
markað og þannig siguijón P.
fá jöfnuð á fís- Magnússon.
kverð en nú er verð á físki mjög
mismunandi eftir því hvar er landað
og hvort hann fer á markað eða
beint í vinnslu hjá útgerðinni. Að
setja físk á markað er ekkert annað
en launahækkun því verðið er mun
betra þar heldur en útgerðin greið-
ir fyrir hann,“ sagði Siguijón.
Hann sagðist hafa verið tæp 20
ár til sjós og vinnan væri alltaf
svipuð frá ári til árs en aðbúnaður
allur hefur tekið stakkaskiptum.
FÓ
V estmannaeyjar:
Sæmilega
sáttur við
launin
Vestmannaeyjum.
„VIÐ VINNUM þetta allt í akk-
orðsvinnu og það er ekki hægt
að segja annað en að launin séu
ágæt en þetta er líka helvítis
puð,“ segir Sigurður Friðriksson,
sem vinnur í löndunargenginu í
Eyjum.
Strákamir í
löndunargenginu
sjá um að landa
aflanum úr Eyja-
togurunum. Sig-
urður segir að það
sé misjafnlega
mikið að gera hjá
þeim við landanir.
„Víð vinnum þetta
Sigurður upp í íl'óra daga í
Friðriksson viku við löndun úr
togumnum. Öll vinnan er í dag-
vinnu og þar sem þetta er stíf akk-
orðsvinna gefur þetta ágætar tekj-
ur,“ segir hann. „Ég er sæmilega
sáttur við launin en skattamir
mættu vera lægri. Mér sýnist nú
að Ólafur Skattmann sé að fara frá
----------------------------------------------------Morgunblaðið/Frímann-Olafssorr -
Sigurlaug Sigurðardóttir og Sæbjörg Vilmundardóttir.
og maður verður bara að vona að
það taki eitthvað betra við með
nýrri ríkisstjóm," sagði Sigurður
Friðriksson að lokum.
- Grímur
V estmannaeyjar:
Má þakka
fyrir að
hafa vinnu
Vestmannaeyjum.
GUÐLAUGUR Kristófersson
vinnur við viðgerðir á fiskikörum
í Vinnslustöðinni í Vestmanna-
eyjum. Hann segist hafa nóg að
gera og er ánægður að geta ver-
ið í vinnu kominn hátt á sjötugs-
aldur.
Guðlaugur segir
að sér líki ágæt-
lega í vinnu sinni.
„Ég hef meira en
nóg að gera og
miðað við þann
aldur sem ég er
kominn á þá má
maður þakka fyrir
að hafa einhveija
vinnu,“ segir Guð-
laugur. Hann seg-
ist ekki taka þátt í hátíðarhöldum
1. maí en noti daginn eins og aðra
frídaga til þess að hvíla sig.
Þó svo hann taki ekki þátt í há-
tíðarhöldum dagsins þá hefur hann
þó sínar skoðanir á kjaramálunum.
„Vissulega þyrftu launin að vera
hærri og mér fínnst verkafóik vera
búið að skila sínu í þeirri þjóðarsátt
sem verið hefur. Það mætti því
hygla því fólki eitthvað og þá dett-
ur mér til dæmis í hug minni skatt-
lagning á yfírvinnuna. Fólk er í dag
orðið ragt við að vinna yfirvinnu
því þá fer svo stór hluti launa þess
í skatta. Þarna er leið til að hygla
þessu fólki, sem ég held að vert
væri að skoða," segir Guðlaugur
Kristófersson.
Grímur
V estmannaeyjar:
Skattarnir
eru allt of
háir
Vestmannaeyjum.
„MAÐUR er náttúrlega aldrei
ánægður með launin og svo
finnst manni skattarnir líka vera
allt of háir,“ scgir Hafliði Al-
bertsson, verkstjóri í Fiskimjöls-
verksmiðju Einars Sigurðssonar,
FES.
„Okkar aðal-
vinna er yfír
loðnuvertíðina og
þá vinnum við hér
á vöktum allan sól-
arhringinn. Þess á
milli er hér minna
um að vera, færri
menn við störf, og
þá erum við í þrif-
um og viðhaldi,"
segir Hafliði. „Yfír
vertíðina er þetta heilmikil töm og
vinnuvikan er löng enda eru launin
ágæt þá en það er verst að það fer
allt of mikið af þeim í skatta. Ég
er harður á að það á að ívilna físk-
vinnslufólki með því að fella niður
skatta á yfírvinnu alls fískverka-
fólks. Alla vega mætti fella skatt-
ana niður af hluta hennar."
Hafliði segir að hann hafí trú á
að halda megi þjóðarsáttinni áfram,
en til þess þurfi að koma til ákveðn-
ar aðgerðir frá ríkinu. „Ef ný ríkis-
stjórn hefur kjark til að lækka virð-
isaukaskattinn af matvælum niður
í 15% eða svo þá getum við haldið
ótrauð áfram með þjóðarsáttina, því
lækkun virðisaukaskatts af mat-
vælum er besta kjarabót sem fjöl-
skyldurnar f þessu landi geta feng-
ið.“
llafliði
Albertsson
Guðlaugur
Kristófersson
Hafliði segist bjartsýnn á fram-
tíðina. „Ég held að íslenskt þjóðfé-
lag fari nú að rétta úr kútnum og
við komumst út úr þeirri skuldasúpu
sem við höfum setið í síðastliðin ár.
Við höfum alla burði til að gera það
gott og hér býr dugmikið fólk og
hvað getur maður annað en verið
bjartsýnn á framtíðina þegar þessar
staðreyndir liggja á borðinu," segir
Hafliði Albertsson.
- Grímur
Isafjörður:
Það verður
að banna
kvótasölu
fsafirði.
„ EG HELD að stjórnmálamenn-
imir geti ekkert gert vegna sér-
hagsmunanna innan flokkana.
Eg óttast að kvótinn verði orð-
inn að hefð áður en 1. grein
kvótalaganna verður virk. Það
á að halda þjóðarsáttinni áfram,
en það þarf að koma böndum á
þá sem hafa fengið að hækka,“
sagði Héðinn Valdimarsson,
starfsmaður Norðurtangans á
ísafirði, en hann var staddur um
borð Hálfdáni í Búð, þar sem
starfsmenn Norðurtangans vom
að setja upp vinnslulínu fyrir
gráðlúðufrystingu um borð.
„Það á að reyna
að viðhalda þjóð-
arsáttinni, en eg
óttast að Ás-
mundur verði ekki
jafn hliðhollur að-
gerðunum og
hann var ef Við-
eyjarsfjómin
kemst að. Það er
þó ljóst að það
verður að hækka
kaupið eitthvað hjá þeim lægst-
launuðu, en koma samt böndum á
þá sem hafa verið að hækka sig
hingað til þar sem viðkvæðið hefur
verið að þetta rúmaðist innan sátt-
arinnar. Það gengur ekki,“ sagði
Héðinn.
„Svo er það þessi vitleysa með
námslánin. Heldurðu að það sé
ekki heimsmet að fólk geti ekki
hugsað sér að fara úr námi í vinnu
vegna kjararýmunar. Það var
héma kona í fyrra sem vann við
fískmat. Nú er hún komin í skóla
og gerir sér að leik að fara reglu-
lega á skrifstofumar hjá Sölumið-
stöðinni í Reykjavík til að sýna
hvað hún er mikið betur sett í laun-
um en á meðan hún vann hörðum
höndum. Svo heldur unga fólkið
áfram jafnvel árum saman þótt það
hafi engan áhuga á náminu," sagði
hann.
Héðinn sagðist óttast það mest
að svo væri búið „að festa kvótavit-
leysuna í sessi“, að 1. grein kvóta-
laganna um að fískimiðin séu sam-
eign þjóðarinnar yrði marklaus.
„Eitt af því sem menn óttast er
að þegar erfðamál fara að bland-
ast inní kvótaeignina þá geti marg-
ar byggðimar farið illa,“ sagði
hann og rauk af stað á hjólinu sínu,
en hann sagði að komið væri kaffí
og hann ætlaði ekki að kjafta af
sér allan kaffitímann.
- Úlfar
ísafjörður:
Aldrei
hugsað út í
1. maí
ísaflrði.
„MÉR finnst þetta enginn bar-
áttudagur lengur og ég hef aldr-
ei tekið þátt í kröfugöngu eða
neinu slíku á þessum degi, en það
Héðinn
Valdiinarsson