Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
_l.-m.ai
BARATTUDAGUR VERKALYÐSINS
1. maí ávarp Alþjóðasambands
fijálsra verkalýðsfélaga
Brauð - friður - frelsi
Milljónir karla og kvenna halda
1. maí hátíðlegan til þess að, í sam-
einingu, minna á hugsjónir verka-
lýðshreyfíngarinnar. Alþjóðlegur
baráttudagur launafólks er tákn
fyrir baráttu gegn efnahagslegu og
félagslegu ranglæti og sýna stað-
fasta trú á lýðræði, frelsi og virð-
ingu fyrir mannréttindum.
Þessar óaðskiljanlegu hugsjónir
um lýðræði, frelsi og mannréttindi
öllum til handa voru kveikjan að
stofnun Alþjóðasambands fijálsra
verkalýðsfélaga árið 1949. Kjörorð
þess — brauð, friður, frelsi — er
jafn brýnt baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar 1991 eins og það
var þá.
Burt með ójöfnuð innan
ríkja eða milli ríkja!
Langvarandi og djúpstæður
ójöfnuður ríkir enn innan ríkja og
í samskiptum milli ríkja. Mannrétt-
indi eru fótum troðin, réttur stéttar-
félaga að engu hafður og íbúum
þróunarríkjanna hefur verið sýnt
fullkomið tómlæti. Á síðasta ári
setti þetta mannréttindum óg fé-
lagslegum réttindum þröngar
skorður. Stríð, hungursneyð, fá-
tækt og undirokun hafa enn einu
sinni orðið örlög milljóna launa-
fólks.
Hvorki stéttarfélög né þær millj-
ónir karla og kvenna um allan heim,
sem eiga aðild að stéttarfélögum,
munu sætta sig við þvílík örlög.
Hvarvetna taka þau áskoruninni
sem verkalýðurinn stendur frammi
fyrir.
Barátta fyrir lýðræði
Barátta verkalýðshreyfingarinn-
ar er fyrst og fremst barátta fyrir
auknu lýðræði. Verkalýðshreyfing-
in á í stríði þar sem hún talar máli
launafólks. Hún berst fyrir því að
framlag þess sé metið að verðleik-
um með réttlátri skiptingu þjóðar-
auðs.
Þegar verkaiýðshreyfingin er
hindruð í að gegna hlutverki sínu,
þegar rétturinn til þess að bindast
samtökum er hundsaður kemur það
niður á lýðræði, framþróun, friði
og öryggi í heiminum.
Nútímasaga er vitnisburður
þess að verkalýðshreyfingin er
hvati að framþróun og vexti
auk þess sem hún er
máttarstólpi lýðræðis
Félagsmenn fijálsra verkalýðsfé-
laga lögðu sitt af mörkum til þess
að steypa kommúnísku einræði í
Mið- og Austur-Evrópu. Nú taka
þeir virkan þátt í endurreisnarstarfi
sem stefnir að því að tryggja mikii-
væga félagslega sátt um efnahags-
þróun. Félagsmenn fijálsra verka-
lýðsfélaga blökkumanna eru í farar-
broddi í baráttunni gegn aðskilnað-
arstefnunni. Eftir margra ára harða
viðureign og óteljandi fómir hafa
þeir loksins séð árangur af baráttu
sinni. Verkalýðshreyfingin í Suður-
Afríku undirbýr þjóðfélag án að-
skilnaðarstefnu og talar fyrir fé-
lagslegu réttlæti í því. Verkalýðs-
hreyfingin í Rómönsku-Ameríku
sem barðist árangursríkri baráttu
gegn hernaðarlegu einræði, gegnir
nú mikilvægu hlutverki til þess að
styrkja brothætta lýðræðislega
starfsemi. Sjálfstæð verkalýðs-
hreyfing ýtir á eftir breytingum og
heldur á lofti voninni um betra líf
milljónum Afríkumanna til handa
þar sem valdafrekir pólitískir leið-
togar hafa misst allt traust og eru
hindrun í vegi þróunar og alþjóð-
legrar samstöðu.
Alþjóðleg samstaða
Með hveijum degi sem líður verð-
ur alþjóðleg samstaða verkalýðsfé-
laga mikilvægara tæki til þess að
minna á þá sæmd sem verkafólki
ber, virðingu fyrir rétti þess og
réttlátri þjóðfélagslegri stöðu þess.
Alþjóðleg samstaða er með laun-
afólki sem enn er haft að féþúfu
af minnihlutahópum sem hafa kast-
að eign sinni á allan auð heilla
þjóða. Samstaðan er einnig með
körlum og konum sem enn er íþyngt
með lánum sem það ber enga
ábyrgð á og hefur ekki haft hag
af. Þessi virka samstaða er einnig
með þeim körlum og konum sem á
hveijum degi hætta lífi sínu og frelsi
þegar það gætir réttar og hags-
muna launafólks.
Alþljóðleg samstaða táknar einn-
ig að fylgst er með því að jafnvægi
ríki í samskiptum iðnvæddra þjóða
og þróunarríkja, sem alltof oft eru
fórnarlömb ágirndar.
Fylgjandi þróunaraðstoð
en andvíg ölmusum
Trú stefnumiðum sínum mun al-
þjóðleg hreyfing verkalýðsfélaga
vinna áfram með launafólki þróun-
arríkjanna og stéttarfélögum þeirra
með það að markmiði:
—að eyða auðmýkjandi fátækt sem
iðnvæddar þjóðir bera mikla
ábyrgð á,
— að auka þróunaraðstoð og fjár-
festingu í félagslegum auði eins
og menntun, þjálfun, húsnæði og
almannatryggingum,
— að laða fjölmennan hóp launa-
manna sem enn standa utan stétt-
arfélaga, til félaganna svo þeir
KIRKJULEG sveifla var flutt
sunnudaginn 14. apríl sl. í Bú-
staðakirkju. Húsfyllir var á tón-
leikunum og ríkti óvenjuleg
stemmning í kirkjunni. Fjölda
margir hafa óskað eftir því að
þessir tónleikar verði endurtekn-
ir. Það verður gert fimmtudag-
inn 2. maí kl. 20.30.
Þar flytur hópur tónlistarfólks
undir forystu Guðna Þ. Guðmunds-
sonar organista Bústaðakirkju
kirkjulega sveiflu, jazz og blús. Þar
verða fluttir negrasálmar svo og tvö
lög trúarlegs eðlis eftir Magnús
fái notið hagsbótanna sem felast
í samstöðu hreyfingarinnar.
Starfsemi alþjóðasam-
takanna verði styrkt
Starfsemi alþjóðahreyfingar
fijálsra verkalýðsfélaga á að hald-
ast í hendur við vaxandi styrk Sam-
einuðu þjóðanna. Alþjóðahreyfingin
verður að hafa þau tæki sem þarf
til að koma í veg fyrir að þeir ógnar-
atburðir sem áttu sér stað í byijun
ársins 1981 endurtaki sig. Að mati
fijálsrar verkalýðshreyfingar eru
afskipti af innanríkismálum þjóða
réttlætanleg þegar stjórnvöld virða
grundvallar mannréttindi að vettugi
og stofna lífi karla og kvenna í
hættu.
Milljónir verkafólks í heimsálfun-
um fimm binda vonir sínar við lýð-
ræðislega verkalýðshreyfingu. Al-
þjóðasamband fijálsra verkalýðsfé-
laga vill halda þessari von vakandi.
í þessu skyni mun sambandið stór-
efla allt starf sitt fyrir lýðræði, fé-
lagslegu réttlæti, efnahagslegu
réttlæti, virðingu fyrir mannréttind-
um, friði og öryggi um allan heim.
Kjartansson.
Flytjendur verða Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir,
Stefanía Valgeirsdóttir, Magnús
Kjartansson og hljómsveit, Guðni
Þ. Guðmundsson, barnakór og
bjöllukór Bústaðakirkju.
Þær raddir hafa oft heyrst að
kirkjunnar menn mættu vera opn-
ari fyrir því að hleypa nýrri tónlist
inn í kirkjurnar. Um leið og flytj-
endur gefa vinnu sína og styðja þar
með orgelkaupin vill tónlistarfólkið
sýna fram á möguleika léttrar tón-
listar í kirkjulegu starfi.
Kirkjuleg sveifla endur-
tekin í Bústaðakirkju
A44RKID