Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 55
MORGCNBLAÐIÐ MIÐVIKCÐAGUR' í: iMAÍ 1991
Hjónaminning:
Rannveig Helgadóttir
Valdimar Runólfsson
Nokkur fátækleg orð í minningu
þeirra heiðurshjóna Rannveigar
Helgadóttur ljósmóður og Valdimars
Runólfssonar húsasmíðameistara,
sem lengi bjuggu að Hólmi í Land-
broti. Rannveig lést 22. þessa mán-
aðar á Ljósheimum, Selfossi, en þar
hafði hún verið síðustu árin ásamt
valdimar sem lést 24. janúar síðast-
liðinn.
Rannveig var fædd 5. október
1897 að Þykkvabæ í Landbroti, dótt-
ir hjónanna Höllu Einarsdóttur og
Helga Þórarinssonar. Valdimar var
fæddur 14. maí 1899 að Hólmi í
Landbroti, sonur hjónanna Runólfs
Bjarnasonar hómópata og Rannveig-
ar Bjarnadóttur. Þau bjuggu lengi í
Hólmi og stundaði Runólfur meðala-
lækningar og rak smáverslun ásamt
búskap.
Eftir að leiðir Rannveigar og
Valdimars lágu saman á árinu 1922,
fluttu þau til Reykjavíkur þar sem
Valdimar stundaði iðn sína af at-
orku. Vann hann meðal annars við
byggingar sem bera handverki hans
mjög vitni, t.d. Hótel Borg, Gamla
bíó og Þjóðleikhúsið o.fl., auk þess
Mímisveg 2 sem hann byggði og var
teikningin að mestu hans verk. Einn-
ig var hann virkur í Trésmiðafélagi
Reykjavíkur og í Iðnráði. Hann var
í stjóm Trésmiðafélsgins um árabil
og formaður þess í allmörg ár. Valdi-
mar var listasmiður og liggja eftir
hann mörg sérstæð smíðaverk. Auk
þessa var Valdimar mikill ræktunar-
og búsýslumaður og frumkvöðull um
öflun verkfæra til þeirra hluta. T.d.
var traktor sem hann keypti frá
Korpúlfsstöðum fyrsta vélknúna hey-
vinnuvélin í héraðinu. Auk þess hafði
hann staðgóða þekkingu á nýtingu
lands og áburðar.
Búskapur þeirra Rannveigar og
Valdimars í Holmi hófst árið 1942
þegar Valdimar tókst á hendur skóla-
stjórn Smíðasþólans í Holmi fyrir
Búnaðarfélag íslands, sem mun hafa
verið fyrsti verkmenntaskóli lands-
ins. En Valgerður ekkja Bjarna Run-
ólfssonar, sem var bróðir Valdimars,
hafði gefið Búnaðarfélaginu Hólm
til þessara nota. Nærri má geta að
þáttur Rannveigar var mikill í upp-
byggingu og rekstri skólans. Dugn-
aði hennar og atorku mun best lýst
að einsdæmi er að nokkur húsfreyja
sjái alveg um sitt heimili til níutíu
ára aldurs. Skóli þessi var starfrækt-
ur að Hólmi um árabil þar til Búnað-
arfélagið gafst upp á skólahaldinu.
í framhaldi af því keyptu þau Rann-
veig og Valdimar Holm og bjuggu
þau þar síðan ásamt yngsta syni sín-
um Sverri.
Þau Rannveig og Valdimar eign-
uðust þijá syni, Helga bygginga-
meistara, giftan Þóru Gísladóttur;
Runólf rafvirkja og þúsundþjalasmið
hjá Raunvísindastofnun, en hann var
giftur Láru Þorðardóttur sem er lát-
in, og Sverri bónda, sem er ókvænt-
ur. Bamaböm em fjögur og barna-
barnabörn átta.
Ekki get ég lokið þessu án þess
að neíria hve gott var ætíð að koma
að Holmi og njóta þeirra góðu gest-
risni. Það sumar sem ekki heppnað-
ist að heimsækja þau var mjög verra
en önnur. Seinni árin þegar heilsan
var farin að bila hjá þeim báðum
dáðist ég alltaf að Rannveigu hvað
hún hélt sér andlega. Þannig var hún
alltaf glöð og létt, fylgdist með öllu
betur en flestir yngri gera.
Aðstandendum votta ég samúð
mína. Megi þau hafa góða heimkomu
til æðri heima. Guð blessi minningu
þeirra.
Haukur Þorsteinsson
hann með okkur systrunum heim á
Ölfusvatn, rifjaði upp með okkur
nöfn, atburði, leyndardóma, helga
staði, vonda staði, álagabletti og
næstum því kynnti okkur fyrir
vættum og huldufólki. Þessi afa-
bróðir minn var nær daglegur gest-
ur á heimili foreldra minna um ára-
bil.
Sæmundur var meðalmaður á
hæð og þéttur á velli. Hann var
hægur í framgöngu, orðvar og
hlýrra handtak held ég að sjald-
gæft sé að finna. Sæmundur var
mjög vel lesinn og var fróður um
sögu bæði innlenda og erlenda.
Kristindómur og kirkjan átti stóran
sess í lífi Sæmundar. Hann var í
sóknarnefnd í Grafningi og var
áskrifandi að kirkjuritum og
geymdi þau. 1952 hóf Sæmundur
sambúð með Aðalheiði Ólafsdóttur,
fæddri 29. apríl 1903, frá Björgum,
Austur-Hún. Aðalheiður lifir sam-
býlismann sinn. Á heimili þeirra var
mikið lesið. Þau tóku virkan þátt í
félagsstörfum, í kristilegum félög-
um og eins voru þau í Kvæðamann-
afélagi Hafnarfjarðar.
Með Sæmundi fer hluti af gamla
tímanum. Það er ekki lengur neinn
sem þæfir plögg barnanna eða
tvinnar saman í sokka. Það er viss
söknuður sem sest að. En minning-
in um hvað hann var hlýr lifir. Eg
sendi Aðalheiði mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jónína Björg Gísladóttir
af öllum vörum í 3 daga
fimmtudag — föstudag — laugardag
Grensásvegi 3 8, sími 82444.
Dreglar ♦ Verkfæri
»«■* ► Teppi ◄