Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
35
Morgunblaðið/Rax
i'áðuneytinu og bifreið sem því fylgir
ð þakkaði Steingrími vel unnin störf
't frá Tækniháskólanum í Illinois.
kiá
kkandi
Landbúnaðarstefnan verð-
ur auglýst gjaldþrota í haust
-segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að stærstu mál
þessarar ríkisstjórnar væru að stöðva útgjaldaþenslu í ríkisbúskapnum,
ljúka samningum um álver og aðild íslands að evrópska efnahagssvæð-
inu og nýta auðlindir landsins í ríkari mæli meðal annars með orku-
sölu um sæstreng. Þá sagði hann að uppskurður yrði gerður í landbún-
aðarmálum sem hann nefndi útför landbúnaðarstefnunnar.
„Stærstu málin eru þau að nýta
kjörtímabilið í heild til þess að stöðva
útgjaldaþenslu í ríkisbúskapnum,
lækka ríkisútgjöld, breyta fot'gangs-
röðun þeirra, stokka upp ríkiskerfið
og taka út úr því þætti sem þar eiga
ekki heima, breyta ríkisfyrirtækjum
í hlutafélög og selja hluti ríkisins
þar sem samkeppni nýtur við. Þetta
er stóra verkefnið til þess að tryggja
að skattar haldi ekki áfram að elta
útgjöld með sjálfvirkum hætti. Sjálf-
stæðismenn eiga að .hafa frumkvæði
að þessu.
Það á að nýta vannýttar auðlindir
og byija að virkja fyrir austan. Það
á að byggja upp öflugra dreifikerfi
fyrir raforku, lúka samningum um
Atlantsál, hraða undirbúningsstarfí
fyrir vetnisframleiðslu. Það á í al-
vöru að snúa sér að því að undirbúa
og semja um, tæknilega og fjárhags-
lega, orkusölu um sæstreng til út-
landa. Alþýðuflokkurinn hefur frum-
kvæði um þetta.
Það á að stíga fyrstu skrefin í
breytingarátt frá núverandi kvóta-
kerfi sem er skömmtunarkerfi. Það
er komið í ógöngur og það þarf að
breyta því. Það er samkomulag um
það í þessari ríkisstjórn að gera virkt
það ákvæði í lögum um stjórn fisk-
veiða að fiskistofnarnir eru sameign
þjóðarinnar. En við ætlum að gera
það hægt og rólega og ætlum ekki
einhvetja kollsteypuleið.
Fjórða stóra málið er að lúka
samningum okkar við Evrópubanda-
lagið, ná tollfrjálsum aðgangi fyrir
sjávarafurðir sem mun bylta starfs-
skilyrðum innlendrar fiskvinnslu.
Það mun flytja vinnuna heim, draga
úr útflutningi á hráefni sem gerir
okkur kleift að byggja upp hátækni-
matvælaiðnað undir íslenskum vöru-
merkjum og greiða götu okkar inn
á neytendamarkaði, auka vinnslu-
virði og arðsemi í íslenskum sjávar-
útvegi. Við eigum að hafa verkstjórn
í þessu máli. Hvað svo sem líður
örvæntingarfullum fréttum um að
samningar um evrópska efnahags-
svæðið séu í steik er ég afar bjart-
sýnn á að þeir takist.
Breyta þarf landbúnaðarstefn-
unni. Hún verður auglýst gjaldþrota
í haust, nánar tiltekið í september
við sláturtíð, þegar 55 þúsund fjár
verða felld ofan í fjöldagröf. Sú út-
för verður útför landbúnaðarstefn-
unnar. Halldór Blöndal bekkjarbróð-
ir minn á að sjá um þá útför, ég
ætla að vera viðstaddur," sagði Jón
Baldvin.
Hann sagði að óánægja hefði ver-
ið meðal flokkstjórnarmanna í Al-
þýðuflokki varðandi verkaskiptingu
ráðherra hjá hluta flokksmanna.
Fjórtán hefðu greitt atkvæði gegn
tillögum sínum um ráðherra flokks-
ins. Reyknesingum hefði þótt sinn
hlutur of rýr með tilliti til þess að
,þeir unnu stærstan sigur í kosning-
_unum. Þá hefðu virkir talsmenn
’flokksins í verkalýðshreyfingunni
verið óánægðir með að ekki skyldi
nást samstaða um að Karl Steinar
Guðnason yrði ráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Stefnuyfirlýsing undirrituð
Stefnuyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjórnar var undirrituð kl. 10 í gærmorg-
un í Viðey af Davíð Oddssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Þeir sátu
við borð, sem var í eigu Skúla fógeta Magnússonar.
—
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Halldór Ásgrímsson fráfarandi sjávarútvegsráðherra ræðast
við í sjávarútvegsráðuneytinu.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra:
Byggt á þeim grunni
sem hefur verið lagður
ÞORSTEINN Pálsson nýskip-
aður sjávarútvegs-, dóms- og
Oddsson,
irááherro.
in Pálsson,
reas. dóms-
íálaráðherra
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra.
Eiður Guðnason,
umhverfisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra.
Jón Sigurðsson,
iðnaðar og við-
skiptaráðnerra
Sighvatur Björgvinsson,
heilbrigðis- og
tryggingamálaráðnerra
kirkjumálaráðherra segir að
við endurskoðun fiskveiði-
stefnunnar, sem lögbundin er,
verði byggt á þeim grunni sem
þegar hefur verið lagður.
Hann segir að ekki sé á dag-
skrá að taka upp leigugjald
fyrir aflakvóta í sjávarútvegi.
„Þetta starf leggst vel í mig.
Það eru mikil verkefni sem þarna
bíða. Það stærsta er að vinna að
víðtækri sátt um fiskveiðistefn-
una. Það verður hafist handa við
að undirbúa endurskoðun hennar
sem lögbundin er. Þar verður
byggt á þeim grunni sem lagður
hefur verið og fyrst og fremst
miðað að því að skapa fasta
umgjörð um fiskveiðistefnuna
þannig að sjávarútvegurinn eigi
að vita við hvaða aðstæður hann
býr til næstu framtíðar.
Það er mjög mikilvægt að ekki
sé verið að hlaupa úr einu kerfi
í annað á fárra ára fresti. Það
leiðir til ringulreiðar og menn ná
aldrei þeirri hagkvæmni við nýt-
ingu auðlindarinnar, sem eigend-
urnir, þjóðin, á kröfu á. Jafnframt
verður farið að huga að ýmiskon-
ar skipulagsbreygingum og mót-
un heildstæðrar sjávarútvegs-
stefnu," sagði Þorsteinn.
Stefna Alþýðuflokksins hefur
verið að taka upp leigugjald fyrir
aflakvóta í áföngum. Þorsteinn
hefur verið andvígur slíkum hug-
myndum og sagðist vera
óbreyttrar skoðunar. „Það er ekki
mitt lausnarorð. Og Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ekki haft slíkt
á dagskrá og það er ekki dag-
skrárverkefni hjá okkur. En við
höfum ákveðið að flokkarnir
koma sameiginlega að þessari
endurskoðun, og menn leitast við
að ná sem víðtækastri samstöðu
og sátt,“ sagði Þorsteinn.
Um dómsmálin sagði Þor-
steinn, að stærsta verkefnið sem
þar blasti við væri að koma í
framkvæmd aðskilnaði dóms-
valds og framkvæmdavalds.
Síðan væru þar í undirbúningi
löggjöf á sviði réttarfars og fjöl-
skyldumálefna og sifjaréttar.