Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Á leið til betri kjara
Tvennt mótar lífskjör öðru
fremur: verðmætasköpun-
in í þjóðarbúskapnum og við-
skiptakjörin við umheiminn
[söluverð útflutningsframleiðslu
og kaupmáttur gjaldeyristekna].
Skiptahluturinn á þjóðarskút-
unni, sem ræðst af þessu tvennu,
stendur kostnaðarlega undir
lífskjörum okkar, þar á meðal
félagslegri þjónustu. Það er
fyrst og fremst á þessum vett-
vangi sem kjarabaráttan er háð
í nútíma samfélagi.
Af sjálfu leiðir að samtök
launþega hafa flýtt fyrir ýmiss
konar jöfnuði og réttarbótum,
þar sem þau hafa fengið að
starfa við eðlilegar aðstæður.
Það hefur gerzt um gjörvöll
Vesturlönd. Það er engu að síður
þjóðfélagsgerðin/hagkerfið, eða
með öðrum orðum starfsaðstaða
atvinnuveganna, með og ásamt
menntun og þekkingu þjóðar-
innar, sem mestu ræður um
það, hvort samfélagið skilar
nauðsynlegum verðmætum til
að standa undir velferðinni.
Þess vegna ber að fagna þvi
að ný ríkisstjórn hefur heitið því
að rjúfa kyrrstöðuna í íslenzku
atvinnulífi; að auka verðmæta-
sköpun í atvinnulífinu og skila
Fyrstu
verkefni
að skiptir miklu máli, að
hinni nýju ríkisstjóm
Davíðs Oddsson-
ar takist að slá réttan tón í upp-
hafi. Þar varðar mestu, að
ríkisfjármálin verði tekin föstum
tökum nánast þegar í stað. Við-
skilnaður vinstri stjórnarinnar
og Ólafs Ragnars Grímssonar í
fjármálaráðuneytinu er hrika-
legur og rækileg úttekt þarf að
liggja fyrir á þeim viðskilnaði.
En jafnframt þarf hin nýja
ríkisstjórn strax á næstu dögum
og vikum að taka ákvarðanir til
þess að draga úr útgjöldum
ríkissjóðs o g lánsfjárþörf á
þessu ári. Það er ekki hægt að
bíða með slíkar ákvarðanir fram
á næsta haust, þegar Friðrík
Sophusson, fjármálaráðherra,
leggur fram fyrsta fjárlaga-
frumvarp sitt. Þessar ákvarðanir
þarf að taka nú á næstunni og
með þeim hætti, að eftir verði
tekið.
Hins nýja fjármálaráðherra
bíður erfitt verkefni. Það er ekki
einfalt mál að skera niður út-
gjöld hins opinbera eða draga
úr, að því er virðist, óseðjandi
fjárþörf opinbera kerfisins. En
það verður að takast á við þetta
verk af mikilli hörku og láta
hvorki þrýstihópa né alþingis-
menn komast upp með að stöðva
henni í betri lífskjörum, ekki
sízt til hinna tekjulægstu. Mark-
miðið er að „örva efnahagslegar
framfarir, án verðbólgu og án
ofnýtingar náttúruauðlinda" og
stuðla að friði á vinnumarkaði
með „sáttargjörð um sanngjöm
kjör“.
Hin fyrsta þjóðarsátt, sem
gerð var á dögum fyrri viðreisn-
ar, júnísamkomulagið 1964,
undirstrikar mikilvægi sam-
átaks þjóðarinnar: til að við-
halda stöðugleika í efnahagslíf-
inu, til að bæta samkeppnisstöðu
atvinnuveganna, til að stækka
skiptahlutinn á þjóðarskútunni
[m.a. með nýju álveri] og til að
halda skattheimtu hins opinbera
innan hóflegra marka. Nú, eins
og þá, er slík samstaða, slíkar
aðgerðir, mikilvægar í kjarabar-
áttu þjóðarinnar. Þær eru og
nauðsynlegur undanfari þess að
rétta hlut okkar í hópi velferð-
arríkja heims.
í þeirri von að öll ábyrg þjóð-
félagsöfl sameinist um viðreisn
íslenzks efnahags- og atvinnu-
lífs, og þar með lífskjara í
landinu, árnar Morgunblaðið
launafólki og landsmönnum öll-
um velferðar á þessum hátíðis-
degi.
það. Ráðherrar í helztu útgjalda-
ráðuneytum þurfa að standa
fast með fjármálaráðherra í
þessu verkefni. Þeirra skylda er
að draga saman seglin, ekki
síður en fjármálaráðherrans.
Þeir hafa ekki leyfi til þess að
líta á sjálfa sig, sem eins konar
þrýstihóp fyrir þá hagsmuni,
sem ráðuneyti þeirra vinna að.
Það mun ráða miklu um örlög
þessarar ríkisstjórnar hvernig
henni tekst til í þessum efnum
á næstu mánuðum.
Stundum gera ráðherrar og
embættismenn litið úr því að
draga beri úr eyðslu hins opin-
bera til ferðalaga, risnu og ann-
ars þess háttar og telja, að þetta
séu svo litlar fjárhæðir, að þær
skipti engu máli í heildardæm-
inu. En útgjöld af þessu tagi
skipta almenning máli. Skatt-
greiðendur taka eftir því, hvern-
ig farið er með fé þeirra að þessu
leyti. Þess vegna segir það tölu-
verða sögu um ríkisstjórn og
ráðherra, hvernig þeir halda á
þessum útgjaldaliðum.
Ákveðin tök á ríkisfjármálum
þegar í upphafi starfsferils þess-
arar ríkisstjórnar eru forsenda
fyrir því, að takast megi að end-
urnýja þjóðarsáttarsamninga
næsta haust. Ríkisstjómin á að
leggja grundvöll að því með
ákveðnum aðgerðum í ríkisfjár-
málum. Síðan er það aðila vinnu-
markaðar að semja sín í milli
án afskipta ríkisvaldsins.
STJORNARSKIPTIN
Býst við að vextir hæk
næstunni en fari svo læ
Steingrímur Hermannsson, fráfarandi forsætisráðherra, afhenti Davíð Oddssyni, núverandi forsætisráðherra, lykla að i
í Stjómarráðshúsinu kl. 16,30 í gær. Við það tækifæri óskuðu þeir hvor öðrum velfarnaðar á nýjum vettvangi og Daví
í þágu þjóðarinnar. Steingrímur heldur í dag af landi brott til Bandaríkjanna þar sem hann tekur við heiðursdoktorsnafnbó
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Davíð fær lyklavöldin
DAVÍÐ Oddsson nýskipaður forsætisráðherra segir að staða ríkisfjár-
mála verði væntanlega meginviðfangsefni á fyrsta fundi ríkisstjórnar
hans sem verður á fimmtudag. Hann býst við að vextir hækki á
næstunni, en muni síðan lækka þegar ríkisstjórninni takist að lækka
ríkisútgjöld.
Davíð Oddsson sagði, eftir ríkis-
ráðsfund á Bessastöðum þar sem
ríkisstjórn hans tók við, að búast
mætti við að yextir fari hækkandi
á næstunni. „í raun tel ég að vext-
ir hafí þegar hækkað, þótt það hafí
verið falið. Það felst í því að ríkis-
skuldabréf hafa legið óseld og menn
hafai ekki viljað hækka vextina í
það sem þeir í rauninni eru. Ég
býst við því að vextirnir muni fara
í það sem þeir eru, nú þegar stjórn-
in fer frá, en síðan, eftir að ríkisút-
gjöldum verður mætt, þá ættu vext-
ir að ganga niður á nýjan leik,“
sagði Davíð.
Um skattalækkanir í framtíðinni,
eftir að tekist hefði að ná niður
ríkisútgjöldum, sagði Davíð, að
væntanlega yrði haft samráð við
samtök launþega um það hvaða
atbeini ríkisvaldsins í þeim efnum
kæmi launþegum best.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
voru valdir á þingflokksfundi í
gærmorgun. Þar lagði Davíð Odds-
son fram tillögu um að ráðherrar
yrðu, auk hans, Friðrik Sophusson,
Haildór Blöndal, Ólafur G. Einars-
son og Þorsteinn Pálsson. Þessi til-
laga var samþykkt í skriflegri at-
kvæðagreiðslu með 22 atkvæðum
gegn 1 en tveir sátu hjá.
Davíð sagði að erfitt hefði verið
að fínna endanlega lausn á því
máli, þar sem margir góðir menn
hefðu verið í boði. „Niðurstaðan
varð þessi eftir að ég hafði átt ýtar-
leg samtök við alla þingmenn
flokksins, og ég vona að menn vona
að menn sætti sig hana,“ sagði
Davíð.
Davið mun gegna embætti borg-
arstjóra þar til eftirmaður hans í
því starfi verður valinn. Hann segir
að stefnt sé að því að það verði
frágengið á borgarstjórnarfundi
eftir hálfan mánuð. Davíð sagði að
áður en hann gerði tillögu um eftir-
mann sinn, myndi hann ræða við
alla borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í trúnaði og fara yfir stöð-
una þar. Davíð sagði að hann hefði
hug á að gegna áfram embætti
borgarfulltrúa þótt hann hætti sem
borgarstjóri.
Stjómarmyndun Davíðs Odds-
sonar stóð aðeins yfir í rúma þrjá
sólarhringa, en þeir urðu nokkuð
langir hjá formönnum Sjájfstæði-
flokks og Alþýðuflokks. „Ég verð
að viðurkenna það, að mig langar
óskaplega mikið til að sofa út í
fyrramálið," sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra við Morgunblaðið
í gær.
Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal, Ölafur G. Einarsson, Þorsteir
fjármálaróðherra. landbúnaðar- og menntamálaráðherra. sjávarúh
samgönguráðherra. og kirkjurr
4