Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
25
BARÁTTUDAGUR VERKALYÐSINS
Húsavík:
Verkalýðsfé-
lagið 80 ára
Húsavík.
VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur var stofnað 11. apríl 1911 og minn-
ist félagið um þessar mundir afmælisins á ýmsan hátt. Síðastliðinn
laugardag var opnuð sýning á 39 grafíkmyndum í eigu Listasafns
ASI, sem er farandsýning og nefnd er Islensk myndlist á ferð um
Norðurlönd.
Morgunblaðið/Silli
Helgi Bjarnason, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur.
er gott að eiga fastan frídag.
Kjarabaráttan fer öll fram suður
í Reykjavík, hjá einhverjum stór-
um köllum sem ég gæti best trú-
að að hefðu tvöföld okkar laun,“
sagði Arni Traustason stálsmiður
þegar við hittum hann í Naustinu
hjá Skipamíðastöð Marzellíusar.
„En það er
margt sem þarf að
laga, sérstaklega á
landsbyggðinni.
Það verður að
jafna orkuverðið
og lækka vöru- .
verðið, kannski
ætti að fella virðis-
aukaskattinn af
matvörunum. Svo
verður að efla inn-
lenda skipasmíði. Það þarf að leyfa
mönnum að taka erlend lán til
smíðanna svo við náum samningum
því vinnan er alveg sambærileg við
það sem gerist erlendis. Það þarf
líka að taka á ríkisfjármálunum,
það gengur ekki að 80% ungs fólks
fari í háskóla á kostnað okkar
hinna. Það er slæmt ef satt er að
ríkissjóður verði rekinn með 12
milljarða halla á árinu. Það virðast
margir vera á bitlingaspenanum hjá
því opinbera. Ég er sáttur vð þjóðar-
sáttina og tel að launafólk hafl þar
lagt að sér. Ég fínn hvernig lánin
eru að komast í jafnvægi og mér
finnst verðlag í verslunum vera
stöðugt. Ætli það yrði ekki til bóta
ef einkavæðing opinberra fyrir-
tækja yrði aukin,“ sagði Árni að
lokum, en hann vinnur við skipavið-
gerðir á Isafirði, en mikið er að
gera hjá Skipasmíðastöð Marzel-
líusar og útlit fyrir mikla vinnu út
þetta ár.
- Úlfar
Isafjörður:
Peninga-
mennirnir
eru að eyði-
leggja þjóð-
félagið
ísafirði.
„ÞAÐ ERU ágætis menn í for-
ystu fyrir verkalýðshreyfingunni
og ég hef engar áhyggjur af
störfum þeirra. Mér líður ágæt-
lega heima svo ég tek ekkert
þátt í 1. maí hátíðarhöldunum,
þótt þau eiga fullan rétt á sér,“
sagði Guðjón Jóhannes Jónsson
í stuttu spjalli.
„Mér finnst að
þeir sem eru með
peningana í hönd-
unum séu að eyði-
leggja þjóðfélagið.
Metingur þeirra
um að hafa sífellt
meira verður til
þess að alþýðan
fær aldrei sitt. Ég
er ánægður með
þjóðarsáttina og
fráfarandi ríkisstjórn. Ég vona bara
að sú nýja geti haldið því sem hef-
ur áunnist því þótt margir hafi far-
ið illa út úr kaupgjaldsstöðvuninni,
þá var það víst svo að enginn var
ánægður með ástandið eins og það
var. En það er kannski eftir öðru,
en mér finnst að þeir blakti helst
kaupmennirnir ... það er þessi eilífi
metingur milli fólks sem er að eyði-
leggja allt,“ sagði Guðjón.
„Það verður gaman að sjá hvern-
ig ríkisstjórnin hjá Knold og Tot
gengur, allavegana fær þjóðin að
sjá hvar Davíð keypti ölið“, sagði
Guðjón og brosti og var ekki að sjá
að hann hefði miklar áhyggjur af
komandi tímum, þó bölvaði hann
því að bæjarstjórnin gæti ekki kom-
ið vegheflinum í lag svo hann kæm-
ist út til að slétta vegi og torg fyr-
ir samborgara sína.
- Úlfar
j jj í» líiíi ' unisn
í dag, 1. maí, er afmælis- og
hátíðarsamkoma í Félagsheimilinu
á Husavík og er þar aðalræðumaður
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ.
í tilefni afmælisins hafði fréttarit-
ari blaðsins eftirfarandi viðtal við
Helga Bjarnason, sem verið hefur
formaður félagsins undanfarin 16
ár.
- Hver voru tildrög félagsstofn-
unarinnar?
„Ég held að það hafi ekki verið
nein sérstök baráttumál heldur hinn
almenni félagsandi sem á þessum
tímum einkenndi Þingeyinga. Bene-
dikt Björnsson, þáverandi skóla-
stjóri, mun hafa verið einn af hvata-
mönnum þessarar félagsstofnunar,
enda síðar mikill félagsmálafröm-
uður hér og lengi oddviti jafnframt
skólastjórastarfinu. Hann var fyrsti
formaður félagsins.
Það hefur orðið mikil breyting á
högum félagsmanna frá fyrstu tíð
og margt unnist í baráttunni, þó
alltaf séu verkefni að vinna til hags-
bótar verkalýðnum.“
- Það er aðeins eitt verkalýðsfé-
lag á Húsavík.
„Já, og félagssvæði þess nær út
yfír bæjarlandið, því félagssvæði
þess er öll Suður-Þingeyjarsýslan,
austan Vaðlaheiðar svo þetta er
mannmargt félag, telur um 850
félaga. Áður var hér starfandi
Verkakvennafélagið Von, en það
sameinaðist félaginu 1964 og þá
var Þorgerður Þórðardóttir for-
maður kvennanna. Hún var mikil
baráttukona fyrir bættum hag
verkalýðsins og fyrir því að konur
fengju sama kaup og karlar og í
því máli hefur mikið áunnist þó
ekki sé hægt að segja að þar ríki
fullkomið jafnrétti, enn sem komið
er.
Breytingarnar eru miklar á þess-
um 80 árum og nú er þetta orðið
mjög öflugt félag. Það hefur til
dæmis öflugan lífeyrissjóð og gaml-
an sjúkrasjóð sem enn starfar og
styður við bakið á þeim, sem í sér-
stökum sjúkdómsörðugleikum
lenda, og úr honum eru veittar tölu-
verðar fjárhæðir á hverju ári. Svo
er orlofssjóður, hann á hús á Illuga-
stöðum og annað austur á Héraði.
Félagið á íbúð í Reykjavík sem er
fyrst og fremst hugsuð fyrir félags-
menn, sem þurfa að fara með ætt-
ingjum til lækninga í Reykjavík, eða
að dvelja þar til lækninga og ann-
ars þyrftu að búa á hóteli. Þetta
sparar fólki mikið og er mikið notað
og vel þakkað. Einnig hefur félagið
lagt dálítið fé til styrktar atvinnu-
rekstri í bænum. Um það mál eru
dálítið skiptar skoðanir en atvinnan
er undirstaða alls annars án þess
að ég skýri það frekar."
- Þú ert fæddur í barnmargri
verkamannafjölskyldu.
„Við bræðurnir urðum 7 svo það
var oft þröngt þar í búi, en það
gekk allt vel. Foreldrarnir voru
hagsýnir og unnu mikið. Kröfurnar
ekki meiri en hægt var að uppfylla.
En það er margt breytt. Þegar ég
var 16 ára fór ég fyrst á vertíð í
Sandgerði. Þá fórum við um ára-
mótin og komum ekki heim fyrr en
í maí eða júní. Þetta var oft 4—5
mánaða útilega og oft erfitt fyrir
feður að kveðja fjölskyldu sína í
svartasta skammdeginu og sjá hana
ekki aftur fyrr en að vori. Þá var
aðbúnaður einnig annar en nú.
Minn fyrsta vetur bjuggum við í
bragga sem var einn geimur og
mundi nú ekki vera talinn nothæfur
til fiskverkunar, hvað þá sem
mannabústaður. I einu horni bragg-
ans hafði ráðskonan eldunaraðstöðu
sína bak við tjald til að fjarlægja
hana aðeins frá okkur karlmönnun-
um. Betur er nú búið að öllu ver-
tíðarfólki.
Þennan vetur tók ég ekkert út
af peningum, fór aldrei á ball eða
í bíó. Við skemmtum okkur við spil
og söng í bragganum, þá ekki var
unnið eða sofið. Ég kom heim um
vorið með óskertan hlut, því hugs-
unin var sú að geta hjálpað föður
mínum til að byggja yfir sig en við
bjuggum þá, 1942, í torfbæ með
áföstu fjósi því faðir minn hafði
eins og flestir þá, svolítinn búskap
með daglaunavinnunni. Á þessum
árum var aldrei róið frá Húsavík
að vetri, enda hafnleysi, bátar litlir
og ekki fært að sækja sjó við þær
aðstæður, sem þó voru. Nú eru
aðstæðurnar betri en þá er fiskleys-
ið, en við skulum ekki ræða meira
um það.“
- Hefurðu fleira frá að segja af
félaginu?
„Það mætti nú margt segja úr
svo langri sögu. En ætli við látum
þetta ekki nægja að sinni. Saga
félagsins er skráð í gjörðabækur
þess. Áhugi er á því að taka hana
saman og gefa út því hún gefur
jafnframt- góða mynd af atvinnu-
sögu Húsavíkur."
- Fréttaritari.
LMBeafi HUFUR A1.- KRONU
Höfum opnað stórglæsilega verslun troðfulla af glænýjum
LMSÍn%\/örum og í tilefni þess,
gefum við öllum þeim sem kaupa LM skó hjá okkur
á morgun fimmtudag, föstudag og laugardag
kost á að kaupa glæsilega LM(5É&íl% húfu á aðeins eina krónu.
No. 4144
stæröir 41 -46
No. 4748
stærðir 38-46
No. 6221
stærðir 35-41
No. 4220 L
stærðir 40-48
L.A. GEAR körfuboltar
No.2147
stærðir 30-40
L.A. GEAR töskur
LA GEAR dömu
galla sportfatnaður
SENDUM
VISA-EURO Lauga~gi62 Sími 13508 1 PÓSTKRÖFU
li ’ái K>ki btó ‘4*1 al'nráíci
Ij&íiTi/v lOá