Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 50
£0
8IHHMI
MONGOOSE hefur unnið
fleiri torfærukeppnir i
Bandarikjunum en nokkurt
annað hjól.
Regluleg skoSun og stilling
ón endurgjalds.
EKKI BARA TIL FJALLA
OPIÐ LAUGARDAGA )0°° - 1600
GAP
G.Á. Pétursson hf
Nútlðinni Faxafeni 14, simi 68 55 80
M0RGUNBLAÐ1Ð MIÐVIKUDAGUR 1. MAI 1991
Minning:
Olafur Sigfússon
fv. sveitarsijóri
Fæddur 29. september 1923
Dáinn 18. apríl 1991
Á morgun, 2. maí, verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju Ólafur
Sigfússon, fyrrverandi sveitarstjóri
á Hvolsvelli. Ólafur var fæddur í
Reykjavík 29. september 1923.
Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson,
bóndi í Norðurkoti á Kjalarnesi, og
María Þórunn Ámadóttir í
Reykjavík.
Ungur að árum missti Ólafur
móður sína og ólst eftir það upp
hjá móðursystur sinni, Margréti
Árnadóttur, og manni hennar,
Helga Pálssyni í Ey í Vestur-Lan-
deyjum. Hann fór í Bændaskólann
á Hólum og lauk þaðan búfræðin-
ámi 1945. Eftir það fór hann ti
Danmerkur og vann þar á búgarði
í 1 ár. Árið 1948 hóf hann nám í
málaraiðn í Reykjavík og lauk
sveinsprófi í þeirri iðngrein 1952.
Ólafur kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Guðrúnu Olgu Stefánsdóttur
hjúkrunarfræðingi, 4. nóvember
1950. Eiga þau 3 syni: Guðna Þór
sem kvæntur er Herbjörtu Péturs-
dóttur; Stefán, sambýliskona hans
er Ólafía Þórdís Gunnarsdóttir; og
Sigurð, sem kvæntur er Mjöll Gunn-
arsdóttur. Ungu hjónin Ölafur og
Olga tóku sig upp frá Reykjavík
FULLTRÚARÁÐ vcrkalýðsfélag-
anna í Reykjavík, Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og Iðnnema-
samband Islands standa saman að
hátíðarhöldum í tilefni 1. maí, al-
þjóðlegs baráttudags launafólks.
í ár verða hátíðarhöld vegna 1.
maí með hefðbundnu sniði sem og
undanfarin ár. Safnast verður saman
við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur
af stað kl. 14.00. Gengið verður nið-
ur Laugaveginn að Lækjartorgi.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðra-
sveitin Svanur leika fyrir göngunni.
1952 og hófu búskap á nýbýli sem
þau byggðu að Hjarðartúni í Hvol-
hreppi og þar bjuggu þau allt til
þess er Olafur veiktist fyrir tæpum
2 árum. Sveitin átti alltaf sterk ítök
í Ólafi.
Það var mikil gæfa fyrir Ólaf að
eignast Olgu sem lífsförunaut. Hún
stóð ávallt fast við hlið Ólafs í blíðu
og stríðu og reyndist honum ómet-
anleg stoð í veikindum hans. Um-
hyggja hennar fyrir manni sínum
og dugnaður í hans erfíðu veikind-
um eru aðdáunarverð.
Ég minnist margra góðra stunda
á þeirra fallega heimili í Hjarðar-
túni þar sem listsköpun og snyrti-
mennska var óvenjulega mikil.
Heimilið og garðurinn vakti hrifn-
ingu þeirra er nutu þess að koma
þar. Kynni mín af Ólafí urðu náin
þegar hann réðst 1970 sem aðal-
gjaldkeri til Kaupfélags Rangæinga
en því starfí gegndi hann til 1974
ásamt oddvitastarfi Hvolhrepps.
Hann var kosinn í hreppsnefnd
Hvolhrepps 1962 og var oddviti í
Hvolhreppi 1966-1974, oddviti og
sveitarstjóri 1974-1982 og upp frá
því sveitarstjóri allt til þess er hann
veiktist skyndilega við skyldustörf
haustið 1989. Á Ólaf hlóðust mörg
trúnaðarstörf fyrir sveitarfélögin í
héraðinu. Hann var um tíma í stjórn
Útifundur verður haldin á Lækj-
artorgi að göngu lokinni. Ræðumenn
dagsins verða Ögmundur.Jónasson
formaður BSRB og Sigurður Rúnar
Magnússon hafnarverkamaður. Milli
ræðumanna syngja nemendur frá
Söngskóla Reykjavíkur, þau Ragnar
Davíðsson og Auður Gunnarsdóttir,
nokkur lög við undirleik Jóns Stef-
ánssonar píanóleikara. Einnig kemur
Bubbi Morthens fram og syngur
nokkur lög. Fundarstjóri verður Elín
Sigurðardóttir formaður Iðnnema-
sambands íslands.
Sambands sunnlenskra sveitarfé-
laga, í Héraðsnefnd Rangæinga,
stjórn Hitaveitu Rangæinga á
fyrstu árum hennar og í fjöldamörg-
um öðrum trúnaðarstörfum sem of
langt mál yrði upp að telja.
I öllum sínum störfum naut Ólaf-
ur trausts og virðingar. Eins og
gengur í svona starfí er ekki alltaf
logn. Ólafí tókst ævinlega að ná
sátt um þau mál sem honum voru
hugleikin. Hann gætti hagsmuna
síns sveitarfélags af mikilii alúð og
stóð fastur á sinni skoðun þó á
móti blési. Samstarf okkar Ölafs
var alla tíð með miklum ágætum
og sakna ég þeirra stunda þegar
hlé var tekið frá önn dagsins og
við tókum upp léttara hjal. Við
Hvolhreppingar eigum honum mik-
ið að þakka og að leiðarlokum vil
ég koma á framfæri sérstöku þakk-
læti frá þeim er störfuðu náið með
honum að hreppsmálum nú hin
síðari ár.
Ég vil þakka Ólafi hjartanlega
fyrir samfylgdina og votta ég og
fjölskylda mín Olgu, sonum þeirra
og ættingjum öllum okkar dýpstu
samúð.
Ágúst Ingi Ólafsson
í dag er kvaddur hinstu kveðju
vinur okkar, Ólafur Sigfússon frá
Hjarðartúni í Hvolhreppi, en nú
síðast til heimilis á Suðurgötu 76 í
Hafnarfirði. Kynni okkar hófust
sem skóla- og herbergisfélagar að
Hólum í Hjaltadal 1943-1945.
Þangað kom Óli frá Ey í Vestur-
Landeyjum, en fæddur var hann í
Reykjavík 29. september 1923, son-
ur Sigfúsar Jónssonar og Maríu Þ.
Árnadóttur.
Óii hafði verið á Laugarvatni í
héraðsskólanum þar. Á Hólum gekk
Óla frábærlega vel, enda bæði fjöl-
lesinn og fluggreindur. Að prófi
loknu hélt Óli til Danmerkur en
heimkominn hóf hann nám í mál-
araiðn, lauk þar prófí og gerðist
meistari, en þar, eins og í öðru,
naut hann sín vel, bæði liðtækur
og listfengur. 1950 staðfesti Óli ráð
sitt. Hinn 4. nóvember giftust þau
Óli og Guðrún Olga Stefánsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, og það var
mikið gæfuspor beggja, sem þann
dag var stigið, og framúrskarandi
ástúð og stuðning hefur Olga veitt
manni sínum í langvarandi veikind-
um hans.
Þau hjón eignuðust fjóra syni,
misstu þann elsta en hinir eru sr.
Guðni Þór, prófastur að Melstað,
Stefán, búsettur í Grundarfirði, og
Sigurður, búsettur í Reykjavík, allir
fjölskyldumenn. Barnabörnin eru
orðin 10.
Eftir skamma búsetu í Reykjavík
reistu þau sér nýbýlið Hjarðartún í
Hvolhreppi. Þar sköpuðu þau sér
glæsilegt heimili og þar er einn
stærsti og glæsilegasti skrúðgarður
á landinu. Þar dvaldi Olga löngum
við að breyta og bæta og ef ég
man rétt vann hún, eða þau, a.m.k.
5 sinnum til verðlauna. Fljótlega
hlóðust alls konar félagsstörf á Óla,
sem eðlilegt var, þar sem maðurinn
var óvenju fær á flestum sviðum.
Hann var kosinn oddviti og síðan
sveitarstjóri frá upphafi þess emb-
ættis þar til í september 1989 að
hann hneig niður á fundi og átti
ekki afturkvæmt til starfa. Þó um
nokkurt skeið væri vitað hvert
stefndi, var það áfall að frétta látið
hans og hugurinn reikar til baka,
til fjölmargra samverustunda — þó
alltof fárra, með þeim hjónum hér
og þar en sérstaklega að Hjarðar-
túni. Óli var skemmtilegur, hlýr og
kíminn vel, hjálpsamur og greiðug-
ur svo af bar. Með honum er geng-
inn einn sá besti drengur sem ég
hef kynnst, enda voru vinsældir Óla
með fágætum. Hann hélt sambandi
og vináttu við fjölda skólabræðra
um 45-50 ára skeið og ég þekki
dæmi þess að menn, sem hann
þekkti löngu fyrir okkar kynni,
hafa haldið uppi heimsóknum og
sambandi til dagsins í dag.
Blessuð sé minning Ólafs Sigfús-
sonar. Guð blessi hann. Innilegustu
samúðarkveðjur sendum við þér,
Olga, og aðstandendum öllum.
Bergur Ó. Haraldsson,
Kristín L. Valdemarsdóttir.
Hátíðarhöld á bar-
áttudegi launafólks
Sveit Gylfa Pálssonar sigraði I Halldórsmóti Bridsfélags Akureyrar.
Talið frá vinstri: Gunnar Berg, Kristján Guðjónsson, Gylfi Pálsson
og Helgi Steinsson.
___________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fímmtudag lauk þriggja kvölda
Butler-tvímenningi. Hæstu kvöldskor
náðu:
A-riðiIl.
ÓlínaKjartansd.-RagnheiðurTómasd. 42
B-riðill:
Ragnar Bjömsson - Ármann J. Lárusson 44
C-riðill:
Bjami Pétursson - Sævin Bjamason 43
Lokastaðan:
RagnarJónsson —BemódusKristinss. 129
RagnarBjömsson-ÁrmannJ.Lárusson 129
Ólína Kjartansdóttir - Ragnheiður Tómasd. 122
ÓskarSigurðsson-ÞorsteinnBerg 118
GrimurThorarensen-VilhjálmurSigurðss. 115
Helgi Viborg—OddurJakobsson 109
JónAndrésson-GarðarÞórðarson 104
Sigriður Möller - Freyja Sveinsdóttir
Síðasta keppni vetrarins verður
þriggja kvölda vortvímenningur sem
hefst næsta fimmtudag.
Happdrætti Bridssambandsins
Dregið hefir verið í happdrætti
Bridssambandsins og komu eftirtal-
in númer upp: 2310 - 346 - 3842
- 3235 - 2537 - 2177 - 1891 - 1392
- 3177 - 3914 - 4915 - 1942 - 3456
- 4503 - 35 - 1443 - 4132 - 2520.
Nánari upplýsingar eru gefnar á
skrifstofu BSI.
Bridsfélag Suðurnesja
Meistaramóti félagsins lauk sl.
mánudag með sigri sveitar Loga Þor-
móðssonar eftir hörkukeppni. Með
Loga spiluðu Gísli Torfason, Hjálmtýr
Baldursson, Arnór Ragnarsson, Einar
Jónsson og Jóhannes Sigurðsson.
Sveit Loga fékk samtals 181 stig.
Sveit Fasteignaþjónustu Suðumesja
hlaut 177 stig og sveit Eyjólfs Ey-
steinssonar varð í þriðja sæti með 169
stig.
Næsta mánudag hefst tveggja
kvölda vortvímenningur og verður
spilað í Flughóteli. Spilamennska hefst
kl. 20 og eru allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Bridsfélag kvenna
Nú er hraðsveitakeppninni lokið,
geysileg spenna var á toppnum en
eitt stig skildi fyrstu og þriðju sveit
en sigurvegarar urðu sv. Sigrúnar
Pétursdóttur, ásamt henni spiluðu
Sveinn Sigurgeirsson, Hrafnhildur
Skúladóttir, Jörundur Þórðarson og
Hallgrímur Hallgrímsson.
Lokastaða:
1. Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 2186
2. -3. Sv. Kristrínar Þórðardóttur 2185
2.-3. Sv. Ólínu Kjartansdóttur 2185
4. Sv. Hildar Helgadóttur 2068 stig.
5. Sv. Bjargar Pétursdóttur 2055
6. Sv. Rósu Þorsteinsdóttur 2049
Nk. mánudag koma Húnvetningar
í heimsókn og spila sveitakeppni. Nán-
ari uppl. veitir Ólína í síma 32968.
Bridsfélag Akureyrar
Sveit Gylfa Pálssonar sigraði í svo-
kölluðu Halldórsmóti sem lauk fyrir
nokkru. Auk Gylfa spiluðu í sveitinni:
Helgi Steinsson, Gunnar Berg og
Kristján Guðjónsson.
Röð efstu sveita varð annars þessi:
Gylfí Pálsson 206
Jakob Kristinsson 193
Stefán Vilhjálmsson 192
Grettir Frímannsson 183
Hermann Tómasson 175
Landsbankinn gaf verðlaunin í Hall-
dórsmótið sem verið hefur fastur lið-
ura í starfi BA í nokkur ár, en Hall-
dór starfaði einmitt í Landsbankanum
í áratugi.
Keppnisstjóri var Albert Sigurðs-
son.
Frá Skagfirðingum, Reylyavík
Þriðjudaginn 23. apríl mættu 16
pör til leiks. Spilað var í einum riðli
og urðu úrslit (efstu pör):
Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 264
Ólafur Lárusson - Þorleifur Þórarinsson 250
Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Arnórsson 228
Anna Þóra Jónsdóttir - Rapar Hermannsson 226
Esther Jakobsdóttir—Aron Þorfinnsson 225
ÓliBjömGunnarsson-BjömKjartansson 221
Spilað er í Drangey v/Síðumúla
35 og hefst spilamennska kl. 19.30.
Allir velkomnir.
Parakeppnin
Þeim, sem ætla sér að vera með í
parakeppninni, er bent á að skráningu
lýkur á morgun, fimmtudag. Spilaður
verður barometer í húsi Bridssam-
bandsins 4.-5. maí.