Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 62
62
MORGUMBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
/, 'Airtu S-édr'ó bor£ -Fyrir se.* ? ''
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1991 LosAngeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
Þ6 EfZTÚPi LEIK/"
Háskólapróf í Alman-
aki Þjóðvinafélagsins
Hinn 10. apríl síðastliðinn birtist
I Morgunblaðinu fyrirspurn um það,
hvers vegna umfjöllun um háskóla-
próf í Árbók íslands 1989 í Alman-
aki Þjóðvinafélagsins hefði verið
stytt. Var greinilegt að fyrirspyij-
anda þótti þetta miður.
Almanak Þjóðvinafélagsins hefur
komið út árlega frá 1875 og jafn-
lengi hefur verið í því árbók, þar sem
rakin hafa verið helstu tíðindi ársins.
í þessari árbók hefur jafnan verið
sagt frá prófum og árið 1878 var
byrjað að nafngreina þá, sem lokið
höfðu prófi frá Prestaskólanum og
Læknaskólanum. Jafnframt var get-
ið einkunnar viðkomandi kandídats.
Síðan bættist Lagaskólinn við og
embættismannaskólarnir gömlu voru
sameinaðir í Háskóla íslands árið
1911.1 fyrstu fylltu þessar prófaupp-
lýsingar aðeins nokkrar línur í Ár-
bókinni og allt fram um 1960 náðu
þær ekki að vera ein blaðsíða. En á
sjötta áratugnum varð mikil ijölgun
háskólastúdenta og 1970 var umfjöll-
unin um próf í HÍ komin hátt í 3
blaðsíður, 1980 í 6 blaðsíður og 1988
Vondar tal-
setningar
Kæra Stöð 2. Það er óþolandi
hvernig þið talsetjið allar teikni-
myndir yfir á íslensku því þá er
ekki eins gaman að horfa á þær.
Ég var í morgun að horfa á þáttinn
Skjaldbökurnar og það voru hræði-
legar raddir, vegna þess að þið vor-
uð búin að talsetja þær á íslensku.
Það eru ekki bara litlir krakkar sem
horfa á teiknimyndir, ég veit t.d.
um að sextán til sautján ára ungl-
ingar horfa á teiknimyndir á morgn-
ana og haldið þið að þau nenni að
horfa á svona glataða talsetningu.
Það væri bara betra að setja texta
niðri eins og gert er í bíómyndum,
þá gætu ungir krakkar æft sig í
að lesa. Ég veit alveg að Ríkissjón-
varpið talsetur teiknimyndir líka en
sú stöð gerir það ekki eins oft. Það
er allt í lagi að þið talsetjið teikni-
myndirnar Hjá afa vegna þess að
yngstu krakkarnir horfa á það. En
ekki talsetja teiknimyndirnar sem
elstu krakkarnir horfa á, t.d.
Skjaidbökurnar, því teiknimyndir
eru jafnt fyrir unga sem gamla.
Ragnar Eyþórsson, 12 ára
í nær 10 biaðsíður. Þegar hér var
komið sögu, fannst höfundi Árbókar-
innar ekki stætt á því að taka svo
mikið rými hennar undir háskóla-
próf. Því var ákveðið að í Árbókinni
1989 yrðu aðeins birt nöfn þeirra sem
lokið hefðu lengra námi í Haskóla
íslands. Við þetta styttist þessi próf-
akafli í rúmlega 3 síður. Fáeinir aðr-
ir efnisþættir sem lengi höfðu verið
í Árbókinni, voru einnig felldir niður
1989.
Sú er von aðstandenda Árbókar-
innar, að þrátt fyrir þessar styttingar
verði Árbókin áfram vinsælt upp-
flettirit áhugamanna um íslenzka
samtíð.
Heimir Þorleifsson, höf-
undur Árbókar íslands.
Köttur
Þessi köttu kom í hús að
Melbraut 18 í Hafnarfirði í jan-
úar. Upplýsingar í síma 52324
eða síma 79729.
/
P .**V:*$
HEILRÆÐI
Munið - björgunarvesti fyrir alla bátsveija. Klæðist hlýjum fatnaði
og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. Ofhlaðið ekki bátinn og jafnið
þunganum rétt. Hreyfið ykkur sem minnst og sýnið sérstaka varúð,
er skipta þarf um sæti.
Víkveiji skrifar
Nýlega birtist grein hér í blaðinu
þar sem mælt er með því að
orðið Evrópusamfélag sé látið leysa
Evrópubandalag af hólmi. Það er
rétt hjá greinarhöfundi að orðið
samfélag kann að eiga við þegar
heiti þessa merka bandalags er ís-
lenskað eins og orðið samþjóðlegur
á betur við um sameiginlegar
ákvarðanir og löggjöf bandalagsins
en yfirþjóðlegur.
Víkveiji hefur áður rætt þetta
mál og komist að þeirri niðurstöðu
að skynsamlegast væri þó að halda
sig við orðið Evrópubandalag. Á
sínum tíma benti Víkveiji á, að það
væri úrelt að tala um Efnahags-
bandalag Evrópu, þegar rætt væri
um bandalag 12 þjóða í Evrópu, sem
hefur höfuðstöðvar í Brussel, þing
í Strassborg og dómstól í Lúxem-
borg. Heiti bandalagsins var breytt
og eftir breytinguna hefði orðrétt
þýðing á íslensku helst getað verið
Evrópusamfélögin, sem fáum
fannst álitlegt. Varð niðurstaðan
sú að hvatt var til þess að orðið
Evrópubandalag yrði notað og má
segja að það hafi fengið þegnrétt
eftir að utanríkisráðuneytið tók að
nota það í skýrslugerð til Alþingis.
xxx
Merking orða breytist í tímans
rás. Þannig virðist orðið
skötuhjú vera að fá jákvæða merk-
ingu og sögnin að versla er að út-
rýma sögninni að kaupa.
í orðabók Menningarsjóðs er orð-
ið samfélag skýrt á þennan hátt:
samvist, samvera; stærri eða
smærri hópur manna sem lifa sam-
an (samtímis, á sama stað, í sama
ríki o.s.frv.), þjóðfélag. Þeir sem
sækja kirkju heyra orðið samfélag
oft notað í máli presta, þegar þeir
ræða til dæmis um samfélag í trú
og með Kristi. Þessi orðnotkun er
svo ofarlega í huga Víkveija jafn-
framt þeirri merkingu orðsins, sem
felst í skilgreiningu Menningar-
sjóðs, að hann hallast að því að
ekki eigi að hætta að nota orðið
Evrópubandalag um hið nána sam-
starf sem Evrópuríkin hófu með
Rómarsáttmálanum fyrir rúmum
þijátíu árum.
Orðabókin skýrir orðið bandalag
með þessum hætti: samband, féiag.
Til þess hafa ríkin innan Evrópu-
bandalagsins einmitt stofnað.
xxx
Eftirleikur kosningabaráttunnar
minnir okkur á hve mikilvægt
er að fara varlega með orð. Enginn
vafi er að Steingrímur Hermanns-
son taldi sig vera að ná undirtökun-
um í baráttunni, þegar hann sagði
á Akureyri 7. apríl, að kosningarn-
ar 20. apríl yrðu þjóðaratkvæða-
greiðsla um aðild að Evrópubanda-
laginu. Menn þurfa ekki annað en
skoða hvað Tíminn gerði mikið með
þessa yfirlýsingu Steingríms til að
sjá, hvað framsóknarmenn töldu
hana merkilega.
Eftir kosningar gerði Halldór
Ásgrímsson, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, sér að því er virð-
ist sérstaka ferð til Jóns Baldvins
Hannibalssonar til að skýra honum
frá því að hann teldi Steingrím
hafa gert mistök með yfirlýsingu
sinni. Steingrímur sjálfur sá meira
að segja ástæðu til að draga í land
opinberlega, bæði fyrir og eftir
kosningarnar. Er sjaldgæft ef ekki
einsdæmi í seinni tíð að reyndur
stjórnmálamaður lendi í þrenging-
um af þessu tagi.