Morgunblaðið - 19.05.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 19.05.1991, Síða 39
1 ‘ MORGUNBLAIÐIÐ ATVINWA/RAÐ/SWIAsimNUÐAGUR ra.'MM' 1991 39 Á milli skáka mátti fá sér sundsprett í heitum sjónum eða hvílast með svaladrykk undir pálmatré. Opna mótið á St. Martin: A sundskýlumri við skákborðið Skák Margeir Pétursson SMÁEYJA í Karíbahafi, St. Martin, hefur fjögur ár í röð verið vettvangur opins skák- móts sem hefur verið allvel sótt af skákmönnum bæði vest- anhafs og austan. Verðlaunin hafa farið síhækkandi og i vet- ur gerðu mótshaldarnir sér far um að kynna mótið sem allra bezt með auglýsingum í skák- blöðum. Afleiðingin varð sú að hundrað skákmenn, þar af all- margir titilhafar, létu sig hafa það að fara suður í hitann og brennandi sólskinið, þ. á m. undirritaður. Ég var með fyrstu mönnum sem mættu til leiks, enda gerði ég mér grein fyrir því að góðan tíma þyrfti til að jafna sex klukkustunda tímamismun frá meginlandi Evrópu og breytingu yfir í hita- beltisloftslag. Ég hafði því verið fimm daga á eynni þegar flestir aðrir kepp- endur mættu til leiks og var því orðinn býsna sjóaður, hafði t.d. vanist því að vera alveg skugga- laus um hádegisbilið. Einnig hafði ég komið mér upp vörnum við sólbruna og bitvörgum, auk þess sem mér var farið að líka bæri- lega vel við smáeðlur og krabba sem komu stundum í kurteisis- heimsóknir upp að sundlaugar- barminum þar sem ég dvaldi löng- um stundum með taflborð. St. Martin er einkar vinaleg eyja sem Hollendingar og Frakkar hafa skipt með sér. Þótt hún sé minni en Reykjanesskaginn eru íbúarnir tæplega hundrað þúsund manns, af ýmsum kynþáttum, flestir svartir, og lifa þeir nokkuð góðu lifí af ferðamannaiðnaði sem blómstrar á eynni. í þeim hluta þar sem mótið fór fram er aðalt- ungumálið franska og er frönsk menning og matargerðarlist þar allsráðandi, en í hinum hollenska eru amerísk áhrif mikil og enska töluð. Það er mjög sérkennilegt að tvö ólík menningarsvæði kom- ist fyrir á svo lítilli eyju. Skattar og tollar eru engir á St. Martin og virtust mér eyjar- skeggjar lifa einkar áhyggjulausu lífi, a.m.k. miðað við það sem gerist hér 45 breiddarbaugum ofar á hnettinum. Úthafsloftslag er ríkjandi þarna og gerir stöðug hafgolan það að verkum að brenn- heitir geislar hitabeltissólarinnar verða þolanlegir fyrir gesti af norðlægum slóðum. Þar sem dagskrá skákmótsins var býsna ströng, níu skákir tefld- ar á sjö dögum, kom aðlögun- artími minn að góðum notum. Mætti jafnvel segja að hann hafi ráðið úrslitum, því á erfiðasta degi mótsins, þegar fimmtu og sjöttu umferðirnar voru tefldar, vann ég Bandaríkjamennina Dmitri Gurevich og Alexander Ivanov, sem enduðu síðar í 2.-6. sæti. Þar með hafði ég náð franska stórmeistaranum Oliver Renet að vinningum og vann hann -í þeirri sjöundu, frönskumælandi heimamönnum til skiljanlegra vonbrigða. Þá hafði ég náð vinn- ingsforskoti á næstu menn og dugðu tvö jafntefli í lokin, gegn hinum kunnu bandarísku stór- meisturum, Walter Browne og Roman Dzindzindhashvili, tii að halda efsta sætinu. Úrslit urðu þessi: 1. Margeir Pétursson 7‘/2 v. af 9 mögulegum. 2. -6. Dzindzindhashvili, Kudrin, D. Gurevich 0g Al. Ivanov, Banda- ríkjunum og Rausis, Litháen 7 v. 7.—12. Rent, Frakklandi, Moska- lenko, Sovétríkjunum, Fed- orowicz, Bandaríkjunum, Castro, Kólumbíu, Todorcevic, Júgóslavíu og Kraut, V-Þýskalandi 6V2 v. 13.—25. Browne, Bandaríkjunum, Motwani, Skotlandi, Wedberg, Svíþjóð, Gobet, Sviss, Legky, Sov- étr., Cuartas, Kólumbíu, Mart- inovsky, Bandaríkjunum, Gonza- les og Hoyos-Millan, Kólumbíu, Remlinger, Bandaríkjunum, Po- rubszky, V-Þýskalandi, Herzog, Sviss, og Carlhammar, Svíþjóð 6 v. Keppendur sem hafa jafnmarga vinninga eru taldir upp í þeirri röð sem þeir voru úrskurðaðir í skv. útreikningi. Þeir Rent og Browne sem leiddu mótið eftir fimm um- ferðir voru tvímælalaust sein- heppnustu keppendurnir, sérstak- lega Renet, sem hefði getað náð mér með sigri í síðustu umferð, en hann iék sig í mát í vinnings- stöðu gegn Alexander Ivanov. Tímahraksberserkurinn og hrað- skákkappinn Walter Browne hrelldi skákstjórana og andstæð- inga sína að vanda með handap- ati og látum í tímahraki. Þegar hann féll á tíma í síðustu umferð- inni, gegn hinum lítt þekkta Raus- is, færði skákstjórinn honum ót- íðindin með bros á vör. Síðasta vinningsskák mín á mótinu gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Olivier Renet Katalónsk byrjun 1. e4 — e6, 2. Rc3 — d5, 3. d4 - Be7, 4. Rf3 - Rf6, 5. g3 - Rbd7,6. Bg2 - 0-0, 7. Dd3 - c6 Andrei Sokolov lék hér 7. — c5!? gegn Karpov á heimsbikar- mótinu í Brussel 1988, en tókst ekki fyllilega að jafna taflið. 8. 0-0 - b6, 9. e4 - Ba6, 10. b3 - Hc8,11. a4! - Re8!?, 12. exd5 - cxd5? Renet hafði eytt fullmiklum tíma á byrjunina og lék þessu að bragði til að spara tíma. En hann drap með vitlausu peði og eftir þetta nær hann ekki að jafna taf- lið fyllilega. Næsti leikur hvíts kveður niður allt mótspil svarts á skáklínunni a6-fl. 13. Rb5 — dxc4, 14. bxc4 — Rd6, 15. Rd2 - Bxb5, 16. axb5 - Dc7, 17. Ba3 - Hfd8, 18. Hacl Eftir vel heppnaða byrjun tefldi ég hér af of mikilli varfærni. 18. Hfcl! var hvassara og betra, nú nær svartur að létta nokkuð á erfíðri stöðu sinni. 18. - Rf5!, 19. Bxe7 - Rxe7, 20. Hfel - Rb8? Svartur vill létta enn frekar á stöðunni með því að losa sig við bakstæða peðið á a7, en hann hefur ekki tíma í það eins og fram- haldið leiðir í ljós. Rétt var 20. — Rg6 21. Rf3 — a6, 22. bxa6 — Rxa6, 23. Da3! - Ha8 23. — Rb8 gekk ekki vegna 24. d5! 24. Re5 - Ha7, 25. Db2 - Rb8?! 26. d5! - Ra6 Skásti kosturinn, eftir 26. — f6, 27. Rd3 — e5, leikir bæði 28. c5 og 28. f4 til vinningsstöðu á hvitt. Ef svartur næði nú að festa riddara í sessi á c5 mætti hann vel við una, en hann fær ekki tíma til þess. 27. dxe6 - fxe6, 28. Hbl! - Hb8, 29. De2 - Hf8. Eftir 29. — Rc5, 30. Rd3! getur svartur ekki varið veikleikann á e6 til lengdar, en nú tekur ekki betra við: 30. Rc6! — Rxc6, 31. Dxe6+ — Df7, 32. Bxc6 - Dxe6, 33. Hxe6 - Rc5, 34. He2 - Hb8, 35. Heb2 - Ha6, 36. Hb5 - Ra4, 37. c5! - Kf8, 38. Hlb3 - g6, 39. Kg2 - Kg7,40. Bf3 - Kh6. Tímamörkunum er náð. Svart- ur er alveg leiklaus og hvítur á margar vinningsleiðir. 41. h4 - Kg7, 42. g4 - Kf6, 43. g5+ - Ke7, 44. Hlb4 - Kd7, 45. c6+ - Kc7, 46. He5 - Rc5, 47. Hd4 - Hc8, 48. He7+ — Kb8, 49. Bg4 og svartur gafst upp. KENNSLA Vélritunarnámskeið Notið sumarið og lærið vélritun. Vélritunarskólinn, s. 28040. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Ob. 1P = 1732158Ú2 = Lf. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Keflavík Suðurnesjafólk. Sameiginleg guðsþjónusta Fíladelfíu og Veg- arins verður í Fíladelfíukirkjunni Flafnargötu 84, [ dag hvíta- sunnudag kl. 16.00. Settur trú- boði Howard Andersen frá USA prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Hátíðarsamkoma 2. í hvíta- sunnu kl. 20.30. Gestir og þátt- takendur á hermannamóti syngja og vitna. Ræðumaður: Ofursti Johnny B. Andersen. Verið velkomin. Miðvikudag: Hjálparflokkur að Víkurbakka 12, síðasti fundur á starfsárinu. Auðhrrtrfea 2 . Kópavoqur Sunnudagur: Hvítasunnumót í Hliðardalsskóla. Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.30. Burnie Sanders frá Bandaríkjunum predikar. Miðvikudagur: Samkoma kl. 20.30 Burnei Sanders frá USA predikar. Gleðilega hvítasunnu. Frá Sálarrannsóknar- félagi íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í Garðastræti 8 fimmtu- daginn 23. maí kl. 20.30. Efni fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting. Önnur fundarefni auglýst síðar. Stjórnin. Smiðjuvegi 5, Kóp. Hvítasunnudag kl. 11.00. Fræðsla og barnakirkja. Annan i hvítasunnu kl. 20.30. Kvöldsamkoma. Lofgjörð, fyrir- bænir. Gestur okkar, Philip Stanley frá USA, sem hefur starfað sem kristniboði í Japan í 25 ár, talar á báðum samkom- um. „Verið heilagir, því ég er heilagur". Verið hjartanlega velkomin. Aðalfundur skíðadeildar KR verður haldinn mánudaginn 27. maí kl. 20.00 í Frostaskjóli, fé- lagsheimili KR. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður skiða- manni ársins veitt viðurkenning. Kaffiveitingar. Munið eftir nð taka með ykkur kökur. Stjómin. Ljósgeislinn Félagsmenn athugið: Terry Evans starfar á vegum félagsins frá 3. júní til 14. júní. Hann verð- ur með skyggnilýsingafund 12. iúní sem er öllum opinn. Terry heldur námskeið 8. og 9. júní. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni, einnig einkafundir fyrir fé- lagsmenn. Stjórnin. Sími 686086. Skipholti 50b Almenn samkoma í dag kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir innilega velkomnir. ^fflhjólp Hátíðarsamkoma verður í Þríbúðum í dag kl. 16.00. Fjöl- breyttur söngur og vitnisburður. „Beiskar jurtir" syngja. Ræðu- maður: Óli Ágústsson. Barna- gæsla og kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. . Hvítasunnukirkjan Fíladetfía Fíladelfía í 55 ár Hvítasunnudagur: Hátíðarsam- koma kl. 16.30. Ræðumaður David Petts. Fjöl- breyttur söngur. Barnagæsla. Annar í hvítasunnu: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00 i beinni útsendingu frá Fíladelfíu- kirkjunni á Rás 1. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður David Petts. Fjöl- breyttur söngur. Barnagæsla. Ffladelfíusöfnuðurinn óskar landsmönnum gleðilegrar hvítasunnuhátíðar. Hjálpræðis- herinn Kirkjusfræti 2 Bkfuk T KFUM KFUMog KFUK Almenn samkoma á morgun annan hvítasunnudag kl. 20.30 í kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58. „Andi sannleikans". Jóh. 14,15-21. Upphafsorð: Ragnhildur Gunnarsdóttir. Ræðumaður: Séra Örn Bárður Jónsson. Einsöngur: Halldór Vil- helmsson. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Dagsferðir Ferðafélags- ins um hvítasunnu 19. maí kl. 13.00: Kollafjörður - Álfsnes (fjöruferð). I fjörunni á Álfsnesi ber margt fyrir augu og hafa veður og vind- ar mótað klettana á sérkennileg- an hátt. Tilvalin fjölskylduferð. Verð kr. 800,-. 20. maf kl. 13.00: Keilir - Hverinn eini Keilir er 379 m y.s. og þekktur fyrir strýtumyndaða lögun. Út- sýni af Keili er mikið yfir Reykja- nesskagann og víðar. Létt ganga. Verð kr. 1.100,-. 22. maí kl. 20.00: Tröllafoss - Stardalur (kvöldganga) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Helgina 24.-26. maíverðurferð til Vestmannaeyja. Helgarferðir til Þórsmerkur eru farnar hverja helgi Kynnið ykkur sumarleyfisferðir Ferðafélagsins. Verð komið á allar ferðir. Ferðafélag íslands. ÚTIVIST TÓFINHI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/5ÍMSVARI 14Ut Dagsferðir um hvítasunnu Sunnudagur 19. maf Póstgangan, 10. ferð Gengin verður gömul þjóðleið frá Deildarhálsi um Herdisarvík að Vogsósum ef skilyrði verða hagstæö til að fara yfir ósinn. Ef svo reynist ekki verður geng- ið meðfram Hlíðarvatni að Hlíð. Brottför kl. 10.30 fyrir þá sem vilja ganga alla leiðina. Kl. 13.00 er boðið upp á styttri göngu sem sameinast árdegisgöngunni við Herdisarvík. í þeirri ferð stendur einnig til boða stutt og auðveld ganga fyrir fólk með börn. Mánudagur 20. maí KL. 08.00: Básar - Goðaland Fyrsta dagsferðin i ár. Góður göngutúr inn í Básum. Kl. 10.30: Svinaskarð Gengin gömul leið um Svína- skarð, sem liggur i 481 m hæð, á milli Móskarðshnúka og Skála- fells. Kl. 13.00: Haukafjöll Létt fjallganga um skemmtilegt fjalllendi. Gengið verður inn Þverdal og upp á Haukafjöll. Komið niður við Tröllafoss. Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.