Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 28

Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 28
Minning: Benedikt Blöndal hæstaréttardómari Fæddur 11. janúar 1935 Dáinn 22. apríl 1991 Benedikt Blöndal hæstaréttar- dómari lést í Landspítalanum 22. apríl sl., 56 ára að aldri, eftir sex mánaða erfíð veikindi. Með Benedikt er fallinn í valinn einn af höfuðlögfræðingum þjóðar- innar og er ótímabært fráfall hans þjóðarskaði. Benedikt Lárusson Blöndal var fæddur í Reykjavík 11. janúar 1935. Hann lauk stúdentsprófí úr stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1954. Að afloknu stúd- entsprófí hugðist hann nema húsa- gerðarlist í Þýskalandi, en hvarf skjótlega heim frá námi vegna veik- inda móður sinnar er lést 17. mars aðeins 45 ára að aldri. Benedikt sneri sér að laganámi og lauk emb- ættisprófí í lögfræði árið 1960. Að loknu námi í febrúar 1960 hóf hann lögfræðistörf hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns 15. maí 1961. Það ár hóf hann rekstur eigin lög- fræðiskrifstofu sem í fyrstu var í hlutastarfí. í upphafí starfaði hann einn en síðar um skamman tíma í félagi við undirritaðan, en í ársbyij- un 1966 gekk hann í félag við Ágúst Fjeldsteð hrl., og tók Bene- dikt þar með sæti Benedikts Sigur- jónssonar er skipaður var hæsta- réttardómari frá 1. janúar 1966. Aðal ævistarf Benedikts Blöndals tengdist lögfræðiskrifstofu þeirra Ágústar. Starfsemin blómstraði og Hákon Árnason hrl. gerðist meðeig- andi árið 1975. Benedikt gegndi lögmannsstörfum fyrir ótal ein- staklinga, fyrirtæki og stoftianir. Hann var m.a. aðallögfræðingur Sjóvátryggingarfélags Islands hf. frá 1966 til 1988 og sat alla stjóm- arfundi þess félags á annan tug ára. Benedikt hætti lögmannsstörfum er hann var skipaður hæstaréttar- dómari í febrúar 1988. Benedikt naut víðtæks trausts í störfum sínum innanlands sem ut- an. Hann bjó yfír víðtækri þekkingu bæði sem lögfræðingur og einnig sem víðlesinn menntamaður. Fram- koma hans öll, atgervi og góðvild skipaði honum í forsæti. Benedikt Biöndal var ákaflega félagslyndur og var mjög eftir hon- um sóst til félagsstarfa af ýmsu tagi. Þegar á skólaárum var hann framarlega í félagslífí. Á háskóla- árum var hann m.a. ritstjóri Ul- fljóts, rits laganema, 1956 til 1957. Hann var formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar 1964;1966, í stjóm Lögmannafé- lags íslands í nokkur ár og formað- ur þess 1971-1973. Benedikt átti sæti í Kjaradómi frá 1971 til 1988, þar af formaður frá 1977. Hann var í kjaranefnd frá stofnun 1976- 1988 og formaður frá 1978. Hann sat í stjóm lífeyrissjóðs lögmanna um skeið og um tíma í stjórn Stúd- entafélags Reykjavíkur og formað- ur þess 1970-1971. Hann átti sæti í stjórn Rauða kross Islands frá 1973 og þar af formaður frá 1982- 1986. Hann var safnaðarfulltrúi í Dómkirkjunni 1975-1981. Hann sat í stjórn nokkurra hlutafélaga. Hann var í Landskjörstjóm frá 1983, formaður frá 1986 til dauðadags. Benedikt var elsti sonur Lámsar H. Blöndal bókavarðar og fyrri konu hans Kristjönu Benediktsdótt- ur. Lárus faðir Benedikts er fæddur árið 1905, sonur Haraldar Láms- sonar Blöndal ljósmyndara, f. 1882. Lárus Þórarinn Bjömsson BlÖndal, sýslumaður að Komsá og alþingis- maður Húnvetninga, var því lang- afí Benedikts Blöndal og hafði hann gjaman gaman af að rifja upp skyldleika við þennan forföður sinn og frásagnir honum tengdar. Kristjana móðir Benedikts var dóttir Benedikts Sveinssonar al- þingismanns og skjalavarðar og konu hans, Guðrúnar Pétursdóttur Kristinssonar frá Engey. Tvær syst- ur Kristjönu, tvíburarnir Ólöf og Guðrún, eru einar á lífi þeima systk- ina, en móðurbræður Benedikts, Sveinn, Pétur og Bjarni forsætis- ráðherra vom allir þjóðkunnir menn. Mjög kært var með Benedikt og móðursystkinum hans alla tíð og leituðu móðurbræður hans gjama álits hans á margvíslegum málum meðan þeir lifðu, þótt hann væri miklu yngri maður. Systkini Benedikts em: Halldór ráðherra, kvæntur Kristrúnu Ey- mundsdóttur kennara, Kristín kennari, gift Árna Þórssyni lækni, Haraldur hrl., var kvæntur Sveindísi Þórisdóttur, og Ragnhild- ur háskólanemi, gift Knúti Jeppesen arkitekt. Benedikt kvæntist 6. febrúar 1960 Guðrúnu Karlsdóttur, fæddri 14. sept. 1937, Kristinssonar for- stjóra í Reykjavík, Magnússonar skipstjóra og konu hans Önnu Margrétar Jónsdóttur kaupmanns Brynjólfssonar. Börn Benedikts og Guðrúnar eru Karl, fæddur 6. nóvember 1961, háskólanemi við MIT-háskólann í Boston, kvæntur Stefaníu Þorgeirs- dóttur, líffræðingi, Lárus, fæddur 19. nóv. 1964, nemi í stjórnmála- fræðum, í sambúð með Önnu Kristínu Jónsdóttur, og Anna, fædd 8. des. 1968, við háskólanám á Spáni, í sambúð með Ólafí Einari Þorvaldssyni. Sannur höfðingja- og menningar- blær hefur ætíð hvílt yfir heimili Guðrúnar og Benedikts og skipar góður bókakostur húsbóndans þar veglegan sess. Rausnarskap og gestrisni þeirra hefur fjölmennur hópur ættingja og vina kunnað vel að meta. Við nafnar vorum systkinasynir, hann rúmum þremur ámm eldri, þannig að ég man hann frá því ég fyrst man eftir mér. Kært var með foreldmm okkar og góð samheldni hefur löngum einkennt fjölskyldu okkar. Margs er að minnast á langri samleið, fyrst í leik æskuáranna og síðar í starfí er manndómsárin tóku við. Þegar ég var að hefja lögfræði- störf að námi loknu var ég svo lán- samur að starfa með nafna mínum um skeið. Sá tími reyndist mér mjög lærdómsríkur og nánast sem framhaldsnám undir handleiðslu hans. Hef ég búið að þeim ráðum alla tíð síðan. Árið 1979 tók ég við stjórnarformennsku í Sjóvátrygg- ingarfélagi íslands hf. að föður mínum látnum. Þá hófst nýr kafli í samskiptum okkar þar sem hann var aðallögfræðingur félagsins og minn helsti ráðgjafí í tæpan áratug, þar til hann var skipaður dómari við æðsta dómstól landsins. í öllum okkar kynnum var hann sem hellu- bjarg sem ætíð mátti byggja á. Ég hafði vænst þess að samleið okkar yrði miklu lengri. Við sjúkra- beð hans í vetur rifjuðum við upp velheppnaða veiðiferð okkar síðast- liðið sumar á slóðum forfeðra okkar og ráðgerðum nýja ferð á sumri komanda. Að leiðarlokum vil ég þakka kærum frænda mínum fyrir sam- fylgdina og órofa tryggð og vin- áttu. Megi land okkar eignast sem flesta hans líka. Guðrúnu eiginkonu Benedikts, bömum þeirra og ijölskyldu allri vil ég flytja innilegar samúðarkveðj- ur frá mér og fjölskyldu minni. Benedikt Sveinsson Á morgun kveðjum við Benedikt Blöndal hinstu kveðju. Ég kynntist Benedikt vel í samstarfi okkar í Kjaradómi þar sem við sátum báðir skipaðir af Hæstarétti. Þar vorum við samtíða í tíu ár og hluta þess tíma var hann formaður dómsins. Benedikt var einkar lagið að greina fljótt aðalatriði í hverju máli. Kjara- dómur naut í ríkum mæli glögg- skyggni hans og réttsýni. Þekkingu hans áiögum og-lögfræðiiegri ná- kvæmni var við brugðið. Þessir kostir Benedikts komu ekki síst fram við samningu dómsorða og dómsatkvæða sem hann vandaði mjög og hugaði þá að öllu í senn; efni máls, lögformi og íslensku máli. Samstarfið við hann var oft kennslustund í faglegum vinnu- brögðum. Það kom í minn hlut sem dóms- málaráðherra í ársbyijun 1988 að leggja tillögu um skipun nýs hæsta- réttardómara fyrir forseta íslands. Benedikt var meðal umsækjenda og að öðrum umsækjendum ólöst- uðum, þá var ég ekki í vafa um að vegur og virðing Hæstaréttar myndi vaxa við það að fá Benedikt til liðs við sig. Ég veit að enginn dró í efa að þar var valinn réttur maður í það vandasama starf. Bene- dikt var góður lögmaður, góður dómari og drengur góður. Á Kjaradómsárunum kynntist ég því hvað_ Benedikt var mikill húm- anisti. Áhugamál hans spönnuðu vítt svið. Víðtæka þekkingu og reynslu af fjölbreyttum lögmanns- störfum nýtti hann til þess að skilja og skýra margt sem fyrir bar í samtímanum. Síðar tengdi sam- band dóttur minnar, Önnu Kristín- ar, og Lárusar, sonar Benedikts, fjölskyldur okkar. Benedikt vildi leggja sitt lóð á vogarskálina fyrir bættu mannlífí á jörðu og til þess má meðal annars rekja áratuga starf hans á vett- vangi Rauða kross íslands. Fjöl- mörgum öðrum félags- og fram- faramálum lagði hann lið og gegndi fjölda trúnaðarstarfa. A öllum starfssviðum hans er nú skarð fyrir skildi. Benedikt glímdi af karlmennsku við miskunnarlausan sjúkdóm síðustu mánuði ævinnar. Þær raun- ir bar hann með jafnaðargeði studd- ur af fjölskyldu sinni. Lárus var foreldrum sínum mikil stoð í þessu erfíða sjúkdómsstríði. Benedikt er kallaður brott langt um aldur fram. En minningin lifír um góðan mann og vitran. Við Laufey vottum Guðrúnu og börnum þeirra hjóna og fjölskyld- unni allri innilegustu hluttekningu í þungum harmi. Jón Sigurðsson í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt Ijóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Góður drengur er fallinn frá langt um aldur fram. Benedikt Blöndal hæstaréttar- dómari andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 22. apríl sl. eftir erfið veikindi, 56 ára að aldri. Hann átti að baki langt og farsælt ævistarf á sviði lögfræði og félagsmála, lengst af sem hæstaréttarlögmaður en frá árinu 1988 sem dómari í Hæstarétti íslands. Um Benedikt má með sönnu segja, að fátt mann- legt var honum óviðkomandi og hann lét gott af sér leiða hvar sem hann fór. Úrræðagóður var hann með afbrigðum og fáir fóru bónleið- ir af hans fundi. Það var því mikil gæfa iyrir Hæstarétt, er hann kom þangað til starfa. Hann hafði þá kosti til að bera, sem hveijum dóm- ara eru nauðsynlegir, fyrir utan staðgóða lagaþekkingu, en það er sanngirni og réttsýni. Eigum við samstarfsfólk hans því erfitt með að sætta okkur við að fá ekki notið starfa hans og ráða lengur en raun ber vitni. Benedikt var gæfumaður í sínu einkalífi. Hann var giftur Guðrúnu Karlsdóttur og eignuðust þau þijú börn, Karl, Lárus og Önnu, sem öll eru við nám. Voru þau hjón sam- hent í hvívetna og bjuggu börnum sínum fagurt og gott heimili, sem stóð opið vinum þeirra og fjöl- skyidu: - - ■ - ............ Benedikt Blöndal var vinmargur maður og tók virkan þátt í félags- málum. Persónuleg kynni okkar má rekja allt til menntaskólaáranna og rofnuðu þau aldrei. Vinátta hans og samvinna síðustu árin hefur ver- ið mér ómetanleg. Það er því skarð fyrir skildi í Hæstarétti íslands og hans sárt saknað, ekki aðeins af samdómendum heldur af starfsfólki öllu, sem sendir eftirlifandi eigin- konu og allri fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Benedikts Blöndals. Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar. Kveðja frá Lögmanna- félagi íslands Benedikt Blöndal hæstaréttar- dómari er látinn eftir erfið veik- indi. Með honum er genginn einn þeirra góðu manna sem stærstan hlut hafa átt í uppbyggingu Lög- mannafélags íslands. Benedikt lauk lagaprófi frá Há- skóla íslands árið 1960. Eftir fram- haldsnám erlendis í sjórétti sneri hann sér að málflutningsstörfum og varð héraðsdómslögmaður 15. maí 1961. Réttindi hæstaréttarlög- manns fékk hann 19. apríl 1966. Benedikt rak málflutningsskrif- stofu í Reykjavík frá árinu 1961, um skeið í félagi við Benedikt Sveinsson hrl., en síðar i félagi við Ágúst Fjeldsted hrl. og Hákon Árnason hrl. Benedikt lét af mál- flutningsstörfum árið 1988 þegar hann var skipaður dómari við Hæstarétt íslands. Þótt eftirsjá hafi verið af Benedikt úr hópi lög- manna veit ég að þeir fögnuðu því einnig að eignast svo góðan fulltrúa meðal dómenda Hæstaréttar. Benedikt var ötull félagsmaður Lögmannafélags íslands. Hann sat í stjórn félagsins 1969-1973, þar af sem formaður 1972-73. Þá sat Benedikt í stjórn lífeyrissjóðs lög- manna um skeið og gegndi fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Benedikt sótti fundi í félaginu vel og hafði þar jafnan eitthvað til málanna að leggja. Þar naut sín vel rökvísi hans og einstök kímnigáfa. í lögmannsstörfum sínum var Benedikt óvenju farsæll. Hann var mikill samningamaður, fastur fyrir, en jafnframt sanngjarn. Sem mál- flytjandi var hann rökviss og hafði lag á því að draga fram nýjar hlið- ar á málum. Þessir kostir Benedikts gerðu það að verkum að hann var eftirsóttur til allra verka og hlóðust því á hann trúnaðarstörf. Ég vil fyrir hönd Lögmannafé- lags Islands þakka Benedikt að leið- arlokum fyrir störf hans í þágu íslenskrar lögmannastéttar og færa ekkju hans, Guðrúnu Karlsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur. Minningin lifir um góðan dreng. Gestur Jónsson Ólöf Benediktsdóttir, föðursystir mín, segir í ritgerð um bernsku- heimili og uppvaxtarár föður míns, Bjarna, að hann hafi eftir missi fyrri konu sinnar, sem hann syrgði mjög, flust að Laugavegi 66 og búið í nokkur ár í sambýli við Krist- jönu systur sína og Lárus H. Blönd- al mann hennar. Þetta var einmitt skömmu eftir að Benedikt Blöndal fæddist. Var mér ávallt ljóst að sérstök tengsl voru á milli föður míns og Benedikts, sem áttu rætur að rekja til þessara ára og vafa- laust einnig til þeirrar staðreyndar að Benedikt var fyrsta barnabarn afa míns og ömmu, Benedikts Sveinssonar og Guðrúnar Péturs- dóttur, á Skólavörðustíg, sem bætt- ist í hinn samrýnda hóp er bjó á Laugaveginum og Skólavörðustígn- um. Ég leyfi mér enn að vitna til ritgerðar Ólafar: „Það var ekki heldur amalegt að koma á Lauga- veg 66 sem mátti heita miðstöð systranna [frá Engey]. Þar bjuggu afí, amma og Ólafía, Maren og Baldur og Kristín og Helgi um skeið og Kristjana systir og Lárus H. Blöndal og Bjarni eftir að Valgerð- ur dó. Það var notalegt að sitja í stóra, fallega garðinum sem fáir vissu um, skoða trén og blómin og spjalla við afa og ömmu og frænd- fólkið og alla þá sem komu þar við. Mér finnst núna að það hafí alltaf verið sólskin í garðinum hennar Ólafíu.“ Ég á einnig sólskinsminningar úr garðinum sem Ólöf nefnir. Bene- dikt var það mörgum árum eldri en ég, að kynni okkar urðu meiri eftir að við komumst til þroska heldur en á yngri árum. Við litum alltaf upp til hans sem elsta barna- barnsins og nú er hann hinn fyrsti úr hópnum sem við kveðjum á bana- beði. Mér er einstök greiðvikni Bene- dikts í huga á þessari stundu. Hún birtist gagnvart mér persónulega, þegar hann gaf mér kost á að vera á „kúrsus" í laganámi á skrifstofu sinni og Ágústs Fjeldsteds. Er það eina reynslan sem ég hef hlotið af praktískum lögfræðistörfum, ef ég má orða það svo. Var Benedikt ávallt reiðubúinn að veita góð ráð og leiðbeiningar. Erum við systkinin þakklát honum fyrir aðstoð sem hann veitti okkur jafnan þegar mik- ið var í húfi. Benedikt hafði gaman af rökræð- um um lögfræðileg efni eða hvað- eina annað og var fljótur að draga fram aðalatriði eða benda á aðrar hliðar mála en þær sem komu fram við fyrstu sýn. Éru þetta kostir sem nýtast lögfræðingum vel, enda hófst hann til mestu virðingar á starfsvettvangi sínum, þegar hann var skipaður hæstaréttardómari. Því miður naut þjóðin hæfileika hans í alltof skamman tíma í því embætti. Benedikt var sanngjarn maður og réttsýnn. Hann tók því ætíð vel þegar til hans var leitað og hlóðust á hann mikil verkefni í lögmanns- störfum. Hann var einnig virkur í félagsstarfí bæði fyrir lögfræðinga og á öðmm vettvangi svo sem í starfi fyrir Dómkirkjusöfnuðinn og Rauða kross íslands. Var kallað til hans úr mörgum áttum og kom nafn hans í huga manna þegar þeir vildu fá atbeina eða álit frá virtum og kunnum lögmanni. Hittumst við til dæmis á vettvangi Sögufélags er fékk hann til að stjórna aðalfund- um sínum sem hann gerði með skör- uglegri reisn eins og annað. Ég flyt Lárusi, öldruðum föður Benedikts, Guðrúnu konu hans, börnum, systkinum og öðmm ást- vinum djúpar samúðarkveðjur. Sérstaklega er mér hugsað til Karls, elsta sonar þeirra Benedikts og Guðrúnar, sem ég hef kynnst í samstarfi við blaðamennsku en hann stundar nú háskólanám í Bandaríkjunum. í þeim mannvæn- lega frænda mínum sé ég hina góðu kosti föður hans, dugnað, einlægni og greiðvikni auk listrænna taka á íslensku máli. Blessuð sé minning Benedikts Blöndals. Björn Bjarnason Það er oft erfitt að sætta sig við skapadóm, en sérstaklega verður það sárt þegar sá, sem fyrir því verður er enn í blóma lífsins og hefur nýlega tekið við þýðingar- miklu embætti, sem hann hefur alla burði til að leysa af hendi með mik-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.