Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 29

Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 29
29 illi prýði. Þannig er því varið með Benedikt Blöndal, hæstaréttardóm- ara, sem lést í síðustu viku aðeins 56 ára að aldri. Kynni okkar Benedikts urðu þeg- ar systir mín Margrét giftist föður hans, sem hafði misst fyrri konu sína, móður Benedikts, frá fimm börnum og var Benedikt þeirra elst- ur. Yngri börnin voru á viðkvæmum aldri þegar þessi snöggu umskipti urðu í lífi þeirra og þeir, sem hafa reynt slíkt þekkja vel hversu erfitt það getur verið á báða bóga. Bene- dikt reyndist mér hinn trausti drengur og var mér kunnugt um hversu stjúpmóðir hans mat mikils þann stuðning, senj hann veitti henni í vandasömu starfi, sem gaf henni vissulega mikla lífsfyllingu. Á þessu tímaskeiði hittumst við oft með fjölskyldum okkar og voru þeir samfundir ávallt ánægjulegir. Átti hann sinn góða þátt í því. Fyr- ir þetta og einlæga vináttu hans er ljúft að þakka að skilnaði, sem hefur borið svo óvænt að. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar Guð- rúnu og börnunum og Lárusi, föður Benedikts, og systkinunum. Davíð Olafsson Benedikt Blöndal, hæstaréttar- dómari, lést í Landspítalanum að kvöldi mánudagsins 22. apríl sl, langt um aldur fram og öllum harm- dauði. Hann verður til moldar bor- inn á morgun, 2. maí. Margar minningar, og allar góð- ar, koma upp í hugann við fráfall þessa góða vinar og félaga um ára- bil. Kynni okkar Benedikts hófust skömmu eftir að hann lauk prófi í lögum 1960, og áttum við ýmislegt saman að sælda á þeim árum. Mér varð fljótlega ljóst að þar fór af- bragðsmaður og snjall lögfræðingur og þegar minn gamli vinur og fé- lagi Benedikt Siguijónsson hætti störfum á lögmannsskrifstofu okk- ar í árslok 1965, er hann var skipað- ur dómari í Hæstarétti, var ég ekki í vafa um það hvert leita skyldi um nýjan félaga. Var það mikið happ fyrir skrifstofuna að Benedikt Blöndal féllst á að ganga í félags- skapinn, en síðar bættist Hákon Árnason í hópinn, sá ágæti maður. Það er skemmst frá því að segja að á skömmum tíma var Benedikt kominn í fremstu röð lögmanna. Hann lauk prófraun hæstaréttar- lögmanna þegar árið 1966, og flutti síðan ijölda mála fyrir Hæstarétti, auk mála í héraði, meðan hann stundaði lögmannsstörf. Benedikt hafði það sem kallað er „eyra réttarins“, og var jafnan hlustað á hann með athygli, enda naut hann mikils álits dómenda Hæstaréttar, sem snjall og skarpur lögfræðingur og framúrskarandi málflytjandi. En lögmannsstörf eru ekki ein- ungis fólgin í málflutningi fyrir dómi. Meginþáttur þeirra er lög- fræðileg ráðgjöf og allskonar aðstoð við skjólstæðinga, utan réttar, setja niður deilur manna og fyrirbyggja kostnaðarsöm og oft tvísýn mála- ferli o.fl. o.fl. Á þessu sviði var Benedikt einnig framúrskarandi hæfur maður, enda naut hann mik- ils álits sem lögfræðilegur ráðu- nautur, því hann var ekki einungis frábær og ráðsnjall lögfræðingur, heldur var hann einnig hamhleypa til vinnu og mjög sýnt um skipuleg og hagkvæm vinnubrögð. Benedikt gerðist snemma ráðu- nautur margra íslenskra og er- lendra fyrirtækja, oft við vanda- samar samningsgerðir. Kom sér þá vel ágæt málakunnátta, en hann skrifaði og talaði reiprennandi Norðurlandamálin, svo og ensku, hafði starfað um skeið á þekktri lögmannsskrifstofu í Lundúnum. Enda þótt öll lögmannsstörf hafi leikið í höndum Benedikts og hon- um hafi fallið þau störf ágætlega, held ég að hugur hans hafi snemma staðið til þess að ijúka starfsævi sinni sem dómari í Hæstarétti, enda hafði hann alla burði til þess. Því var það, að þegar hann átti þess kost í ársbyijun 1988, að verða skipaður hæstaréttardómari, tók hann því fegins hendi, enda orðinn nokkuð þreyttur á erilsömu lög- mannsstarfi um áratugi. MPBGUNBLAÐJÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ,MÁÍ, 1991, Þetta var á margan hátt léttir fyrir Benedikt, því enda þótt dóm- arastarfið í Hæstarétti sé ábyrgðar- mikið og kreijandi, er það ekki eins lýjandi og hin erilsömu lögmanns- störf. Það er skemmst frá því að segja að Benedikt féllu dómstörfin ákaf- lega vel, og er það mál manna að það hafi verið mikill fengur fyrir Hæstarétt að fá jafn reyndan og snjallan lögfræðing til starfa í dóm- inum, enda kunnu dómendur vel að meta störf hans, þann alltof stutta tíma, sem Benedikt starfaði sem dómari. Á lögmannsárum sínum gegndi Benedikt miklum fjölda trúnaðar- starfa, sem ég mun ekki telja hér upp, en öll þessi störf rækti hann með sömu ágætum og annað það, er hann tók að sér. Með fráfalli Benedikts er mikið skarð fyrir skildi í íslenskri lögfræð- ingastétt og sakna nú margir vinar í stað, þvi Benedikt var ekki einung- is frábær lögfræðingur og fjölhæfur maður á flestum sviðum, heldur var hann einnig vandaður maður og hjálpfús, mikill Ijölskyldufaðir og vinur vina sinna. Minningin um þennan mikilhæfa og góða dreng mun lengi lifa. Guðrúnu, börnunum og öldruðum föður, svo og systkinum hans og öðrum vandamönnum, færi ég inni- legustu samúðarkveðjur. Ágúst Fjeldsted Kveðja frá Rotaryklúbbi Seltjarnarness Við Rotaryfélagar á Seltjarnar- nesi eigum nú á bak að sjá forseta klúbbs okkar, Benedikts Blöndal. Sá er þetta skrifar kynntist Bene- dikt fyrir um það bil 30 árum, en best kynntist hann honum eftir að Benedikt gerðist Rotaryfélagi á Seltjarnarnesi árið 1977. Benedikt átti til góðra að telja bæði í móður- og föðurætt og hann átti rætur bæði á Norður- og Suð- urlandi. Benedikt var myndarlegur að vallarsýn, traustur í fasi, ljúfur í skapi en skapmaður mikill og kunni að beita skapi sínu rétt. Hann var námsmaður góður og greindur. Benedikt var mikill starfsmaður og félagsmaður og ávann sér traust samtíðarmanna sinna enda hlóðust á hann hin ýmsu ábyrgðarstörf í þjóðfélaginu. Benedikt var mjög virkur í störf- um Rotaryklúbbs Seltjarnarness. Tók hann mikinn þátt í ferðalögum á vegum klúbbsins og gjarnan fór hann út í Gróttu og tók þar til hendi, en klúbbur okkar hefur haft umsjón eyjarinnar á hendi um langt árabil. Við eigum margar og góðar minningar um tækifærisræður, sem hann flutti á fundum okkar svo og hnyttin tilsvör hans. Þess má og geta að Benedikt var skeleggur áhugamaður um það að konur fengju inngöngu í Rotaryhreyfing- una. Benedikt var ritari klúbbs okkar 1983-1984 og árið 1990 var hann skipaður forseti fyrir starfsárið 1990-1991. Við Rotaryfélagar á Seltjarnar- nesi vottum eiginkonu Benedikts og börnum dýpstu samúð. Jón Jónsson Mágur minn, Benedikt Blöndal, er látinn langt um aldur fram eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu, sem hann mætti af æðruleysi og kjarki. Eg var ungur að aldri er ég kynnt- ist Benedikt. Guðrún systir mín og hann gengu í hjónaband í febrúar- mánuði 1960, en töluvert áður höfðu þau fellt hugi saman og hann tekið að venja komur sínar á heim- ili okkar. Á milli okkar voru fimmt- án ár í aldri, sem ekki er langur tími þótt talinn væri mannsaldur fyrr á tímum. Aldursmunurinn var þó nógu mikill til þess, að ég átti hann að stóran hluta af mínum uppvaxtar- og þroskaárum, svo ekíd sé minnst á fullorðinsárin. Benedikt og Guðrún hófu sinn bú- skap á heimili foreldra minna og fluttu skömmu síðar í íbúð í ná- grenni okkar, og varð heimili þeirra SJÁ SÍÐU 52 TIIDORi Ho/ivyöutyi TUDOR TUDOR TTOOR - mnm " Bíldshöfða 12 - sími 680010 Shell-bensínstöðvarnar Bílaþvottastöðin Laugaveg 180 og umboðsmenn um land allt. TUDORog SUJmfaK rafgeymar, 2ja ára verðlækkun, sömu verð og 1. maí 1989 þrátt fyrir 26% hækkun lánskjaravísitölu. Einnig veruleg verðlækkun á sólarrafhlöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.