Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 33
 <»33 —i. Húsarústir á jardskjálftasvæðunum í sovétlýðveldinu Georgíu. Rúmlega 100 látnir á skjálftasvæðunum Kútaísí. Reuter. BJÖRGUNARMENN leituðu í gær í húsarústum að fólki sem talið er að hrafi grafist undir er heilu þorpin hrundu til grunna í öflugum jarðskjálftum í suðurhluta sovétlýðveldisins Georgíu á mánudag. Fundist höfðu lík rúmlega eitthundrað manna en talið er að fjöldi fólks kunni að leynast á lífi í rústunum. „Fólk hefur grafist lifandi. Þetta er hryllingur, martröð," sagði Tengíz Sígúa, forsætisráðherra Georgíu við blaðamenn í bænum Kútaísí, sem er skammt frá þeim stað sem talið er að skjálftinn hafi átt upptok. Fiestir hinna látnu biðu bana á afskekktum Kákasussvæðum. Allt vatn og rafmagn fór af stórum svæðum í fjöllunum og fjarskipti liggja meira og minna niðri. Af þeim sökum er óvíst að allar upplýs- ingar um tjón á fólki og mannvirkj- um hafi borist þaðan. Víða jöfnuð- ust heilu þorpin við jörðu og stend- ur ekki eitt einasta hús uppi í sum- um þeirra. „Á fjórum svæðum hefur orðið gífurlegt tjón. Helmingur allra mannvirkja eyðilagðist á fjórum [stjórnsýslu]svæðum,“ sagði Sígúa. Jarðskjálftinn mældist um sjö stig á Richters-kvarða og var öflugri en skjálftinn sem reið yfir nágrannalýðveldið Armeníu 1988 með þeim afleiðingum að 25.000 manns biðu bana. ■ BERLÍN - Tímamót urðu í gær í iðnaðarsögu Þýskalands því þá var fram- leiddur síðasti Trabantbíllinn, helsta farartæki íbúa fyrrum Aust- ur-Þýskalands í áratugi. Verður það eintak númer 3.096.099 og verður bifreiðinni ekið rakleiðis á minjasafn. Sömuleiðis hætti aust- ur-þýska ríkisflugfélagið Inter- flug formlega rekstri í gær og var úreltum og ósamkeppnisfærum sov- étsmíðuðum flugflota þess lagt. ■ LOWELL - Lítt þekktur fyrrum bandarískur öldunga- deildarmaður, Paul Tsongas, til- kynnti í gær að hann ætlaði að sækjast eftir útnefningu Demó- krataflokksins sem frambjóðandi flokksins við forsetakosningarnar 2. nóvember 1992. Hóf hann bar- áttu sína með harðri gagnrýni á stefnu George Bush Bandaríkja- forseta. Tsongas er fimmtugur og er frá iðnaðarborginni Lowell í Massachusetts, 400 km norður af New York. Hann var kjörinn til setu i öldungadeildinni 1979 en dró sig í hlé eftir eitt kjörtímabil þar sem hann var haldinn illkynja krabbameini sem hann telur sig nú vera búinn að sigrast á. ■ KAUPMANNAHÖFN - Samstarf milli íslenska kvik- myndagerðarmannsins Magnús- ar Guðmundssonar og Grænlend- inga er nú á döfinni. Kemur þetta fram í viðtali, sem danska blaðið Politiken átti við Jonathan Motz- feldt, fyrrum formanns grænlensku heimastjórnarinnar. Vakir það fyrir Grænlendingum að fá Magnús í lið með sér í baráttunni við umhverfis- verndarmenn, sem hafa lagt sel- veiðarnar í rúst. Politiken hefur það eftir Motzfeldt, að Magnús sé nú í Alaska þar sem hann er að gera mynd um 600 manna byggð en þar hafa meira en 100 íbúanna reynt að fyrirfara sér. Hafa umhverfis- verndarmenn lagt fólkið á þessum stað í þvílíkt einelti, að það getur ekki lengur veitt sér sel til matar hvað þá meir. ■ LIMA - Kólera breiðist út með vaxandi hraða í Perú og er tíðni andláta orðin það há að þar í landi deyja nú 100 manns í viku hverri af völdum veikinnar. M BERLÍN - Opinber rann- sóknarnefnd í Þýskalandi hefur skipað austur-þýska kommúni- staflokknum að gefa upp eignir sínar í útlöndum Flokkurinn, sem nú heitir Lýðræðislegi sósíalista- flokkurinn, safnaði gífurlegum eignum en leiðtogar hans hafa til þessa ekki svarað spurningum nefndar, sem rannsakar starfsemi flokksins. Hefur hún sett Gregor Gysi flokksleiðtoga úrslitakosti og hótað honum lögsókn hafi hann ekki svarað fyrir 10. maí. ■ JÓHANNESARBORG - Meira en 70 manns hafa fallið frá því á föstudag er hörð átök brutust út að nýju milli stríðandi fylkinga blökkumanna í Suður-Afr- íku. F.W. de Klerk forseti sagði í gær að hætta væri á borgarastyij- öld í landinu en leiðtogar fylking- anna, Nelson Mandela, varaforseti Afríska þjóðarráðsins (ANC) og Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokksins, höfnuðu tilboði hans um viðræður til að binda enda á blóðsúthellingarnar. Rúmlega 5.500 manns hafa beðið bana í átökum fylkinganna á und- anförnum fjórum árum. ■ KAUPMANNAHÖFN - Færeyska landsstjórnin ætlar að beijast fyrir því, að landsmenn fái að éta grindhvalakjöt jafnt utan landsteinanna sem innan. Er tilef- nið það, að nú er fyrir rétti í Dan- mörku mál gegn tveimur færeysk- um skipstjórum, sem sakaðir eru um að hafa flutt ólöglega til lands- ins 450 kíló af grindhvalakjöti. Atli Dam, lögmaður Færeyja, seg- ir, að málinu verði fylgt eftir upp í hæstarétt ef þörf krefur. kl. 15 -18. FLUGLEIDIR Reykjavíkurflugvelli, sfmi 22322. <3 Vorið er komið og sumarið nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í sumarafgreiðslutíma, sem er frá klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir frá 1. maí til 15. september. SJOVAQBALMENNAR Kringlunni 5 lishoðunorslin Draghálsi 14—16 Sumartíminn hjá okkur er frá átta til fjögur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.