Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 53
leer íam .i HuoAauHivaiM aiaAuaviuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
Mk VI
53
þá munu örlög hans þegar hafa
verið ráðin.
Benedikt var fæddur í Reykjavík
11. janúar 1935. Að honum stóðu
styrkir stofnar. Foreldrar hans voru
Lárus H. Blöndal, alþingisskjala-
vörður, og fyrri kona hans, Krist-
jana Benediktsdóttir.
Lárus var sonur Haralds ljós-
myndara Lárussonar Blöndal sýslu-
manns og konu hans, Margrétar
Auðunsdóttur.
Kristjana móðir Benedikts var
dóttir Benedikts alþingisforseta
Sveinssonar Víkings gestgjafa á
Húsavík og Guðrúnar Pétursdóttur
Kristinssonar, útvegsbónda í Eng-
ey-
Móður sína missti Benedikt 1955
en Lárus má nú í hárri elli sjá á
bak syni sínum.
Benedikt lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1954 og embaettisprófi í lögfræði
frá Háskóla íslands lauk hann í
janúar 1960. Hann lagði stund á
sjórétt í London 1960-1961. Bene-
dikt tók virkan þátt í félagslífi stúd-
enta, var m.a. ritstjóri Ulfljóts og
formaður Stúdentafélags Háskól-
ans.
Réttindi til málflutnings fyrir
héraðsdómi öðlaðist Benedikt 1961
og fyrir hæstarétti 1966. Stundaði
hann. málflutningsstörf frá 1961,
um t'íma í félagi við frænda sinn,
Benedikt Sveinsson hrl., en lengst
af í félagi við Ágúst Fjeldsted hrl.
og síðar einnig í félagi við Hákon
Árnason hrl.
Auk þess að reka málflutnings-
skrifstofu starfaði Benedikt sem
lögfræðingur Bæjarútgerðar
Reykjavíkur 1960-1965.
Benedikt voru falin margvísleg
trúnaðarstörf. Hann átti sæti í
Kjaradómi 1971-1988, þar af sem
formaður frá 1977. Ennfremur átti
hann sæti í Kjaranefnd 1976-1988
og þar af formaður frá 1978. For-
maður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar var hann 1964-
1966, í stjórn Lögmannafélags ís-
lands um nokkurra ára skeið og
formaður þess 1971-1973. í stjórn
Lífeyrissjóðs lögmanna var hann
um skeið og um tíma í stjórn Stúd-
entafélags Reykjavíkur og formað-
ur þess 1970-1971. Hann átti sæti
í stjórn Rauða kross íslands 1973-
1986 og þar af sem formaður frá
1982. Safnaðarfulltrúi í Dómkirkj-
unni var hann 1975-1981. Auk þess
átti Benedikt sæti í stjórnum nok-
kurra hlutafélaga.
Hann var í Landskjörstjórn frá
1983 og formaður hennar frá 1986.
Benedikt var skipaður hæstaréttar-
dómari í febrúar 1988 og gegndi
hann því starfí til dauðadags.
Benedikt var glæsilegur fulltrúi
stéttar sinnar í Hæstarétti og mun
margháttuð reynsla hans á löngum
lögmannsferli ásamt yfirburða
þekkingu og vitsmunum hafa verið
honum gott veganesti í starfi
hæstaréttardómara. Hygg ég, að
dómsstörf hafi fallið honum einkar
vel. Hann átti afar auðvelt með að
greina kjarna hvers máls og var
gæddur næmri réttlætistilfinningu.
Benedikt var höfðinglegur í sjón
og raun, hár vexti og karlmannleg-
ur, framkoman prúðmannleg og
viðmótið hlýtt. Ráðhollur var hann
og sagði óhikað skoðanir sínar. Vin-
fastur var hann og frændrækinn.
Eg sá Benedikt síðast nokkrum
vikum áður en hann lést, er ég
heimsótti hann á Landspítalann.
Þótt mjög hafi þá af honum verið
dregið gerði hann að gamni sínu
og gerði sem minnst úr veikindum
sínum. Þannig brást hann við af
karlmennsku og æðruleysi. Ekki
renndi mig þá í grun, að þetta yrði
síðasta skiptið sem við hittumst.
Benedikt kvæntist 6. febrúar
1960 Guðrúnu Karlsdóttur, for-
stjóra í Björnsbakaríi í Reykjavík,
Kristinssonar og konu hans, Önnu
Margrétar Jónsdóttur. Þau eignuð-
ust þrjú börn, sem nú eru öll við
nám, en þau eru Karl, giftur Stef-
aníu Þorgeirsdóttur, Lárus, sambýl-
iskona hans er Anna Kristín Jóns-
dóttir, og Anna, og er sambýlismað-
ur hennar Einar Þorvaldsson.
Guðrún bjó manni sínum gott og
fallegt heimili og voru þau hjónin
góðir félagar og samhent í því að
gæða heimilið hlýju og gleði.
Þyngstur er harmur kveðinn að
Guðrúnu, börnum þeirra og öldnum
föður. Andspænis dauðanum mega
orð sín lítils, en þó er huggun harmi
gegn, að minningin um góðan dreng
mun lifa. Þannig mun Benedikt
Blöndal lifa í minningu ástvina
sinna, þótt hann hverfi nú sjónum
okkar.
Blessuð sé minning hans.
Jón Ingvarsson
Benedikt Blöndal, lögmaður og
hæstaréttardómari, er látinn. Ég
starfaði sem fulltrúi hans í 12 ár
og þekki því vel störf hans. Er það
mér mikil ánægja að vitna um störf
hans innan skrifstofu, en ég efast
ekki um að aðrir munu verða til
þess, að bera um hans víðtæku störf
og áhugamál utan skrifstofu. Er
ég réðst til starfa sem fulltrúi á
lögmannsstofu föður míns og félaga
hans, árið 1976, var Benedikt
Blöndal rétt liðlega fertugur. Varð
ég þess fljótt var, að margir starfs-
bræður töldu Benedikt verðandi
stórmeistara lögmannastéttarinnar.
Ég kom í fyrstu ekki auga á að það
væri svo. Var það vegna þess að
Beneddikt, sem á þessum tíma, sem
og ætíð síðar, hafði mikinn fjölda
mála undir, vann ekki nógu skipu-
lega að þeim. Varð það til þess að
tímaþáttur málanna gekk stundum
úr skorðum. Þá var mér ekki ljóst,
að svona háttaði hjá flestum lög-
mönnum landsins. En Benedikt
Biöndal var að mörgu leyti á undan
sinni samtíð og sá að þessi háttur
á störfunum gæti ekki gengið til
lengdar. Hann fór því á námskeið
um skipulagningu í starfí. Á þessum
árum, og reyndar alltaf síðar, vann
Benedikt langan vinnudag. Oft var
hann mættur til vinnu kl. 7 á
morgnana, jafnvel kl. 6, og fór ekki
frá vinnu fyrr en um kyöldmatarley-
tið. Hef ég grun um að hann hafi
einnig oft notað kvöldið til starfa,
ýmist heima eða á fundum. Þessi
mikla vinna og skipulagning starf-
anna skilaði því, að innan við 45
ára aldur var Benedikt Blöndal orð-
inn sá stórmeistari á lögfræðisvið-
inu, sem búist hafði verið við. Jafn-
framt var hann afkastamaður með
ólíkindum. Oft varð ég vitni að því
að Benedikt skrifaði og gekk frá
greinargerðum í flóknum dómsmál-
um eða flóknum lögfræðilegum
álitsgerðum á klukkustundu, verk,
sem tekið hefði margan manninn
fleiri daga að vinna úr. Aldrei var
þó slegið af kröfum um málfar, sem
Benedikt lajgði mikið upp úr, og var
meistari í. A tímabili annaðist Bene-
dikt sjálfur uppgjör skrifstofunnar.
Þegar hann settist niður til þeirra
verka voru afgreidd hundruð mála
á dag, en Benedikt var einnig af-
burða reiknimeistari og bókhalds-
maður. Eftir að Benedikt skipulagði
störf sín missti hann aldrei mál úr
böndum, þó málin væru mörg og
stór, sem hann hafði undir, og á
þessum árum voru honum falin
mörg af stærstu og vandamestu
málunum, sem upp hafa komið í
þessu landi. Þó Benedikt væri mað-
ur stóru málanna, áttu samt þeir,
sem minna máttu sín, ætíð aðgang
að honum og brást hann ekki trausti
þeirra, frekar en hinna stærri aðila.
Benedikt hafði töluvert þann hátt-
inn á sínum lögmannsstörfum, að
vinna þau á starfstöð skjólstæðing-
anna. Hin síðari ár var hann mikið
á fundum utanbæjar eða utanlands.
Var hann því mikið utan skrifstof-
unnar, og kom það óhjákvæmilega
nokkuð niður á rekstri hennar, en
það vó hann upp með sínum mikla
dugnaði og aflahæfi. Benedikt hafði
þó ákveðnar hugmyndir um hvernig
reka mætti lögmannsskrifstofu með
hámarksárangri, en hann hafði gott
auga fyrir rekstri og skipulagningu,
eins og flestu öðru. Vegna tímas-
korts komust margar þeirra þó ekki
í framkvæmd. Eitt af skipulags-
verkum Benedikts á skrifstofunni,
er hann kom að henni, var skipu-
lagning spjaldskráa, málaskráa og
skjalavörslu, og þjónar það kerfi
fullkomlega í dag, 25 árum síðar.
Þá skipulagði Benedikt tölvukerfi
skrifstofunnar, sem enn dugir vel,
og tileinkaði sér sjálfur notkun
tölva, með fyrst mönnum. Skipu-
lags- og rekstrarhugmyndir Bene-
dikts eru ekki gleymdar og má
búast við að ýmsar þeirra verði
framkvæmdar. Mun þá áfram gæta
áhrifa Benedikts Blöndal á rekstur
þeirrar skrifstofu, sem hann helgaði
mestan hluta sinnar allt of stuttu
starfsævi. Benedikt Blöndal var
ekki einungis afburða fagmaður og
margra manna maki til verka, hann
var drengur góður og mikill maður,
víðsýnn og réttsýnn. Tel ég það
mér mikinn heiður að hafa starfað
með og mátt læra af slíkum manni.
Guðrúnu, Karli, Lárusi, Önnu og
allri fjölskyldu Benedikts Blöndal
sendi ég samúðarkveðjur.
Skúli Th. Fjeldsted
Kveðja frá Sögufélagi
Sögufélag var stofnað árið 1902
og að því stóðu fræðimenn í íslensk-
um fræðum, lögfræðingar og aðrir
áhugamenn um iðkun sagnfræði.
Æ síðan hafa lögfræðingar tekið
mikinn þátt í störfum Sögufélags,
setið í stjórn og lagt þar margt
gott til. Meðal þeirra var Benedikt
Blöndal hæstaréttardómari. Hann
hafði lengi haft þá venju að koma
reglulega á afgreiðslu félagsins,
skoða þar nýjar bækur og fylgjast
að öðru leyti með störfum þess af
miklum áhuga. Á árinu 1988 átti
hann svo drjúgan þátt í því, að
samstarf tókst milli Sögufélags og
ritnefndar um útgáfu á afmælisriti
fyrir Ármann Snævarr, en Benedikt
var í þeirri nefnd. Er mér ljúft að
votta að þetta samstarf tókst með
ágætum. Var Benedikt jafnan tilbú-
inn að gefa góð ráð um útgáfuna,
líta á prófarkir eða taka annan þátt
í undirbúningi afmælisritsins. Sjálf-
ur skrifaði hann í það merka grein,
sem nefnist: Eftir orðanna hljóð-
an ... og fjallar um þann þátt í
stjórnarskrá íslands, hvernig forseti
„lætur ráðherra framkvæma vald
sitt“.
í framhaldi af samstarfínu um
útgáfu afmælisritsins varð að ráði
að Benedikt tæki að sér fundar-
stjórn á aðalfundi Sögufélags vorið
1990, íyrir réttu ári. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa var rætt um
tímaritið Sögu, sem átti þá 40 ára
afmæli. Er bæði mér og fleiri fund-
armönnum í minni hversu snjöll
fundarstjóm Benedikts var og
hversu honum var lagið að fá menn
til umræðna um það sígilda áhuga-
efni Sögufélagsfólks að fá fólk til
þess að kynna sér tímaritið Sögu.
Fyrir hönd Sögufélags færi ég
aðstandendum Benedikts Blöndals
innilegar samúðarkveðjur.
Heimir Þorleifsson
Prófessor Ólafur Lárusson gat
þess í kennslustund í lagadeild, að
lögfræðin væri stundum nefnd list
hins góða og sanngjarna.
Þessi orð, sem sögð voru á löngu
liðnum dögum, komu í hug mér er
ég heyrði lát Benedikts Blöndal,
vegna þess hveijum mannkostum
hann var búinn, enda naut hann
mikillar virðingar. Lærdómur hans
var mikill. Hann var glæsilegur
maður í sjón og í raun.
Ég átti því láni að fagna að eiga
samvinnu við B'enedikt Blöndal í
málafærslu- og dómarastörfum og
raunar njóta samvista við hann á
öðrum góðum stundum.
Það var afar gott að vera í ná-
vist Benedikts. Varfærni og háttvísi
voru honum eiginleg í samskiptum
við aðra menn. Honum var í blóð
borið að hafa gát í nærveru sálar.
Hvort sem um alvarleg viðfangsefni
eða gamanmál var að tefla, kom í
ljós mikill fróðleikur hans og einnig
tilfinning fyrir hinu broslega. Öll
hans tök á störfum þóttu mér sýna
að þar væri að verki í senn gáfaður
lærdómsmaður og listrænn smekk-
maður. Það var því óvenjulega mik-
ill fengur og raunar unun að því
að starfa með og ræða við Benedikt
um_ lagamál sem og önnur efni.
Ég átti því láni að fagna að vinna
með honum að verkefnum sem
tengdust sérstaklega landi okkar,
náttúru þess og sögu. Frá þeim
dögum á ég ómetanlegar minning-
ar.
Þegar Benedikt var málafærslu-
maður, var hann allra manna
traustastur í starfí og mjög valinn
til vandasamra mála.
Þjóðin hefir misst góðan son. Það
er sárt að sjá á eftir Benedikt Blönd-
al í blóma lífsins. Sárast er það
hans fólki, eiginkonu, börnum, öldn-
um föður, systkinum og vanda-
fólki. Megi minningin um hann
verða þeim styrkur í sorginni.
Ég minnist og sakna hæstarétt-
ardómarans unga Benedikts Blönd-
al og vil tileinka lífi hans áðurnefnd
orð, „list hins góða og sanngjarna“.
Vilhjálmur Árnason
Fleiri greinar um Benedikt
Blöndal bíða birtingar ogmunu
birtastnæstu daga.
[