Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 54
MORG LNHLAÐID MTÐYIRBnyAOUR' r/!MSÍ)í991
Magnús Guðjóns-
son - Minning
Fæddur 27. ágúst 1899
Dáinn 19. apríl 1991
Ég vil reyna með nokkrum orðum
að minnast og kveðja elskulegan
tengdaföður minn, sem andaðist á
Landspítalanum 19. apríl síðastlið-
inn, eftir skamma legu.
Magnús fæddist að Gijótiæk á
Stokkseyri en fluttist fljótlega með
foreldrum sínum að Bakkagerði, bæ
sem þau reistu sér rétt austan
Stokkseyrar, þar ólst hann upp
ásamt átta systkinum.
Foreldrar Magnúsar voru Vilborg
Margrét Magnúsdóttir og Guðjón
Pálsson vegavinnuverkstjóri.
Sem unglingur hóf Magnús sum-
arstörf hjá Vegagerð ríkisins í Ár-
nessýslu, á þeim tíma er hestvagn-
inn var flutningatækið, hakinn og
skóflan gröfutækin. Vinnan var
erfið og oft kaldsöm, dvalið í tjöld-
um oft við erfiðar aðstæður, en
samt voru það ánægjulegustu
stundir Magnúsar, þegar hann rifjf-
aði upp þetta tímabil ævi sinnar.
Leiðin lá til Reykjavíkur og gerð-
ist hann starfsmaður Vegagerðar-
innar þar, en 1924 réðu öriögin
því, að hann tók tímabundið að sér
að sjá um rekstur rafstöðvar í
Grindavík. Þar kynntist Magnús til-
vonandi lífsförunaut sínum, Bjarg-
eyju Guðjónsdóttur frá Hliði í
Grindavík, dóttur þeirra heiðurs-
hjóna Maríu Ólafar Geirmundsdótt-
ur og Guðjóns Einarssonar útgerð-
armanns. Bjargey og Magnús giftu
sig 26. nóvember 1927 og reistu
sér hús á Nönnugötu 7 í Reykjavík,
í félagi við foreldra Magnúsar.
Magnús var einn af stofnendum
BSR (Bifreiðastöðvar Reykjavíkur),
stjómarformaður og einn af drif-
fjöðrum þessa fyrirtækis til margra
ára. BSR var á þessum árum, jafn-
framt leigubílaakstri, umsvifamikið
fyrirtæki í fólksflutningum út á
landsbyggðina með rútubílum sem
fyrirtækið átti. Það kom í hlut
Magnúsar sem bifvélavirkja að hafa
með höndum verkstjóm og umsjón
verkstæðis fyrir rútubflana, ásamt
öðmm verkefnum. Magnús var sér-
lega verklaginn maður, bæði við
smíðar, viðgerðir eða aðrar fram-
kvæmdir sem hann tók að sér, af-
markaður vinnutími var ekki til í
hugarheimi hans á þessum árum
og lagði hann oft nótt við dag til
að halda rútubflaflotanum gangandi
og var þá ekki spurt um launin, oft
sást hann ekki fyrir í áhuga sínum
og dugnaði, enda kom það verulega
niður á heilsu hans á þessum árum
og síðar.
Árið 1947 seldi Magnús hlut sinn
í BSR og hætti þar störfum og
hafð iþá verið formaður fyrirtækis-
ins í 16 ár.
Síðustu vinnuár Magnúsar starf-
aði hann hjá Stálumbúðum hf. við
framleiðslu flúrlampa og fleira.
Hann minntist þessa starfstíma
ætíð með ánægju og með þakklæti
til samstarfsmanna og stjórnenda
★ GBC-Pappirstætarar
Þýsk (ramleiðsla
Ýmsar stærðlr og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR
PLÖTURÍLESTAR
I I « i SERVANTPLÖTUR
■ I ■ I I I SALERNISHÓLF
P|,| 11 BAÐÞIUUR
ELDHÚS-BORÐPLÖTUR
T4 LA GER -NORSK HÁ GÆÐA VA RA
Þ.Þ0R6RÍMSS0N&C0
_ Á_ »»- - —r_ — r\r\r> a r\ _
Armutaz9 - rvTUtatorgT
fyrirtækisins fyrir hlýtt og gott
samstarf.
Árið 1947 fluttu þau hjónin í
nýtt og glæsilegt hús á Langholts-
vegi 71 í Reykjavík. Þetta hús ber
glöggiega vitni útsjónarsemi og
dugnaði Magnúsar, hann skipulagði
sjálfur og teiknaði húsið, reisti það
að mestu með eigin höndum í frí-
stundum sínum frá hinu daglega
brauðstriti.
Bjargeyju og Magnúsi varð
þriggja barna auðið, þau eru:
Margrét sem er elst, gift undirrituð-
um, Guðjón, kvæntur Kolbrúnu
Þorkelsdóttur, og María Ólöf sem
er yngst, gift Karli Adolf Ágústs-
syni. Barnabörnin eru orðin tólf og
barnabamabömin nítján. Bjargey
lést 27. sept. 1989 og varð stórt
skarð í fjölskyldunni við fráfall
hennar, sorgin var mikil hjá öllum,
en mest hjá eftirlifandi eiginmanni,
en sorg hans lifði með honum til
hinstu stundar.
Nú er hljótt yfir Langholtsvegi
71, þar sem áður ríkti gleði og
hamingja, hamingja sem ekki var
bara á yfírborðinu til að sýnast,
heldur ríkti djúpt í hjörtum þessara
elskulegu hjóna og þess nutu börn
þeirra í uppeldinu og einnig aðrir
innan fjölskyldunnar og utan. Þegar
ég kom fyrst inn á þetta heimili,
sem þá var á Hverfísgötu 101,
svona aðeins búin að slíta bams-
skónum, var mér tekið með þeirri
hlýju og góðvild sem ég átti eftir
að reyna, að var þessum hjónum
eiginleg og sá andi er ríkti á heimil-
inu.
Innilega vil ég þakka tengdafor-
eldrum mínum samveruna á lífsleið
minni, elsku þeirra og oft þolin-
mæði í minn garð, þau reyndust
mér í alla staði eins og mínir aðrir
foreldrar og hefði ég mátt þakka
það fyrr, en betra er seint en aldrei.
Við Margrét kveðjum nú föður
og tengdaföður með þakklæti fyrir
allt, með sorg og eftirsjá í hjarta,
það breytist ekki þótt innst inni
vitum við að margt gæti verið öldr-
uðum manni verra, en friðsæl and-
látsstund í návist sinna nánustu.
Börn og tengdabörn Magnúsar
vilja færa innilegustu þakkir til
hjónanna Erlu og Ágústar ásamt
Maríu, sem önnuðust Magnús á
heimili hans síðustu árin af þeirri
stöku alúð og umhyggju, sem seint
verður ofmetin.
Við hjónin, böm okkar og bama-
börn kveðjum nú kæran tengdaföð-
ur og biðjum Guð að blessa hann
fyrir það sem hann var, taka á
móti honum og fínna stað þar sem
sorg og sjúkdómar eru fjarri, þar
sem hann aftur hittir ástvini sína
sem á undan honum eru gengnir.
Guð geymi Magnús Guðjónsson.
Guðm. Sigurþórsson
Við andlát ástvinar er sem deyi
hluti af manni sjálfum. í hjartað
myndast tómarúm. Ákveðnu skeiði
í ævisögunni lýkur og eftir standa
minningarnar.
Þannig er því farið við andlát afa
á Langó. Frá þeim ömmu og afa á
ég margar mínar bestu minningar.
Hjá þeim bjó ég tvö fyrstu ár ævinn-
ar ásamt móður minni og þar var
lagður grunnur að þeirri vináttu
sem aldrei bar skugga á.
Afí mundi tímana tvenna og hafði
gaman af að segja okkur barna-
börnunum sögur frá því er hann
var að alast upp Stokkseyri á fyrstu
árum þessarar aldar. Eg minnist
sagna af fátækt, húsakynnum,
ferðalögum, samgönguörðugleik-
um, vegavinnu, kynlegum kvistum
o.fl. Hugsaði ég oft um það hin
seinni ár hvílík nauðsyn væri á því
að skrá niður reynslu þessarar kyn-
slóðar sem kennd hefur verið við
aldamótin og líklega hefur lifað
meiri og stórkostlegri breytingar
en flestar aðrar. Þessu fólki eigum
við öðru fremur að þakka það sem
við erum í dag.
Afí var óvenjulega laghentur
maður og virtist geta gert „allt“ í
höndunum. Hann smíðaði bæði úr
tré og járni. Hann teiknaði og
byggði hús þeirra ömmu á Lang-
holtsvegi 71 að mestu sjálfur. Hann
lærði bifvélavirkjun og hafði alla
tíð mikinn áhuga á bílum og vélum.
Síðasta bílinn sem hann átti keypti
hann eftir veltu, setti á hann nýja
yfírbyggingu, tók hvern hlut í sund-
ur og setti saman aftur, allt á bíla-
stæðinu heima á Langó. Eftir að
hann fór á eftirlaun og meðan að
heilsan framast leyfði, smíðaði hann
marga fallega gripi, m.a. rokka sem
nú prýða heimili vandamanna hans.
Þá var hann og góður teiknari og
gat vel hugsað sér að vinna við það
hefðu aðstæður þróast þannig.
Það er víst óhætt að fullyrða að
afi var fullhugi og mikill ákafamað-
ur. Hann hlífði sér ekki í vinnu og
gekk áreiðanlega oft nærri líkam-
anum. Þess sáust Iíka merki. Þótt
hann væri unglegur var líkaminn
slitinn og hann átti lengi erfítt með
gang vegna slyss sem hann varð
fyrir við vinnu. Ég minnist þess að
hafa séð hann á „fjórum fótum“ í
garðinum með pensil eða hamar í
hendi að dytta að húsinu. Svo mik-
ill var viljinn, svo mikill áhuginn
og krafturinn.
Afí minn og amma bjuggu saman
í ákaflega farsælu og góðu hjóna-
bandi. Þau voru óspar á ást og
kærleika. Þeirra aðalsmerki var að
gefa. Þess vegna hændust barna-
börnin og barnabarnabörnin að
þeim. Þess vegna elskuðum við þau.
Eftir að amma dó í september
1989 minnkaði mikið sá lífsvilji sem
afí hafði átt. Síðustu mánuðina
þráði hann að fá að kveðja þetta
líf enda þá orðinn mikið veikur.
Honum eins og ömmu gafst þó
tækifæri til að búa heima, nánast
allt til hinstu stundar. Fyrir það var
hann þakklátur enda með afbrigð-
um heimakær. Þau sem það gerðu
mögulegt eiga þakkir skildar fyrir.
Held ég að ég móðgi engan þó ég
telji þar fremst í flokki Gústa, Erlu
og Mæju. Þau reyndust honum og
ömmu frábærlega vel í veikindum
þeirra.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst afa mínum á Langó. Af
honum lærði ég margt og með hon-
um átti ég margar góðar stundir.
Ég óska honum Guðsblessunar í
nýjum heimkynnum.
Reynir
Magnús móðurbróðir minn hefur
kvatt okkur en eftir standa minn-
ingar svo fagrar og bjartar að eng-
in hætta er á að hann gleymist
okkur sem vorum svo lánsöm að
mega hafa samneyti við hann.
Honum tókst að umvefja alla sem
með honum gengu með svo miklum
kærleika að allir sóttust eftir að fá
að vera í návist hans og láta hann
lina það kalda umhverfi sem nútím-
inn býður svo oft upp á í allsnægt-
um sínum.
Hann og Bjargey kona hans hafa
haft mikil áhrif á uppeldi mitt frá
frumbernsku.
Þau lifðu ekki alltaf í stórum
húsakynnum en alltaf var nóg rými
fyrir alla sem til þeirra komu hvort
sem það var í stuttar heimsóknir
eða til langdvalar. í mínum huga
eru þau hjónin eins og Ijósgeislar
sem sanna að það er hægt að ganga
jarðlífsgönguna án þess að skuggi
komist að kærleika manns til konu
eða konu til manns. Þar að auki
tókst þeim að halda náungakærleik-
anum án þess að ég sæi skugga
falla á.
Magnús var sonur Guðjóns Páls-
sonar vegaverkstjóra og konu hans,
Vilborgar Magnúsdóttur. Þau
bjuggu í Bakkagerði við Stokkseyri
og voru kennd við Bakkagerði alla
tíð.
Það er afskaplega gaman að
heyra allar dularfullu og spennandi
sögurnar frá Bakkagerði. Þær eru
sveipaðar ævintýraljóma í mínum
augum. Bæði afi og amma sáu
meira en flest mannanna börn.
Magnús hefur gert sumar huldu-
fólkssögurnar ódauðlegar með hjálp
Árna Ola rithöfundar og er það
niðjum afa og ömmu ómetanlegur
fjársjóður nú þegar síðasti niðjinn
er farinn sem þekkti þær frá fyrstu
Afi var mikill sjáandi og gaf
hann út kver með sögum um ellefu
sýnir sem hann sá. Hann var mikið
sálmaskáld og gerði ýmis handrit
sem eru geymd í safninu að Skógum
undir Eyjafjöllum.
í þessu andrúmslofti ólst Magnús
upp ásamt systkinum sínum. Fá-
tækt að ytri auðæfum var mikil en
andans auðlegð var mikil. Hann fór
ungur í vinnu til vandalausra og
veit ég að oft lifði hann við vosbúð
og svengd. Mjög líklega orsakaði
það það mikila heilsuleysi sem þjak-
aði hann frá því að ég man eftir
en einnig varð hann hvað eftir ann-
að fyrir alvarlegum slysum.
Magnús naut ekki langrar skóla-
göngu frekar en foreldrar hans og
systkini en þekking hans og vitur-
leiki voru svo ótrúleg að ég veit
engan sem hefur komist hærra en
hann í margþætti hugar og handar.
Þessi verkamaður smíðaði til dæmis
flugvél. Hann teiknaði hana sjálfur
og smíðaði við litla hjálp þeirra sem
áttu að heita að kunna meira fyrir
sér en hann. Þegar smíðinni var
lokið og átti að prófa burðargetu
vængjanna eins og lög gerðu ráð
fyrir virtust þeir sem þar áttu hlut
að máli ekki geta sætt sig við að
fiugvélin stæðist það en héldu
áfram að hlaða á vænginn þar til
hann brast.
Þetta var svo sársaukafullt fyrir
Magnús að hann gafst upp fyrir
óréttlætinu en einnig spilaði inn í
að hann var örþreyttur og peninga-
laus. Þetta var sárasta minning
Magnúsar sem ég heyrði hann tala
um. Mikil er löngun mín að við
gætum skráð sögu þessarar smíði
þar sem hún sannar að kraftaverk
er hægt að gera ef aðeins atgervið
er nógu mikið í mannssálinni. Hann
smíðaði mjög margt annað sem
hann fann upp. Til dæmis teiknaði
og smíðaði hann barnarafmagnsbíl,
fann upp nýja tegund af sólstólum
ásamt mörgum verkfærum sem ég
kann ekki skil á. Það sem blasir
við augum okkar allra er hús hans
á Langholtsvegi 71. Magnús teikn-
aði það og smíðaði og í mínum
augum er það eitt fallegasta hús
sem ég sé.
Bjargey og Magnús bjuggu með
afa og ömmu á Nönnugötu 7 um
tíma og veit ég að það var góður
tími fyrir þau öll. Amma og afi flutt-
ust svo til Dúu dóttur sinnar á
Hverfísgötu 100 en Magnús og
Bjargey bjuggu á Hverfisgötu 101.
Það var dásamlegt að fá að flögra
á milli þessara heimila frá einni
hlýjunni til annarrar. Þau fluttu svo
að Langholtsvegi 71 árið 1948 rétt
fyrir jólin. Við bjuggum á Laugar-
ásveginum svo nú var stutt að
hlaupa þegar löngun var til en það
var oft.
Kærleiksríkara heimili fannst
ekki. Ást þeirra hjóna var öllum
sjáanleg fram að brottför hennar
en eftir hana hefur sorg hans verið
honum erfíð. Nú hafa þau samein-
ast á ný í fögrum húsakynnum.
Hún dó í september 1989. Kærleik-
ur þeirra fór í erfðir til barna þeirra
og það hefur verið dásamlegt að
fylgjast með hvernig þau, makar
þeirra, börn, tengdaböm og barna-
böm umvöfðu þau þegar þau sjálf
þurftu á aðstoð að halda á ævi-
kvöldi sínu.
Erla og Gústi barnabarn hans
vom allan sólarhringinn í návist
þeirra síðustu árin en síðasta eina
og hálfa árið hefur María barna-
barn þeirra verið einnig með dag-
lega umönnun við afa sinn. Erla
hefur borið mestan þunga af
umönnuninni og veit ég að öll fjöl-
skyldan ber þakklæti í brjósti til
hennar.
Litli dóttursonarsonurinn, Ragn-
ar Ingi, var mikill vinur langafa
síns. Otrúlegt var að sjá þennan
litla snáða vera að aðstoða gamla
manninn á svo margan hátt en
hann er aðeins þriggja ára. Þeir
sýndu hversu fagurt og náið sam-
band getur verið á milli ungs barns
og aldraðs manns. Þjóðfélag okkar
væri betra ef það bygðist meira á
þeim grandvelli.
Magnús var afar veikur síðustu
tvær vikurnar og var erfitt að horfa
upp á miklar þjáningar hans. Hann
var á hjartadeild Landspítalans og
ríkir mikið þakklæti í huga fjöl-
skyldu hans fyrir frábæra umönnun
og hlýju starfsfólksins á þessum
erfíðu tímum.
Við söknum Bjargeyjar og Magn-
úsar en við vitum að þau og verk
þeirra munu aldrei gleymast í hug-
um okkar allra.
Guð blessi þau og varðveiti um
tíma og eilífð.
Guð blessi alla niðja þeirra og
hjálpi þeim til að viðhalda merki
þeirra og lífsmunstri. Ég þakka
fyrir allt sem þau hafa gert fyrir
Sólheimatungufjölskylduna.
Selma Júlíusdóttir
Sæmundur Gíslason
fv. bóndi - Minning
Fæddur 28. mars 1891
Dáinn 23. april 1991
Sæmundur Gíslason, fyrrverandi
bóndi á Ölfusvatni, Grafningi,
fæddist 28. mars 1891 á Ölfusvatni
í Grafningi. Hann var fullra 100
ára þegar hann kvaddi þennan
heim. Það er löng ævi.
Foreldrar Sæmundar voru Gísli
Þórðarson og Guðlaug Þorsteins-
dóttir. Sæmundur átti einn albróð-
ur, Guðmund Gíslason skólastjóra,
og Þórð Gíslason bónda, sem var
sonur Þóru Jónsdóttur ekkju á Ölf-
usvatni.
Sæmundur ólst upp á Ölfusvatni
og þegar bróðir hans Þórður fellur
frá og ekkja hans Guðbjörg Þor-
geirsdóttir flytur til Hafnarfjarðar
tekur Sæmundur við búinu. Það var
mikið í ráðist í kringum 1920 að
vera bóndi á Islandi því hart var í
ári og brugðið gat til beggja vona.
Sæmundur. v.ar bón(li. á Olfusvatni
til 1945. Þá brá hann búi og fór á
Villingavatn til frænda síns Þor-
geirs Magnússonar. Sæmundur
flutti til Hafnarfjarðar 1947 þar
sem mikið af frændfólki hans bjó.
Hann starfaði lengst af hjá Raf-
veitu Hafnarfjarðar eða til 1973.
Sæmundur bar sterkt svipmót
ættar sinnar og upprana. Ætt Sæ-
mundar fór að búa á Ölfusvatni í
kringum 1580 og bjó hún þar og á
bæjunum í kring mann fram af
manni. Fólkið fór ekki langt. Lá við
að fólk ættist ekki nema að það
væri skylt. Kom þar til að sveitin
var einangruð og svo vora foreldrar
ráðríkir, margir vildu ekki styggja
fólkið sitt. Ölfusvatn er Iandnáms-
jörð og var höfuðból með langa
sögu. Fortíð og nútíð rannu saman.
Sæmundur talaði um að Grímkell
sá sem fyrstur nam landið og er
heigður í túninu ætti landið. Menn
sem voru uppi á 18. öld voru eins
og lifandi í huga Sæmundar. Hann
þekkti landið. i 94 ,ára. (gamail fór